Morgunblaðið - 04.09.2001, Page 19
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 19
Ný önn er að hefjast - leiti
ð upplýsinga
MJÓDD
Álfabakka 14a
Sími: 587 9030.
Netfang: gudbjorg@ballet.is
Veffang: ballet.is
KLASSÍSKI
LISTDANSSKÓLINN
LÍTIL auglýsing frá R.B. íbúðagist-
ingu í Vestmannaeyjum birtist í
dagblaði síðsumars og hófst á þess-
um orðum: Láttu drauminn rætast,
komið til Eyja og bjargið lunda-
pysjunum. Varð til þess að mikill
fjöldi fólks hafði samband og pant-
aði gistingu fyrir sig og börnin til
að koma til Eyja og bjarga nokkr-
um lundapysjum þegar þær
hleyptu heimdraganum og flugu á
ljósin í bænum í byrjun ágúst.
Lundapysjutíminn fór rólega af
stað og telja helstu lundapysju-
sérfræðingar í Eyjum að pysjurnar
muni láta sjá sig í bænum fram
undir miðjan september svo nægur
tími er eftir.
Það hefur færst í vöxt á um-
liðnum árum að fólk af fastaland-
inu kemur til Eyja með börnin sín
til að bjarga lundapysjum og sleppa
þeim í sjóinn eins og gert hefur
verið í Eyjum svo lengi sem elstu
menn muna. Sérstaklega hefur ver-
ið til þess tekið hvað margir her-
menn af Keflavíkurflugvelli koma
til Eyja með fjölskyldur sínar til að
taka þátt í lundapysjuævintýrinu.
R.B. íbúðagisting hefur sér-
útbúið aðstöðu hjá sér til þess að
taka á móti fólki á lundapysjuveið-
um. Sérstakir kassar fylgja íbúðum
hjá þeim sem börnin safna pysj-
unum í, og eins er stór hólfuð tunna
til að geyma pysjurnar í ef veiðin
verður mikil . Þá fylgir hverjum
kassa eyðublað þar sem börnin
færa inn hvað margar pysjur þau
fanga og hvað mörgum er sleppt og
hvar. Að sögn Braga Ingibergs
Ólafssonar er hugmyndin á næsta
ári að verðlauna það barn sem best-
um árangri hefur náð. Bragi Ingi-
berg sagði að pysjuveiðarnar í
haust hefðu gengið ágætlega og
gerir hann ráð fyrir því að pysjur
sjáist á stjái fram í september. Þá
hafi börnin einnig í ríkara mæli
bjargað rituungum, einstaka
skrofu og þeir alhörðustu taka fýls-
unga þó svo þeir lykti illa.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Lundapysjudraumur margra rætist
Vestmannaeyjar
GÖMLUM landbúnaðartækjum,
sem hætt er að nota við bústörfin,
er flestum ekið burt úr sveitunum
sem brotajárni eða þau grotna nið-
ur þar sem þeim var lagt.
Forartunnan í Reykjahverfi fór
ekki sömu leið og önnur tæki held-
ur fékk hún uppreisn æru þegar
Esther Tryggvadóttir á Litlu-
Reykjum tók hana að sér þar sem
hún var að fúna niður og ryðga.
Færði hún tunnuna heim að húsi
þar sem hún var öll lagfærð og
skreytt með blómum.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Blómum prýdd
forartunna
Laxamýri
MIKIÐ fjölmenni var við messu í
Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð sl.
sunnudag. Voru þar samankomnir
margir af afkomendum hjónanna í
Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, auk
eldri borgara úr Árbæjarsókn.
Séra Halldór Gunnarsson í Holti
messaði og séra Gunnar Björnsson á
Bergþórshvoli prédikaði en hann
hafði fyrr um daginn farið með fólkið
úr Árbænum í ferð um Njáluslóðir.
Í messunni var vígður fagur hátíð-
arhökull sem afkomendur hjónanna í
Nikulásarhúsum, þeirra Sæmundar
Guðmundssonar og Þórunnar Gunn-
laugsdóttur, hafa gefið kirkjunni.
Að sögn Ríkeyjar Ríkharðsdóttur,
sem ættuð er frá Nikulásarhúsum,
vildu afkomendur með gjöfinni færa
kirkjunni þakkir fyrir það hversu
hún var stór þáttur og mikils virði
fyrir hjónin í Nikulásarhúsum. Þau
hjónin voru fátæk og áttu 15 börn og
var listakonan Nína Sæmundsson
yngsta barnið á bænum.
Á síðasta sumri var vígður Nínu-
lundur til minningar um listakonuna
á svipuðum stað og Nikulásarhús
stóðu áður.
Í minningarlundinum er styttan
Ung móðir en sú stytta fékk fyrstu
verðlaun í samkeppni sem Nína tók
þátt í í Hollywood en þar bjó hún og
starfaði í þrjá áratugi.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk
Séra Halldór Gunnarsson í Holti vígði nýja hökulinn í Hlíðarendakirkju.
Nýr hökull vígður
í Hlíðarendakirkju
Hvolsvöllur
SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Evrópa
kom inn á Skjálfandaflóa fyrir
skömmu og létti akkerum skammt
fyrir utan höfnina á Húsavík. Skipið
sem skráð er í Nassau á Bahamaeyj-
um er það stórt að það kemst ekki að
bryggju í Húsavíkurhöfn. Skipið var
annað tveggja skemmtiferðaskipa
sem boðað höfðu komu sína til Húsa-
víkur í sumar.
Fljótlega hófu léttabátar skipsins
að flytja farþegana í land þar sem far-
ið var með þá í skoðunarferðir. Um
sjötíu manna hópur farþega af skip-
inu fór þó ekki í þessar hefðbundnu
skoðunarferðir og reyndar ekki strax
í land. Þegar að flotbryggjunni kom
fór það beint um borð í Náttfara og
haldið var til hafs á ný í þeim tilgangi
nú að skima eftir hvölum. Það var því
töluverð umferð báta um höfnina því
auk léttabátanna og hvalaskoðunar-
bátanna voru fiskibátar af ýmsum
stærðum á ferðinni.
Þeir voru margir sem nýttu sér
góða veðrið þennan dag og sigldu
fram fyrir höfnina á bátum sínum og
skoðuðu skemmtiferðaskipið. Í leið-
inni reyndu sumir hverjir að ná sér í
ýsu í soðið en hún hefur verið að gefa
sig á stöngina að undanförnu. Frétta-
ritari brá sér út á flóann til mynda-
töku, farið var með Sigurgeir Smára
Harðarsyni, skipstjóra á Náttfara ÞH
6. Þess ber að geta að Náttfari ÞH 6
er ekki sá Náttfari sem getið var um
hér að framan og notaður er til sigl-
inga með fólk á hvalaslóðir heldur
smábátur sem notaður er lítillega til
veiða í tómstundaskyni.
Skemmtiferðaskipið
Evrópa við Húsavík
Morgunblaðið/Hafþór
Börkur Kjartansson var að reyna við ýsuna ásamt syni sínum. Evrópa
virtist trufla hann minna við veiðarnar en farsíminn.
Húsavík
LAUGARDAGINN 1. september
opnaði Hildur Margrétardóttir
myndlistarsýningu í Fjöruhúsinu á
Hellnum sem hún kallar Minni
Hellna. Myndirnar eru allar frá
Hellnum, en Hildur á ættir að rekja
þangað. Er hún lauk prófi frá Mynd-
lista- og handíðaskólanum skrifaði
hún ritgerð um hagleiksmanninn Jó-
hannes Helgason, sem m.a. skar út
rammann um altaristöfluna í Hellna-
kirkju. Auk náms við MHÍ stundaði
Hildur nám við Utrecht School of
Arts. Hún hefur haldið 7 einkasýn-
ingar og tekið þátt í fjölda samsýn-
inga. Myndir Hildar verða til sýnis í
Fjöruhúsinu næstu vikurnar.
Morgunblaðið/Guðrún Bergmann
Hildur Margrét við myndir sínar.
Minni
Hellna
Hellnar/Snæfellsbær