Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.09.2001, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. DAGANA 16. til 30. júní var haldið Evrópumót í bridge á eyjunni Ten- erife. Að venju sendu Íslendingar lið til keppni í opnum flokki. Liðið sam- anstóð af 6 spilurum ásamt fyrirliða og loks framkvæmdastjóra Bridge- sambands Íslands (BSÍ), sem vænt- anlega hefur verið fararstjóri. Kom- ið hefur á daginn að í hópnum voru einnig eiginkonur fjögurra landsliðs- manna auk eiginmanns fararstjór- ans. Ferðakostnaður eiginkvenn- anna mun hafa verið greiddur af BSÍ. Nú er það svo að fundargerðir stjórnarinnar, sem auglýstar eru á heimasíðu sambandsins, eru ekki uppfærðar nema endrum og eins. Síðasta fundargerð, sem félagsmenn hafa aðgang að, er frá 26. október 2000. Því liggur ekki fyrir sú um- ræða sem fram fór um þessi mál inn- an stjórnarinnar, einungis að ákvörðun um hvort senda ætti kvennalið til keppni var samkvæmt fundargerð 26/10 2000 frestað til næsta fundar. Þar virðist sú ákvörð- un hafa verið tekin að senda ekki kvennalið til keppni, væntanlega vegna bágs fjárhags sambandsins? Rekstur Bridgesambandsins er að mestu leyti fjármagnaður af u.þ.b. 2.000 félagsmönnum annars vegar og opinberum framlögum hins veg- ar. Undirritaður fær ekki séð hvern- ig útgjöld við að bjóða ofangreindum konum í sólarferð geta heyrt undir eðlilegan rekstur sambandsins. Ég veit einnig að ég er ekki einn um það viðhorf að þykja þessi ráðstöfun ein- kennileg. Af þeim sökum vænti ég þess að stjórn BSÍ geri grein fyrir þessari ákvörðun, þ.e.a.s. útskýri hvernig kostnaður við ferðalag eiginkvenn- anna tengist starfsemi sambandsins. Hvert þeirra hlutverk var í ferðinni? Jafnframt hvort það sé stefna stjórn- arinnar að þessi nýbreytni verði til frambúðar? Einnig væri æskilegt að stjórnin legði fram sundurliðað upp- gjör á kostnaði vegna þátttökunnar í mótinu annars vegar og hins vegar sundurliðun á kostnaði vegna boðs- gestanna. Einnig spyr ég stjórn BSÍ hvort þeir landsliðsmenn sem ekki gátu þegið þetta boð vegna hjúskap- arstöðu sinnar, hafi þegið framlög í öðru formi frá Bridgesambandinu vegna þátttöku sinnar í mótinu? Ég fer fram á það að stjórn BSÍ svari þessari fyrirspurn hér í blaðinu. Hinn almenni félagsmaður getur þá tekið afstöðu til þess hvort um eðlilega ráðstöfun á fjármunum hreyfingarinnar sé að ræða. Virðingarfyllst, SIGURÐUR VILHJÁLMSSON, Bridgefélagi Selfoss. Fyrirspurn til stjórnar Bridgesambands Íslands Frá Sigurði Vilhjálmssyni: ÁFENGISAUGLÝSINGAR hafa undanfarið verið birtar í sjónvarpi þrátt fyrir að slíkar auglýsingar séu bannaðar. Þar hafa hagsmunaaðilar tekið sér frelsi til að auglýsa vöru sem bannað er að auglýsa af því að þeim finnst bannið ekki réttlátt. Það er í raun ótrúlegt að í fyrsta lagi skuli auglýsendur ganga á svig við þessar reglur, í öðru lagi að auglýsingagerð- arfólk skuli fást til að gera slíkar aug- lýsingar og í þriðja lagi að fjölmiðl- arnir skuli birta auglýsingarnar. Og í fjórða lagi að þetta sé látið nánast átölulaust af þar til bærum yfirvöld- um. Reglurnar eru skýrar frá Alþingi, en böndin berast að þeim sem á ábyrgan hátt fjalla um þessi mál á op- inberum vettvangi, t.d. SÍA – sam- band íslenskra auglýsingastofa – á heimasíðu sinni. Þar er tengill í áfeng- islögin og þar blasir við fyrst og fremst: ,,Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegund- um eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers kon- ar aðra meðferð áfengis í auglýsing- um eða upplýsingum um annars kon- ar vöru eða þjónustu.“ Og í siða- reglum SÍA sem finna má á sömu heimasíðu: ,,Auglýsendur, semjendur auglýsinga og auglýsingastofur, svo og útgefendur og eigendur fjölmiðla skulu gæta þess að farið sé að lögum er kveða á um auglýsingar á ein- stökum vörutegundum og þjónustu, hvort sem um er að ræða sérstakar reglur um meðferð þeirra eða bann við auglýsingum.“ Nú getur verið að framleiðandi auglýsingarinnar sé alls ekki í SÍA en ábyrgðin er hin sama. Það má lesa út úr því að tilmæli eru frá SÍA í þessum texta til auglýsenda, út- gefenda og eigenda fjölmiðla sem varla eru innan vébanda sambandsins. Undirritaður leitast hér við að benda á þær mótsagnir sem við leyfum okkur sum hver en náum síðan ekki upp á nefið á okkur þegar aðrir eiga í hlut sem ekki geta farið eftir reglum. Það er grundvallaratriði í samfélagi manna að allir virði og fari eftir þeim leik- reglum sem settar hafa verið – jafnvel þótt ýmsum kunni að virðast þær fá- ránlegar. Þá verða menn að beita sér fyrir reglubreytingum með málefna- legum hætti. Lög um bann við áfeng- isauglýsingum eru fyrst og fremst byggð á velferðarsjónarmiðum um vernd barna og ungmenna. Mörg fyr- irtæki svífast greinlega einskis í þess- um efnum og beita sér þar með fyrir aukinni áfengisneyslu ungmenna með beinum og óbeinum auglýsingum sem oftar en ekki er sérstaklega ætlað að höfða til ungs fólks. Foreldrar og fólk sem ber velferð ungu kynslóðarinnar fyrir brjósti ætti að sýna hug sinn í verki með að sniðganga með öllu við- skipti við slíka aðila. ÁRNI GUÐMUNDSSON, æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðar, Hjallabraut 84. Áfengisauglýsingar í mótsögn við siðareglur og lög Frá Árna Guðmundssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.