Morgunblaðið - 06.09.2001, Side 4

Morgunblaðið - 06.09.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Ocean Future-samtak- anna mun í haust taka ákvörðun um framtíðardvalarstað háhyrningsins Keikós, í kjölfar viðræðna við bæj- aryfirvöld á Húsavík og Reykja- nesbæ þar sem ræddir hafa verið möguleikar á að koma upp aðstöðu fyrir Keikó. Ennfremur kemur til greina að koma Keikó fyrir erlendis og hafa menn beint sjónum m.a. til Írlands. „Við höfum einnig verið að skoða möguleika á að hafa Keikó áfram í Klettsvík í Vestmannaeyjum,“ segir Hallur Hallsson, talsmaður Ocean Future-samtakanna. „Við höfum átt mjög góðar og já- kvæðar viðræður við bæjaryfirvöld á Húsavík og í Keflavík og ég vænti þess að ákvörðun liggi fyrir síðar í haust,“ sagði Hallur. Framtíðarstaður Keikós ákveðinn í haust Þrír staðir kannaðir hérlendis SÝNINGIN Heimilið og Islandica 2001 verður opnuð í Laugardalnum í dag og mun hún standa fram á mánudag. Sýningin er tvíþætt, annars veg- ar munu um 70 aðilar kynna vörur og þjónustu tengdar heimilinu í Laugardalshöllinni en að auki munu um 50 sýnendur kynna vörur sínar og þjónustu er tengjast ís- lenska hestinum. Margvísleg af- þreying er í boði á sýningarsvæðinu sem spannar nær allan Laugardal- inn svo sem tívolí og hestar en einn- ig verður mögulegt að ferðast um spennandi veröld galdradrengsins Harry Potters svo eitthvað sé nefnt. Morgunblaðið/Golli Ævintýraheimur Harry Potters settur upp á Heimilissýningunni í Laugardalshöllinni. Heimilið og hestur- inn í Laug- ardalnum ENDURSKOÐUNARNEFND um stjórn fiskveiða ráðgerir að skila til- lögum sínum til sjávarútvegsráð- herra um miðjan september, að sögn Friðriks Más Baldurssonar nefndarformanns, en upphaflega var gert ráð fyrir að hún skilaði af sér fyrir ári. Fyrir um tveimur árum skipaði Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra nefnd til að endurskoða og koma með tillögur til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða og var gert ráð fyrir að hún skilaði tillög- um sínum fyrir 1. september í fyrra. Það gekk ekki eftir, m.a. vegna þeirrar réttaróvissu, sem skapaðist vegna Vatneyrarmálsins svokallaða, og vegna þess að auðlindanefnd, sem fjallaði um auðlindir sem eru eða kunna að vera þjóðareign, skil- aði niðurstöðum sínum seinna en áætlað hafði verið eða fyrir tæplega ári, en endurskoðunarnefndin tók mið af skýrslu auðlindanefndar. Friðrik Már Baldursson segir að auk þess hafi verið uppi mismun- andi sjónarmið í nefndinni og tíminn notaður til að vinna að sameigin- legri niðurstöðu. Tekið verður tillit til tillagna nefndarinnar við smíði nýs frum- varps til laga um stjórn fiskveiða, sem sjávarútvegsráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi. Hann segir að það gerist vonandi fyrir áramót en ekki sé hægt að segja fyrir um það. Nefndinni ber að taka tillit til hagsmuna sjávarútvegsins, byggð- anna og almennings í landinu í starfi sínu. Markmiðið með starfi nefndarinnar er að ná fram sem víð- tækastri sátt landsmanna um fisk- veiðistjórnunarkerfið, án þess að fórna markmiðum um skynsamlega nýtingu og bætta umgengni um auðlindir sjávar eða raska hag- kvæmni og stöðugleika í greininni. Nefndina skipa Friðrik Már Baldursson, rannsóknaprófessor við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, sem jafnframt er formaður, Árni Steinar Jóhannsson alþingismaður, Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður, Kristján Skarphéðinsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneyt- inu, Jóhann Ársælsson alþingismað- ur, sem tók sæti Sighvats Björg- vinssonar, þegar hann lét af stjórnmálastörfum snemma árs, Tómas Ingi Olrich alþingismaður og Vilhjálmur Egilsson alþingismaður. Starfsmaður nefndarinnar er Kol- beinn Árnason, lögfræðingur í sjáv- arútvegsráðuneytinu, og tók hann við af Kristínu Haraldsdóttur lög- fræðingi þegar hún fór til starfa í iðnaðarráðuneytinu. DÆMDAR sektarfjárhæðir í 21 skattsvikamáli, sem efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra höfðaði og dómur féll í á árinu 2000, námu rúmum 87 milljónum króna. Um er að ræða 35 milljóna króna hækkun frá 1999, eða sem svarar 67% hækkun milli ára. Dómsniðurstaða fékkst í alls 30 málum sem efnahagsbrotadeild höfðaði í fyrra og var sýknað í 2 en sakfellt í 28, þar af 21 fyrrnefndu skattamáli. Dæmd sektarfjárhæð í hverju máli nemur því um 4,2 milljónum króna að meðaltali. Ástæðu hækkunar sektarfjár- hæða má rekja að hluta til þess að lágmarkssektir fyrir skattalaga- brot voru hækkaðar um áramót 1994-1995, auk þess sem skatta- lagabrot varða almennt undanskot hærri fjárhæða. Þau mál sem dæmd voru árið 1999 voru mörg vegna brota sem að hluta til voru framin fyrir 1995, en þau mál sem dæmd voru í fyrra voru flest vegna síðari tíma brota. Færri en flóknari mál Athygli vekur að efnahagsbrota- deild fór með talsvert færri mál fyrir dóm í fyrra en árið á undan. Árið 1999 gekk dómur í 49 málum og var sakfellt í öllum nema einu, en í fyrra voru málin alls 30. Ástæða þessarar málafækkunar er fólgin í því að mál sem koma til rannsóknar efnahagsbrotadeildar verða sífellt flóknari. Þannig hefur hlutfall hreinna svikamála aukist um leið og hlut- fall svokallaðra vanskilamála, sem eru einfaldari írannsókn, hefur lækkað. Sekt í hverju skattsvikamáli um 4 milljónir að meðaltali Tillögur um miðjan mánuðinn Endurskoðunarnefnd um stjórn fiskveiða og geisladiskum. Að sögn lögreglu þykir þjófum einnig fengur í verkfærum. Þjófnaður á bílageisla- spilurum hefur þó minnkað mikið undanfarin misseri þar sem frágangur nýrri gerða geislaspil- ara (með lausri framhlið) gerir þjófum mjög erfitt fyrir. Mest brotist inn í bifreiðir Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoð- aryfirlögregluþjóns í Reykjavík, er mest um inn- brot í bifreiðir en næstalgengust eru innbrot í fyr- irtæki og verslanir. „Það er sem betur fer sjaldnast brotist inn á heimili fólks og slík innbrot eru hlutfallslega fátíð miðað við innbrot í bifreiðir, verslanir og fyrirtæki,“ segir Ómar Smári. „Á heimilum hafa þjófar samt einkum sóst eftir tölvum, myndavélum, áfengi og skartgripum ef þeir eru fyrir hendi sem og öðrum lausamunum. Þjófnaður á sjónvarpstækjum og myndbands- tækjum hefur minnkað talsvert í seinni tíð en þess ber að geta að sókn þjófa í muni getur verið sveiflukennd frá einu tímabili til annars. Hún get- ur markast bæði af því hverjir ganga lausir á hverjum tíma svo og áhuga kaupenda þýfis.“ Talsvert hefur verið brotist inn í fyrirtæki þar sem þjófarnir leita oftast að handhægum hlutum, s.s. verkfærum, fartölvum og myndvörpum. Ný- byggingar, vinnuskúrar og verkstæði hafa heldur ekki verið óhult gegn þjófum, sem hafa helst sóst eftir verkfærum og vélum, s.s. hjólsögum, bor- vélum og brotvélum. Þá hafa þjófar einnig sóst eft- ir verkfærakistum og áhöldum. Lögreglan hefur upprætt þrjú þjófagengi undanfarna viku Þjófar sækjast eftir tölvum og margs konar lausamunum GRUNUR er um að þjófagengi fari nú um borgina í því skyni að leita uppi staði til að brjótast inn á. Eftir að fór að skyggja á kvöldin hefur verið til- kynnt um mörg innbrot í bíla, fyrirtæki, verslanir, vinnusvæði og heimahús, bæði í einbýlishús og íbúðir fjölbýlishúsa. Á einni viku hefur lögreglan í Reykjavík handtekið sjö manns í þremur þjófa- gengjum og lagt hald á talsvert magn af þýfi sem fundist hefur í fórum fólksins. Þjófnaðir og innbrot hafa einnig verið tilkynnt til annarra lögregluumdæma á höfuðborgarsvæð- inu. M.a. komust þjófar inn í læsta bílageymslu við fjölbýlishús í Kópavogi í vikunni og brutu rúður í þrem bifreiðum í leit sinni að verðmætum. Mikið er um að radarvörum sé stolið úr bifreiðum en auk þess hvers kyns lausamunum s.s. símum, veskjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.