Morgunblaðið - 04.09.2001, Side 60

Morgunblaðið - 04.09.2001, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. KARLMAÐUR í íbúð við Tómasar- haga í Reykjavík var handtekinn upp úr kl. 20 í gærkvöldi eftir um- sátursástand við götuna. Maðurinn hafði gengið berserksgang fyrir ut- an húsið og þegar lögreglan var kvödd á vettvang á sjötta tímanum lokaði hann sig þar inni. Talið var að maðurinn hefði vopn undir höndum og var götunni lokað um tíma til þess að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda. Fjöldi lögreglu- manna var sendur á vettvang en maðurinn, sem var einn í húsinu, gafst upp eftir tilmæli lögreglu í gegnum síma á níunda tímanum og lagði vopn sín fyrir utan húsið. Hann var í kjölfarið færður til lækn- is. Umsáturs- ástand í vestur- bænum Morgunblaðið/Ásdís Sigurður segir nýja svæðið tví- mælalaust meira aðlaðandi fyrir slíka tæknigarða en marga aðra staði. tengist þessum hlutum. Þarna er verið að viðra það að ef Tækniháskóli Íslands verður að veruleika fyrir ut- an Háskólann þá er hann boðinn vel- kominn inn á þetta svæði og þá væru möguleikar á að hafa tæknigarða þar líka,“ segir hann. Aðspurður segir Sigurður að lík- lega sé ekki rými fyrir marga há- tæknigarða á höfuðborgarsvæðinu þó að það sé vissulega háð at- vinnuþróun á næstu áratugum. „Þetta er fyrst og fremst hugsað fyr- ir skrifstofubyggingar. Eins mætti jafnvel bjóða Orkustofnun að vista hana hér í nágrenni við þá miklu orkuuppbyggingu sem gæti átt sér stað því þær boranir sem er verið að gera í Trölladyngju hér rétt fyrir ut- an lofa mjög góðu. Eins erum við með iðnaðarsvæðismöguleika tengda álverssvæðinu.“ BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfirði kanna nú möguleika á uppbyggingu tæknigarðs og Tækniháskóla á því landi sem nú er verið að skipuleggja á Vallar-, Selhrauns- og Hellna- hraunssvæði. Um er að ræða tölu- vert víðfeðmt svæði suðvestur af Ás- völlum og suður með Krísuvíkurvegi. Formaður skipulagsnefndar, Sig- urður Einarsson, segir að tengsl við Hitaveitu Suðurnesja og framþróun í orkugeiranum geri svæðið hentugt fyrir starfsemi af þessum toga. Að sögn Sigurðar tengjast hug- myndir um tæknigarða í Hafnarfirði fyrst og fremst hugmyndum um að koma höfuðstöðvum Hitaveitu Suð- urnesja fyrir í Hafnarfjarðarbæ. „Þessi hugmynd er komin frá ráð- gjöfum sem telja að það mætti tengja þessar höfuðstöðvar einhverri há- skólastofnun eða öðrum skóla sem Vilja tæknigarða og háskóla í Hafnarfjörð Danaprins til Íslands JÓAKIM Danaprins og Alexandra, eiginkona hans, koma til Íslands síðar í mánuðinum. Þau verða hér í einka- erindum en forsetaembættið skipu- leggur dagskrána að nokkru leyti. Ekki fengust upplýsingar um heimsóknina hjá forsetaembættinu en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu Jóakim og Alexandra m.a. skoða sig um bæði sunnanlands og norðan. EYÞÓR Sigmundsson póstkortaút- gefandi veiddi 27 punda hæng í Símastreng í Laxá í Aðaldal í gær- morgun og er það stærsti laxinn sem frést hefur af úr íslenskri á það sem af er vertíð. „Ég veiddi laxinn á tveggja tommu Skrögg, túpuflugu sem ég hnýtti sjálfur. Laxinn var hrikalega þungur, lagðist og hafði sína henti- semi. Ég var um hálftíma að ná honum. Ég er með 15 kg taum, það er nú þannig að maður kemur hing- að norður gagngert til að veiða stóra laxa. Það er nóg af litlum og meira að segja pínulitlum löxum í ánum fyrir sunnan. Ég er löngu bú- inn að sjá að laxinn er ekkert að velta taumnum fyrir sér, það er því óhætt að hafa sterkt undir,“ sagði Eyþór Sigmundsson. Veiddi 27 punda hæng Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson SAMÞYKKT var á stjórnarfundi Landsvirkjunar í gær að fela for- stjóra fyrirtækisins að leggja fram kæru til umhverfisráðherra vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Tillagan var samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum en tveir stjórnarmanna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir stjórnar- menn hafa farið afar ítarlega yfir fyrirliggjandi drög að mjög efnis- mikilli kæru og niðurstaðan orðið sú að stjórnin samþykkti að kæra til umhverfisráðherra úrskurð Skipulagsstofnunar. Hann segir að nú verði lögð lokahönd á kæruna og henni skilað í dag eða á morg- un, en þá rennur kærufrestur út. Að sögn Friðriks byggist kæran annars vegar á lagalegum ástæð- um þar sem Landsvirkjun leggi annan skilning í lögin en skipu- lagsstjóri hafi gert í úrskurði sín- um. „Við viljum láta reyna á þann skilning því það hefur auðvitað ákaflega mikla þýðingu að lögin séu skýr. Ekki eingöngu vegna þessa máls sem hér er verið að fjalla um, heldur vegna mats á um- hverfisáhrifum annarra stórra framkvæmda á næstu árum.“ Ítarlegri upplýsingar um af- leiðingar virkjunarinnar Þá segir Friðrik að hins vegar komi fram í kærunni ítarlegri upp- lýsingar um einstök atriði fram- kvæmdarinnar og efnahagslegar afleiðingar virkjanaframkvæmd- anna. „Ítarlegri upplýsingar munu fylgja kærunni en þær sem voru í matsskýrslunni. Nú leggjum við fram ítarlegri upplýsingar um vissa þætti málsins og komum þannig til móts við þær forsendur sem úrskurður Skipulagsstofnunar virðist byggjast á. En aðalatriði málsins er það að úrskurður Skipulagsstofnunar standist ekki lög,“ segir Friðrik og segist hann telja kæruna byggjast á mjög sterkum málefnalegum forsendum, bæði lögfræðilegum og efnislegum. Miðað við framkvæmdir við byggingu álvers í Reyðarfirði og að fyrirhugaðar stækkanir Norð- uráls og ÍSAL gangi eftir er ljóst að nýta þarf alla tiltæka virkj- unarmöguleika á næstu árum, en framleiðsla á áli gæti aukist um 770 þúsund tonn á ári fram til árs- ins 2012 gangi þær fyrirætlanir eftir. Geir A. Gunnlaugsson, stjórnar- formaður Reyðaráls hf., segir Kárahnjúkavirkjun eina raunhæfa kostinn í stöðunni vegna álvers í Reyðarfirði. Hann segist jafnframt bjartsýnn á að kæra Landsvirkj- unar muni skýra frekar umhverfis- áhrif Kárahnjúkavirkjunar, þannig að hægt verði að sýna með fagleg- um hætti fram á að mögulegt sé að byggja virkjunina í viðunandi sátt við umhverfið. Landsvirkjun kærir úrskurð Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra Byggt verður á lög- fræðilegum forsendum  Framleiðsla gæti/10 TENGIVAGN flutningabifreiðar valt norðanmegin í Hvalfjarðar- göngunum í gærkvöldi og þurfti að loka göngunum í nokkrar klukku- stundir. Ekki urðu slys á fólki og voru ekki aðrir bílar nálægir. Flutningabíllinn var á leið upp úr botni ganganna á leið til Akureyrar þegar bilun varð í gírkassa bílsins og hann rann afturábak með fyrr- greindum afleiðingum. Vagninn var fullur af matvælum sem dreifðust um göngin og þurfti að handflytja farminn upp úr göng- unum áður en hægt var að koma að tækjum til að losa bílinn og reisa vagninn við og voru aðstæður erf- iðar vegna lítillar lofthæðar. Morgunblaðið/Ásdís Tengivagn valt í Hvalfjarðargöngunum ♦ ♦ ♦ LÍTIL skúta strandaði við Engey á ellefta tímanum í gær- kvöldi. Einn maður var um borð og gerði hann Tilkynn- ingaskyldunni viðvart um strandið. Félagar í Björgunar- sveitinni Ársæli sigldu strax út að strandstaðnum og björguðu manninum, sem hafði ekki orð- ið meint af. Skúta strandaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.