Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 25 HÁKARL varð 10 ára dreng, David Peltier, að bana í fyrra- dag í Virginíu í Bandaríkjun- um. Var drengurinn að leika sér í mittis- djúpu vatni við strönd- ina er há- karlinn, meira en tveggja metra lang- ur, réðst á hann. Lést hann nokkru síðar af sárum sínum og blóðmissi. Réðst hákarlinn líka á föður drengsins en hon- um tókst að lemja hann frá sér. David Peltier er sá fyrsti, sem deyr eftir hákarlsárás á þessu ári, en þær hafa þó verið óvanalega margar, um 40 um allan heim og þar af 28 á Flor- ida. Sjaldgæft er hins vegar, að hákarlar ráðist á fólk við Virginíustrendur. Glæpaalda í Frakklandi OFBELDISGLÆPIR eru að verða helsta deiluefnið í frönskum stjórnmálum, ekki síst eftir atburði sunnudagsins þegar smáþjófur, Safir Bghi- oua, varð rúmlega sjötugum öryggisfulltrúa í smábæ í Frakklandi að bana. Fór hann um skjótandi og rænandi í 12 tíma, sprengdi meðal annars upp lögreglubíl og skaut á lög- reglustöðina áður en hann bauð lögreglumönnunum til skotbardaga í sýningarmiðstöð í bænum. Þar var hann sjálfur skotinn. Hægrimenn í Frakk- landi segja þetta sýna vel „lin- kind“ Lionels Jospins for- sætisráðherra í baráttunni við glæpamenn og atburðurinn hefur nú þegar orðið vatn á myllu þeirra, sem berjast gegn innflytjendum. Bghioua var frá Norður-Afríku og auglýsti sjálfan sig sem „son Allah og stríðsmann íslams“. Innflytjendur valda ólgu FYRIRÆTLANIR franskra stjórnvalda um að koma upp öðrum búðum fyrir hugsan- lega innflytjendur rétt við Ermarsundsgöngin hafa vakið reiði í Englandi. Í síðdegis- blöðunum eru þær kallaðar „hneyksli“ og sagt, að með því sé í raun verið að benda flótta- fólki á að laumast til Bret- lands. Um síðustu helgi reyndu um 100 manns að kom- ast þangað ólöglega um göngin en lögreglan kom í veg fyrir það. Sprenging í Grosní ÖFLUG sprengja sprakk í helstu stjórnarráðsbygging- unni í Grosní í Tsjetsjníu í gær. Varð sprengingin einum manni að bana en æðsti maður stjórnarinnar, Akhmad Kadyr- ov, sem skæruliðar kalla lepp Rússa, slapp ómeiddur. Hafa honum verið sýnd mörg bana- tilræði og skæruliðar hafa sett mikið fé honum til höfuðs. STUTT Hákarl varð dreng að bana David Peltier RUDOLF Scharping, varn- armálaráðherra Þýzka- lands, virtist í gær geta verið nokkuð viss um að halda ráðherraembætti sínu, eftir að Gerhard Schröder kanzlari varði hann gegn afsagnarkröfum af hálfu stjórnarandstöð- unnar. Afsagnarkröfurnar eru til komnar vegna þess að ráðherrann lét fyrir skemmstu fljúga með sig í herflugvél, þ.e. á kostnað skattborgaranna, frá Skopje í Makedóníu til Mallorca þar sem hann átti stefnumót við heitkonu sína. „Afsögn er ekki á dag- skrá,“ sagði Uwe-Karsten Heye, talsmaður þýzku stjórnarinnar í gær, eftir að Scharping og Schröder áttu fund um málið í kanzl- arahöllinni á sunnudagskvöld. Schröder studdi yfirlýsingar Scharpings um að skreppitúrinn til Mallorca inn á milli embættiser- indagjörða væri í samræmi við regl- ur sem ríkisstjórnin hefur sett um notkun flugvéla í ríkiseigu, og sagði Heye að kanzlarinn liti nú svo á að málið væri úr sögunni. Tveir áhrifamiklir menn úr þing- flokki Kristilegra demókrata (CDU) urðu strandaglópar í Kosovo vegna Mallorca-ferðar varnarmála- ráðherrans, þar sem ráðgert hafði verið að þeir fengju far með um- ræddri herflugvél til Berlínar. Mál- ið hefur orðið mörgum tilefni til efa- semda um pólitíska dómgreind hins ástfangna varnarmálaráðherra, en myndir af honum og heitkonunni, Kristinu Pilati greifynju, að leik í sundlaug á Mallorca birtust í þýzk- um fjölmiðlum sömu dagana og hart var deilt á þýzka þinginu um þátt- töku þýzkra hermanna í leiðangri NATO til Makedóníu. Schröder hlífir Scharping Berlín. AFP, AP. Allt útlit fyrir að varnarmálaráðherra Þýzkalands haldi starfinu Rudolf Scharping

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.