Morgunblaðið - 04.09.2001, Qupperneq 16
AKUREYRI
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Tölvunámskeið á næstunni
Tölvulæsi 1
60 kennslustundir
11.sept – 18.okt
kl.17:30 – 21:00 þri, fim
Hæg yfirferð.
Hagnýtt tölvunám 1
60 kennslustundir
18.sept – 26.okt
kl.17:30 – 21:00 þri, fim
Venjuleg yfirferð.
Stök námskeið
10-20 kennslustundir
Venjuleg yfirferð.
• Excel 1
10.–13. sept kl. 08:30–12:00
• Internet Explorer
12.– 13. sept kl. 17:30 – 21:00
• Outlook
17.-19.sept kl. 13:00 – 16:30
• Windows
17.- 20.sept kl. 17:30 – 21:00
Lært á laugardögum
10 kennslustundir
kl. 09:00 – 17:00
Hraðnámskeið fyrir þá sem
vilja nýta helgina til náms.
• Windows 2000 15.sept
• Word 1 22.sept
• Excel 1 29.sept
Hádegismatur innifalinn.
Tölvugrunnur og Windows
17. – 19.sept kl. 08:30 – 12:00
Internet og tölvupóstur
24. – 26.sept kl. 08:30 – 12:00
Word 1
01. – 03.okt kl. 08:30 – 12:00
Ath!
Skrá
ning
sten
dur
yfir
Sérnámskeið fyrir Eflingar félaga:
Horfðu til framtíðar
Faxafeni 10 (Framtíð) · Sími 561 6699
tolvuskoli@tolvuskoli.is · www.tolvuskoli.is
SVANFRÍÐUR Jónasdóttir alþing-
ismaður setti viku símenntunar í
Eyjafirði í gær, en hún er nú haldin í
annað sinn og er dagskráin fjöl-
breytt.
Svanfríður nefndi í setningar-
ræðu sinni að mikilvægt væri að
tryggja sem flestum aðgang að tölv-
um og Neti, það væru mikilvægir
lyklar að menntun í framtíðinni.
Menntmálaráðuneytið, Mennt og
fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar
um land allt standa að viku símennt-
unar, en um er að ræða alþjóðlegt
átak sem miðar að því að hvetja ein-
staklinga og fyrirtæki til endur-
menntunar og þekkingarleitar.
Á sjöunda tug
námskeiða kynnt
Í Eyjafirði hefur rík áhersla verið
lögð á að fá fyrirtæki, stofnanir,
stéttarfélög og einstaklinga á svæð-
inu til samstarfs við undirbúninginn.
Á tímabilinu frá 6. til 26. september
verður í boði á sjöunda tug fræðslu-
og námskeiðskynninga fyrir fyrir-
tæki, en á annað hundrað fyrirtækja
við Eyjafjörð hefur fengið bréf þar
sem þau eru hvött til að gefa gaum
að fræðslumálum starfsmanna sinna
og fá til sín áhugaverðar kynningar.
Meðal þeirra sem kynna nám og
námskeið eru Símenntunarmiðstöð
Eyjafjarðar, Reynir-ráðgjafastofa,
Rannsóknastofnun Háskólans á
Akureyri, Verkmenntaskólinn á Ak-
ureyri, Jafnréttisstofa, Svæðis-
vinnumiðlun Norðurlands eystra,
Tölvufræðslan, World Class, Ein-
ing-Iðja, Félag byggingarmanna í
Eyjafirði og Félag málmiðnaðar-
manna.
Rannsóknastofnun Háskólans á
Akureyri opnar námstorg á fimmtu-
dag og á föstudag verður haldin ráð-
stefna um Eyjafjörð og umheiminn
þar sem fjallað verður um umhverf-
ismál í Eyjafirði frá sjónarhóli fyr-
irtækja en þar verður m.a. varpað
ljósi á nokkrar leiðir sem fyrirtæki
geta farið í þeim efnum.
Menntun og menning
við fjörðinn
Menning og menntun við fjörðinn
okkar er yfirskrift safnadags sem
haldinn verður næstkomandi laug-
ardag. Ljóðalestur verður í Sigur-
hæðum, gönguferð á vegum Minja-
safnsins, Davíðshús verður skoðað
og lummukaffi verður í gamla bæn-
um í Laufási. Þá verður leiðsögn um
byggðasafnið Hvol á Dalvík og
fræðsla um Jóhann Pétursson
Svarfdæling. Einnig verður leiðsögn
um náttúrugripasafnið í Ólafsfirði.
Vikunni lýkur með kvöldmessu í
Akureyrarkirkju en að henni lokinni
verður fræðsla á vegum kirkjunnar
á komandi vetri kynnt og þau nám-
skeið sem í boði verða.
Fjölbreytt dagskrá á viku símenntunar við Eyjafjörð
Kynning á námskeiðum,
ráðstefna og safnadagur
Morgunblaðið/Kristján
Svanfríður Jónasdóttir alþingis-
maður setur viku símenntunar í
Eyjafirði í gær.
HÚSMÓÐIRIN á Miðgörðum í
Grímsey, Jórunn Magnúsdóttir, var
að kíkja eftir kartöflunum sínum
þegar ferðamaður vatt sér að henni
og spurði hvort hún gæfi hvönninni
sem stæði þarna í garðinum horm-
óna, svo risavaxin væri hún.
Hvönnina, sem er orðin þriggja
metra há, fékk Jórunn sem pínulít-
inn afleggjara hjá vinkonu á Ak-
ureyri fyrir 4 eða 5 árum. Ekkert
hefur þurft sérstaklega að nostra
við hvönnina, hún hefur bara
sprottið og dafnað, ólíkt öðrum
gróðri sem yfirleitt á erfitt upp-
dráttar í Grímsey. Og nú er svo
komið sagði Jórunn, „að saga verð-
ur af hvönninni ef ég á að hafa
nokkurn svefnfrið í næstu vest-
anátt“.
Risahvönn vex norður við heimskautsbaug
Ekki svefn-
friður í
vestanátt
Grímsey
Morgunblaðið/Helga Mattína
Jórunn Magnúsdóttir við risahvönnina í garði sínum í Grímsey.
AMTSBÓKASAFNIÐ og Bókasafn
Háskólans á Akureyri bjóða upp á
dagskrá í dag, 4. september. Á
Amtsbókasafnu verða kynnt forrit á
vefnum sem þýða vefsíður kl. 17 til
19 í dag og á morgun. Kynning verð-
ur á gagnasöfnum og stafrænum
tímaritum í Bókasafni háskólans kl.
14 til 16 í stofu K203. Kynnt verður
kennsluefni í tungumálum í bóka-
safninu kl. 15 til 16 í dag.
Kynna forrit
og gagnasöfn
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Tríós Sig-
urður Flosasonar á geisladiskinum
Djúpið verða haldnir í Deiglunni
þriðjudagskvöldið 4. september kl.
21:00 og nefnast „Djúpið í Deigl-
unni“. Tónleikarnir eru unnir í sam-
starfi Jazzklúbbs Akureyrar og
Tríós Sigurður Flosasonar, sem
sendir frá sér þennan nýja geisla-
disk. Miðlunar- og útgáfufyrirtækið
Edda gefur geisladiskinn út, en
Edda, Gistiheimili Akureyrar, og
Café Karolína styrkja tónleikanna.
Djúpið er fjórði geisladiskur Sig-
urðar Flosasonar, og er nokkurs
konar sjálfstætt framhald Himna-
stigans, en sá diskur kom út árið
1999.
Himnastiginn hlaut frábærar við-
tökur og seldist langt umfram það
sem almennt gerist með djassdiska.
Þá léku þeir Sigurður Flosason,
Eyþór Gunnarsson og Lennart Gin-
man misvelþekkta kunningja.
Á nýja diskinum, Djúpinu, leikur
sama tríó og hljóðritaði Himnastig-
ann fyrir tveimur árum. Hún inni-
heldur m.a.sígild lög eins og Don’t
Explain og Skating in Central Park.
Aðgangseyrir er kr. 1000.
Tríóið heldur svo tónleika í Vík-
urbæ í Bolungarvík á miðvikudags-
kvöld og hefjast þeir kl. 21.
Djúpið á
útgáfutón-
leikum í
Deiglunni
UNDIRBÚNINGUR að bygg-
ingu íþróttahúss við Síðuskóla
var til umræðu í stjórn Fasteigna
Akureyrarbæjar í vikunni. Hér
var um fyrstu skref að ræða í því
máli og ekki liggur enn fyrir
hversu stórt hús verður byggt né
hvenær framkvæmdir hefjast.
Samkvæmt þriggja ára áætlun
bæjarins er gert ráð fyrir 10
milljónum króna í verkefnið á
þessu ári og 120 milljónum króna
til viðbótar á næstu tveimur ár-
um. Hugmyndin er að íþrótta-
húsið verði jafnframt samkomu-
salur skólans.
Guðríður Friðriksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Fasteigna Akur-
eyrarbæjar, sagði að deildar
meiningar væru um stærð húss-
ins, þ.e. hvort sníða eigi bygg-
inguna eingöngu að þörfum skól-
ans eða hvort byggja eigi hús
með löglegum handboltavelli.
Þetta sé hins vegar mál sem eigi
eftir að ræða á hinum pólitíska
vettvangi.
Guðríður sagði engar tíma-
setningar liggja fyrir en að æski-
legast væri út frá sjónarmiðum
skólans að hlutirnir gerðust sem
hraðast.
Skólanefnd samþykkti á fundi
sínum sl. haust að leggja til við
bæjarráð að byggt verði íþrótta-
hús ásamt samkomusal við Síðu-
skóla auk þess sem byggt verði
íþróttahús við Giljaskóla. Guðríð-
ur sagði að út frá hagsmunum
skólanna væri æskilegast að
byggja íþróttahús við báða
skólana. Hins vegar væri sparn-
aður í því að komast af með eitt
hús fyrir þá báða en Guðríður
sagðist ekki geta sagt til um hver
niðurstaðan verði.
Síðuskóli á Akureyri
Hreyfing á bygg-
ingu íþróttahúss