Morgunblaðið - 04.09.2001, Side 52

Morgunblaðið - 04.09.2001, Side 52
DAGBÓK 52 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÁGRANNI minn og kunningi er einn af þeim sem keypt hefur sér lítið sumarhús á Suður-Spáni. Á hverju hausti fara þau hjónin út til Spánar og eyða íslenska vetrinum í hlýjunni þarna suður frá. Nágranninn, sem er iðn- aðarmaður og kominn á efri ár, gerir nokkuð bráðsnjallt áður en hann fer utan. Það eru tvær bifreiðar á heimilinu. Þegar þau hjónin yfirgefa landið í nóvember þá leggur hann númeraplötur bílanna til geymslu inní næstu skoð- unarstöð og tekur þær svo út þegar þau koma aftur, sem er að öllu jöfnu í byrjun apríl. Þau eru er- lendis að jafnaði fimm mánuði á ári. Með þessari fyrirhyggju spara þau sér á annað hundrað þúsund krónur á ári. Eftir að hafa skoðað þetta mál nánar þá er mjög einfalt að gera þetta fyrir þann sem ekki hyggst nota bílinn sinn í mánuð eða lengur. Bif- reiðinni er komið fyrir í bílskúrnum eða á planinu, númerin skrúfuð af og farið með þau til næstu skoðunarstöðvar. Skoð- unarstöðin gefur kvittun og er geymslugjald á númerum aðeins 600 kr. Skoðunarstöðin tilkynnir bæði skattinum og trygg- ingafélaginu. Falla þá niður allar bifreiðatrygg- ingar, svo og bifreiða- gjöld þann tíma sem núm- erin liggja inni. Algengt er að á heimili séu tveir bílar, sumarbíll og jeppi. Mætti hugsa sér að sumarbílnum sé lagt þá mánuði meðan göturn- ar eru vaðandi í tjöru og slabbi og jeppinn þá not- aður. Þetta er ekki bara sparnaður í beinhörðum peningum, það eru líka helmingi minni þrif og umstang við bílana. Hvað þá með alla gömlu bílana sem liggja ónotaðir á bílasölunum svo mánuðum skiptir? Garðbæingur. Góð þjónusta ÉG varð fyrir því óhappi að brjóta gleraugun mín og rétt á eftir átti ég mið- næturflug til Kaup- mannahafnar. Mér hafði verið tjáð að unnt væri að velja sér gleraugu í gler- augnaversluninni í Mjódd og sækja þau í verslun þeirra í fríhöfninni. Fyrr um daginn valdi ég mér gleraugu og eftir sím- hringingar suður á völl var ég fullvissuð um að gleraugun yrðu tilbúin þegar ég sækti þau um miðnættið sama dag. Ég var hæstánægð með þetta enda bagalegt að vera gleraugnalaus. Þegar komið var upp á völl kom hins vegar í ljós að pönt- un mín hafði farist fyrir og engin gleraugu til. Ég var ansi svekkt enda gert mér vonir að geta lesið í vélinni. Afgreiðslustúlk- unni þótti þetta mjög miður og lofaði að senda gleraugun út. Ég var síð- an aðeins búin að vera rétt rúman sólarhring í veldi Þórhildar Dana- drottningar þegar kom hraðsending með gler- augun, afsökunarbeiðni, auk nokkurra fallegra smágjafa. Þetta kalla ég góða og snögga þjónustu enda geta mannleg mis- tök alltaf átt sér stað. Takk fyrir góða þjónustu. Guðrún Gyða Árnadóttir. Tapað/fundið Kvenúr í óskilum KVENARMBANDSÚR fannst í Mjóddinni í byrj- un ágúst. Eigandi getur vitjað þess í afgreiðslu Heilsugæslustöðvarinnar í Mjódd. Síminn þar er 567-0440. Lesgleraugu í óskilum LESGLERAUGU í gylltri umgjörð eru í óskilum í Rauða kross búðinni Hverfisgötu 39. Upplýsingar í búðinni, en þar er opið þri.-fös. frá kl. 13:30-17:30. eða í síma 551-1414. Nike-úlpa týndist HVÍT, þunn Nike-úlpa með hettu tapaðist á leið- inni frá Melaskóla að Tómasarhaga. Úlpan er merkt H.F. að innan- verðu. Í erminni var grá húfa og grænir vettlingar í vasa. Skilvís finnandi hafi samband í síma 561- 2125. GSM-sími týndist NOKIA 3330 hvarf úr gryfjunni í Fellaskóla föstudaginn 31. ágúst sl. Upplýsingar í síma 698- 3473 eða 567-0764. Dýrahald Kanína í óskilum HVÍT kanína fannst í Drápuhlíð 31. ágúst sl. Hún er með grátt á eyr- um og ljósbrúna bletti á neðanverðu baki. Uppl. í síma 561-0652. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Maður sem kann að spara Skipin Reykjavíkurhöfn: Bjarni Sæmundsson og Arnarfell koma í dag. Saturn fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss, Drangvík og Kyndill komu í gær. Rán, Mango og Ocean Tiger koma í dag, Ýmir fer í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bókband og öskjugerð, kl. 13–16.30 opin smíða- stofa, kl. 10–16 pútt- völlur opinn. Allar upp- lýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 tré- skurður, kl. 9–16 handa- vinna og fótaaðgerð, kl. 10–11.30 sund, kl. 13–16 leirlist. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 10–11 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Leikfimin byrjar fimmtudaginn 6. september kl. 11. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Saumar og bridge kl. 13.30. Innritun á mynd- listarnámskeið hjá Rebekku. Dagsferð 13. sept. Innritun í Hraun- seli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Glæsibæ kl. 10. Dags- ferð á Njáluslóðir 5. september. Sögusetrið á Hvolsvelli skoðað. Farið verður með Arthúri Björgvini Bollasyni á Njáluslóðir. Brottför frá Glæsibæ kl. 9. Leiðsögn Pálína Jónsdóttir. Þeir sem eiga pantað vinsam- legast sækið farmiðann sem fyrst. Opið hús verður laugardaginn 8. september kl. 13.30 í Ás- garði Glæsibæ þar sem félagsstarfið verður kynnt. Söngur, danssýn- ing, leikstarfsemi o.fl. Haustfagnaður FEB og ferðakynning Heims- ferða verða haldin föstu- daginn 14. september. Húsið opnað kl. 18.30, veislustjóri Sigurður Guðmundsson, matur, Ekkókórinn syngur, leikarar úr Snúð og Snældu skemmta, ferða- kynningar, happdrætti, Hjördís Geirs og Guð- mundur Haukur sjá um dansinn. Farið verður til Kanaríeyja 20. nóv- ember á sérstökum vildarkjörum. Upplýs- ingar og skráning á skrifstofunni. Silf- urlínan er opin á mánu- dögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12 fh. Upplýsingar á skrif- stofu FEB kl. 10–16 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 hár- greiðsla, sjúkraböðun, kl. 12.45 Bónusferð. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. perlusaum- ur, frá hádegi spila- mennska, kl. 13 boccia. Föstudaginn 7. sept. kl. 14 hefjast kóræfingar hjá Gerðubergskórnum, stjórn Kári Friðriksson, nýir félagar velkomnir. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 handa- vinnustofa opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 9.05 og 9.59 leikfimi, þriðjudags- ganga fer frá Gjábakka kl. 14. Fyrirhugað er að kenna kínverska leik- fimi í Gjábakka í vetur. Áhugasamir skrái þátt- töku sem fyrst. Kynning á starfsemi í félagsheim- ilinu Gjábakkrá frá sept. til des. verður fimmtu- daginn 6. september kl. 14. Þar munu FEBK, Hana-nú og ýmsir áhugamannahópar kynna sína starfsemi auk þess sem skráning og kynning á fyrirhug- uðum námskeiðum fer þar fram. Meðal nýj- unga er kínversk leik- fimi undir stjórn Guð- nýjar Helgadóttur og skapandi skrif. Allir vel- komnir. Gullsmári Gullsmára 13. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna og hárgreiðsla. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 10– 11 boccia, kl. 11–12 leik- fimi, kl. 12.15 verslunar- ferð í Bónus, kl. 13–17 hárgreiðsla, kl. 13 myndlist. Háteigskirkja – eldri borgarar. Á morgun, miðvikudag, fyrirbæna- stund kl. 11, súpa í Setr- inu kl. 12, spil kl. 13–15. Mosfellingar – Kjalnes- ingar og Kjósverjar, 60 ára og eldri. Halldóra Björnsdóttir íþrótta- kennari er með göngu- ferðir á miðvikudögum, lagt af stað frá Hlað- hömrum: Ganga 1: létt ganga kl. 16 til 16.30. Gönguhópur 2: kl. 16.30. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 ganga. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 morgunstund og hand- mennt, kl. 10 fótaað- gerðir og almenn leik- fimi, kl. 11 boccia, kl. 14 félagsvist. Öll starfsemi í stöðinni er hafin og skráning í eftirfarandi námskeið stendur yfir, bókband, bútasaumur, glerbræðsla, glerskurð- ur, körfugerð, leirmótun og smíði. Vitatorgskór- inn byrjar æfingar 5. september kl. 15.30, ný- ir félagar velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 spilamennska. Búta- saumur hefst þriðjudag- inn 4. sept. Myndmennt og postulínsmálun hefst miðvikud. 5. sept. Kór- æfingar hefjast mánud. 17. sept. Dagsferð um Snæfellsnes verður fimmtudaginn 6. sept- ember. Lagt af stað frá Vesturgötu 7 kl. 9. Ekið vestur Kerlingaskarð. Tekið hús á Hildibrandi Bjarnasyni í Bjarn- arhöfn, þar sem boðið er upp á hákarl og með- læti. Kirkjan skoðuð. Ekið um Grundarfjörð og Ólafsvík til Hellis- sands þar sem snæddur verður hádegisverður á Hótel Eddu. Síðan verð- ur ekið fyrir jökul að Hellnum. Hellnakirkja skoðuð, og komið við í Fjöruhúsinu. Ekið heimleiðis. Leið- sögumaður: Nanna Kaaber. Takmarkaður sætafjöldi. Upplýsingar og skráning í síma 562- 7077. Vinsamlega sækið farmiða fyrir 4. sept. Ferðakynning til Kýpur. Föstudaginn 7. sept. kl. 15 kynnir Árni Norð- fjörð skemmtanastjóri og fleiri haust- og vetrarferðir á vegum ferðaskrifstofunnar Sólar. Árni mun einnig spila nokkur lög á harmonikku. Happdrætti gildir sem innborgun í ferð. Dans- að við lagaval Sigvalda. Pönnukökur með rjóma í kaffitímanum Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á miðviku- dögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fundar- tíma. Eineltissamtökin. Fundir á Túngötu 7, á þriðjudögum kl. 20. Kvenfélag Seljasóknar Farið verður í haust- ferðalagið laugardaginn 8. september. Lagt af stað frá Seljakirkju kl 10. Vinsamlega til- kynnið þátttöku til Öldu 5573442, Ágústu 5572399 eða Sædísar 5573702. Fyrir miðviku- daginn 5. september. Hallgrímskirkja, starf eldri borgara hefst í dag á leikfimi kl. 13. Verið velkomin. ITC-deildin Fífa. Fyrsti fundur deildarinnar verður haldinn miðviku- daginn 5. september kl. 20.15–22.15 í safnaðar- heimili Hjallakirkju. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Í dag er þriðjudagur 4. september, 247. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Ég hef barist góðu baráttunni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitt trúna. (II. Tím. 4, 7.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 blökkumaður, 8 hrós- um, 9 lipurð, 10 eldiviður, 11 vísa, 13 ákveð, 15 mjög hallandi, 18 stjórna, 21 fag, 22 kátt, 23 uxinn, 24 steins. LÓÐRÉTT: 2 loftrella, 3 hæsi, 4 reiðra, 5 tröllkona, 6 óhapp, 7 drótt, 12 hold, 14 fum, 15 flói, 16 flýtinn, 17 nafnbót, 18 bands, 19 úði, 20 geta gert. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gumar, 4 drepa, 7 lýgur, 8 kofar, 9 tík, 11 aðra, 13 áður, 14 sukks, 15 kusk, 17 tjón, 20 fró, 22 tunna, 23 liðnu, 24 raust, 25 rúman. Lóðrétt: 1 gúlpa, 2 magur, 3 rýrt, 4 dekk, 5 erfið, 6 arr- ar, 10 ískur, 12 ask, 13 ást, 15 kætir, 16 sunnu, 18 Júð- um, 19 nautn, 20 falt, 21 ólar. Víkverji skrifar... SIGUR íslenska landsliðsins íknattspyrnu í leiknum gegn Tékkum síðastliðinn laugardag gef- ur liðinu óvænta möguleika á að komast í lokakeppni HM í fyrsta skipti. Frábær frammistaða liðsins kom sennilega flestum á óvart en þó líklega engum eins og tékkneska lið- inu sem fékk það óþvegið í fjölmiðl- um í heimalandinu í kjölfar leiksins. Þar er talað um ósigurinn sem mestu niðurlægingu tékkneskrar knatt- spyrnu frá upphafi. Þetta er hins vegar ein af glæsilegustu stundun- um í íslenskri knattspyrnusögu og Víkverji óskar landsliðinu og þjálf- ara þess til hamingju með árangur- inn. Þjálfarinn átti undir högg að sækja fyrir leikinn þar sem spjótin stóðu á honum úr öllum áttum, en ásamt liðinu stendur hann nú uppi sem sannkallaður sigurvegari. x x x NÚ er rétt rúmlega mánuðurþangað til Smáralindin verður opnuð en bygging þessarar risa- vöxnu verslunarmiðstöðvar (á ís- lenskan mælikvarða) er nú á loka- stigi. Húsnæðið er hvorki meira né minna en 63 þúsund fermetrar og auk verslana af öllu tagi verða í því fimm kvikmynda- og ráðstefnusalir sem samtals taka í sæti rúmlega eitt þúsund manns. Áætlaður heildar- kostnaður við þetta stórhýsi er um tíu milljarðar króna og spá þeirra sem að Smáralindinni standa gerir ráð fyrir að ársveltan verði 12-14 milljarðar króna, en eftir opnun verða starfsmenn í Smáralindinni 800 til 1.200 talsins. Þá er gert ráð fyrir að fjöldi gesta sem heimsækja Smáralindina árlega verði um fimm milljónir, en það þýðir að hver ein- asti einstaklingur hér á landi komi þangað tuttugu sinnum á ári. x x x MARGIR velta því eflaust fyrirsér hvort markaður sé fyrir allar þær verslanir sem verða á höfuðborgarsvæðinu eftir opnun Smáralindar, en þeir sem að henni standa reikna með að markaðshlut- deild Smáralindar á höfuðborgar- svæðinu verði 10-12%. Svo stór biti af kökunni kemur eflaust til með að rýra hlut þeirra sem fyrir eru á markaðnum og fróðlegt verður að sjá hverjar afleiðingarnar verða. Helsti keppinautur Smáralindar um hylli viðskiptavina verður vafalaust Kringlan, sem þegar hefur boðað ýmsar breytingar til að standast bet- ur samkeppnina. Þar vegur senni- lega einna þyngst að Bónus mun opna matvöruverslun í Kringlunni, en lágvöruverslun af því tagi mun vafalítið laða fleiri viðskiptavini á staðinn en hingað til. Þá er það stór spurning hvaða áhrif Smáralindin kemur til með að hafa á verslanir við Laugaveginn og aðra verslunar- kjarna á höfuðborgarsvæðinu. x x x LOKS vaknar sú spurning hvaðaáhrif þessi viðbót í verslun hef- ur á verðlag. Fyrirfram verður að gera ráð fyrir að þessi aukna sam- keppni í verslun muni leiða til lægra vöruverðs og þannig koma neytend- um til góða, en einhverjir verða væntanlega að greiða þann fórnar- kostnað sem óhjákvæmilegur er. Sú kjarabót sem þetta gæti þýtt fyrir neytendur er að sjálfsögðu kærkom- in og þá ekki síst nú þegar almennur samdráttur er víða farinn að gera vart við sig og gamli verðbólgu- draugurinn er á ný farinn að gera mönnum nokkra skráveifu. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.