Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 20
NEYTENDUR 20 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEST reyndist vera um 200%verðmunur á smjöri í 10 gr.umbúðum skv. könnun Samkeppnisstofnunar sem fram fór í 15 matvöruverslunum, 20 bakaríum og 6 bensínstöðvum á höfuðborgar- svæðinu nýlega. Þannig kostar smjör- ið minnst 10 krónur í ódýrustu versl- uninni en mest 30 kr. í bakaríi. Gríðarleg álagning er einnig á smur- osti í 20 gr. pakkningum. Verðmunur reyndist vera um 150%, ódýrastur er osturinn á 20 krónur í verslun en kostar mest 50 kr. í bakaríi. Hæsta verðið er nær undantekn- ingarlaust að finna í bakaríum en það lægsta í verslunum. Verðmunur var einna mestur á ódýrustu versluninni og dýrasta bakaríinu á AB mjólk í hálfum fernum, um 117%, um 90% verðmunur er á skyri í 200gr dósum, og um 89% verðmunur er á kókó- mjólk. Einnig munaði miklu í verði milli ódýrustu verslunarinnar og dýr- asta bakarísins á Camembert, Smjörva og undanrennu. Einn lítri af nýmjólk kostar 73 krónur í verslun þar sem hann er ódýrastur en 95 krónur í bakaríi þar sem hann er dýrastur. Verðmunurinn er því um 30%. Kristín Færseth, deildarstjóri hjá Samkeppnisstofnun, bendir á að eðli- legt sé að verð á þessum vörum sé mismunandi enda forsendur fyrir verðlagningunni misjafnar hjá ólíkum tegundum verslana. Verðmunur er mikill á milli bakaría Mikill verðmunur reyndist vera á milli einstakra bakaría, mest á smá- vörum eins og smurosti um 100% verðmunur og smjöri um 150% verð- munur á 10 gr pakkningum en einnig var mikill verðmunur á skyri og ný- mjólk í litlum fernum. Verð á milli verslana er einnig mis- hátt. Mestu munaði á AB mjólk í hálf- um fernum, hún er ódýrust á 69 kr en dýrust á 107 kr. Verðmunurinn er því um 55%. Rækjuostur 250 gr kostaði minnst 159 kr. í verslun en mest 225 kr. Verðmunurinn er því 42%. Ekki reynist vera eins mikill verð- munur á milli bensínstöðva annars vegar og bakaría og verslana hins vegar. Ófullnægjandi verðmerkingar í bakaríum Í könnuninni bar talsvert á því að verðmerkingar væru ófullnægjandi, einkum í bakaríunum, að sögn Krist- ínar. „Því verður fylgt eftir en sam- kvæmt samkeppnislögum er unnt að grípa til sekta séu vörur ekki verð- merktar.“ Mjólkurafurðir hafa lengi haft nokkra sérstöðu meðal matvara, bendir Kristín jafnframt á. Verðið á þeim var lengi háð verðlagsákvæðum og var það þess vegna það sama í verslunum um allt land. Nú er smá- söluverð á mjólk- og mjólkurafurðum frjálst og því breytilegt milli verslana. Samkeppnisstofnun vill undir- strika nauðsyn þess að neytendur geri sér grein fyrir því að verð á mjólk- og mjólkurafurðum er ekki lengur háð verðlagsákvæðum og get- ur verið mjög breytilegt. Könnunin náði til 91 tegundar mjólkurafurða en í meðfylgjandi töflu eru einungis þær vörur sem voru til alls staðar.   !"#"$ %!""$ %! $"#"& ' ( )"$  '$*"& ! )$""#"&')'  $*"'+ ,"-../                  !"#  !"# $% & !"# $% & !"# & %'  %'  (( %')  !"# *#&  $ +  ! $ +, -   -   .&   " "# .&   !"#     /&0    (         1 1    2 3 ''  &  0 (1& 1&4 5 &  /0&1& 677 11& 67 1& 6 7 1& 5# 1&   1&   1& /  1& 771& 67 1& 4 1& /0&1& ' 11& 1& !& "  1& ! 4  , 8  8!9  8  8  8  8  8!9  8!:  ;<<  & :<<  & ;<<  & 8;<  & ;<<  & :<<  & 8:;  & 8    8!:    =;  & 8=;!8><  & 8!:    8;<!8>;  & 8><  & 8!:    8?<  & 8?<  & 8!:    8;<  & 8!:    8!9  8!9  8!9  8;  8<  9<<  @<<  @<<  8;<  8<<  8:;  :;<  :<<  :;<  8;<  8;<  8;<  8;<  8;<  :<  :;<  :;<  :;<  :;<  :;<  :;<  :;<  :;<  :;<  0  1('  2('                                                                                                                                                                                                 >@ :@ >@ ?> A> =A 89A :A8 8<8 9> 8>= == 8>A >@ ;A 8:> =A :=; =; 8<9 =; ;; 8@; 9; 9A 88@ 9= 8<A 9; @9 ?A 8< 8< 8@< 8@= 88; :8@ 89; 8=A @9A A> 8<A 8@A 8@@ 8@@ 8@; 8@; :< 8?> :<A 8=A 8>A 8;A 8?> 8AA 8>A 8?> ?: @< ?: A? 88: ?< 8>; @@A 8:@ ;? :8; >A 8A> ?@ ?@ 89A 8<> :?@ >? 8:: >? >@ 8;: ;A =< 8@; =@ 8@A ;A 99 88; 8A 8? 8>> 8=A 89A :=A 8?A :8A 9@A 88> 8@; 8=A 8=A 8=A 8=A 8=A @< ::; :;A ::; ::A ::; ::; :;A :@A :@A 0   1('  2('                                                                                                                                                                                    ?< :; ?< A; 8<= >? 8=< @@; 8<; 9A 8?> == 8>< =< => 8@: ?< :?9 >: 88; >@ =@ 88< ;A ;; 88< ;; 8:; ;> 9< 8<> 8; 8: 8=? 8=? 8;? :=? 8>; :<A 98? 88< 8@8 8=@ 8=@ 8=@ 8=@ 8=@ :; :8@ 8A? :8@ 8A? :8@ :8@ ::: :8@ :8@ A; 9; A; 88< 8:> 88< 8A: @9= 8>< A< 8A> ?; 8AA A< => 8=: 8;< :?9 8<< 8@; A; ?; 89A >; ?< 89; =; 8;< ?; =@ 8:; @< @< :<< :@< :<< @=< :<= :=< 9A; 8@< 8;; 8=@ 8=@ 8=@ 8=@ 8=@ ;< @8< @8< @8< @8< @8< @8< @8< :9A :9A  ! 1('  2('                                                                                                                                                            ?< @< ?< A9 88< >> 8;A @8; 8<A ;; 8A; =? 8A> ?< >9 89; ?< :>; >: 8:< >? => 8;< =@ ;= 8:; ;; 8<A ;= 9: 88< 8; 8= 8>8 8;< 89< :9; 8=< 8?= 98? 8<@ 8:@ 8@9 8?; 89< 89< 8@9 :> :@= :;> 8?A :8< :8< 8A: ::< 8A: 8A: ?; @< ?; A; 88> ?; 8?8 @8; 88= ;; 8A> ?: 8A> ?; >9 89; ?; :>; ?8 8@9 ?: => 8;> =@ =< 8:= ;; 8@A =@ 9; 88? 8= 8= :8< :<; 89< @8: 8=< 8?= 9A< 8<@ 8;< 8?; 8?; 89< 8?; 89; @; :@= :?9 :9? :9? :9? 8A: :?9 8A@ 8A: ')'   Samkeppnisstofnun kannar verð á mjólk og mjólkurafurðum Álagningin mest í bakaríum eink- um á smávöru Mikill verðmunur reyndist vera á mjólk og flestum mjólkurafurðum í könnun sem gerð var í verslunum, bakaríum og bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. HERRAFATAVERSLANIR með víndeild eru nýjasta verslunarformið í Danmörku segir í Dansk Handelsblad. „Öfugt við konur vilja karlar gjarnan ekki þurfa að fara í margar verslanir heldur fá allt á einum stað þegar þeir versla,“ segir Johnny Valent- in verslunarstjóri verslunar- innar Solid! sem er keðja sem þegar hefur opnað þrjár slík- ar verslanir í Danmörku. Verslunin selur fyrst og fremst herrafatnað en í henni er einnig að finna víndeild með yfir 60 víntegundum, auk þess sem seldir eru vindlar, útlendur bjór og hægt er að hlusta á geisladiska á meðan mátað er. Þá býður verslunin upp á vínsmökkun um helgar fyrir fasta viðskiptavini. Verslunin mun vera ekki síð- ur vinsæl hjá eiginkonum og kærustum en karlmönnum. Herraföt, vín og vindlar í sömu verslunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.