Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 25 HÁKARL varð 10 ára dreng, David Peltier, að bana í fyrra- dag í Virginíu í Bandaríkjun- um. Var drengurinn að leika sér í mittis- djúpu vatni við strönd- ina er há- karlinn, meira en tveggja metra lang- ur, réðst á hann. Lést hann nokkru síðar af sárum sínum og blóðmissi. Réðst hákarlinn líka á föður drengsins en hon- um tókst að lemja hann frá sér. David Peltier er sá fyrsti, sem deyr eftir hákarlsárás á þessu ári, en þær hafa þó verið óvanalega margar, um 40 um allan heim og þar af 28 á Flor- ida. Sjaldgæft er hins vegar, að hákarlar ráðist á fólk við Virginíustrendur. Glæpaalda í Frakklandi OFBELDISGLÆPIR eru að verða helsta deiluefnið í frönskum stjórnmálum, ekki síst eftir atburði sunnudagsins þegar smáþjófur, Safir Bghi- oua, varð rúmlega sjötugum öryggisfulltrúa í smábæ í Frakklandi að bana. Fór hann um skjótandi og rænandi í 12 tíma, sprengdi meðal annars upp lögreglubíl og skaut á lög- reglustöðina áður en hann bauð lögreglumönnunum til skotbardaga í sýningarmiðstöð í bænum. Þar var hann sjálfur skotinn. Hægrimenn í Frakk- landi segja þetta sýna vel „lin- kind“ Lionels Jospins for- sætisráðherra í baráttunni við glæpamenn og atburðurinn hefur nú þegar orðið vatn á myllu þeirra, sem berjast gegn innflytjendum. Bghioua var frá Norður-Afríku og auglýsti sjálfan sig sem „son Allah og stríðsmann íslams“. Innflytjendur valda ólgu FYRIRÆTLANIR franskra stjórnvalda um að koma upp öðrum búðum fyrir hugsan- lega innflytjendur rétt við Ermarsundsgöngin hafa vakið reiði í Englandi. Í síðdegis- blöðunum eru þær kallaðar „hneyksli“ og sagt, að með því sé í raun verið að benda flótta- fólki á að laumast til Bret- lands. Um síðustu helgi reyndu um 100 manns að kom- ast þangað ólöglega um göngin en lögreglan kom í veg fyrir það. Sprenging í Grosní ÖFLUG sprengja sprakk í helstu stjórnarráðsbygging- unni í Grosní í Tsjetsjníu í gær. Varð sprengingin einum manni að bana en æðsti maður stjórnarinnar, Akhmad Kadyr- ov, sem skæruliðar kalla lepp Rússa, slapp ómeiddur. Hafa honum verið sýnd mörg bana- tilræði og skæruliðar hafa sett mikið fé honum til höfuðs. STUTT Hákarl varð dreng að bana David Peltier RUDOLF Scharping, varn- armálaráðherra Þýzka- lands, virtist í gær geta verið nokkuð viss um að halda ráðherraembætti sínu, eftir að Gerhard Schröder kanzlari varði hann gegn afsagnarkröfum af hálfu stjórnarandstöð- unnar. Afsagnarkröfurnar eru til komnar vegna þess að ráðherrann lét fyrir skemmstu fljúga með sig í herflugvél, þ.e. á kostnað skattborgaranna, frá Skopje í Makedóníu til Mallorca þar sem hann átti stefnumót við heitkonu sína. „Afsögn er ekki á dag- skrá,“ sagði Uwe-Karsten Heye, talsmaður þýzku stjórnarinnar í gær, eftir að Scharping og Schröder áttu fund um málið í kanzl- arahöllinni á sunnudagskvöld. Schröder studdi yfirlýsingar Scharpings um að skreppitúrinn til Mallorca inn á milli embættiser- indagjörða væri í samræmi við regl- ur sem ríkisstjórnin hefur sett um notkun flugvéla í ríkiseigu, og sagði Heye að kanzlarinn liti nú svo á að málið væri úr sögunni. Tveir áhrifamiklir menn úr þing- flokki Kristilegra demókrata (CDU) urðu strandaglópar í Kosovo vegna Mallorca-ferðar varnarmála- ráðherrans, þar sem ráðgert hafði verið að þeir fengju far með um- ræddri herflugvél til Berlínar. Mál- ið hefur orðið mörgum tilefni til efa- semda um pólitíska dómgreind hins ástfangna varnarmálaráðherra, en myndir af honum og heitkonunni, Kristinu Pilati greifynju, að leik í sundlaug á Mallorca birtust í þýzk- um fjölmiðlum sömu dagana og hart var deilt á þýzka þinginu um þátt- töku þýzkra hermanna í leiðangri NATO til Makedóníu. Schröder hlífir Scharping Berlín. AFP, AP. Allt útlit fyrir að varnarmálaráðherra Þýzkalands haldi starfinu Rudolf Scharping
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.