Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 29
SAMRÆMD VEFMÆLING VIKA NR. 35
Sjá á www.chamber.is
og textavarpi síðu 611
Samræmd vefmæling er listi yfir vefsetur, sem öll eru mæld af Modernus ehf.
VEFUR FLETTINGAR INNLIT GESTAFJÖLDI
www.mbl.is 1.386.431 412.935 79.976
www.simaskra.is 107.077 107.077 34.178
www.strik.is 243.198 57.310 20.098
www.einkamal.is 1.095.807 129.705 20.057
www.theyr.com 119.439 35.381 16.758
www.hugi.is 349.606 67.026 15.605
www.femin.is 302.846 32.844 9.632
www.torg.is 120.914 32.436 8.025
www.ruv.is 26.943 10.289 4.810
www.netdoktor.is 51.578 9.240 4.666
www.formula1.is 42.613 11.752 4.091
www.althingi.is 34.798 8.500 3.759
www.eidfaxi.is 46.360 11.411 3.721
www.form.is 17.090 4.840 3.131
www.gulalinan.is 17.190 3.726 2.655
www.skifan.is 19.147 3.756 1.989
www.rsk.is 12.161 3.175 1.935
www.sjonvarp.is 10.803 3.425 1.763
www.ha.is 8.555 2.590 1.637
www.akureyri.is 9.171 1.530 628
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19.
20.
Verslunarráð Íslands
LJÓÐASÖNGVAR (Lieder) er afmörkuð
gerð söngverka, nokkuð frábrugðin því sem
kölluð eru sönglög, þar sem laglínan er fullgilt
og sjálfstætt tónverk, og mögulegt að flytja það
án umbúnaðs eða útsetningar. Lieder, eins og
hann er skilgreindur frá og með Schubert, er í
flestum tilfellum tónverk, gegnunnið, oftlega í
mörgum þáttum, samofið textanum og jafnvel
leikrænt að allri gerð. þennan mun má sjá í
sönglögum Schuberts, t.d. í laginu Heiðarrósin,
sem er sjálfbært lag og svo Álfakóngurinn, sem
er margslungin og leikræn tónsmíð en bæði
þessi „lög“ samdi Schubert er hann var átján
ára. Það má segja, að í gerð Lieder tósmíða hafi
tónskáld vaxið frá hinu einfalda sönglagi til tón-
smíða, sem oftlega urðu í höndum þeirra að
viðamiklum söngverkum.
Á fyrstu síðdegistónleikunum í Ými, fluttu
Sólrún Bragadóttir og Gerrit Schuil franska og
norræna lieder-söngva ásamt smá innslagi eftir
Korngold, þýskan tónsmið, er á sér sögu bæði
vestan hafs og austan. Tónleikarnir hófust á
söngverkum eftir Gabriel Faure. Söngverk
hans eru með því fegursta sem ritað hefur ver-
ið, þar sem píanó og söngrödd verða eitt og er
ljóst hvar einn frægasti nemandi hans, Ravel,
hefur fengið sitt fagurfræðilega uppeldi. Fyrsta
lagið Aprés un rève var glæsilega flutt og sama
má segja um önnur, sem voru Les berceaux,
Autmme, Nell, sem var aburða vel flutt, Re-
contre, Toujours og Adieu, þar sem samleik-
urinn hjá Sólrúnu og Gerrit náði hámarki, hvað
snertir túlkun og fallega tónmótun.
Einn eftirtektarverðasti þáttur tónleikanna
var flutningur fimm söngverka eftir Henri
Duparc, sem öll eru viðamiklar og margþættar
tónsmíðar, og hófst á sérkennilega hófstilltu
söngverki, Extace, sem merkir að vera frá sér
numinn, í leiðslu og var flutningurinn allur
merktur þessari stemmningu, annað söngverk-
ið var Soupir og það þriðja La vie antérieure,
stórbrotið lag, sem spannar í tóntaki frá hinu
einfalda til mikilla átaka, er síðan hverfur aftur
til sérkennilegrar friðsældar, þrátt fyrir sáran
trega. Þetta lag var eitt glæsilegasta framlag
tónleikanna. Næstu lög voru Lamento og síð-
asta söngverkið eftir Duparc, var Au pays ou se
fait la guerre, áhrifamikill ástarsöngur er var
glæsilega fluttur.
Það hefur verið sagt um Sibelíus að í söng-
verkum sínum sé hann nokkuð misjafn en þar
koma í móti einstaklega glæsileg verk, sem
mörg hver voru samin í kringum þrítugsald-
urinn. Tvö fyrstu lög Sibelíusar Ilalle (Til
kvöldsins) og Lastu lainehilla (Rekaviður), telj-
ast til finnsku laganna (op. 17) ásamt þriðja lag-
inu Souda, souda, sinisorsa, (Syntu, syntu önd),
sem er án ópusnúmers en samið 1899. Flest ein-
söngverk sín samdi Sibelíus við sænska texta
og var sænska skáldið Runeberg í miklu uppá-
haldi hjá tónskáldinu en einmitt þrjú síðari
söngverkin eftir Sibelíus, Norden, Vem styrde
hit din väg og Sommernatten, eru úr Runbergs-
söngvunum frá 1917 op. 90, sem eru síðustu ein-
söngsverk meistarans. Öll lögin voru glæsilega
flutt sérstaklegs Runebergslögin en á eftir
þeim kom sérkennilegt innslag, fimm ljóða-
söngvar eftir Korngold (1897-1957), sem áttu
ekki heima í þessari dagskrá. Þessi verk eru því
miður ekki sérlega áhugaverð að gerð, þó þau
væru auðvitað mjög vel flutt.
Hljómasnillingurinn Grieg, átti fimm snilld-
arverk, Våren, Med en vandlilje, En svane og
En dröm, er öll voru frábærlega flutt og til að
bæta ögn við, fluttu þau söng Sólveigar sem
aukalag og endurtóku svo einnig listaverkið
Extace, eftir Duparc.
Það er í raun óþarft að taka eitthvað sér-
staklega fram varðandi þessa tónleika, þeir
voru samleikur, þar sem listfengi fær dýpri
merkingu en glæsilegt, og því ná engin orð að
lýsa, nema sem skugga þess sem upplifunin
sjálf er.
Þar sem listfengi fær dýpri merkingu ...
TÓNLIST
Ý m i r
Sólrún Bragadóttir og Gerrit Schuil fluttu
söngverk eftir Faure, Duparc. Sibelíus,
Korngold og Grieg. Sunnudagurinn
2. september 2001.
LJÓÐASÖNGUR
Morgunblaðið/Jim Smart
Gerrit Schuil og Sólrún Bragadóttir. Jón Ásgeirsson
LJÓTASTA „óperuhús“ Norður-
landa, og sennilega þótt víðar væri
leitað, hefur margur ugglaust hugsað
í hljóði er hann gekk í turnháa yf-
irbyggingu Dráttarbrautarinnar í
Keflavík. Og vissulega þarf engu
minna en ímyndunarafl tónlistar-
manna til að sjá fyrir sér sönghof er
siðuðu fólki væri bjóðandi, meðan
flest innan stokks er enn í sinni upp-
haflegu mynd. En hví ekki gera and-
legt brauð úr jarðneskum dauða ís-
lenzks skipasmíðaiðnaðar með
slíkum hætti? Stærðin ein gefur
mikla möguleika, hljómburðurinn er
merkilega góður að óbreyttu, og ætti
að vera leikur einn að færa upp heil-
an Niflungahring með 100 manna
hljómsveit og annað eins í kór, ef að-
eins tekst að mana fram fé til launa,
og þyrftu þó ekki að vera í neinni lík-
ingu við toppstöður í hérlendum fjár-
málafyrirtækjum.
Hinn ársgamli félagsskapur Norð-
uróp stóð umrætt kvöld að frum-
flutningi nýrrar íslenzkrar kammer-
óperu eftir Sigurð Sævarsson í
fjórum samtengdum þáttum við
styttan texta úr nýlegri skáldsögu
Vigdísar Grímsdóttur. Uppfærslan
var liður í óperuhátíð í Reykjanesbæ,
og í tónleikaskrá segir bróðir tón-
skáldsins og listrænn stjórnandi
Norðuróps, Jóhann Smári Sævars-
son óperusöngvari, tilganginn vera
að taka þátt í að skapa ríkari óperu-
hefð á Íslandi og jafnframt gefa broti
af fjölda velmenntaðra íslenzkra
söngvara tækifæri til að koma fram
og vaxa á heimaslóð. Sem sé hið
virðingarverðasta markmið, enda
væru varla tugir íslenzkra óperu-
söngvara í fullu starfi á erlendum
fjölum, gæfust næg verkefni hér á
landi. Hann nefnir ekki þarfir hljóð-
færaleikara, og e.t.v. að fyrirsynju,
enda kannski ekki jafnbrýnar í sam-
anburði, en einmitt þar liggur fjár-
hundurinn grafinn. Má því kalla hálf-
gert kólumbusaregg að kokka 50
manna „hljómsveit“ niður í hljóm-
borðskvintett eins og hér var gert,
þar sem einn hljóðgervill var í hlut-
verki píanós, tveir komu í stað
strengjasveitar og hinir tveir löðuðu
fram óma blásara og slagverks.
Hvort þetta er það sem koma skal í
íslenzkum óperum er ekki gott að
segja. En minna má á þá hefð fyrri
kynslóða, meðan heimilistónlistar-
iðkun stóð í blóma, að semja fyrst
fyrir fjórhent píanó og útsetja síðar
fyrir hljómsveit. Mætti e.t.v. kalla
umræddan tóngervlakvintett nokk-
urs konar nútímatilbrigði við það.
Hitt er svo aftur annað mál hvort
ekki ætti að stíga skrefið til fulls og
hreinlega frumsemja fyrir þá nýju
hljómrænu möguleika sem hljóð-
gervillinn býður upp á, í stað þess
eingöngu að nota hann sem neyðar-
ígildi hefðbundinnar hljómsveitar.
Því þó að „sömplunartækni“ nú-
tímans fleygi stöðugt fram, er enn
verulegur munur á gervihljómi blás-
ara og (sérstaklega) strengja og
hinni raunverulegu vöru. Vill sá mun-
ur ágerast í hlustun eftir því sem
lengra líður. Þessa varð einnig smám
saman vart í óperu Sigurðar, enda
rithátturinn mest á líðandi nótum
„milli svefns og vöku“ eins og tón-
skáldið orðar það. Þó að margt kæmi
furðuvel út, umfram allt píanóklingið
úr nettum höndum Jónasar Sen, varð
gervilegt dósahljóðið úr strengjavél-
unum í mínum eyrum að firrandi
plastmúr áður en lauk, ekki sízt fyrir
þá sök að það átti að líkjast alvöru-
strengjum án þess að takast það
nema að hluta. Á hinn bóginn er alls-
endis óvíst hvort kazoo-kennt
strengja „sándið“ hafi verkað jafn-
neikvætt á áheyrendur sem lítt eða
ekki voru vanir fornaldarhljómi fyr-
irmyndarinnar, enda má vera að
vandinn verði endanlega fyrir bí í
framtíðinni, eigi gamaldags sinfóníu-
hljómsveitir eftir að hverfa af yfir-
borði jarðar.
Það bezta sem sagt verður um tón-
listina í heild er hvað hún var tiltölu-
lega einföld og stílhrein. Helgaðist
fábreytni tónmálsins eflaust mikið til
af depurð söguefnisins – forboðinni
ást, banvænum sjúkdómi og sjálfs-
morði, þar sem aðeins endalokin gáfu
tilefni til einhvers í líkingu við
dramatísk tilþrif með jafnframt eina
söngdúetti verksins. Fram að þeim
punkti var býsna fátt í textanum sem
höfðaði til undirritaðs, kannski sum-
part fyrir hvað söngritið virtist mót-
að af sérreynsluheimi kvenna. Tón-
málið var víða áferðarfalleg blanda af
léttimpressjónískum mínímalisma án
verulegra stílrænna útúrdúra, sem
ljáði verkinu samfelldan heildarsvip
með einskonar stöðugum en samt
gegnsæjum söngles- eða „arioso“ rit-
hætti er ávallt hleypti textanum í fyr-
irrúm. Hljómaferlið var kliðmjúkt og
áheyrilegt, jafnvel stundum ofurlítið
poppskotið svo minnti á nýlega óp-
erusöngleiki Broadways, án þess þó
að reiða sig á klissjur. Látlausar og
eðlilegar sönglínurnar báru sömu-
leiðis með sér að söngvari hefði hald-
ið um nótnapennann, þrátt fyrir ein-
staka misfrösun svo sem rangáherzlu
á endaatkvæði orða. En styrkleiki
stílheildar var jafnframt helzti veik-
leiki óperunnar. Sérstaklega gagn-
vart athygli hlustandans, hafi sá
mætt í öðrum tilgangi en að láta
smám saman svæfast af harmi, eft-
irsjá og verkjastillandi barbítúrata-
doða. Látum vera að hvergi gætti
eiginlegra sönglaga eða aría. En að
tónlistin skyldi þurfa að vera nánast í
sama tempói og styrk út í gegn, og
gjörsneydd kontrapunktískum til-
þrifum í þokkabót, var svolítið ofvax-
ið mínum skilningi, jafnvel þegar
takmarkanir söguefnis eru hafðar í
huga. Sérstaklega þó í millispilunum
á milli þátta, þar sem ætla mætti að
ráðrúm hefði verið til aðeins meiri
sviptinga í fjarveru söngtexta. Þess í
stað var hið dáleiðandi svif milli
svefns og vöku þar fært í æðsta veldi
með stundum nærri því kvalafullu
ítrekunarhjakki á sama ofurblíða
hljómamynztri, eða hátt í 30 endur-
tekningar í tveimur millispilanna.
Gefist vilji og tækifæri til endurskoð-
unar, mætti gefa þessu sérstakan
gaum – og kannski sníða 15–20% af
heildarlengd verksins í leiðinni.
Þrátt fyrir fremur kyrrstæðan blæ
tókst höfundi og flytjendum engu að
síður að ná fram þónokkrum áferð-
arfallegum augnablikum. Dúett Zetu
og Önnu í síðasta þætti markaði sem
fyrr segir nánast eina dramatíska há-
punkt verksins, en ljóðrænt niðurlag
óperunnar, þar sem hverfult lífið
fjarar út í tóman fimmundarhljóm á
ítrekuðum öfugum þrílið („IT“ skv.
Morse-stafrófinu; skírskotun til upp-
lýsingatækninnar?) var einnig
áhrifamikið. Stærsta hlutverkið var
frábærlega vel sungið af Ingveldi Ýri
Jónsdóttur, sem var eins og sniðin
fyrir hina fárveiku en skáldmæltu
Önnu og skilaði sársauka persónunn-
ar og örlagaríkri yfirvegun á úrslita-
stundu ekki aðeins trúverðuglega,
heldur svo skýrt að heyra mátti hvert
orð út í yztu kima gímaldsins. Mikið
mæddi einnig á Zetu, og þó að val-
kyrjurödd Jóhönnu Guðríðar Linnet
hefði eflaust notið sín meir í drama-
tískara hlutverki, fór hún með per-
sónuna af innlifun og samúð. Arn-
þrúður var í samanburði varla mikið
meira en „cameo“ hlutverk, en Bryn-
dís Jónsdóttir náði samt að mynda
sannfærandi mótvægi saklausrar
æsku við harm hinna fullþroska ást-
kvenna.
Hljómborðsleikararnir stóðu vel
fyrir sínu í samtaka leik undir stjórn
höfundar (að vísu með dulítilli aðstoð
tækninnar eins og „tónraðalykkj-
um“), þó að fæstar raddir útheimtu
mikla fingrafimi. Annað hefði án efa
kostað þrotlausar samæfingar, eins
og jafnvel sjóuðustu konsertpíanist-
ar hafa reynt þá sjaldan þeir leggja í
vandasömustu tvíleiksgrein sem til
er, nefnilega píanódúóið. Er þar
hugsanlega komin hagnýt aukaskýr-
ing á hægferðugu viðmóti óperunnar.
TÓNLIST
D r á t t a r b r a u t i n
í K e f l a v í k
Z-ástarsaga (frumfl.) eftir Sigurð
Sævarsson við samnefnda bók Vig-
dísar Grímsdóttur. Ingveldur Ýr
Jónsdóttir (Anna), Jóhanna Guð-
ríður Linnet (Z), Bryndís Jónsdóttir
(Arnþrúður). Jónas Sen, Baldur Þ.
Guðmundsson, Helga Laufey Finn-
bogadóttir, Vilhelmína Ólafsdóttir
og Elín Halldórsdóttir, hljómborð.
Leikstjóri: Helga Vala Helgadóttir.
Hljómsveitarstjóri: Sigurður
Sævarsson. Laugardagurinn 1.
september kl. 20.
ÓPERA
Ríkarður Ö. Pálsson
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Helga Vala Helgadóttir leikstjóri, Sigurður Sævarsson tónskáld, Vigdís
Grímsdóttir rithöfundur, Jóhanna Linnett söngkona, Ingveldur Ýr Jóns-
dóttir söngkona og Bryndís Jónsdóttir söngkona að sýningu lokinni.
Milli
svefns
og vöku