Morgunblaðið - 06.09.2001, Page 43
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 43
Ný sending af gallapilsum
Opið til kl. 21.00 í Kringlunni
Laugavegi 95 og Kringlunni
Í HÁTEIGSKIRKJU
hafa verið sungnar
Taizé-messur hvern
fimmtudag í nærri ára-
tug. Þær verða áfram á
fimmtudögum, en hefj-
ast nú kl. 20:00. Taizé-
messur eru svo nefndar
vegna tónlistarinnar,
sem hæfir sérstaklega til
bæna og íhugunar. Lög-
in eru fljótlærð og létt-
sungin, textarnir stuttir
og kjarnyrtir um veru-
leika trúarinnar. Þegar
bæn er sungin, biður
maður með líkama, sál
og anda. Það gefur bæn-
inni sérstakan þunga að
syngja hana með öðrum.
Fyrir þá sem óska er
fyrirbæn með handayfirlagningu og
smurningu eftir messu. Það eru allir
velkomnir.
Tómas Sveinsson.
Safnaðarstarf
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Léttur hádegisverður í safnaðar-
heimili eftir stundina.
Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl.
10. Íhugun kl. 19. Taize-messa kl. 21.
Langholtskirkja. Foreldra- og
barnamorgnar kl. 10-12 í litla sal.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6:45-7:05. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Gunnar Gunnarsson leikur á org-
el kirkjunnar kl. 12-12:10. Að stund-
inni lokinni er léttur málsverður í
safnaðarheimili. Sálgæslunámskeið
kl. 17:30-22. Teo van der Weele:
Helping Through Blessing. Nám-
skeiðið heldur áfram á sama tíma á
morgun og lýkur upp úr hádegi á
laugardag. Þátttaka kostar kr. 5.000.
Fyrirlestrar verða túlkaðir. Skrán-
ing á skrifstofu í síma 588-9422. (Sjá
síðu 605 í textavarpi).
Fella- og Hólakirkja. Helgistund og
Biblíulestur í Gerðubergi kl. 10:30-
12 í umsjón Lilju djákna.
Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum
má koma til sóknarprests eða kirkju-
varðar.
Vídalínskirkja. Nú er biblíu- og
fræðsluhópurinn hættur fram á
haust en bæna- og kyrrðarstund-
irnar verða áfram í sumar kl. 22 í
Vídalínskirkju. Hressing á eftir.
Háteigskirkja í Reykjavík.
Taizé-
messur í
Háteigs-
kirkju
Taska
aðeins 750 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is
Veggklukka
aðeins 2.000 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is
Geisladiskahulstur
aðeins 500 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is