Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 34
MENNTUN 34 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er í hæsta máta ólík- legt að við Íslendingar eigum eftir að veiða stórhveli á nýjan leik. Þetta segi ég nú bara af því, að mér hefur lærzt að segja aldrei aldrei. Fyrir skömmu heimsóttu Ísland enskir vinir mínir og lágu leiðir okkar um þessar hefðbundnu ferðamannaslóðir frá Reykjavík; Þingvellir, Gullfoss og Geysir, Skálholt og Bláa lónið. Allt vakti þetta mikla hrifningu gestanna. Það var svo í bíltúr um höfnina að það syrti í álinn. Þetta eru hval- bátar, sagði ég, þegar þeir blöstu við sjónum og hvalaskoðunarbát- urinn bundinn hinum megin. Þessir eru notaðir til að veiða hvali og þessi til að skoða þá. Reyndar veið- um við ekki hvali sem stendur, en hvalbátunum er haldið við og þeir geta lagt úr höfn með skömmum fyrirvara, þegar hvalveiðar verða leyfðar á ný. Þegar hér var komið sögu, fann ég þrúgandi þögnina líkt og íspoka á hnakkanum. Og þegar ég leit við; mikið rétt – gestir mínir voru ekki að horfa niður á bryggju, heldur störðu þeir á mig opin- mynntir og með uppglennt augu. Þegar hvað? gat svo annar þeirra stunið upp. Hvalveiðar, sagði hinn. Þið fáið aldrei að hefja hvalveiðar aftur. Fáið ekki, fáið ekki. Auðvitað hreyfði þessi fullyrðing við mér og framkallaði lærðan fyrirlestur um nýtingu sjávarauðlinda og sjálfs- ákvörðunarrétt fullvalda þjóða. En það var eins og að stökkva vatni á gæs. Það kom nefnilega í ljós, að gestir mínir eru félagar í náttúruverndarsamtökum, sem m.a. hafa tekið hvalina upp á arma sína. Mér var einfaldlega tilkynnt að hvalveiðar væru hvorki meira né minna en skipulögð morð á skynugum verum. Ekki skepnum, heldur viti bornum verum. Og sem ég skynjaði alvöruþung- ann í þessum gestum mínum, minntist ég þess, að ég talaði einu sinni við Halldór Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra, eftir fund hans í London með enskum starfsbróður sínum, sem þá var; Robin Cook. Sagði Halldór þá m.a. að hvala- málin hefði borið á góma og væru Bretar ósveigjanlegir í andstöðu sinni við hvalveiðar. Man ég að Halldór gat þess, að það væri með ólíkindum, hvað Bretar væru blindir á öll rök málsins; skynsemi þeirra fyki út í veður og vind fyrir hreinum tilfinningahita. Sá ég nú að ég stóð í sömu sporum og utan- ríkisráðherra minn og ákvað að draga í land og reyna ekki frekar, að fá gestina til að hætta að berja sínum brezku hausum við hval- veiðisteininn. Ég bauðst því ekki til að skutla þeim upp í Hvalfjörð að sjá hvalstöðina! Hugsaði ég svo ekkert um hvali, fyrr en leið mín lá til Húsavíkur. Ósköp fannst mér bæjarbrag- urinn daufur. En fyrir neðan bakka ólgaði allt af lífi og fjöri. Ekki voru það sveitamenn að sækja sér í kaupstaðinn. Þær ferð- ir lögðust af þegar kaupfélagið fór á hausinn. Og ekki voru þetta Húsvíkingar sjálfir að gera sér glaðan dag. Nei, þarna var allt uppfullt af útlendingum, sem voru ýmist að koma eða fara í hvala- skoðunarferðir. Ég skellti mér í eina og sigldi út á Skjálfandann með Náttfara, sem var stútfullur af útlendingum. Þarna voru m.a. þýzkar mæðg- ur og þetta var fimmta hvalaskoð- unarferðin þeirra á jafnmörgum dögum. Alveg æðislegt! Klukkan þrjú heyrist kallað og við rennum öll á borðstokkinn til að berja hvalinn augum. Reyndar bara hrefna, en útlendingarnir taka gleði sína. Ég stend milli Frakka og Þjóðverja sem mælast við á enska tungu um drauminn að sjá stórhveli næst. Fallega myndi skutullinn syngja á leiðinni í þessa skepnu, segi ég við sjálfan mig, en þó nógu hátt til þess að borð- stokksnautar mínir mega heyra. Þvílík áhrif! Ég veit varla hvaða klám eða guðlast ég hefði þurft að setja út úr mér til þess að ná þess- um viðbrögðum. Viltu virkilega drepa þennan hval? spyr þýzka stúlkan steini lostin. Unnusti hennar og Frakkinn horfa á mig manndrápsaugum og ég sé að sá franski setur hendur á mjaðmir líkt og þeir gera í bíó áður en þeir kasta vesalingnum í kvikmyndinni einhverjar þingmannaleiðir í burtu. Það fer ekkert á milli mála, að hér er hvorki staður né stund til þess að rökræða um nýtingu sjáv- arfangs. Spaug, bara spaug, muldra ég, en tel tryggara að standa undir stýrishúsinu og snúa ekki baki í samferðamenn mína. Ég sé einhver orðaskipti og augn- gotur; vafalaust eru þau að býsn- ast yfir því hvers konar voða- menni sé með þeim um borð. Svo er aftur kallað og ferðamennirnir raða sér við borðstokkinn með myndavélarnar og hrifningarópin. Ég sé ekki betur, en þýzki herr- ann gefi mér gætur milli þess sem hann horfir til hafs og hvíslar ein- hverju í eyra vinkonu sinnar. Hann treystir mér ekki, hugsa ég. Þau halda að ég sé með skutulinn innanklæða og muni þegar minnst varir ryðjast líkt og launmorðingi að lunningunni og einhenda skutl- inum í augnayndi þeirra þarna úti á sjónum. Ég tek það til bragðs að blístra kæruleysislega og horfa beint upp í loftið. Svo hneppi ég regn- stakknum rólega frá mér – þau hljóta að sjá að ég er vopnlaus maður. Aldrei gætu Húsvíkingar gert út á þetta ferðamannalíf með því að drepa hvali. Við eigum ekki eft- ir að hefja hvalveiðar aftur. Ég hef ekki látið sannfærast af manna völdum. Það er Keikó, sem gerir útslagið. Keikó kemur alltaf til baka, þegar reynt er að sleppa honum á haf út. Keiko er hvalur og hann veit, að hann er óhultur hjá okkur, en ekki hinum hvölunum í sjónum. Með kvöl- um af hvölum Hér segir af því hvernig draumur um hvalveiðar dofnar í samskiptum við út- lendinga sem álíta hvalveiðar kannski meira en alls ekki minna en morð. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn- @mbl.is ÍSLAND og umheimurinn –tungumál og tölvukunnátta,er þema viku símenntunarsem menntamálaráðuneytið stendur fyrir í annað í sinn. Áður var dagur símenntunar haldinn ár- lega. Markmiðið er að hvetja fólk til að leggja stund á símenntun, en að þessu sinni er athyglinni beint sérstaklega að þætti tungumála og tölvutækni. Vikan var sett í gær af Birni Bjarnasyni menntamálaráð- herra í Nýja tölvu- og viðskipta- skólanum í Hafnarfirði. Opnunin var í tengslum við átaksverkefni BSRB í tölvu- og upplýsingatækni fyrir félagsmenn sína. Átakið felst í að bjóða félagsmönnum um land allt fjölbreytt námskeið um tölvur og tölvunotkun. Hver félagsmaður á að verða fær um að nýta sér tölv- ur og algengustu tölvuforrit í leik og starfi, þannig að hann geti verið virkur þátttakandi í upplýsinga- og þekkingarsamfélaginu. Áætlað er að fara af stað með um 100 nám- skeið á þessu ári. Víðtæk dagskrá hafin Vika símenntunar stendur 3.–9. september og er á vegum mennta- málaráðuneytisins. MENNT – samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla sér um skipulagningu og framkvæmd vikunnar í samvinnu við símenntunarmiðstöðvar víða um land. Víðtæk dagskrá hófst í dag. Hugmyndafræðin á bak við sí- menntun er að í samfélagi upplýs- inga-, fjarskipta- og stafrænna tækja þar sem örar tækniframfarir og alþjóðavæðing efnahagslífsins á sér stað sé mikilvægt fyrir fyrir- tæki og starfsmenn þeirra að við- halda menntun sinni og þekkingu. Það geti skilið á milli feigs og ófeigs á markaðinum. Ástæðan fyrir áherslunni á tungumál er að vegna legu landsins og sérstöðu tungumálsins sé kunn- átta í erlendum tungumálum nauð- synleg hverjum Íslendingi, sem ætlar að eiga samskipti við aðrar þjóðir. Árið 2001 er jafnframt Evr- ópskt tungumálaár. Dagskrá viku símenntunar á að höfða til sem felstra. Á dagskrá hennar eru námskynningar, símenntunardagur í fyrirtækjum, málþing, fræðsluhá- tíð o.fl. Nefna má að dagurinn í dag verður helgaður bókasöfnum lands- ins. Á Reykjavíkursvæðinu hefur Borgarbókasafnið skipulagt dag- skrá á bókasöfnum borgarinnar. Málþing á miðvikudag Málþing verður á morgun á Hót- el Loftleiðum 5. september 2001 kl. 13–16, sem ber yfirskriftina „Ís- land og umheimurinn – tungumál og tölvukunnátta“. Hver er fram- tíðin – hvert stefnir? Páll Kr. Páls- son forstjóri 3p Fjárhús, Una Ey- þórsdóttir, starfsmannastjóri Flugleiða, Eyþór Eðvarðsson IMG, Guðrún Magnúsdóttir forstjóri ES- Team AB, Arthúr Björgvin Bolla- son, Sögusetrinu á Hvolsvelli, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, verða meðal fyrirlesara, auk ávarps Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Umfjöllunarefnin verða m.a. al- þjóðlega umhverfið og fyrirtækin, mannauður, staða íslenskunnar í alheimssamfélaginu, ferðaþjónust- an og tölvur og breyttir kennslu- hættir Símenntunardagurinn 6/9 Á símenntunardaginn 6. septem- ber, er búist við að fyrirtæki til- einki daginn fræðslumálum starfs- manna sinna, og hugi sérstaklega að tungumála- og tölvukunnáttu þeirra. Daginn geta fyrirtæki einn- ig notað t.d. til að kynna starfs- mönnum fræðslustefnu sína, haldið námskeið fyrir starfsmenn eða fengið námskeiðshaldara til liðs við sig til að kynna það sem boðið er upp á í tungumála- og tölvunámi. Einnig er þetta talið kjörið tæki- færi fyrir fulltrúa stéttarfélaga til að heimsækja fyrirtæki og kynna með hvaða hætti þau styðja við og stuðla að símenntun félagsmanna sinna. Fræðsluhátíð í Kringlunni Fræðsluhátíðir verða haldnar í víða um land helgina 7.–8. sept- ember. Hátíðin á höfuðborgar- svæðinu verður haldin í Kringlunni 8. september. Námsframboð á sviði tungumála- og tölvunáms verður kynnt þar sérstaklega, bæði í kynn- ingarbásum og með lifandi kynn- ingum auk almennrar kynningar á möguleikum til símenntunar. Einn- ig eiga að vera ýmsar skemmti- legar uppákomur. Verslanir og veitingastaðir Kringlunnar taka líklega þátt í hátíðinni með ýmsum hætti, auk þess að hafa opið á með- an á hátíðinni stendur. Námskeið gefin á Rás 2 Aðstandendur átaksins eru í samstarfi við Ríkísútvarpið í viku símenntunar. Í þættinum „Brot úr degi“, sem er á dagskrá virka daga á Rás 2 geta hlustendur hringt inn og unnið námskeið í tungumálum eða tölvum um land allt. Þessi leik- ur verður einnig á dagskrá í helg- arútvarpinu helgina 8.–9. septem- ber. Þóra Ragnheiður Stefánsdótt- ir, verkefnisstjóri viku símennt- unar hjá Mennt, segir að hlust- endur hafi tekið þessari nýbreytni mjög vel. Hún segir að 5 námskeið víða á landinu verði gefin daglega á Rás 2. „Vika símenntunar er ætluð öll- um,“ segir Þóra Ragnheiður, og vonast er til að sem flestir verði með; fyrirtæki, starfsmenn og al- menningur. Sérstök vefsíða til upp- lýsingar hefur verið sett upp af þessu tilefni: www.mennt.is/si- menntun. Vika símenntunar/ Ástæðan fyrir áherslunni á tungamál í viku sí- menntunar er sögð vera lega landsins og sérstaða tungumálsins. Kunnátta í erlendum tungumálum sé því nauðsynleg hverjum Ís- lendingi, sem ætlar að eiga samskipti við fólk annarrar tungu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Menntamálaráðuneytið stendur fyrir viku símenntunar. Björn Bjarnason hóf dagskrána formlega í NTV- skólanum í Hafnarfirði í gær. Hópur félagsmanna BSRB byrjaði svo á tölvunámskeiði í skólanum. September hefst á símenntun  Tungumál og tölvur eru í brennidepli í vikunni.  Símenntunarmiðstöðvar landsins eru með öfluga dagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.