Morgunblaðið - 06.09.2001, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 06.09.2001, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STÓRMEISTARINN og stiga- hæsti keppandinn í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands, Hannes Hlíf- ar Stefánsson, náði forystunni á mótinu með öruggum sigri gegn Braga Þorfinnssyni í fimmtu um- ferð. Að öðru leyti jafnaðist keppnin nokkuð í þessari umferð þar sem þrír neðstu skákmenn- irnir náðu 2½ vinningi. Úrslit um- ferðarinnar urðu þessi: Hannes - Bragi Þorfinnss. 1-0 Jón G. Viðarss. - Lenka Ptacn- ikova 1-0 Arnar Gunnarss. - Þröstur Þór- hallss. ½-½ Björn Þorfinnss. - Jón V. Gunn- arss. ½-½ Sigurbjörn Björnss. - Stefán Kristjánss. 1-0 Það má segja, að eftir þessa um- ferð sé það einungis Björn Þor- finnsson sem eigi raunhæfan möguleika á að næla sér í áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli, en til þess þarf hann að fá 2½ vinning úr síðustu fjórum umferðunum. Ef svo fer fram sem horfir þá þarf hann reyndar tvo vinninga úr næstu þremur um- ferðum og gæti svo treyst á jafntefli gegn Hannesi sem hann mætir í lokaumferð- inni, a.m.k. ef það dugir Hannesi til að tryggja sér Íslands- meistaratitilinn. Stað- an á mótinu eftir 5 umferðir: 1. Hannes H. Stefánsson 4 v. 2. Þröstur Þórhallsson 3½ v. 3.-4. Jón Viktor Gunnarsson, Björn Þorfinnsson 3 v. 5. Stefán Kristjánsson 2½ v. 6.-8. Bragi Þorfinnsson, Lenka Ptacnikova, Jón Garðar Viðarsson 2 v. 9.-10. Arnar Gunnarsson og Sig- urbjörn Björnsson 1½ v Sjötta umferð var tefld í gær- kvöldi, en í dag kl. 17 hefst sjö- unda umferð og þá mætast m.a. Hannes og Jón Viktor, Þröstur og Bragi og Björn og Lenka. Það má því búast við spennandi umferð og vel þess virði að leggja leið sína í íþróttahúsið við Strandgötu til þess að fylgjast með skemmtileg- um baráttuskákum. Í kvennaflokki er Harpa Ingólfs- dóttir efst með fullt hús, en Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir er í öðru sæti með 2½ vinning. Fjórða um- ferð í kvennaflokki verður tefld í dag. Að frátaldri sigurskák Hannesar þá vakti viðureign þeirra Björns Þorfinnssonar og Jóns Viktors Gunnarssonar mesta athygli í fimmtu umferð landsliðsflokks. Fyrir utan leikinn 2. Bg5 má það einnig heita vörumerki Björns að geta bjargað sér út úr hinum verstu klípum með því að flækja stöðuna og efna til kóngssóknar þar sem engar forsendur virðast til slíks. Það er því jafnan dágóð skemmtun að fylgjast með skákum hans. Eftirfarandi skák er t.d. stórskemmtileg og ekki vantar sviptingarnar. Hvítt: Björn Þorfinnsson Svart: Jón V. Gunnarsson Kóngsindversk byrjun 1.d4 Rf6 2.Bg5 g6 3.e3 -- Önnur leið er 3.Bxf6 exf6 4.e3, t.d. 4...Bg7 5.Re2 f5 6.Rf4 d6 7.Rd2 Rd7 8.h4 Rf6 9.c3 c6 10.Bd3 De7 11.Dc2 Bd7 12.g3 d5 13.c4!? dxc4 14.Rxc4 c5 15.0–0 Hc8 16.a4 cxd4 17.exd4 0–0 18.Db3 Re4 19.Hfe1 Bxd4 20.Bxe4 fxe4 21.Had1 Dc5 22.Hxe4 Bxf2+ 23.Kh2 Bf5 24.Rd3 Dc7 25.Hf4 Bc5 26.Rxc5 Dxc5 27.Dxb7 Be6 28.b3 með vandtefldri stöðu (Alburt-Sav- on, 1974) 3...Bg7 4.Rd2 d6 5.Bd3 c5 6.c3 Rc6 7.h4!? h5 8.Rgf3 0–0 9.Rh2!? -- Björn undirbýr kóngssókn, enda virðist staða hans ekki bjóða upp á mikla möguleika, eftir rólegri leiki, t.d. 9.Dc2 cxd4 10.exd4 He8 11.0–0 Dc7 12.Hae1 Bg4 o.s.frv. 9...cxd4 10.cxd4 e5 11.d5 Rb4 12.Be4 Db6 13.Bxf6 Bxf6 14.g4!? -- Til greina kemur 14.a3 Ra6 15.Rc4 Dc7 16.Hc1 Rc5, t.d. 17.Bb1 b5 18.Rd2 Dd7 19.b4 Ra4 20.Df3 Bg7 21.Re4 f5 22.Rg5 með betra tafli fyrir svart. 14...Bxh4 15.De2 hxg4 Svartur hefði getað leikið 15...f5, sem leiðir til flókinnar stöðu, eftir 16.gxf5 Bxf5 17.Rhf3 Bxe4 18.Rxe4 Hac8 19. Rxh4 (19.Rc3 Hxf3 20.Hxh4 Hcf8) 19. -- Rc2+ 20. Kd1 Dxb2 21. Hc1 Dxc1+ 22. Kxc1 Rd4+ 23. Kd2 Rxe2 24. Kxe2 (24. Rxg6 Rc3) 24. -- Hc2+ 25. Kd3 Hxa2 26. Rxg6 og hvítur stendur betur. 16.a3 Ra6 17.Rxg4 Bg5 18.Df3 Kg7 19.Bxg6!? fxg6 20.Dh3 Hg8 21.Re4 Bxg4 22.Dxg4 Be7 23.Rg5! Bxg5 24.Dd7+ Kf8? Eftir 24...Kf6 verður hvítur að taka þráskákina: 25.De6+ (25.Hh7 Bxe3 26.f3 Da5+ 27.b4 Dxd5 28.De7+ Kf5 29.Dd7+ Kg5 30.De7+) 25...Kg7 26.Dd7+ o.s.frv. 25.Hh7 Da5+ 26.b4 Dxd5 27.Hd1? -- Eftir 27.Hc1! vinnur hvítur létt, t.d. 27...Bd8 28.Hc8 Hxc8 29.Dxc8 Hg7 30.Dxd8+ Kf7 31.Dd7+ Kf6 32.Dxg7+ Kf5 33.f3! Dxf3 34.Df7+ Ke4 35.Hh4+ Kxe3 36.Db3+ mát. 27...Hd8 28.Hxd5? -- Eftir 28.Dg4 Df7 (28...Dc6 29.Dxg5 Hd7 30.Df6+ Ke8 31.De6+ Kd8 32.Dxg8+ Kc7 33.Hxd7+ Kxd7 34.Df7+ Kd8 35.b5 Dc7 36.Dg8+ Kd7 37.bxa6) 29.Hxf7+ Kxf7 30.Dxg5 á hvítur góðar vinningshorfur. 28...Hxd7 29.Hxd7 Hg7 30.H5xd6 Rb8 31.Hd8+ Bxd8 Eftir 31...Ke7 32.Hd1 Rc6 33.H8d7+ Kf8 34.Hxg7 Kxg7 35.Hd7+ Kf6 36.Hxb7 , ásamt 37. b5 og Hxa7 stendur hvítur betur. 32.Hxd8+ Ke7 33.Hxb8 Kd6 og skákinni lauk með jafntefli 20 leikjum síðar. Aðalfundur TR 13. sept. Aðalfundur Taflfélags Reykja- víkur 2001 verður haldinn fimmtu- daginn 13. september í félagsheim- ilinu Faxafeni 12, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 20:00. Dag- skrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, 2. Önnur mál SKÁK H a f n a r f j ö r ð u r SKÁKÞING ÍSLANDS 31.8.–8.9. 2001 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Harpa Ingólfsdóttir Hannes Hlífar Stefánsson Hannes Hlífar tekur forystuna BROSTE - HAUST 2001 Sjafnarblóm, Selfossi Huggulegt heima.... er heitast í dag SÍÐASTI DAGUR ÚTSÖLUNNAR Á MORGUN Raðgreiðslur Victoria Antik Síðumúla 34 Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. kl. 12-18, lau. kl. 11-16.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.