Morgunblaðið - 04.09.2001, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
22 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TAP Plastprents hf. á fyrstu sex
mánuðum ársins 2001 nam 88 millj-
ónum króna en 6 milljóna tap var á
sama tímabili í fyrra. Rekstrar-
tekjur jukust milli ára um 38% og
námu 731 milljón króna. Í tilkynn-
ingu frá félaginu segir að meg-
inskýringin á auknum tekjum sé
kaup á meirihluta í Akoplastos hf. í
lok síðastliðins árs. Rekstrargjöld
hækkuðu um 39% milli ára og
námu 704 milljónum í ár. Rekstr-
arhagnaður án fjármunatekna og
fjármagnsgjalda var 27 milljónir í
ár en 26 milljónir árið áður.
Í tilkynningu Plastprents segir
að svipaður hagnaður fyrir af-
skriftir og fjármagnsliði, þrátt fyr-
ir nærri 40% veltuaukningu, skýr-
ist m.a. af verulegri hækkun
hráefnis vegna gengisfalls íslensku
krónunnar. Samsvarandi hækkun
söluverðs komi ekki til fram-
kvæmda fyrr en undir lok tímabils-
ins. Þá hafi gengisfall íslensku
krónunnar valdið því að gengistap
erlendra skulda aukist um rúmlega
100 milljónir milli ára.
Fjármagnsgjöld Plastprents um-
fram fjármunatekjur námu 124
milljónum, sem er nettó aukning
um 91 milljón frá fyrra ári.
Heildareignir í lok júní 2001
voru 1.289 milljónir og hafa hækk-
að um 144 milljónir frá áramótum.
Vegur þar þyngst 110 milljóna
króna hækkun viðskiptakrafna.
Skuldir hækkuðu um 230 milljónir
frá áramótum. Eigið fé var 130
milljónir og eiginfjárhlutfall 10%
en 19% á áramótum.
Samkvæmt tilkynningunni er
gert ráð fyrir að afkoman batni á
seinni hluta ársins.
Tap Plast-
prents hf.
88 milljónir
TAP af rekstri SR-mjöls nam tæp-
um 306 milljónum króna á fyrri árs-
hluta en tap af sama tímabili í fyrra
nam 186 milljónum króna. Fjár-
magnsliðir voru neikvæðir 513 millj-
ónir. Hagnaður var því af rekstrin-
um fyrir afskriftir og fjármagns-
kostnað og nam hann 551 milljón
króna en á sama tíma í fyrra nam
hagnaðurinn 205 milljónum króna.
Tekjur félagsins námu 2,3 millj-
örðum króna á fyrstu sex mánuðun-
um og rekstrargjöld án afskrifta og
fjármagnskostnaðar námu 1,8 millj-
örðum króna. Gjaldfært gengistap
tímabilsins, að frádregnum gengis-
hagnaði af verðbréfum, nemur 491
milljón króna. Veltufé frá rekstri var
450 milljónir króna en á sama tíma-
bili í fyrra 106 milljónir króna.
Eigið fé félagins er nú 2,8 millj-
arðar króna og eiginfjárhlutfallið er
39,4%.
Í tilkynningu segir að félagið hafi
ekki notað lýsi til brennslu í verk-
smiðjum félagins að undanförnu
vegna hækkandi verðs en hins vegar
farið út í innflutning á jurtaolíum í
þeim tilgangi. Þá segir að gengi
krónunnar og hátt olíuverð hafi haft
mikil áhrif á afkomu félagsins.
Uppgjör SR-mjöls er í takt við
væntingar og kemur ekki á óvart í
ljósi gengisþróunar, að því er segir í
Morgunpunkum Kaupþings. Jafn-
framt segir að þróun framlegðar
félagsins og veltufjár frá rekstri sé
mjög jákvæð. Afkoma félagsins á
síðari hluta árs gæti því orðið vel við-
unandi að því tilskildu að veiðar og
vinnsla gangi vel á haustmánuðum
og afurðaverð verði áfram hagstætt.
Tap SR-mjöls nam 306 milljónum fyrstu sex mánuði ársins
Hagnaður fyrir af-
skriftir jókst verulega
ÞRÓUNARFÉLAG Íslands hf. skil-
aði 1.409 milljóna króna tapi á fyrri
helmingi ársins 2001, samkvæmt upp-
gjöri félagsins. Þá hefur verið tekið
tillit til tekjufærslu tekjuskatts að
fjárhæð 588 milljónir króna vegna
lækkunar á tekjuskattsskuldbindingu
félagsins sem myndaðist af miklum
hagnaði síðustu ára. Verðlækkun
hlutabréfa í eigu félagsins var 30% á
tímabilinu. Verðlækkun hlutabréfa
Þróunarfélagsins sem skráð eru á Að-
allista Verðbréfaþingsins var 39,5% á
tímabilinu.
Að því er fram kemur í tillkynningu
til Verðbréfaþings nam gengistap
hlutabréfa alls 1.610 milljónum króna,
þar af er innleystur hagnaður vegna
sölu hlutabréfa 59 milljónir króna og
óinnleyst gengistap 1.669 milljónir
króna. Þar veldur mestu að markaðs-
virði hlutabréfaeignar félagsins í
Opnum kerfum hf. lækkaði um 62%,
eða um 1.437 milljónir króna. Á tíma-
bilinu voru keypt hlutabréf fyrir 230
milljónir króna og seld fyrir 283 millj-
ónir. Gengistap félagsins vegna er-
lendra lána nam 253 milljónum króna.
Eign félagsins í óskráðum erlend-
um hlutabréfum og hlutdeildarskír-
teinum er skráð á meðalkaupverði í
íslenskum krónum og kemur því
gengishækkun þessara eigna vegna
lækkunar krónunnar ekki fram í
reikningnum. Bókfært virði eigna
Þróunarfélagsins í erlendum gjald-
eyri er 212 millj. kr. lægra en skuldir
félagsins í erlendum gjaldeyri og varð
félagið því í reynd fyrir óverulegu
tjóni af völdum lækkunar krónunnar.
Í lok tímabilsins nema eignir Þró-
unarfélagsins 5.012 milljónum króna.
Þar af er hlutabréfaeign 3.726 millj-
ónir króna og skuldabréfaeign 1.161
milljónir króna. Eigið fé félagsins
nemur 1.827 milljónum króna, eða um
36,4% af heildareignum. Langtíma-
skuldir félagsins nema 2.205 milljón-
um króna. Hlutafé félagsins er 1.100
milljónir króna og eru hluthafar í
félaginu 462.
Þróunarfélagið skilaði
1,4 milljarða króna tapi
GRIPIÐ hefur verið til harðra að-
haldsaðgerða hjá fyrirtækinu Strax
á undanförnum mánuðum, að sögn
Ingva Tómassonar, forstjóra, stofn-
anda og stjórnarmanns félagsins.
Hann sagði á kynningarfundi sem
haldinn var fyrir hluthafa í félaginu á
fimmtudag, að reynst hafi nauðsyn-
legt að taka til í rekstrinum, meðal
annars með fækkun starfsfólks.
Strax framleiðir og dreifir farsím-
um og fylgihlutum í þá og er með
skrifstofur á Miami, í Hong Kong og
Lundúnum og er fjöldi starfsmanna
um 45. Skrifstofa fyrirtækisins í Sao
Polo hefur verið lögð niður.
Fram kom í máli Hakan Wretsell,
framkvæmdastjóra Strax, að ekkert
hefði orðið úr sameiningu Strax og
fyrirtækisins Mobilestop, en greint
var frá því í byrjun þessa árs að
Strax, stærsti hluthafinn í Mobile-
stop, hefði boðist til að kaupa öll
hlutabréf þess félags. Hakan sagði
að í ljós hefði komið að samlegðar-
áhrif sameiningar fyrirtækjanna
tveggja hefðu ekki verið eins mikil
og búist hafði verið við.
Gert ráð fyrir að sala
tvöfaldist milli ára
Hakon Wretsell, sem tók við starfi
framkvæmdastjóra Strax fyrir sex
mánuðum, gerði á fundinum grein
fyrir helstu markmiðum Strax og af-
komu fyrirtækisins. Hann sagði að
áætlað væri að sala fyrirtækisins
myndi verða tvöfalt meiri á þessu ári
en á því síðasta, um 40 milljónir
Bandaríkjadala í ár, um 4 milljarðar
íslenskra króna, samanborið við um
20 milljónir dala í fyrra. Þá væri gert
ráð fyrir að salan myndi verða tvö-
falt meiri á næsta ári en á þessu og
að fyrirtækið færi þá að skila hagn-
aði. Markmiðið væri að Strax yrði
leiðandi á sviði fylgihluta fyrir far-
síma í heiminum.
Morgunblaðið/Þorkell
Hakan Wretsell, framkvæmdastjóri Strax, var framkvæmdastjóri Ericsson
Mobile Phones í Ameríku áður en hann réðst til starfa hjá fyrirtækinu.
Aðhaldsaðgerð-
ir hjá Strax
ATVINNA
mbl.is