Morgunblaðið - 04.09.2001, Page 14

Morgunblaðið - 04.09.2001, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EMBÆTTI húsameistara gerði á sínum tíma tillögur að stækkunum og viðbyggingum við Arnarhvol og gamla Hæstaréttarhúsið sem taka mið af byggingastíl Guðjóns Samúels- sonar. Í tveimur mismunandi tillög- um er gert ráð fyrir því að hæstarétt- arhúsið sé nýtt sem miðja fyrir byggingu, sem nær annars vegar út að íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar og hins vegar alla leið út að Skugga- sundi. Að sögn Garðars Halldórssonar, fyrrverandi húsameistara ríkisins, voru tillögurnar gerðar fyrir um tíu árum fyrir Stjórnarráðið þegar fyr- irséð var að Hæstiréttur myndi flytja sig um set. „Þá gerðum við nokkrar athuganir á þessum viðbyggingar- möguleikum og tillögurnar gengu meðal annars út á að stækka Arnar- hvol með því útliti sem hann er með í dag til þess að framlengja bygging- arstíl Guðjóns Samúelssonar. Hluti af þeim tillögum byggðist á því að nota Hæstaréttarhúsið en rífa Jóns Þor- steinssonarhúsið“ segir Garðar. Á teikningunum má sjá hvernig hæstaréttarhúsið, sem Gujón Sam- úelsson teiknaði einnig, skapar ákveðna miðju lengjunnar og að sögn Garðars var hugmyndin sú að hafa inngang þar. „Við ætluðum að nota framhliðina þar sem svona áherslu í fletinum og halda svo áfram með eitt- hvað svipað og Arnarhvol hinum megin við þá miðju.“ Setti ekki enda á húsið Hann segir ekki vitað hvort Guðjón hafi sjálfur hugsað sér þetta framhald af Hæstaréttarhúsinu. „Arnarhvoll eins og hann er í dag var byggður í tveimur áföngum og þess vegna framlengir Guðjón Arnarhvol sjálfur einu sinni því austurendinn sem er meðfram Lindargötu var byggður síðar en sá hluti sem er vestar. Svo teiknar hann Hæstarétt en við höfum nú ekki rekist á teikningar frá honum sjálfum sem sýna framhald af því. Það eru hugmyndir sem komu frá okkur hjá embætti húsameistara á seinni stigum. Aftur á móti vitum við að hann end- ar Hæstaréttarhúsið með branngafli þannig að hann setur ekki enda á hús- ið. Þetta þýðir að hann reiknar með því sem arkitektar kalla randbygg- ingu áfram, þ.e.a.s. að þetta séu ekki sjálfstæð hús heldur haldi áfram að stækka, annaðhvort með sama formi eða öðru formi. Það er ekkert óeðli- legt að þetta form Guðjóns bara haldi áfram og það myndi styrkja Arnar- hvol sem slíkan útlitslega. En það má ekki skilja það þannig að við höfum fundið einhverja tillögu frá Guðjóni um það en við vorum kannski að ímynda okkur að þetta myndi Guðjón hafa gert ef honum hefði verið falið að stækka það.“ Ekki til skoðunar núna Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, kannaðist við þessar hugmyndir en sagði þær ekki hafa verið til skoðunar í tengslum við nýtt deiliskipulag stjórnarráðsreits- ins. „Við höfum í rauninni ekki verið að skoða nákvæmlega hvernig útlitið eða nýtingin yrði akkúrat á þessum reit vegna þess að við höfum alfarið verið að hugsa um Sölvhólsgötuna. Það er í rauninni það eina sem hefur verið rætt um og undirbúið til fram- kvæmdar vegna þess að það verður fyrsti áfanginn í því sem gert verður á reitnum.“ Hann segir tillögurnar sem liggja fyrir ekki útiloka þessa tíu ára gömlu útfærslu. „En ég held að þessar hug- myndir séu alfarið barn síns tíma. Þá var til dæmis ekki búið að gera neitt deiliskipulag. Eins var verið að velta fyrir sér hvernig mætti nýta þetta með eða án húss Jóns Þorsteinssonar en nú liggur fyrir í deiliskipulaginu að það geti farið.“ Tíu ára gamlar hugmyndir um viðbyggingar við Arnarhvol komnar í dagsljósið               !" # "     $%    Byggt áfram í stíl Guðjóns Samúelssonar Miðborg UMHVERFI og kennslusvæði Vík- urskóla er nú komið í viðunandi horf að mati Gunnars Kristinssonar, heil- brigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftir- liti Reykjavíkur, en eins og Morgun- blaðið greindi frá um helgina setti Heilbrigðiseftirlitið ákveðin skilyrði fyrir því að hægt yrði að hefja kennslu í skólanum nú eftir helgi. „Þetta hefur tekið alveg geysilega miklum stakkaskiptum þannig að þetta er komið í viðunandi horf,“ seg- ir Gunnar. „Ég ætla þó að fara með héraðslækni í fyrramálið [í dag] í skólann til að skoða ástandið með til- liti til hugsanlegrar rykmengunar og þess háttar en ég held að þetta verði allt í lagi. Ég bíð svo eftir því sem hann segir varðandi það hvaða kröf- ur við munum gera í framhaldinu.“ Hann segir að gengið hafi verið frá lóðinni í samræmi við óskir hans þannig að umferðarhætta hafi minnkað verulega. Þá sé búið að ryk- binda allt innandyra nema gólfin en til standi að bæta þar úr með því að setja á þau glæra húð sem geri öll þrif auðveldari. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Þessir krakkar voru að leik í blíðviðrinu fyrir utan Víkurskóla í gær. Víkurskóli kominn í viðunandi horf Grafarvogur BORGARRÁÐ hefur samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Ofanleitis sem felur í sér að götunni verði lokað þannig að aðkoma að bílastæðum Verslunarskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur verði ein- ungis frá Listabraut. Morgunblaðið greindi frá því í vor að íbúar í nágrenni skólanna hefðu þungar áhyggjur af umferðaraukn- ingu í Ofanleiti í tengslum við stækk- un skólanna. Ofanleiti verði lokað Leiti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.