Morgunblaðið - 06.09.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 45
ist ég allra frábæru stundanna sem
við höfum átt.
Í dag gæfi ég mikið fyrir að fylgj-
ast með þér mála eða hlusta á þig
segja sögur frá því í gamla daga, það
getur enginn sagt jafn margar sögur
og þú, og síðast en alls ekki síst, haft
þig hjá mér.
Allar þessar stundir hafa verið
frábærar.
Ég vona að þú hafir það gott hjá
mömmu þinni og pabba.
Þótt líkami þinn sé hættur að
starfa, veit ég að þú lifir áfram.
Mér hefur alltaf þótt rosalega
vænt um þig og þykir enn.
Eins og þú sagðir alltaf við mig og
fleiri og hlóst dátt,
megi guð vera með þér því að ég
má ekki vera að því.
Takk fyrir allt sem þú hefur gert.
Þitt barnabarnabarn,
Dagur Snær.
Alltaf er maður jafn óviðbúinn
þegar kallið kemur. Mig óraði ekki
fyrir því að það yrði síðasta samtalið
okkar Hilmars þegar ég heimsótti
hann á Landspítalann hinn 27. ágúst
sl. Mig langar að setja á blað nokkur
minningabrot af löngum og góðum
kynnum mínum af þessum mæta
manni.
Það munu vera 70 ár síðan fund-
um okkar bar fyrst saman. Það var
sumar og sól þegar Jóhanna systir
mín kom heim að Kirkjuskógi eftir
vetrardvöl í Reykjavík, með kær-
asta. Hann var aðeins 18 ára gamall,
myndarlegur, hár og grannur, en ég
var þá tíu ára. Það var mikill fengur
fyrir mig í fábreytileikanum í sveit-
inni að fá svona heimsókn, enda vor-
um við orðnir perluvinir eftir hálfan
mánuð. Þessi ungi maður var fljótur
að kynnast fólkinu og vildi strax taka
þátt í sveitastörfunum með því. Var
það vel þegið því allt var unnið með
handafli í þá daga. Hilmar var borg-
arbarn sem hreifst af sveitalífinu og
þetta var fyrsta ferðin hans í Dalina,
en þær áttu eftir að verða fleiri og
var hann þar ávallt aufúsugestur.
Oft var hann ekki fyrr kominn úr
rútunni en hann var kominn í vinnu-
gallann og vildi fara að dytta að ein-
hverju.
Hilmar var sérstakur persónu-
leiki. Ég held það hafi verið ytri að-
stæður sem gerðu hann ungan að
mjög ábyrgum manni. Hann varð að
aðstoða móður sína sem varð ekkja
ung og með stóran barnahóp. Hann
lærði mikið í þeim lífsreynsluskóla
og meðal annars það að fara vel með
það litla sem úr var að spila.
Fyrstu hjúskaparárin leigðu þau
hjónin lengst af á Grettisgötu 71. Ár-
ið 1945 keyptum við saman íbúð á
Kárastíg 10, fjögur lítil herbergi
undir súð með sameiginlegu eldhúsi.
Þarna bjuggum við saman í rúm tvö
ár, þau með tvö börn og við með eitt.
Ég keypti síðan hans hlut í íbúðinni
er þau fluttu að Öldugötu 52, en þar
bjuggu þau þar til þau fluttu í smá-
íbúðahverfið í Melgerði 6 og börnin
þá orðin þrjú. Það var hans stóri
draumur að byggja sér hús og það
tókst með dugnaði og eljusemi og
með hjálp góðra manna eins og hann
sjálfur orðaði það. Þarna leið fjöl-
skyldunni vel og sagðist hann ekki
flytja þaðan meðan ævin entist. Sú
varð raunin. Vinnan, heimilið og fjöl-
skyldan var honum allt. Sýndi hann
börnum sínum og barnabörnum al-
veg sérstaka umhyggjusemi.
Á Rafmagnsveitu Reykjavíkur
unnum við saman í tæp 40 ár og vann
hann lengst af sem innheimtugjald-
keri eða til 67 ára aldurs.
Hilmar þekkti vel og mundi sögu
gamalla húsa í borginni og það hverj-
ir hefðu búið í þeim og skráði hjá sér
sumt af því. Hann las mikið í tóm-
stundum og hafði mikinn áhuga á
leiklist. Hann unni Íslandi og vildi
ferðast um landið en sólarlandaferð-
ir voru ekki á hans óskalista. Við
Hilmar flugum eitt sinn saman til
Vestmannaeyja eftir gosið 1973 til að
skoða þær miklu náttúruhamfarir
sem þar höfðu orðið. Við gengum á
heitu landi sem þar hafði myndast og
bæst við eyjarnar, það var stórkost-
legt.
Að leiðarlokum þökkum við
Ragna og fjölskylda okkar vináttu
og tryggð í gegnum árin.
Víglundur Sigurjónsson.
✝ Gunnar Eyþórs-son fæddist í
Reykjavík 23. júní
1940. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu, Seljavegi 27 í
Reykjavík, 18. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Valgerður Eva Vil-
hjálmsdóttir, f. 23.
júní 1912, d. október
1975, og Eyþór
Gunnarsson, háls-,
nef- og eyrnalæknir,
f. 24. febrúar 1908, d. 12. ágúst
1969. Systkini Gunnars eru Jó-
hanna, f. 1937, Vilhjálmur, f.
1944, og Sigurður, f. 1948.
Fyrri eiginkona Gunnars var
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, f.
1941. Þau skildu árið 1972. Börn
þeirra eru: 1) Pétur, f. 1960,
blaðamaður, kvæntur Önnu Mar-
gréti Ólafsdóttur, leikskólakenn-
ara. Börn þeirra eru: Ragnheiður
Ásta, f. 1980, Anna Lísa, f. 1983,
og Pétur Axel, f. 1995. 2) Eyþór,
f. 1961, hljómlistarmaður, sam-
býliskona hans er Ellen R. Krist-
jánsdóttir, söngkona. Börn þeirra
eru: Sigríður, f. 1981, Elísabet, f.
1986, Elín, f. 1990, og Eyþór Ingi,
f. 1997. 3) Birna Guðrún, f. 1965,
fornleifafræðingur, starfsmaður
Íslensku kvikmyndasamsteyp-
unnar. Býr í Reykja-
vík.
Sambýliskona
Gunnars frá 1976 til
dauðadags var Hjör-
dís Guðbjartsdóttir,
hjúkrunarfræðing-
ur, f. 1933.
Gunnar lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1960
og stundaði að því
loknu nám við
læknadeild og nám í
þýsku og frönsku við heimspeki-
deild Háskóla Íslands en hvarf
frá námi. Frá 1964–1970 starfaði
hann sem kennari við Vogaskóla,
Kópavogsskóla og Matreiðslu- og
veitingaþjónaskólann en réðst til
starfa á fréttastofu Ríkisútvarps-
ins árið 1970 og starfaði þar
þangað til í árslok 1980. Þá starf-
aði hann um nokkurra ára skeið
hjá Menningarsjóði meðan unnið
var að útgáfu Orðabókar menn-
ingarsjóðs. Síðustu ár stundaði
hann ýmiss konar ritstörf og
textagerð á eigin vegum, auk
þess að skrifa reglulega um er-
lend málefni í DV.
Að ósk Gunnars var útför hans
gerð í kyrrþey. Bálför fór fram
frá Fossvogskirkju miðvikudag-
inn 29. ágúst.
Auðtrúa þú aldrei sért,
aldrei tala um hug þinn þvert.
Það má kalla hyggins hátt
að heyra margt, en skrafa fátt.
Svo orti Hallgrímur Pétursson
(1614–1674) mönnum til varúðar og
tel ég að orðvarir fréttamenn hafi tek-
ið þau sér að hjarta. Gunnar Eyþórs-
son var einn þeirra mætu frétta-
manna af gamla skólanum sem nú
hefur sagt sitt síðasta og er mikill
sjónarsviptir að þeim manni.
„Undarlega útdeilir guð sínum gáf-
um,“ segir máltækið, en gáfa þýðir
gjöf. Gunnar var mörgum góðum gáf-
um gæddur. Honum var gefið að
skilja, skýra og skilgreina fréttir og
fróðleik og þótti mjög rökfastur mað-
ur. Hann gerði greinarmun á aðalat-
riðum og aukaatriðum og virti þagn-
arskyldu fréttamannsins svo vel að
hann lét hjá líða að ympra á ýmsu um
einkahagi fólks sem hefði verið að
skaðlausu. En Gunnar hafði varann á
og lét ekkert uppi þó hann vissi allt
um alla eins og góðum fréttamanni
sæmir og flíkaði því ekki. Þetta kom
mér á óvart verð ég að játa. Flestir
láta sér í léttu rúmi liggja að afhjúpa
aðra en ekki Gunnar. Einhverju sinni
lét ég móðan mása um kynni mín af
Pétri og Páli en Gunnar dempaði um-
ræðuna með því að segjast hafa vitað
allt um það en bara ekki viljað tala um
það samanber vísu Hallgríms Péturs-
sonar og seinna orð Einars Bene-
diktssonar skálds:
Láttu smátt en hyggðu hátt.
Þarf að segja meira? Varla. Þó vil
ég bæta við að þó fólki sé flest til lista
lagt þá getur feimni, hlédrægni og
hógværð hamlað því svo og heft á alla
lund að það fái ekki notið sín sem
skyldi. Þetta vill oft gleymast. Hlé-
drægir njóta sín vissulega vel að
tjaldabaki og eru alltaf boðnir og bún-
ir að hjálpa öðrum sem eru mislagðar
hendur og jafnvel getulausir með öllu
en vilja gjarnan hirða hrósið og sviðs-
ljósið. Gunnar hafði sig lítt í frammi.
Margir þáðu þó margan greiðann af
honum enda bóngóður til bjargar og
greiddi líka fyrir bræðrum sínum
þegar mikið lá við. Það mátti hann
eiga. Hann stóri bróðir.
Gunnar Eyþórsson útskrifaðist frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1960. Á námsárum sínum gerði hann
skopmyndir af nemendum og kenn-
urum í Fánu. Þóttu þær sérlega vel
heppnaðar. Seinna var svo leitað til
hans með að myndskreyta Gaman-
semi Egluhöfundar sem hanngerði af
stakri prýði eins og annað sem hann
fékkst við.
Engum blöðum er um það að fletta
að skrif Gunnars um erlend málefni
fyrir DV báru af öðrum sem reyndu
fyrir sér á þeim vettvangi. Það stirndi
á falleg vinnubrögð, afbragðs tök á ís-
lensku máli juku á samanþjappaðan
fróðleik svo ekki varð betur gert.
Gunnar Eyþórsson var stoltur og
vandur að virðingu sinni eins og hann
átti kyn til.
Hann lætur eftir sig vel uppalin,
öguð og mannvænleg börn, þau Pétur
fréttastjóra, Eyþór píanóleikara og
Birnu fornleifafræðing sem með
heiðri og sóma bera harm sinn í
hljóði. Ég sendi þeim öllum og Hjör-
dísi, eftirlifandi sambýliskonu Gunn-
ars, innilegar samúðarkveðjur. Jó-
hanna, Vilhjálmur og Sigurður
Eyþórsbörn sakna bróður í stað. Ég
samhryggist.
Hvíl í friði.
Ingibjörg Elín
Sigurbjörnsdóttir.
Við Gunnar vorum vinir í næstum
hálfa öld, og sannarlega finnst mér
tilveran fátæklegri nú þegar hann er
genginn. Aldrei framar mun ég
hringja í hann til að „slá upp í hon-
um“, til dæmis um íslenzkt eða erlent
orð, sögu, eða utanríkismál. Aldrei
framar munum við rabba rólega sam-
an um lífið og tilveruna. Og ómetan-
leg hjálparhella reyndist Gunnar
Helgu, konu minni, þegar hún var að
vinna flettur um sögu ýmissa landa í
Alfræðibók Arnar og Örlygs. Gunnar
var ákaflega vel að sér, stálminnugur,
víðlesinn og fróður.
Og það var gott að tala við hann,
því honum lá ekkert á seinni árin –
hann hafði snúið baki við brölti heims-
ins og streitu fréttastofunnar nema
sem áhorfandi. Hann sat lengstum
heima, las erlend tímarit eða horfði á
erlendar fréttastöðvar í sjónvarpinu.
Ávaxta af þessu áhugamáli hans
fengu lesendur DV að njóta annað
veifið í greindarlegum og upplýstum
pistlum hans um utanríkismál, þar
sem hann varpaði í örstuttu máli
skýru ljósi á málefni sem áður virtust
þoku hulin þrátt fyrir linnulausan
fréttaflaum. Auk þessa tók hann að
sér ýmis verkefni við ritstörf og þýð-
ingar.
Vafalaust var Gunnar langfremst-
ur þeirra að kunnáttu og skarpleik
sem um utanríkismál hafa fjallað hér
á landi á síðari árum. Fréttaflutning-
ur, ekki sízt um utanríkismál, er eins
og kunnugt er að stórum hluta áróð-
ursstríð, og flestir fjölmiðlar og fjöl-
miðlamenn hér á landi gera sér að
góðu að gleypa hrátt það sem stóru
(áróðurs)fréttastofurnar rétta að
þeim. Í þeirri sýndarveröld takast á
hið góða og illa, hvíta og svarta, Við
(NATÓ) og Þeir (makt myrkranna),
og venjulega man enginn neitt deg-
inum lengur – frétt dagsins í dag
skákar frétt gærdagsins út í horn.
Pistlar Gunnars voru af allt öðru tagi,
sýn hans á málin miklu víðari, því
hann þekkti sögu og framvindu hvers
máls. Ekki veit ég hversu mikil áhrif
greinar Gunnars höfðu – ein rödd í
hrópandi kór „upplýsingabyltingar-
innar“ – en ólíklegt þykir mér að
ráða- eða áhrifamenn vorir hafi látið
svo lítið að lesa þær.
„Ignorance is strength“ eins og
svínin á Dýrabæ sögðu.
Gunnar Eyþórsson var maður mik-
illa hæfileika, góður námsmaður,
prýðilegur málamaður, afburða
teiknari. Ungur ætlaði hann, eða var
ætlað, að verða læknir eins og faðir
hans, en heyktist á því eftir fá ár í
læknadeild. Hann var þá orðinn fjöl-
skyldumaður, gerðist kennari í ára-
tug eða svo og síðan fréttamaður hjá
útvarpinu. Þar nutu hæfileikar hans
sín vel og meðal hápunkta í ferli sín-
um taldi hann vera fréttamannsferðir
sínar til útlanda með utanríkisráð-
herrum á tímum þorskastríðanna. En
Gunnar átti drösul að draga sem var
Bakkus sjóli, og um hríð virtist svo
sem uppþurrkunarkúrar hrinu ekki á
honum. Vafalaust olli það því að lífs-
hlaup hans varð krókóttara en ella
hefði orðið, hann hætti á fréttastof-
unni og hvarf loks af vinnumarkaðn-
um. En svo birtist nýtt ljós í tilveru
Gunnars, hann hóf sambúð með Hjör-
dísi Guðbjörnsdóttur og að eigin sögn
voru síðustu tólf ár ævinnar hin ham-
ingjusömustu í lífi hans. Þau Hjördís
voru vinir og félagar, ferðuðust tals-
vert utanlands og innan, ró og öryggi
einkenndi heimilishaldið. Auk þess
hélt Gunnar góðu sambandi við
myndarbörn sín þrjú og barnabörn.
Að leiðarlokum er mér efst í huga
hve góður maður og mildur Gunnar
var.
Hann var heljarmenni að burðum
og eins og margir sem ekki vita krafta
sinna tal var hann ákaflega meinlaus
og óáreitinn. Kannski var hann of
mildur fyrir þennan heim, of auð-
særður. Við Helga kveðjum Gunnar
með djúpum söknuði og vottum ást-
vinum hans samúð.
Sigurður Steinþórsson.
Hann var fimm ára gamall þegar
ég kynntist honum fyrst. Við vorum
jafnaldrar og áttum heima í Holtun-
um, nánar tiltekið í Stórholtinu. Þá
var byggðin þar umkringd auðum
svæðum og nokkurs konar þorp í
borginni. Allir þekktu alla. Hann varð
snemma stærri vexti, sterkari og
þreknari en aðrir og honum var strítt
fyrir það. Vitundin um eðli og skað-
semi eineltis ekki eins almenn þá og
nú og hefði vafalaust verið betra fyrir
Gunnar ef hann hefði notið meiri
skilnings og tillitssemi jafnaldra
sinna. Á þessum erfiðu árum hans
hygg ég þó að hafi mótast það hug-
rekki og sú einbeitni, sem einkenndi
hann alla tíð; að láta ekki deigan síga,
heldur takast á við umhverfið, vera
hann sjálfur og óragur við að leita
þekkingar og staðreynda og miðla
þeim, en láta ekki aðra stjórna skoð-
unum sínum. Hann fór snemma sínar
eigin leiðir ef nauðsynlegt reyndist að
synda gegn straumnum og efldi styrk
sinn í stað þess að bogna. Enn er mér
í minni eitt dæmi um það. Faðir hans
var læknir og einn af fáum Íslend-
ingum á þeim árum sem fengu leyfi til
að kaupa sér bíl. Eitt sinn ók Gunnar
læknisbílnum, löngu fyrir bílprófsald-
ur, með vindil í munni niður Stórholt-
ið. Það var stutt ökuferð en áhrifa-
mikil. Ég fann fljótlega, að á bak við
þann varnarmúr, sem hann neyddist
stundum til að reisa í kringum sig, var
góður drengur og sannur vinur. Hann
var fljótur að læra erlend tungumál
og byrjaði snemma að lesa erlend
blöð. Við vorum ekki saman í skóla
fyrr en í Gaggó Lind en þá tókst með
okkur vinátta sem entist æ síðan. Í
M.R. urðum við sessunautar í 3ja
bekk og dunduðum okkur við að
teikna í tímum. Ég teiknaði bíla en
hann kennarana. Myndir hans voru
frumstæðar til að byrja með. En hann
teiknaði kennarana aftur og aftur í
hverjum tíma allan veturinn og ég
undraðist framfarirnar. Með þessari
áköfu ástundun varð hann snilldar
karikatúrteiknari, einn sá besti sem
Íslendingar hafa eignast. Einn kenn-
arinn átti til að tárast þegar nemend-
ur voru kvikindislegir við hann.
Gunnari var falið að teikna mynd af
kennaranum í Faunu. Hann brá á það
ráð að ýkja andlitsdrættina ekkert,
heldur náði snilldarlega þeim svip,
sem þessi kennari hafði, rétt áður en
hann táraðist. Sagt er að þegar kenn-
arinn hafi séð myndina hafi hann tár-
ast. Hjá Gunnari varð lestur blaða,
tímarita og bóka að jafnvel enn meiri
ástríðu en teiknunin. Það bar ávöxt
þegar hann tók að fjalla um erlend
málefni í fjölmiðlum. Hann lét ekki
hina hefðbundnu erlendu fjölmiðla og
fréttastofur mata sig eingöngu heldur
leitaði sjálfstætt að staðreyndum víða
um lönd. Nú eru þeir tímar sem við ís-
lenskir fjölmiðlamenn verðum að
sæta því að mega okkar oft lítils við
mötun öflugra fyrirtækja, sem
stunda auglýsingar og almanna-
tengsl, enda margir hinna færustu í
okkar hópi gengnir þeim á hönd. Þá
eru það harmatíðindi að einn hinna
fáu, sem höfðu þekkingu, þor og kjark
til að synda á móti þessum straumi,
skuli vera burt kallaður um aldur
fram. Ég hygg að síðar meir muni
margt það, sem Gunnar Eyþórsson
lét frá sér fara verða talið meðal þess
besta sem íslensk blaðamannastétt
hefur gert. Ekki fann hann alltaf hinn
endanlega sannleika fremur en aðrir
dauðlegir menn, en mig grunar að
stundum mættum við kollegar hans
taka okkur til fyrirmyndar ástríðu-
fulla leit hans að því sem sannast
reyndist og kjarkinn til koma því á
framfæri. Ég færi ættingjum og ást-
vinum Gunnars samúðarkveðjur og
sakna sáran eins af fyrstu æskuvinum
mínum.
Ómar Þ. Ragnarsson,
fréttamaður.
Örfáum orðum langar mig að
kveðja skólabróður minn og vin,
Gunnar Eyþórsson, og þakka honum
einkar trausta og góða samfylgd.
Gunnar var fríður sýnum, sterkleg-
ur og vörpulegur, prýðilegum gáfum
gæddur, margfróður og skýr í hugs-
un. Sterkur persónuleiki með virð-
ingu og reisn, hógvær, tjáningar-
formið meitlað og sparneytið.
Svipmótið gat verið hvasst og gefið
um stundarsakir villandi hugboð um
manninn sjálfan. Í raun var Gunnar
góðvildin og hjálpsemin holdi klædd,
en jafnframt viðkvæmur, hlédrægur
og dulur.
Hygg ég að hið innra með Gunnari
hafi leynst allsár og djúprættur tregi
frá unga aldri, sem sorfið hafi af
sjálfsímyndinni og hamlað því að
hæfileikar hans fengju notið sín sem
skyldi. Samt vöktu þeir mikla athygli.
Gunnar var teiknari í bestu merk-
ingu þess orðs. Klassískar eru sumar
kímnimyndir hans (karíkatúr), og
hefði hann lagt listgrein þessa fyrir
sig, hefði hann án vafa orðið yfir-
burðamaður á þessu sviði. Kunnastur
er Gunnar fyrir umfjöllun sína um er-
lend málefni í útvarpi og blöðum. Hún
einkenndist af söguþekkingu og
heildarsýn, en jafnframt af hæfni til
sundurgreiningar (analýsu) og fag-
legu innsæi. Jafnframt þorði hann að
skýra og túlka efnið frá víðu persónu-
legu sjónarhorni svo menn fengu skil-
ið og lögðu við hlustir. Þetta eru eng-
ar vinarýkjur, heldur staðreynd sem
fjölmargir dómbærir menn hafa haft
á orði gegnum tíðina.
Formskyn, söguskilningur, mál-
kennd, allt var það í sínum stað.
Gunnar þýddi á og úr íslensku og
veitti ýmsum dýrmæta aðstoð við
samningu og textagerð. Sem auðvitað
fór lágt.
Nú myndi Gunnar hafa beðið mig
að fara að hætta. „Ekki meir, ekki
meir …“ Sjálfur var hann gagnorður
og agaði mál sitt eins og áður segir.
Óþarfadrættir voru hvorki í myndum
hans né skrifum. Hvergi pírumpár.
Hið innra var hann næmur og fín-
gerður, unni tónlist og skáldskap,
ekki síst Einars og Steins sem og dýrt
kveðnum vísum.
Minningunni um Gunnar vil ég til-
einka hringhendu Péturs Jónssonar
frá Nautabúi:
Fjör og máttur fjara brátt,
feigð í gáttum kvikar.
Lyftum hátt við lokaþátt
lífsins sáttabikar.
Magnús Skúlason.
GUNNAR
EYÞÓRSSON