Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 21 RÍO og Buenos Aires á verði sólarlandaferðar í Evrópu í sumarsól á suðurhveli í nóv. 2001 RIÓ de Janeiro - fegursta borg heims – höfuðborg hins ljúfa lífs! Iguazu-fossar - kannski fegursta náttúruundur heimsins? Buenos Aires - Ein mesta glæsiborg heimsins höfuðborg S.Am. lista- og menningar Veldu aðra eða báðar skemmti- legustu borgir heims á ótrúlegri kjörum en heyrst hafa og stíl Heimsklúbbsins með Ingólfi og völdum farar-stj. 14./15. nóv. - 10 ógleymanlegir dagar beint um London (1 millilending), frá- bært flug með BA/VARIG. Fá sæti laus á tilboði - frá kr. 149.900 + flugvsk., gildir aðeins til 12. sept! PÖNTUNARSÍMI 562 0400 GRÍPTU EINSTAKT TÆKIFÆRI! Bætum nú við 20 sætum í: Suður-Ameríkuævintýri MEÐ nýjum lögum um lausafjár- kaup, sem tóku gildi í júní sl., var al- mennur ábyrgðartími lengdur úr einu ári í tvö ár. Með þessum breyt- ingum hefur réttarstaða íslenskra neytenda stóraukist og er nú orðin sam- bærileg við stöðu neyt- enda á Norðurlöndum. Geir Marelsson, lög- fræðingur Neytenda- samtakanna, segir samtökin hafa haft samband við ákveðnar verslanir eftir að lögin tóku gildi til að kanna hvort kvitt- unum hefði verið breytt þannig að ábyrgð væri í samræmi við lögin og kom í ljós að svo var ekki í sumum tilvikum. Að sögn Geirs kvörtuðu margir undan því að þessi löggjöf hafi ekki verið nægilega kynnt. Lögin kynnt ítarlega í haust Atli Freyr Guðmundsson, skrif- stofustjóri viðskiptaráðuneytisins, sagði aðspurður að vegna anna starfsmanna ráðuneytisins hefðu nýju fjárkaupalögin og þær réttar- bætur sem þeim fylgja enn ekki ver- ið kynnt. „Í byrjun vetrar verður þó haldin ráðstefna þar sem lögin verða ítarlega kynnt og til þess fengnir ýmsir sérfræðingar á þessu sviði,“ sagði Atli. Auk þess verður von bráð- ar gefið út kynningarefni þar sem lögin verða kynnt fyrir neytendum. Morgunblaðið kannaði hvernig gengið hefði hjá tölvufyrirtækjum að tileinka sér þessi ákvæði í nýju lög- unum. Pétur Bauer, heildsölustjóri Op- inna kerfa hf., segir nýju lausafjár- kaupalögin mikinn sigur fyrir neytendur „en samt er enginn að tala um þetta,“ segir hann. „Þessi lög læddust í gegn hér á Íslandi og við fengum engan fyrirvara um þetta,“ bætir hann við. „Hjá okkur eru allar þær vörur sem ekki voru með þriggja ára ábyrgð fyrir komnar með tveggja ára ábyrgð, við breytt- um þessu um leið og lögin tóku gildi.“ Valdimar Jónsson, framkvæmda- stjóri Hugvers ehf., tekur í sama streng og segir að hjá verslun hans hafi regla um tveggja ára ábyrgð á vörum verið tekin upp um leið og lögin tóku gildi. „Ég tel þó að þetta hafi verið kynnt minna en efni standa til,“ sagði hann. Hjá EJS hf. fengust þau svör að þessi mál væru í skoðun í verslun- inni. „Við höfum leitað álits lögfræð- inga um málið en erum ekki komin að endanlegri niðurstöðu,“ sagði Snorri Guðmundsson, framkvæmda- stjóri sölusviðs. Hann sagðist þó vonast til þess að nýjar reglur um ábyrgðartíma kæmust til fram- kvæmda fljótlega. Minnst tveggja ára ábyrgð með nýjum lögum um lausafjárkaup Neytendur kvarta vegna lé- legrar kynningar Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.