Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 40
MINNINGAR
40 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!
"#"
$!
%
#
#
&
!
!
'( "
!
! "
)$
"
# $
%
&
## '() * + '
,!! )-.
/)
! *+
,-
.
&
! / 0*1(
/ 0*1(
2 3 / 0*1(
' * "
/
$
$
45645
&
## 7'* )+8
/3 9/
!
0
.
! "#"
1
#
"
! &!
)()"#
43 # 9 6)( !
:!
/) '
++) ! ! ++) "
2+
$
$
26 6 2
: * +)+;8
/3 9/
2
(
-( ! )!)3
< !
6 ! 6)( )!
! "
($
$#
42
&
/=(!)
2
(
# +3
4
9 4 < 7 !>
'4
43 $
!* ()4
7 9& !!4 ( "
$
<
##
&
## !+
! /
( " !
! ! "
✝ Ásgeir RagnarTorfason fæddist
á Halldórsstöðum í
Laxárdal í S-Þingeyj-
arsýslu 14. apríl
1927. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 26. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Torfi
Hjálmarsson bóndi, f.
19.11. 1892, d. 5.6.
1972, og Kolfinna
Magnúsdóttir, f. 8.5.
1896, d. 21.1. 1987.
Systkini Ásgeirs eru
Magnús Þórarinn, f.
5.5. 1922, d. 1.6. 1993, Hjálmar
Jón, f. 29.1. 1924, Áslaug Guðrún,
f. 28.1. 1931, d. 5.2. 1978, Guðrún
Bríet, f. 22.11. 1934, og Sigríður
Ragnheiður, f. 22.11. 1934, d. 4.4.
2001.
Ásgeir kvæntist 25.10. 1958
Hrafnhildi Snædal Ólafsdóttur, f.
19.5. 1936. Börn þeirra eru: 1)
Ólafur, f. 18.8. 1959, kvæntur Hildi
Jónu Gunnarsdóttur. Börn þeirra
eru Sara Snædís, f. 15.10. 1988,
Hrafnhildur, f. 23.6. 1992, Berg-
lind, f. 16.4. 1994, og Ásgeir, f.
13.12. 1998. 2) Torfi, f. 29.12. 1960.
3) Hallgrímur, f. 3.1. 1962, kvænt-
ur Marion Gabriele
Wiechert. Synir
þeirra eru Ásgeir
Daniel, f. 15.12. 1993,
og Helgi Thomas, f.
8.9. 1995. Sonur Mar-
ion er Guðmundur
Christian f. 5.6. 1982.
3) Hanna, f. 30.9.
1969. Sambýlismað-
ur hennar er Birkir
Þór Jónasson. Börn
þeirra eru Guðný
Brynhildur, f. 3.7.
1995, og Ragnar Þór,
f. 15.8. 1997.
Ásgeir ólst upp á
Halldórsstöðum í Laxárdal. Hann
lagði stund á keppnisíþróttir, bæði
skíði og frjálsar íþróttir. Hann
lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri
árið 1948. Ásgeir stundaði búskap
á Halldórsstöðum til 1969 er hann
fluttist til Reykjavíkur ásamt fjöl-
skyldu sinni. Þar opnaði hann út-
skurðarvinnustofu þar sem hann
lagði stund á smíði þjóðlegra list-
muna, einkum úr tré, horni og
silfri.
Útför Ásgeirs fer fram frá Há-
teigskirkju í Reykjavík í dag, 4.
september, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Ásgeir Torfason mágur minn var
með allra skemmtilegustu mönnum.
Það skipti ekki máli hvert tilefnið var.
Hvort það var við að stinga út úr fjár-
húsi að haustlagi, í stofunni í Bólstað-
arhlíð, í gleðskap eða við vorum að
karpa um pólitík, á meðan báðir
höfðu ærlegar skoðanir og nenntu að
deila um lítilsverða hluti. Ásgeir var
alltaf hrókur alls fagnaðar og í kring-
um hann myndaðist einhver leiftr-
andi þungamiðja sem enginn við-
staddur komst hjá að kynnast (takast
á við). Áður en kynni okkar hófust
hafði ég eins og margir aðrir Þing-
eyingar kynnst Ásgeiri af umtali. Það
fór af honum orð. Það var á götu á
Húsavík þegar ég, strákpolli, fyrst sá
Ásgeir. Hann kom upp Sneiðinginn
með Óa og var á báðum nokkur
sláttur og töluðu hvor upp í annan af
glaðværum ákafa. Mér þótti strax
nokkuð til mannsins koma og fylgdi
þeim í humátt upp í kaupfélag og
fékk þar að vita að þar færi Ásgeir á
Halldórsstöðum. Þegar mér bárust
fregnir af því síðar, að einhver sam-
dráttur væri milli systur minnar og
Ásgeirs, fór ég að fylgjast enn nánar
með honum. Ég minnist hans á
Hraunsrétt innan um vini, menn voru
við skál og sungu mikið. Alls staðar
hópaðist fólk í kringum Ásgeir.
Ásgeir var Þingeyingur. Hann var
það ekki bara samkvæmt kirkjubók-
um heldur var hann, á sinn hátt,
sterklega mótaður af þeirri menn-
ingu sem setti svip sinn á héraðið við
upphaf tuttugustu aldarinnar. En
Ásgeir Torfason var ekki bara Þing-
eyingur, hann var fyrst og síðast
Læxdælingur. Sú sveit var um margt
einstök meðal þingeyskra sveita. Um
aldamótin blésu þar vindar nýrra
tíma í atvinnuháttum og þaðan var
frumkvöðull þingeyskrar þjóðvakn-
ingar. Í sveitinni var tónlistariðkun í
hávegum höfð, ekki síst á Halldórs-
stöðum. En tímarnir breyttust. Sveit
sem verið hafði í þjóðbraut, í orðsins
víðtækustu merkingu, varð að lokum
afskekkt og einangruð og fólkið flutti
burt. Fólk frá þannig sveit er í senn
stolt en býr jafnframt við missi sem
breyst getur í kergju. Þannig and-
stæður setja mark á menn.
Menning steypir einstaklinga, hér-
uð og heilu löndin í mót. Hún hnoðar
manninn eins og leir og endurskapar
hann í eigin mynd. Hún gerir grein-
armun á alvöru og hégóma. Hún býr
fólki samastað í tilverunni.
Ásgeir átti mjög fastan samastað í
tilverunni. Heimsmynd hans var fast-
mótuð og umrót tímans breytti þar
litlu um. Hann hafði nóg af festu og
þrákelkni til að standast þá freistni
að breyta um viðhorf.
Ásgeir og Hidda systir hófu bú-
skap sinn á Halldórsstöðum, en þá
var þríbýlt á jörðinni. Þegar Laxár-
virkjun hóf að kynna áform sín um
stækkun virkjunar í Laxá, sem hefði
leitt til þess að Laxárdalur hefði verið
settur undir vatn, ákváðu þau að
bregða búi og flytja suður. Einhvern
veginn held ég að Ásgeir hafi aldrei
flutt úr dalnum. Rætur hans þar voru
of djúpar til að hægt væri að losa um
þær og taka burt. Hann kom ávallt
endurnærður suður eftir að hafa farið
norður til að hitta gamla vini. Hér á
mölinni hóf Ásgeir að vinna fyrir sér
með útskurði, en hann hafði stundað
útskurð í hjáverkum með búskap og
gaukaði stundum eiginhandbragði að
vinum og vandamönnum. Fljótlega
náði hann að laða til sín kaupendur í
það miklum mæli að hann annaði ekki
eftirspurn, enda báru gripirnir hand-
bragði hans glöggt vitni. Mynd af ein-
um aski hans prýðir eitt íslenskt frí-
merki. Ég kom eitt sinn að máli við
hann og bað hann að skera út íslensk-
an málshátt í fjöl. „Vinnan göfgar
manninn“. Er þér alvara? spurði
hann gáttaður.
Já svaraði ég hissa. Hann byrsti
sig lítið eitt og svaraði að bragði:
Heldurðu virkilega að puðið og stritið
sé göfgandi? Nei, Þröstur, karlarnir
heima voru með krókna fingur og
komnir í keng af striti. Kallarðu það
göfugt? Við áttum margt karpið um
pólitík um dagana og vorum yfirleitt
á öndverðum meiði.
Ég var þó aldrei klár á því hver
hans sannfæring var í einstaka máli,
stríðni hans og fyrrnefnd þrákelkni
voru svo fyrirferðarmikil í um-
ræðunni.
Glíman var mikilvægari en niður-
staðan. Við tókum báðir þátt í leitinni
að Stóra sannleik og héldum báðir að
Hið réttláta þjóðfélag væri á næsta
leiti. Þegar hvorugt gerðist brugð-
umst við við með ólíkum hætti. Lund-
erni hans var ekki jafn sveigjanlegt
og mitt. Þess vegna gátum við haldið
áfram að deila og karpa um fánýta
hluti. Það var gaman.
Tónlistin var Ásgeiri í blóð borin
og það var hluti af hans menningar-
heimi að geta tjáð sig í músík. Sjaldan
bauð fjölskyldan svo til fagnaðar að
Ásgeir kæmi ekki með nikkuna sína
gömlu sem hann þandi eins og hann
hafði lært það fyrir norðan, öllum til
óblandinnar ánægju.
Það er með miklum söknuði sem ég
kveð Ásgeir mág minn. Ég mun
sakna hans og allra þeirra stunda
sem við áttum saman. Ef ég gæti
komið skilaboðum til hans myndi ég
vilja viðurkenna það nú, að hann
hefði í umræðum okkar einu sinni
haft á réttu að standa. Það var þegar
hann sagði að menn ættu ekki að
skipta um skoðun, hver sem hún
væri, því skoðun væri hluti af manni
sjálfum. Það má til sanns vegar færa.
Að leiðarlokum þakka ég og fjöl-
skylda mín einstök kynni sem við
munum ekki gleyma.
Við Þórunn og börn okkar vottum
Hiddu og fjölskyldu svo og öðru
skyldfólki samúð okkar.
Þröstur Ólafsson.
Sagnamaður er látinn.
Ásgeir Torfason kunni þann forna
galdur að ljá orðum vængi. Og fyr-
irfram var aldrei að vita hvert flogið
yrði eða hve lengi. Orð tóku á rás um
lönd og himinhæðir; komu við á völd-
um stöðum á réttum augnablikum og
víst var að sérhvert flug var ævintýri
og ósjaldan gáskafull, myndræn lýs-
ing á veruleikanum.
Honum leiddust jánkarar sem
höfðu lítt til málanna að leggja annað
en að vera sammála einhverjum
skoðanabakara – þessum sömu og
gera stjórnmál að leiðinda-trúar-
brögðum. Í því var ekkert andlegt
fóður, heldur fötlun. Að vera sam-
mála Ásgeiri stóð því yfirleitt ekki
lengi yfir. Annaðhvort togaði hann
menn út á ystu nöf eða sótti að þeim
skyndilega úr annarri átt – ávallt án
þess að særa. Orðaskylmingar voru
listgrein þessa eðaldrengs, bónda og
myndskera.
Hann ólst upp við bakka Laxár í
Laxárdal og heiðar Suður-Þingeyjar-
sýslu og engu skipti þótt hann flyttist
til Reykjavíkur og yndi þar glaður við
sitt; dalurinn og árniðurinn var
skammt undan. Þar var grundvöllur
tilverunnar, mælistika lífsins og þar
hafði uppskriftin að miði sagna-
brunnsins þróast.
Ég var ungur að árum þegar ég
kynntist Ásgeiri mági mínum og
strax við fyrstu kynni uppskar hann
traust og vináttu þótt ég væri ekki
ginnkeyptur fyrir stjórnmálaskoðun-
um hans. Glaðværð og hjartahlýja
voru aðalsmerki hans enda þótt hann
bæri tilfinningar sínar ekki á torg.
Ásgeir var frjálslyndur kommi, vel
hugsandi og meinandi. Hann kunni
skil á fjölmörgu til munns og handa
og átti einkar auðvelt með að ræða
við unga sem aldna. Enginn hafði
rætt við mig áður eins og Ásgeir og
hann leitaði eftir skýrum svörum við
krefjandi spurningum. Ég neyddist
til að koma orðum utan um lítt mót-
aðar hugsanir. Síðan var innihaldið
tekið fyrir og grandskoðað ljúflega,
skilgreint og ný eða önnur hugsun
prjónuð við. Þetta var gaman.
Og stundum, eins og upp úr þurru,
átti hann til að ganga að gamla org-
elinu á Halldórsstöðum og spila eins
og engill eða að grípa nikkuna og
heilla nærstadda. Ég varð agndofa
líkt og löngu síðar þegar ég sat í
Notre Dame-kirkjunni í París og
hlýddi á undursamlegt orgelspil.
Leikni þessa mágs míns að spjalla og
spila vakti furðu mína og ég skildi
ekki hvernig þessir sveru vinnu-
þrútnu fingur fundu réttan stað á
nótnaborðinu; hvernig hægt var að
slá á réttar nótur með slíkum hrömm-
um. Mesta snilldin lá samt í því að
leika létt á huglægar nótur og einmitt
það gerði Ásgeir að meistara og sögu-
manni sem aldrei þraut efnivið.
Ásgeir var vel menntaður kenni-
maður enda þótt hann hefði ekki
gengið menntaveginn. Akademían
hans var í eldhúsinu, á túninu, vinnu-
stofunni eða á götunni – alls staðar
þar sem hann gat fóðrað löngun sína
til að skilgreina tilveruna og ná til
fólks.
Margs er að minnast og þakka en í
örstuttri minningargrein sem þessari
verða þakkir hjóm eitt. Og þótt sorg-
in finni sér einatt afdrep í hugar-
fylgsnum má hvorki vanmeta né
gleyma leiftrandi gleði sem fólst í
samvistum við Ásgeir. Ég varð þeirr-
ar gæfu aðnjótandi og í anda hennar
er hér lítil saga:
Í sumar hitti ég nána vini og
frændur okkar beggja á Húsavík.
Þeir spurðu að vanda hvað væri að
frétta af Geira. Ég sagði þeim að
hann væri svo ljúfur og almennilegur
við mig og hældi mér á hvert reipi án
þess að draga í land að mér litist ekki
á blikuna. Þegar Ásgeir frétti þetta
svaraði hann að bragði: „Ég gerði
þetta nú bara fyrir Hiddu systur
hans.“
Síðast bar fundum okkar saman á
vinnustofunni hans neðan við Brynju
á Laugaveginum. Við tókum flugið
saman, komum við á mörgum bæjum
meðal vina. Glaðværð spratt úr
hverju orði eins og blóm á öræfum.
ÁSGEIR RAGNAR
TORFASON