Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN ÉG HEF eins og margir sem lásu Reykjavíkurbréfið í Morgunblaðinu sl. sunnudag 19. ágúst verið að velta fyrir mér hinni nýju áfeng- isstefnu sem blaðið boðar. Í greininni kemur fram sú skoðun að núverandi stefna hafi ekki skilað ár- angri og því sé þörf á breytingum. Þær breytingar sem Reykjavíkurbréfið boðar helst eru aukið aðgengi að áfengi, t.d. í matvöruverslunum. Lækka verð á bjór og léttum vín- um, ríkiseinokun verði afnumin og síðast en ekki síst stórauka for- varnastarfið, ekki síst þann þátt sem hvetur til hófdrykkju og eflir vínmenningu. Í greininni er vitnað í fremsta vínframleiðanda Spánar og hann spurður hvernig hann teldi best að koma í vega fyrir að áfengi væri misnotað. Svaraði hann því að það væri með því að fyrstu kynni barna af áfengi væri vínflaska á matar- borði. Vínframleiðandinn (sölumað- urinn) segir síðan: „Börnin eiga að sjá foreldra sína neyta víns undir eðlilegum kringumstæðum og þeg- ar þau eru orðin þrettán eða fjórtán ára má byrja að gefa þeim smám saman að smakka. Þau eiga að sjá að þetta er hlutur sem maður á að meta og njóta.“ Það er við þennan hluta forvarna- starfsins sem ég staldra við. Ég á tvær ungar dætur, tólf og níu ára. Ég hef fylgt þeirri stefnu að hafa ekki áfengi nálægt þeim. Reynt að uppfræða þær um skaðsemi áfengis og reyndar tóbaks líka. Þær hafa hvorki alist upp við að hafa vín með mat né horft á fólk nálægt sér neyta áfengis. Samkvæmt áður- nefndum sölumanni og blaðamanni er ég að setja dætur mínar í mikla hættu. Þær fá ekki rétt forvarnaupp- eldi! Ég get ekki kennt þeim neina vín- menningu. Ef ég vildi gefa þeim áfengi lendi ég strax í vondum málum. Samkvæmt lögum er bannað að neyta áfengis fyrr en fólk er orðið 20 ára. Á ég að brjóta lög eða verður rík- isstjórnin að bregðast við og gefa allt frjálst í sambandi við áfengi? Það er í mínum huga nokkuð ljóst að áfengis- og vímuefnavand- inn verður ekki leystur með skyndi- lausnum á borð við það sem kemur fram í þessu Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins. Þjóðfélagið hefur breyst mikið sl. 30 ár. Heimurinn hefur skroppið saman. Það er til dæmis auðveldara að fara til útlanda en norður á Strandir. Fjölgun á vínveitingastöð- um, fleiri útsölur ÁTVR og lengri afgreiðslutími. Allt hefur þetta gert það að verkum að það er auðveld- ara að nálgast áfengi. Sölutölur ÁTVR segja að aukning á sölu áfengis frá 1994 og til ársins 2000 hafi verið um það bil átta milljónir lítra. Á sex árum hefur áfengis- neysla Íslendinga aukist um rúm- lega eina milljón lítra á ári. Samkvæmt ársskýrslu SÁÁ 2000 hafa komur á sjúkrahúsið Vog hald- ist í hendur við aukna áfengis- neyslu. Árið 1994 innrituðust 152 unglingar 15-19 ára. Sex árum síðar voru þeir orðnir 456. Það er 304 fleiri. Það ber að taka það alvarlega þegar stærsta blað landsmanna set- ur fram skoðanir eins og þær sem koma fram í Reykjavíkurbréfi 19. ágúst. Í áðurnefndri grein var ekk- ert talað um ólögleg vímuefni. Ég get ekki að því gert að velta því fyr- ir mér hvaða stefnu blaðið hefur varðandi frjálsa sölu á t.d. hassi. Ólöglegu vímuefni sem er mikið í umræðunni síðustu mánuðina. Þrátt fyrir boðskap Morgun- blaðsins hef ég ákveðið að halda áfram að kenna dætrum mínum góða siði við matarborðið og í leik án áfengis. Vona ég að aðrir for- eldrar taki sömu ákvörðun fyrir sín börn, þrátt fyrir varúðarorð vín- framleiðandans. Morgunblaðið hvetur til lögbrota Ólafur Sveinsson Áfengi Komur á sjúkrahúsið Vog, segir Ólafur Sveinsson, hafa haldist í hendur við aukna áfengisneyslu. Höfundur er starfsmaður SÁÁ og rekstrar- og dagskrárstjóri á Staðarfelli. Haustveisla Heimsferða til Benidorm frá kr. 29.985 El Faro Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin í haust til Benidorm á hreint ótrúlegum kjörum, en á þessum vinsælasta áfanga- stað Íslendinga í sólinni nýtur þú 28 stiga hita í september, frábærra aðstæðna fyrir ferðamanninn og traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu 38 sætin í haust Verðdæmi Verð kr 29.985 Hjón með 2 börn, 2 – 11 ára, flug, gisting, skattar, vikuferð 14. sept. Verð kr. 39.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, vikuferð, El Faro. Verð kr 49.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, 2 vikur, 14. sept, El Faro. B ú s e t i h s f . S k e i f u n n i 1 9 s í m i 5 2 0 - 5 7 8 8 w ww . b u s e t i . i s Fyrsta skrefið að öruggu húsnæði! umsóknarfrestur til 11. september Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið virka daga frá 8:30 til 16:00. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila: síðustu skattskýrslu og launaseðlum síðustu sex mánaða. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 12. september kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti geta þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. 3ja herb. Nýtt hús - 6 íbúðir - Alm.lán Kristnibraut 65-67, Reykjavík 84-94m2 íb. 205,206,306,401,402,406 Búseturéttur: frá 1.654.577 til 1.847.840 Búsetugjald: frá 68.904 til 76.646 Afhending í maí 2002 2ja herb. 4ra herb. Berjarimi 3, Reykjavík 66m2 íbúð 101 Leiguíb.lán Búseturéttur: kr. 1.196.575 Búsetugjald: kr. 42.297 Afhending í janúar 2002 Blikaás 21, Hafnarfirði 110/114m2 íb.101,102 Alm.lán Búseturéttur: kr. 1.470.371/1.524.974 Búsetugjald: kr. 74.201/76.880 Afhending fljótlega Nýtt hús - 3 íbúðir - Alm.lán Kristnibraut 65-67, Reykjavík 110-111m2 íbúð 203,303,404 Búseturéttur: frá 2.173.234 til 2.183.095 Búsetugjald: frá 89.680 til 90.076 Afhending í maí 2002 Trönuhjalli 15, Kópavogi 95m2 íbúð 102 Leiguíb.lán Búseturéttur: kr. 1.770.097 Búsetugjald: kr. 49.302 Afhending í nóvember Athugið Breytt tekju- og eignamörk Íbúð með almennum lánum veitir rétt til vaxtabóta. Íbúð með leiguíbúðalánum veitir rétt til húsaleigubóta. Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni textil.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.