Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 44

Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 44
MINNINGAR 44 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Anna Sigurborg var ógift og barnlaus. Hún hélt heimili með for- eldrum sínum á Sandbrekku ásamt Guðna Þórarni bróður sínum, á meðan þau lifðu. Bjó hún þar áfram þar til hún flutti í íbúð hjá öldruðum sem er í tengslum við sjúkrahúsið í Neskaupstað. Hún hugsaði afar vel um foreldra ANNA SIGURBORG FINNSDÓTTIR ✝ Anna SigurborgFinnsdóttir fæddist á Sand- brekku (Melagötu 15) í Neskaupstað 21. febrúar 1918. Hún andaðist á sjúkra- húsinu í Neskaup- stað 27. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Finnur Sigfús Jónsson báta- smiður, f. 9. október 1888, d. 22. janúar 1962, og Margret Guðnadóttir frá Vöðlum í Vöðlavík, f. 30. nóvember 1886, d. 28. septem- ber 1968. Systkini Önnu eru Jón, f. 17. nóvember 1915, d. 3. febrúar 1991; Guðni Þórarinn, f. 12. sept- ember 1923, d. 23. júní 1964; Ingi- björg, f. 5. júní 1927. Útför Önnu fer fram frá Norð- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. sínar og bróður, eink- um eftir að þau urðu eldri. Á heimilið komu gestir og gangandi, enda var Fúsi, eins og pabbi hennar var kall- aður, afar gestrisinn, dreif hann menn heim að gömlum og góðum sið, þar sem þær mæðgur Margret og Anna báru fram veit- ingar. Oft var kátt á hjalla, einkum þegar pólitík var í um- ræðunni, en Fúsi hafði gaman af að ræða skoplegu hliðar hennar. Var blaðið Spegillinn honum mikið hlátursefni eins og öðrum. Við sem þetta skrifum erum þakklát fyrir að hafa fengið að eiga Önnu að. Ferðirnar austur í Nes- kaupstað, oftast á hverju ári, sest að borðum, drukkið súkkulaði ásamt öðrum veitingum. Þetta var fastur liður. Á þessum samverustundum voru málin rædd, hver væri skyldur þessum eða hinum, en Anna var mjög fróð um fólkið sitt. Óneitan- lega finnur maður fyrir söknuði og ekki verður auðfundinn einstakling- ur sem hefur jafn góða þekkingu á ættinni. Þegar árin liðu og systkinabörnin fóru að venja komur sína til Önnu var þeim ekki í kot vísað. Sérstak- lega var Skúli systursonur hennar henni kær. Dvaldi hann oft hjá henni þegar hann átti frí. Tel ég að hún hafi haft gaman af að hafa Skúla hjá sér, einkum eftir að hún var orð- in ein. Hann sýndi Önnu mikla ræktarsemi. Skúli lést af slysförum og var það mikið áfall fyrir Önnu. Menn þóttust sjá sem heill tugur ára hefði verið lagður á hana. Anna var mikill völundur í hönd- unum. Hún vann við sauma framan af ævi, en ef til vill meira í fiski á síð- ara vinnuskeiðinu. Við minnumst Önnu frænku, eins og við í okkar fjölskyldu kölluðum hana, fyrir allar sendingarnar á jól- um og afmælum. Hún gleymdi eng- um. Margur dúkurinn, sokkarnir eða verkefni úr föndrinu urðu til að gleðja. Við fráfall Önnu kemur eitt skarð- ið í viðbót í þann hóp sem lagði sig fram um að gera okkur til geðs í heimsóknum á Austurlandið. Að lokum finnst mér viðeigandi að minnast áhuga Önnu á knattspyrnu. Hún var full áhuga þegar lið spiluðu, hún vissi gang leikja og þekkti liðin. Hjá Þrótti í Neskaupstað var staða leikja alveg ljós. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Erla Margrét og Hjörleifur. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina Fallin er í valinn, langt um aldur fram, Sigríður Ingibjörg tengdamóðir mín eftir áralöng og erfið veik- indi. Ég minnist þess nú hvað mér þótti sárt að skaparinn svipti mig ömmum mínum og öfum er þau voru á sjötugsaldrinum, en verð svo fyrir því að missa tengda- móður mína, móður konu minnar og ömmu barnanna minna tæpra fimmtíu og fjögurra ára að aldri! Þykir mér sem þar verði ekki aukið á „óréttlætið“ öllu meir. Enda heyr- ir maður einungis grát og gnístran tanna ástvina sem eiga nú um sárt að binda sem aldrei fyrr. Elsku börnin geta ekki lengur sótt í hinn góða faðm ömmu sinnar eða móður sem var þeim ávallt opinn og reiðubúin var hún að greiða götu þeirra ef það var á valdi hennar. Ekki tók hún síður til hendinni ef þurfti á að halda að leggja þeim lífsreglurnar. Deildi hún út hinni miklu hlýju sem hún bjó yfir til samferðafólks síns og þá ekki síst til venslafólks. En umburðarlynd var hún við börnin og samferðafólk sitt umfram það sem maður er van- ur að sjá hjá öllu venjulegu fólki. Enginn var hún þó veifiskati, varð eigi auðveldlega haggað og lét í ljós bjargfastar skoðanir sínar á mönn- um og málefnum, þó þannig að hún átti mjög auðvelt með að koma um- ræðunum í annan farveg sæi hún fram á að ósætti eður annað stagl væri í uppsiglingu. Við hin létum það nú venjulega eftir henni þó okkur sem mikinn áhuga höfum á stjórnmálaumræðum líðandi stund- ar væri það nokkurt kappsmál að ljúka umræðunum og hefðum því ekki við aðrar aðstæður tekið það í mál. En það fór nú samt best á að leyfa henni að fá sínu fram við þessi SIGRÍÐUR INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR ✝ Sigríður Ingi-björg Jónsdóttir fæddist á Ísafirði 9. október 1947. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogs- kirkju 27. ágúst. tækifæri og spá frekar í af hverju það var kominn útsynningur, með þessari líka helli- dembu, eða þá hvort þetta hafi ekki örugg- lega verið Davíð sem brá fyrir á sjónvarps- skjánum rétt í þessu. Sigríður var kraft- mikil kona og mikill dugnaðarforkur til allra verka. Hún gat aldrei látið sitt eftir liggja ef hún kom þar að sem henni sýndist að væri verk að vinna. Þannig var með allar þær samkom- ur sem haldnar voru innan fjöl- skyldunnar jafnt sem hjá öðru vensla- eða vinafólki. Hún var ávallt fremst í flokki að vinna verk- in og dró hvergi af sér, því ein- staklega var hún ósérhlífin. Nutu því margir dugnaðar hennar á þennan hátt þó ekki yrði ævin löng. Má jafnvel segja sem svo að hún hafi skilað verkum mannsævinnar á helmingi styttri tíma en flestir aðr- ir, og kannski vel það. Þannig var að hún valdist fljótt til forystu ásamt öðrum í verkalýðsfélagi sínu, fyrst í Verkakvennafélaginu Sókn, en síðar í Eflingu eftir sameiningu nokkurra verkalýðsfélaga. Það var ljóst að vel líkuðu verk Sigríðar og vinnusemi, því hún var skjótt valin ásamt öðrum til fjölda verkefna og trúnaðarstarfa á vegum félagsins. Sennilegt er að hún hafi ekki hvað síst verið valin í margan starfann vegna meðfæddrar og smitandi glaðværðar sinnar sem allir nutu góðs af. Þannig var hún enda au- fúsugestur hvarvetna sem hún fór, og ekki hvað síst sóttu vinir hennar og ættingjar hana mikið heim. Þar var hún í essinu sínu innan um fjöl- skyldu sína og vini og mikill höfð- ingi heim að sækja. Þar féll eplið eigi langt frá eikinni því þannig var einnig farið um heimili foreldra hennar á Ísafirði. Gestrisni Sigríð- ar var mikil eins og segir hér á und- an og var hún snögg að hrista fram úr erminni góðgerðir handa gestum sínum. Þá hafði Sigríður einstakt yndi af að gleðja vini sína og leyndi það sér ekki hvað síst á jólum, af- mælum og við álíka tækifæri. Hvað við kemur nánustu fjölskyldu þá má segja að hafi jaðrað við ofrausn í gjafavali, en augljóst var að gefand- inn hafði ekki minni ánægju af en sá sem þáði. Ávallt var hún hrókur alls fagnaðar þar sem fólk kom saman. Ekki hvað síst þegar skyldi dansað, sungið og trallað. Hafði hún sérstakt yndi af öllum þessum sígildu slögurum og dró hvergi af sér, en lag hafði hún ágætt. Þá var þar í sérstöku uppáhaldi Geirmund- ur Valtýsson og önnur tónlist svip- aðrar gerðar og hann flytur. Eftir ríflega tuttugu og þriggja ára hjónaband með Ásgeiri Hrein- dal Sigurðssyni, slitnaði upp úr og leiðir skildi. Þegar fram liðu stund- ir kynntist hún Þór Þórissyni. Má með sanni segja að fyrst til sam- bandsslita þurfti að koma hjá þeim Ásgeiri, þá hafi það verið hið mesta lán Sigríðar að kynnast honum Þór. Augljóst var að hann bar hana á höndum sér frá fyrstu tíð, og slak- aði þar hvergi á allt þar til yfir lauk. Hann var einstaklega natinn og góður við hana svo eftir var tek- ið og veitti svo sannarlega ekki af síðasta spölinn. Einnig fylgdi hon- um ný langamma og afasystir ásamt börnum hennar á Akureyri. Kunnu barnabörn Sigríðar ákaflega vel við þessa góðu viðbót í fjöl- skylduna og tóku Þór og fjölskyldu hans tveim höndum. Þór hefur enda náð vel til fjölskyldu Sigríðar, við mikla ánægju hennar með árang- urinn. Það tók mikið á Sigríði er hún missti móður sína fyrir ríflega hálfu öðru ári á sjötugasta og sjötta ald- ursári. Ekki hvað síst er hún fylgdi náfrænku sinni fimmtugri auk móð- ursystur sinni sextíu og sex ára til grafar skömmu síðar, en þær söfn- uðust allar til feðra sinna af völdum illvígra sjúkdóma. Um þverbak keyrði er hún sá síðan á eftir dóttur nýlátinnar móðursystur sinnar sem rétt hafði náð þrítugsaldri, einnig af völdum einhvers óskýrðs krank- leika sem skyndilega helltist yfir og ekkert varð við ráðið. Af einstakri hörku tók Sigríður fram hatt sinn og staf og hélt til Ísafjarðar að fylgja hinni ungu frænku sinni til grafar. Kom hún aftur úr þeirri ferð rétt tæplega hálfum mánuði fyrir eigið andlát. Þetta var eig- inlega til marks um hinn ofurmann- lega þrótt hennar, í bland við hæfi- lega þrjósku, að Sigríður tókst svo erfittt ferðalag á hendur, svo þjáð sem hún var orðin. Þessi ökuferð er okkur fullfrískum meðal-Jónum al- veg feikinóg ferðalag og teljumst slæptir eftir. Það leyndi sér heldur ekki að Sigríður bar aldrei á torg þjáningar sínar, sem höfðu færst í aukana hin síðari ár. Ávallt hélt hún striki sínu og fór um víðan völl í fellihýsinu sem þau Þór keyptu sér fyrir þremur árum. Hafði hún af þeim ferðum mikið yndi og naut náttúrunnar og samvistanna við mann sinn og ferðafélaga eftir at- vikum. Þannig fór hún á ættarsam- komu á Snæfellsnesi, jafnt sem fjallgöngu í útilegu á Kirkjubæjar- klaustri. Það var ekki að sjá að þar færi sárþjáð kona sem veiktist stöð- ugt meir. Ekki virtist annað en hún væri hvað frískasti ferðalangurinn, eftir því sem menn gátu ráðið af hinni léttu lund, krafti hennar og forystu á vellinum. Hjá fjölskyldunni er skarð fyrir skildi. Kjölfestan horfin sem allir gátu reitt sig á, allt fram á síðustu stundu. Menn eru sem í lausu lofti eftir slíkan missi og vita vart í hvorn fótinn skal stíga, jafnvel hvort það sé eiginlega gerlegt eftir að svona er komið. Börnin spyrja um ömmu og hvar hún sé niður komin. Hvernig henni líði núna og velta þessu mikið fyrir sér, sem von er. Við sem eldri erum reynum að segja þeim að nú líði ömmu vel. Hún sé komin til Guðs og það þjaki hana ekki lengur nein þau mein sem það gerðu hérna megin grafar. Hún sé komin til samvista við for- eldra sína og aðra ástvini og líði vel. Það slær vitaskuld á hugarvíl okkar fullvissan um þetta sem við höfum frá frelsaranum sjálfum, en sárs- aukinn er samt enn um sinn á sín- um stað. Í bænum sínum biðja börnin Guð fyrir ömmu sína, og í hvert sinn sem þau sakna þess að sjá hana ellegar að faðma hana að sér, þá vita þau að hún er bara í einnar bænar fjarlægð. Þá finna þau fyrir henni, enda væri það ólíkt henni að sinna ekki velferð þeirra áfram þótt í önnur heimkynni sé komin. Við biðjum algóðan Guð að blessa hina góðu minningu Sigríðar Ingibjargar og óskum henni vel- farnaðar á þeirri vegferð sem hún hefur nú hafið. Þorsteinn Halldórsson. Það er stórt skarð höggvið í hjarta þessarar fjölskyldu, Guð hef- ur tekið of marga frá okkur á einu og hálfu ári og þessi sára sorg verð- ur seint eða aldrei yfirunnin. Aldrei fáum við svör við þeim spurningum sem hrannast upp í huga okkar, af hverju? Elsku Sigga, þú varst svo dugleg og jákvæð í öllum þínum veikind- um. Þegar ég hitti þig eða hringdi í þig og spurði hvernig heilsan væri, var svarið: „Fín, en hjá þér?“ Þú varst svo hamingjusöm eftir að þú kynntist Þór, giftir þig á fimmtíu ára afmæli þínu og enginn vissi fyrr en við vorum komin í glæsilega veislu hjá þér. Ég var mjög ánægð að geta komið í afmælið til þín. Allt- af var gott að koma til þín. Elsku Sigga, við áttum eftir að gera svo margt, við ætluðum til berja, þér þótti alltaf svo gaman að tína ber og við ætluðum að keyra fyrir Nes en þér hefur verið ætlað annað. Þú varst ekkert smá dugleg eins og þú varst veik, komst akandi vestur og varst hjá mér þegar við fylgdum elsku litlu frænku, henni Pálínu, 28. júlí, og þú kvartaðir aldrei. Þú varst svo heppin að eiga svona yndislegan mann sem gerði allt sem hann gat svo þér liði sem allra best í þínum veikindum. Oft minntir þú mig á að þegar ég var eins árs og þú að passa mig labbaði ég sofandi með þér. Þú varst svo mikið fyrir að ferðast og komst oft vestur og þá með rútu eða flutningabíl. Elsku Sigga, þakka þér fyrir all- ar þær stundir sem við áttum sam- an. Guð geymi þig. Elsku Þór, Fanney, Ingibjörg, Siggi og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur samúð og biðjum Guð að gefa ykk- ur styrk í þessari miklu sorg. Kveðja. Ásta og fjölskylda. Hún Sigga okkar Jóns er látin eftir mjög erfið veikindi, sem hún mætti af ótrúlegu æðruleysi. Þegar við inntum hana eftir líðan svaraði hún oftast: Mér líður bara vel, ágætlega reyndar. Hún sýndi mik- inn styrk í sínum erfiðu veikindum, sem við öll megum læra af, alltaf glöð að sjá okkur, t.d. allir mið- vikudagarnir og súpuferðirnar okk- ar, aldrei kvartað. Í hugann koma margir góðir dag- ar á liðnum árum, skemmtilegar ferðir, glaðværar samverustundir. Vinnuferðirnar til að undirbúa or- lofshús Sóknar, sumarferðir Sókn- ar og síðar Eflingar, bæði innan- lands og utan, félagsstörf í samningum, ferðanefnd, spilakvöld og stjórnarstörf. Alltaf var Sigga virkur þátttakandi með dugandi og ósérhlífinn framkvæmdavilja og vinnugleði. Ógleymanlegar eru ferðirnar okkar með mökum til Færeyja og Norðurlanda, þar sem Ísfirðingur- inn Sigga, þá sárlasin, fann aldrei til sjóveiki og síðast í fyrravor í rútuferð til Prag og Berlínar. Á ótrúlegustu stöðum tókst Siggu að finna sér fallega steina í safnið sitt. Við söknum nú vinar í stað en geymum minningarnar í hjörtun- um, þar sem þær munu ekki hverfa heldur verða okkur fjársjóður til að leita í út lífsins alla daga. Síðustu dagarnir og mánuðirnir voru erfiður tími, en við dáðumst að samstöðu og dugnaði Siggu og Þórs og ómældri alúð hans við að hlúa að Siggu og annast hana á allan hátt. Kæri Þór. Við sendum þér og fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni og varðveita Siggu þar til við öll hitt- umst á ný. Af öllum þeim gæðum, sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust. (E.) Þuríður I. og Rannveig G.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.