Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 24
NEYTENDUR 24 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚT ER komin skýrsla um varnarefni í grænmeti og ávöxtum árið 2000 sem Hollustuvernd ríkisins gefur út en stofnunin hefur annast reglu- bundið eftirlit með magni varnar- efna í ávöxtum og grænmeti frá árinu 1991. Niðurstöður skýrslunnar benda til að ávextir og grænmeti, sem eru á boðstólum hér á landi, séu að mestu laus við varnarefni. Þegar aðskotaefni fundust í vörum var magn efnisins í langflestum tilfellum undir hámarksgildi. Að því er fram kemur í skýrslunni eru varnarefni notuð við framleiðslu og geymslu matvæla bæði til að verja þau gegn illgresi, sveppum og meindýrum, en jafnframt til að draga úr rýrnun uppskerunnar. Hér á landi eru u.þ.b. 100 varnarefni skráð og leyfileg til notkunar, en þó er aðeins lítill hluti þeirra notaður. Ef magn varnarefna í sýni fer yfir aðgerðamörk – mestu leyfilegu frá- vik frá hámarksgildi vegna óvissu í sýnatöku og mælingu – er ávallt gripið til aðgerða. Þá er dreifing vör- unnar stöðvuð og ef tilefni er til er vara, sem þegar hefur farið í dreif- ingu, innkölluð. Sýnum, sem tekin eru til rannsóknar, hefur fjölgað nokkuð síðan rannsóknir hófust og undanfarin ár hafa um 300 sýni ávaxta og grænmetis verið tekin til rannsóknar hjá Hollustuvernd á ári hverju. Engin varnarefni reyndust vera í 60% þeirra sýna sem tekin voru til greiningar og í 38% tilvika reyndust varnarefni vera undir hámarksgildi. Í innlendu grænmeti greindust eng- in varnarefni í 96% tilvika og 85% innflutts grænmetis reyndust laus við aukefni. Þá reyndust 33 af hund- raði innfluttra ávaxta vera lausir við varnarefni en í þeim tilfellum, sem varnarefni greindust í sýnum, voru 63% undir hámarksgildum. Svipað og undanfarin ár Við lestur skýrslunnar vekur at- hygli að magn varnarefna í græn- meti, sem ræktað er hérlendis, er mjög lítið en aðeins um 2% innihéldu varnarefni yfir hámarksgildi. Sesselja María Sveinsdóttir, mat- vælafræðingur hjá Hollustuvernd, segir magn varnarefna í ávöxtum og grænmeti í íslenskum verslunum hafa verið svipað á síðasta ári og undanfarin ár. Almennt greinist meira af varn- arefnum í ávöxtum en grænmeti auk þess sem algengara er að ávextir innihaldi fleiri en eitt varnarefni í einu. Í skýrslu Hollustuverndar er bent á að þau mörk, sem sett eru fyrir varnarefni í matvælum, eru mjög lág. Því á magn þeirra varnarefna, sem finnast í sumum matvælum, að vera langt undir því sem hugsanlega gæti verið slæmt fyrir heilsu manna. Þá er bent á að leifar þeirra efna, sem finnast í ávöxtum, eru að mestu í hýði eða berki. Því er góð regla að skola ávexti og grænmeti vel fyrir neyslu og fjarlægja ysta lagið þegar það á við. Ávextir og grænmeti hérlendis að mestu laus við varnarefni Lítið af varnarefnum er að finna í ávöxtum og grænmeti hérlendis. TENGLAR ..................................................... Skýrsluna má finna á heimasíðunni http://www.hollver.is STÆRSTU súkkulaðiframleiðend- ur í heimi, til dæmis Toms, Cad- bury og Nestlé, kaupa kakó frá vestur-afrískum framleiðendum en samkvæmt upplýsingum frá Al- þjóðavinnumálastofnuninni (ILO) og ýmsum mannréttindasamtökum vinnur mikill fjöldi barna á kakó- plantekrum í Vestur-Afríku. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði danska neytendablaðsins Tænk & Test. Að því er fram kemur í greininni er ástandið sérstaklega slæmt á Fílabeinsströndinni en þar eru meira en milljón kakóplantekrur og þaðan koma meira en 40 pró- sent af allri kakóbaunaframleiðslu heims. Þá kemur fram í nýrri skýrslu sem bandaríska utanríkisráðuneyt- ið sendi frá sér að um 15.000 afrísk börn á aldrinum 9–12 ára hafa á undanförnum árum verið seld í þrælahald á kaffi-, kakó- og baðm- ullarplantekrur í Vestur-Afríku. Þrælahald í kakóframleiðslu Morgunblaðið/Ásdís Mikill fjöldi barna vinnur á kakóplantekrum Afríku. Á MARKAÐ eru komin sólhatts- hylki frá Futurebiotics sem inni- halda einnig 500 mg af Ester-C-vít- amíni og Propolis. Í fréttatilkynningu frá Eðalvörum segir að efnið styrki ónæmiskerfið og beri að nota það þegar umgangspest- ir ganga yfir, en ekki sé ráðlagt að taka nema tvö hylki á dag í stuttan tíma. Efnið fæst í apó- tekum í 50 hylkja glösum. Nýtt Sólhattur MIKIÐ magn af eiturefninu PAH hefur greinst í ákveðinni gerð ólífuolíu, Diana nefnist hún og hef- ur hún nú verið innkölluð í 13 Evr- ópulöndum, m.a. Bretlandi, Noregi og Danmörku. Efnið, sem við lang- tíma neyslu getur valdið krabba- meini, hefur aðallega greinst í gæðaminni olíu sem unnin er úr hrati, þ.e. olíu sem fæst úr þriðju eða fjórðu vinnslu á ólífumauki. Gæðaminni olían hefur ekki fund- ist á Íslandi og hafa ráðstafanir verið gerðar til þess að innflutn- ingur á vörunni eigi sér ekki stað, að sögn Sesselju Maríu Sveins- dóttur matvælafræðings hjá Holl- ustuvernd. „Í liðinni viku fengum við tilkynningu frá norskum heil- brigðisyfirvöldum um ólífuolíu sem unnin er úr hrati en var merkt sem 100% hrein jómfrúrolía og flutt til landsins undir röngu toll- skrárnúmeri og innihélt hún mikið magn af PAH. Við höfum því sett hömlur á innflutning á allri ólífu- olíu hingað til lands og þurfa inn- flytjendur nú að sýna fram á að í vörunni sé PAH ekki yfir leyfileg- um hámarksgildum. Ólífuolía er alla jafna unnin þannig að fita er pressuð úr ólíf- unum og kallast olían sem unnin er með þeim hætti jómfrúarolía. Gæðaminni olía er unnin úr ólífu- hratinu með aðferð sem felur í sér hitun en við hitunina myndast eit- urefnin sem um ræðir, skv. norska heilsuvefnum mozon.no. Eiturefni greinist í ólífuolíu Hömlur settar á innflutning hingað Eru pylsur hollur matur? Það er ómögulegt að segja að einhver ein matvara sé óholl heldur verður að líta á máltíðina í heild, að sögn Laufeyjar Steingrímsdóttur, matvælafræðings hjá Manneldis- ráði. „Pylsur geta verið hluti af hollu mataræði, þótt þær séu kannski ekki valdar sérstaklega hollustunnar vegna. Almennt er hægt að útbúa mjög holla og góða máltíð með pylsum, til dæmis pott- rétti og annað. Hefðbundin pylsa með öllu er hins vegar mjög fiturík máltíð sem ekki er hægt að kalla holla.“ Spurt og svarað um neytendamál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.