Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 40

Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ er menning? Samkvæmt Collin’s Dictionary of Socio- logy er menning óáþreifanlegt og ab- strakt hugtak sem lýsir félagslegu „kerfi“ sem mótar hegðun, flokkar hugs- anir og gefur lífs- reynslu manna ákveðna eða mismun- andi merkingu. Menn- ingu er miðlað frá einni kynslóð til ann- arrar og hún hefur þrjú megineinkenni: hún er lærð, fólk deil- ir henni með sér og auk þess er hún sveigjanleg og að- lagar sig breytingum í þjóðlífinu. Menning er þar af leiðandi ígrund- aður partur af hverjum og einum einstaklingi, hann ber hana með sér hvert sem hann fer. Hún stjórnar hvernig mannlegum sam- skiptum er háttað, hún stjórnar hátterni okkar og sýn á heiminn. Stoltið sem sem menn hafa fyrir menningu sinni gefur henni líf. En hins vegar getur stoltið leitt til þess að menn álíta sína menningu æðri, æskilegri og jafnvel eðlilegri en menningu annarra, sem þá er talin skrýtin, fáránleg, óæðri og jafnvel ósiðleg. Viðhorf á borð við þessi, sem sprottin eru af fáfræði og hræðslu við það ókunnuga, leiða til þess að fólk verður tor- tryggið, hrætt eða jafnvel fjand- samlegt gagnvart þeim útlending- um sem eru taldir vera öðruvísi. Það fer ekki milli mála að við- horf eins og þessi hafa mjög víð- tæk áhrif á aðlögun innflytjenda eða minnihlutahópa að nýju sam- félagi, en ekki síst hafa þau áhrif á samskipti milli heimamanna og þeirra sem flytjast til landsins. Ef slík viðhorf eru látin viðgangast, eiga þau það til að breytast í ein- hvers konar „sannleika“ sem allir vita, t.d að „allt þeldökkt fólk er latt“ eða „asískar konur eru keypt- ar til Íslands“, svo eitthvað sé nefnt. Ef slíkt fer að stjórna því hvernig fólk kemur fram við þessa hópa getur það haft áhrif á aðgang þeirra að þjóðfélagslegum gæðum og þjónustu og leitt til stofnana- bundinnar mismununar. Þetta fyr- irbæri er mjög erfitt að uppræta eins og reynsla Bandríkjanna og Bretlands sýnir glögglega. Þar þarf algjöra byltingu í grundvall- arhugsun fólks og eðli þjóðfélags- ins til að snúa þróuninni við. En sem betur fer hafa málin ekki þróast með sama hætti hér á landi enn sem komið er. Ég hef stundum verið spurð hvort til séu fordómar á Ís- landi og sumir verða aldeilis hissa þegar ég svara því játandi. Ís- lendingar eru ekki fórdómafullir! Segja flestir. En fordóma má finna alls staðar, jafnvel í löndum þar sem aðeins býr fólk af sama kynstofninum. Verkefni okkar er hinsvegar að takast á við fordómana og koma í veg fyrir að þeir hafi neikvæð áhrif á samfélag okkar. Vestræn þjóðfélög hafi aðallega farið fjórar leiðir til að leysa þessa þraut. Sú fyrsta er samlögun og merkir það að innflytjendur og aðrir minnihlutahópar einstakra þjóðerna eru hvattir til að tileinka sér menningu nýja landsins og segja skilið við sína upprunulega menningu. Hugtökin bræðslupott- ur, salatskál og mósaík voru mjög vinsæl í þessum skilningi. Í öðru lagi er talað um samþætt- ingu. Þá eru þau nýkomnu hvött til að tileinka sér ríkjandi menningu, en um leið er lögð áhersla á að þau viðhaldi eigin menningu og tungu. Þetta fólk verður einhvers konar menningarmiðlarar sem getur auð- veldlega verið virkt í báðum menn- ingarhópum, því að það verður fært í tungumáli, samskipta- reglum, þekkingu og gildismati beggja hópa. Vert er að athuga að þessi leið er talin vænlegust til að- lögunar innflytjenda að nýju sam- félagi og ekki síður samfélaginu að þeim, og snýst aðlögunarferlið ekki um það að innlima minnihlut- ana inn í hina ráðandi menningu heldur að samþætta þeirra menn- ingu og ráðandi menningu. Ein- staklingarnir eru hvattir til að rækta tengsl sín við upprunalega menningu og móðurmál en um leið er lögð áhersla á að kenna þeim tungumál og siði meirihlutans og þá færni sem nauðsynleg er til að aðlagast samfélaginu. Þriðja leiðin kallast aðskilnaður. Í því felst að hóparnir halda sig hver frá öðrum og lítil sem engin hreyfing er þeirra á milli. Minni- hlutahópar aðlagast ekki meiri- hlutanum heldur leggja megin- áherslu á að viðhalda eigin menningu og siðum. Það þarf ekki einu sinni að taka það fram að þetta kallar á óæskilega tortryggni og fjandskap milli hópanna. Í þeirri fjórðu, einangrun, þá lifa innflytjendurnir einhvern veginn á ytri línum þjóðfélagsins og við- halda ekki tengslum við sinn upp- runalega hóp en tengjast heldur ekki öðrum hópum. Sjálf er ég mjög hrifin af hug- takinu fjölmenningarlegur garður sem sænskur fræðimaður að nafni Hans Ingvar Roth hefur þróað. Hann líkir fjölmenningarlegu sam- félagi við almenningsgarð þar sem fólk úr öllum áttum kemur til að stunda ýmiss konar athæfi. Sumir fara í garðinn til að spila fótbolta, aðrir til að leika við hundinn sinn eða leika frisbee. Fólk í almenn- ingsgarðinum getur verið í mis- munandi hlutverkum frá degi til dags, eða jafnvel mörgum hlut- verkum í einu. Þeir sem eru í fót- bolta annan daginn geta verið skákmenn hinn daginn, þeir sem tefla skák annan daginn geta spil- að fótbolta hinn daginn og svo framvegis. Jafnframt þurfa garðs- gestirnir að viðurkenna hver ann- an og þróa alls konar samskipta- reglur sem stýra samskiptum fólks í garðinum. Þannig má fóltboltinn ekki fara inn á völl blakleikmanna og hundaeigandinn má ekki rölta inn á fótboltavöllinn eins og ekkert sé. Sem sagt garðsgestir verða að finna leiðir til að starfa saman svo að allir fái að njóta sín og engin brjóti á réttindum og friðhelgi annars. Garðsgestir munu kynnast hver öðrum með tímanum og mynda alls konar tengsl og sam- bönd milli sín. Á sama hátt getur sjálfsvitund í fjölmenningarlegu samfélagi verið breytileg og fólk þarf ekki að vera fast í ákveðnum hópum eða hlutverkum, eins og salatskálin eða mósaík gefa ef til vill til kynna. En, ólíkt salatskál- inni eða í mósaík þar sem hlut- verkið er fastskorðað getur fólk mótað félagslegt hlutverk sitt eins og því sýnist. Auðvitað hefur þessi staðalmynd líka sína galla en mín skoðun er sú að hún nálgist best draumsýnina um þjóðfélag þar sem allir menningarhópar búa saman í sátt og samlyndi, án þess að einhverjir hópar þurfi að láta uppruna sinn og menningararfleifð fyrir róða. Þannig samfélag vildi ég sjá á Íslandi. Fjölmenning- arlegt samfélag á Íslandi Naysaa Gyedu-Adomako Samfélög Líkja má fjölmenning- arlegu samfélagi við almenningsgarð segir Naysaa Gyedu- Adomako, þar sem fólk úr öllum áttum kemur til að stunda ýmiss konar athæfi. Höfundur er félagsfræðingur. ÉG SAT nýlega ráð- stefnu í London þar sem rætt var almennt um þær miklu breyting- ar, sem orðið hafa á vinnumarkaði undan- farin ár. Í mínum geira hafa sameiningar fjár- málafyrirtækja og krafa markaðarins um sífellt flóknari fjármála- ráðgjöf breytt bæði starfsumhverfi og tæki- færum til starfa. Bara upptaka evrunnar mun fækka störfum við gjaldeyrismiðlun hvers konar um 200.000 í Evr- ópu á skömmum tíma. Siðferði þjónustu Á ráðstefnunni var mikið rætt um siðferði, bæði kröfur sem gerðar eru til starfsmanna almennt og ekki síður þær kröfur sem gera verður á at- vinnurekendur. Í stuttri grein er ekki hægt að gera mörgu skil, en spurn- ingar eins og: Hver græðir mest á ráðgjöf fjármála- eða tryggingaráð- gjafa? Er það viðskiptavinurinn, fyr- irtækið sem selur vöruna eða ráðgjaf- inn sjálfur, sem í mörgum tilfellum tekur laun í samræmi við ágóða fyr- irtækisins af ráðgjöfinni? Þessar og aðrar spurningar í sama dúr eru áleitnar og eiga reyndar við um alla ráðgjafarstarfsemi, t.d. kaup á tölvum og hugbúnaði. Hver er réttur neyt- andans og hvaða úrræði hefur hann ef ráðgjöfin veldur honum skaða? Svokölluð árangurs-, ágóða- og af- kastatenging launa var mikið rædd í þessu samhengi. Slík tenging er ef- laust ágæt leið til þess að auka fram- leiðni í ýmsum atvinnugreinum. En mjög víða á hún ekkert erindi og eng- an rétt á sér og getur í versta falli reynst beinlínis hættuleg, t.d. í heil- brigðis- og skólakerfinu og einnig í trygginga- og verðbréfaþjónustu. Hagen Jörgensen, umboðsmaður neytenda í Danmörku, sagði mér að aðalverkefni hjá embætti hans væri að tryggja að óvægin og takmarka- laus samkeppni valdi sem minnstum skaða hjá neytendum. Ágóðatengd launakerfi, hvers konar, eru nú til al- varlegrar skoðunar hjá embættinu, meðal annars vegna hugsanlegra hagsmunaárekstra og almenns við- skiptasiðferðis. Virðing fyrir lífi En siðferðisspurningarnar eru margar og það sem stakk mig mest á framangreindri ráðstefnu var saga ungrar konu á framabraut í virtu fjár- málafyrirtæki í London. Unga konan er 30 ára með master-gráðu í fjár- málafræðum, gift og barnlaus. Hún hafði starfað hjá fyrirtækinu í 4 ár og unnið sig hratt upp metorðastigann með kunnáttu sinni og atorku. Síðastliðið haust var hún kölluð í viðtal hjá starfsþróunarstjóra fyrirtækisins og spurð út í framtíðaráform og væntingar. Hjá fyrir- tækinu var laust starf yfirmanns viðskipta- stofu og kom hún sterk- lega til greina í það starf. Starfsþróunar- stjórinn spurði hana nánar út í áform um barneignir, hvort hún ætlaði að eignast barn eða börn. Konan sagðist enn ekki hafa tekið ákvörðun þar um, en barneignir væru ekki á döfinni alveg strax. Starfið sem í boði var reyndist áhugavert, góð laun og fríðindi þannig að okkar kona sýndi því mikinn áhuga. En þá kom lokaspurning stjórans: „Ert þú tilbúin að fara í ófrjósemisaðgerð ef þú færð starfið, við getum ekki misst þig frá vegna barneigna?“ Konan var ekki tilbúin til þess og fékk ekki starfið og skipti fljótlega um vinnustað vegna þessa viðhorfs. Ráðstefnugestir urðu að sjálfsögðu klumsa. Ýmislegt hafði maður heyrt en aldrei slíka lítilsvirð- ingu fyrir sjálfstæðu ákvörðunarvaldi og lífi einstaklings. Því miður virðist sjálfsögð virðing og eðlilegt umburðarlyndi fyrir barnshafandi konum og foreldrum, sem eru að ala upp börn vera dvín- andi, ekki bara hjá atvinnurekendum. Ef foreldrar, sérstaklega konur, þurfa tímabundið að sinna fjölskyld- unni meira en vinnunni er starfs- frami, launaþróun og jafnvel starfið sjálft í mikilli hættu. Fólk verður að velja á milli. Hvar er fjölskylduvæna þjóðfélagið sem allir tala um en fæstir upplifa? Af hverju á sveigjanleiki á vinnumarkaði helst að uppfylla þarfir atvinnurekenda? Fleiri ófrískum sagt upp Í frétt í Berlinske Tidende 13. júní sl. segir að stöðugt fjölgi konum sem missa starf sitt vegna meðgöngu og barnsburðar. Samtök verslunar- manna, HK, hafa fengið tvöfalt fleiri kærur til sín vegna slíkra uppsagna en á sama tíma í fyrra. Konurnar segja frá því að það sé hættulegt að upplýsa atvinnurekendur um hugsan- leg áform um barneignir, þar með sé starf þeirra í hættu. Í Danmörku gilda sömu lög og hér að það er bann- að að segja upp barnshafandi konu, svo framarlega að atvinnurekanda sé það kunnugt að konan sé barnshaf- andi. En samt eru þessar uppsagnir. Því miður er eina refsingin við broti sú að atvinnurekendur verða að ein- hverju marki bótaskyldir, en konan tapar starfinu eftir sem áður. Konur og þjóðarframleiðsla Sú mikla aukning þjóðarfram- leiðslu, sem varð á seinni hluta 20. aldar, varð meðal annars vegna auk- innar þátttöku kvenna á vinnumark- aði, þ.e. í störfum utan heimilis. Stór hluti þeirra lífsgæða, sem við nú njót- um, er atvinnuþátttöku kvenna að þakka. Hvergi í heiminum er þátttaka þeirra meiri en hér á Íslandi, eða hátt í 90%. Eflum virðingu fyrir lífi og öllum þeim sem sjá um að fjölga mannkyn- inu. Siðferði og virðing fyrir lífi Friðbert Traustason Höfundur er hagfræðingur og for- maður Sambands íslenskra banka- manna (SÍB). Vinnumarkaðurinn Af hverju á sveigjanleiki á vinnumarkaði, spyr Friðbert Traustason, helst að uppfylla þarfir atvinnurekenda? UM MIÐJAN ágúst var láns- kjaravísitalan hækkuð. Að hluta til var þetta gert vegna hækkunar á lottómiðum. Hækkun á lánskjaravísi- tölunni af þessum sökum nam 0,17%. Fram hefur komið að afleiðingin hef- ur orðið sú að höfuðstóll lánsfjár- skuldbindinga hefur hækkað um 900 milljónir króna. Það munar um minna. Lán fjölskyldu sem er að koma sér þaki yfir höfuðið hækkuðu að sjálfsögðu í takt við aðrar vísitölu- bundnar skuldbindingar. Fólk skuld- ar mismkið en höfuðstóll fjölskyldu sem skuldar 10 milljónir í vísitölu- bundnum lánum hækkaði um tæpar 20 þúsund krónur. Fólk sem er á lág- um launum finnur fyrir slíkri hækk- un. Og síðan koma vextirnir ofan á þessa hækkun. Menn greinir á um hvort lán eigi að vera vísitölubundin eða ekki. Um hitt ætti enginn að þurfa að deila hvaða þýðingu það hefur að vísitalan sé rétt reiknuð. Það verkefni hefur Hag- stofa Íslands með höndum. Að sjálfsögðu eigum við að geta treyst því að þar á bæ sé rétt reiknað. BSRB stendur vaktina Fyrir fáeinum dög- um sýndi Gunnar Gunnarsson, hagfræð- ingur BSRB, fram á það, bæði í greinaskrif- um og viðtölum, að við síðustu útreikninga hefði ekki verið rétt reiknuð hækkun á vísitölunni, réttar forsendur hefðu ekki verið lagðar til grundvallar. Hagfræðingurinn benti á að ef lánskjaravísitölu væri ætlað að verðtryggja fjármagn væri það al- gert grundvallaratriði að kaupmátt- ur krónunnar væri lagður til grund- vallar vísitöluútreikningum. Sýndi hann fram á að þetta hefði ekki verið gert við umrædda vísitöluhækkun og færði sannfærandi rök fyrir máli sínu. Þetta þýðir að Hagstofan hefur of- tryggt fjármagnseig- endur á kostnað skuld- arans. Auðvitað getur Hag- stofunni eins og öðrum orðið á mistök. En mis- tök á að leiðrétta, ekki síst þegar slíkir hags- munir eru í húfi eins og í þessu dæmi. Það er gott til þess að vita að BSRB standi vaktina í þessum efnum. Ég bíð hins vegar eftir því að Hagstofan geri hreint fyrir sínum dyr- um. Nokkur umfjöllun hefur orðið um þetta í fjölmiðlum en ekki nándar nærri nóg. Það er ekkert smámál ef það reynist rétt að höfuðstóll vísitölu- bundinna lána hafi verið hækkaður um tæpan milljarð án þess að til þess lægju nokkur rök. Ég hefði haldið að slíkt kallaði á mikla umræðu, leið- réttingu og breyttar verklagsreglur. Hagstofan og vísitalan Ögmundur Jónasson Vísitölumál Það er ekkert smámál ef það reynist rétt, segir Ögmundur Jónasson, að höfuðstóll vísitölu- bundinna lána hafi verið hækkaður um tæpan milljarð án þess að til þess lægju nokkur rök. Höfundur er form. BSRB.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.