Morgunblaðið - 06.09.2001, Qupperneq 46
MINNINGAR
46 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Er sárasta sorg okkur
mætir
og söknuður huga vorn
grætir,
þá líður sem leiftur úr
skýjum
ljósgeisli af minningum
hlýjum.
(Hallgr. J. Hallgr.)
Þessar ljóðlínur lýsa vel tilfinning-
um mínum þegar ég skrifa nokkur
minningarorð um ömmu mína Guð-
ríði.
Ég horfi útí heitt ágústkvöldið og
sé tvær stjörnur sem standa þétt
saman og eru óvenju skærar. Nú eru
þau sameinuð aftur, amma og afi.
Vissan um að þau vaki og blessi okk-
ur áfram eins og þau gerðu ávallt í
bænum sínum mildar depurðina og
sviðann í hjartanu.
Það fer um mig undur hlý tilfinn-
ing, svipuð og þegar við stóðum á
tröppunum á Reynimelnum og út
kom glaðleg kona, lýsandi af mildi
og gæsku með útbreiddan faðm, allt-
umvefjandi faðm, sem sagði svo
margt, gaf svo margt og skildi svo
vel.
Hugurinn flögrar heim til Íslands,
á æskustöðvarnar í Hveragerði, þar
sem ég átti svo margar ánægju-
stundir með ömmu og afa mínum
Steinþóri.
Ófáar ferðirnar voru farnar að
Kotstrandarkirkju þar sem þau hug-
uðu að leiðum ástvina sinna og þar
sem amma hlýtur nú hinsta leg við
hlið afa, í sveitinni sinni kæru.
Eftir að hafa skýrt börnunum
mínum frá láti langömmu þeirra,
kom til tals hvað þeim væri minn-
isstæðast um ömmu á Reyni. Það
fyrsta sem þeim kemur til hugar er:
,,Hún var svo góð.“
Ég varð svolítið hrærður því með
einu orði hafði þeim tekist að lýsa
öllu því sem amma stóð fyrir því
ekkert var það til sem hún sá ekki
eitthvað gott í.
Við viljum nota orðin sem þú
kvaddir okkur ævinlega með, elsku
amma, sem kveðjuorð til þín: ,,Guð
varðveiti þig og geymi.“
Ég sendi samúðarkveðjur til móð-
GUÐRÍÐUR
STEINDÓRSDÓTTIR
✝ Guðríður Stein-dórsdóttir fædd-
ist í Hafnarfirði 12.
október 1916. Hún
lést í Reykjavík 26.
ágúst síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 3.
september.
ur minnar, systkina
hennar og frændfólks
með hjartans þakklæti
fyrir alla aðstoð við
ömmu í þungbærum
veikindum hennar.
Arnar Páll
Michelsen,
Guðrún Ólína,
Ágúst Frank og
Elísa.
Elsku amma mín, ég
sit og læt hugann
reika, nú er komið að
kveðjustund og margs
er að minnast. Það eru tregablandn-
ar tilfinningar sem bærast innra
með mér. Gleðin yfir því að þú sért
búin að fá hvíldina og söknuðurinn
yfir því að þú sért farin. Nú verða
ekki fleiri ferðir farnar á Reyni né
Hof. En minningarnar um þig eru
margar og góðar, þú hafðir svo
skemmtilega frásagnarhæfileika og
góða kímnigáfu að það var hrein un-
un að sitja með þér og hlusta á þig
rifja upp gömlu góðu dagana og auð-
velt var að ímynda sér stað og stund.
Það var alltaf svo skemmtilegt og
notalegt að hitta þig, amma mín, þú
varst einstaklega hjartahlý, góð og
réttsýn kona. Það var alltaf í for-
gangi hjá þér að huga að velferð
fólksins þíns og alltaf gladdist þú
með öllum og baðst þeim guðsbless-
unar. Undir lokin í veikindastríðinu
varst þú enn að gefa af þér til okkar
hinna. Örfáum dögum fyrir andlát
þitt kom ég til þín handköld að venju
og fékk að hlýja mér í höndum þín-
um. Ég sagði við þig, amma mín, að
þrátt fyrir aldur væri ég enn að leita
að hlýju hjá þér og kímnin var enn til
staðar hjá þér þrátt fyrir veikindi
þín og þú sagðir: Heldurðu kannski
að ég sé æðardúnn? Nei, amma mín
þú varst eitthvað miklu meira en það
og við botnuðum ekkert í því af
hverju þú fékkst ekki að fara fyrr en
raun bar vitni, af hverju þetta þyrfti
að taka þennan tíma. Við skildum
ekki hvaða lærdóm við gætum dreg-
ið af þessu – nema uppskera bitur-
leika og gefa trúna upp á bátinn. En
það er tilgangur með öllu og var
hann ekki ljós fyrr en á dánardaginn
þinn – þú varst enn að kenna okkur.
Skynsemi, gefa af okkur og æðru-
leysi. Þessum lærdómi munum við
miðla áfram til komandi kynslóða.
Þið afi völduð ykkur legstað á
Kotströnd þar sem margir ættingjar
okkar eru. Ég spurði þig eitt sinn af-
hverju þið gætuð ekki verið í bænum
þar sem styttra væri að fara til ykk-
ar. Þú vildir vera hjá foreldrum þín-
um og þú sagðir að ykkur mundi ald-
eilis ekki leiðast, þið mynduð sitja á
veggnum og fylgjast með umferð-
inni.
Elsku amma mín, í dag fylgjum
við þér þangað til afa og allra hinna.
En þú verður trúlega komin á undan
og þið afi sitjið með dinglandi fætur
uppi á veggnum og fylgist með okk-
ur keyra inn í garðinn. Elsku amma
mín, nú ertu búin að hitta afa og
knúsa hann frá mér og skila kveðj-
unni til hans. Það var beðið eftir þér
og ég veit að þú áttir góða heim-
komu. Guð geymi þig, amma mín.
Þín nafna,
Guðríður Eiríksdóttir.
Elsku langamma, þú varst svo góð
og alltaf til staðar. Og það var svo
gaman að leika sér í stóra garðinum
á Hofi. Og koma svo inn í kræsingar
og sögur. Alltaf hugsaðir þú mest
um einhverja aðra. Ég sakna þín svo
mikið langamma.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesú mæti.
Guð geymi þig, elsku langamma
mín.
Þinn
Eiríkur Jóhannsson.
Elsku Guðríður. Það eru mikil for-
réttindi að hafa fengið að kynnast
þér og eyða með þér þeim stundum
sem við áttum saman. Þótt kynnin
hafi verið stutt, aðeins rúm þrjú ár,
met ég þau mikils því þú varst ynd-
isleg ,,tengdaamma“. Það var ávallt
gaman að kíkja í heimsókn til þín
hvort sem það var á Reynimelinn
eða á Hof, móttökurnar voru alltaf
jafn hlýjar, þú brostir út að eyrum
og faðmaðir mann í bak og fyrir.
Ekki vantaði heldur kræsingarnar.
Ég gleymi því seint þegar ég var að
koma til þín í fyrstu skiptin með
Emma og þú barst fram smurt
brauð og kökur, ég átti ekki eitt
aukatekið orð, mér fannst þetta allt
of mikil fyrirhöfn aðeins fyrir okkur
tvö.
Þú varst mjög hlý persóna, bros-
mild, gestrisin með eindæmum og
ávallt var stutt í hláturinn. En eitt er
það sem ég met afar mikils í fari
þínu og það er að þú talaðir aldrei
illa um náungann. Þessu tók ég mjög
fljótlega eftir í fari þínu og fannst
aðdáunarvert og lærdómsríkt.
Ó, hve sæll er sá, er treysti
sínum Guði hverja tíð,
hann á bjargi hús sitt reisti,
hræðist ekki veðrin stríð.
Hann í allri segir sorg:
Sjálfur Drottinn mín er borg,
náð og fullting hans mig hugga,
hans ég bý í verndar skugga.
(Höf. ók.)
Ég þakka þér fyrir alla sam-
veruna sem mér hlotnaðist að eiga
með þér. Ég bið góðan Guð að vera
með fjölskyldu Guðríðar og styrkja
þau í sorginni.
Guðlaug Erla.
Elsku amma mín, í dag kveð ég
þig. Loksins ertu búin að fá hvíldina
eftir allt það erfiða sem þú gekkst í
gegnum. Ég átti stundum svo erfitt
með að skilja hvernig guð gat látið
svona góða konu ganga í gegnum
svona erfiða hluti, og þegar ég
spurði pabba þeirrar spurningar
sagði hann mér að guð reyndi oft
mest þá bestu. Enda kom það í ljós
að guði hefur fundist þú ein af þeim
bestu því hvað sem bjátaði á hjá þér
í þessum erfiðu veikindum varstu
alltaf eins, síðustu dagana þína þeg-
ar þú gast varla opnað augun og tal-
aðir ekki sagðirðu samt alltaf guð
blessi þig þegar við kvöddum þig.
Þetta sýnir hvað þú varst yndislega
góð við okkur öll og hugsaðir alltaf
um velferð annarra. En nú rifjast
upp svo margar minningar sem ég
ætla að varðveita alla tíð í huga mín-
um. Á hvítasunnunni þegar öll fjöl-
skyldan hittist á Hofi og þú eldaðir
hangikjöt og við tókum öll til í garð-
inum eftir veturinn og svo á ég líka
eftir að sakna svo mikið stundanna
þegar við vorum einar og þú varst að
segja mér frá lífinu þínu þegar þú
varst ung, og þú kynntist afa þegar
þú varst pínulítil og ykkur óraði auð-
vitað ekkert fyrir því að þið ættuð
eftir að giftast, ég man hvað mér
fannst þetta fyndið. Ég hafði svo
gaman af að skoða allt gamla dótið
þitt og myndirnar þínar síðan í
gamla daga. Oftast þegar ég kom í
heimsókn fór ég og skoðaði mynda-
albúm og svo þurfti ég alltaf að
spyrja út í þær og þá komu alltaf
skemmtilegar sögur. Ég fór því allt-
af sögunni ríkari heim. Þá voru þetta
bara sögur en núna eru þetta dýr-
mætar minningar sem ég ætla að
varðveita alla tíð í huga mínum og ég
veit að ég á oft eftir að rifja þær upp.
Núna ertu komin til afa, mömmu
þinnar og pabba, Sveins bróður þíns
og allra hinna og ég veit að þér líður
vel. Ég bið þig að skila kveðju og
kossi til afa, sem ég veit að tók svo
vel á móti þér.
Dauðans stríð af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja.
Meðtak þá, faðir, mína önd,
mun ég svo glaður deyja.
(Hallgr. Pét.)
Þín ömmustelpa
Þóra Björk Eiríksdóttir.
Í dag kveð ég þig, amma mín. Nú
ert þú búin að fá hvíldina sem þú
varst farin að þrá eftir langvarandi
veikindi.
En þrátt fyrir erfiða baráttuvar
aldrei langt í kímnigáfuna þína.
Nú eru mér efst í huga þær minn-
ingar. Þegar ég átti greiðan aðgang
að heimili ykkar afa. Þá læddist ég
oft upp til ykkar, það var aðallega
þegar afi var að mæta í tíukaffi, því
þá var oft laumað einhverju góðgæti
að mér í leiðinni. Og ég tala ekki um
það ef grjónagrautur kraumaði í
pottinum, ég umla enn þann dag í
dag yfir grautnum en enginn er
samt eins góður og þinn var. Mér er
ofarlega í huga þakklæti fyrir þá
umhyggju og ástúð sem þú sýndir
mér þegar ég lá einu sinni sem oftar
á sjúkrahúsi, þegar þú komst og
heimsóttir mig daglega og stappaðir
í mig stálinu.
Elsku amma mín, ég þakka þér
enn og aftur fyrir hvað þú varst ynd-
isleg og góð, þú nuddaðir mína veiku
fætur allt frá spítalavistinni og fram
á þann dag þegar þú varst orðin
veik. Amma mín, allt fram í andlátið
var þér efst í huga velferð og ham-
ingja annarra. Nú veit ég að þú ert
komin í góðar hendur og að þér líður
vel.
Oft lít ég upp til þín
augum grátandi.
Líttu því ljúft til mín,
Svo leysist vandi.
(Hallgr. Pét.)
Ég þakka þér fyrir allar yndislegu
stundirnar sem við áttum saman.
Guð geymi þig, elsku amma mín.
Þín
Þuríður V. Eiríksdóttir.
Elsku Dudda frænka. Við sonur
minn Madhav Davíð gengum eftir
götunni okkar hér í Þýskalandi fyrir
nokkrum dögum. Það hafði verið
mjög heitur dagur og við fórum út í
ljósaskiptunum til að anda að okkur
fersku lofti frá skóginum sem er ná-
lægt okkur. Við nutum þess bæði að
finna svalann og kyrrðina og okkur
varð orðfátt á hægu labbi. Þá segir
Madhav upp úr eins manns hljóði
eins og hann hefði hitt einhvern á
götu: Dudda frænka!! Ég leit á hann
í forundran því hann lærði mörg
nöfn á frænkum og frændum á Ís-
landi í sumar og þitt nafn var
kannski ekki það sem hann upplifði
sem sterkast. Við mamma fórum á
spítalann að kveðja þig, en Madhav
gafst ekki kostur á að hitta þig í
sumar. Kannski eru börn beintengd
við Guð eins og trúin er á Indlandi.
Þetta virtist vera eins konar hugboð
eða sterk vitjun sem hann opinber-
aði þarna í nafninu einu. Hann var
allavega alveg til í að nefna nafnið
þitt aftur þegar ég innti hann eftir
því hvað hann hefði sagt.
Þremur dögum síðar yfirgafstu
þessa tilveru.
Það er gott að setjast niður og
skrifa nokkur orð til þín þó að þetta
verði fyrsta bréfkornið sem þú færð
frá mér fyrir utan einstaka póstkort.
Þegar maður sest niður til að skrifa
reikar hugsunin líka til þeirra sem
hafa farið svo af eldra fólkinu úr fjöl-
skyldunni síðustu árin. Þegar afi dó
fannst mér ég ekki finna nein orð.
Nálægðin við hann var enn svo mik-
il.
Það var erfitt að finna samhengi í
minningunum til að setjast niður og
mynda heild á blaði.
Það sem stendur upp úr í minn-
ingunni um þig er hvað frá þér
streymdi mikill kærleikur og óend-
anleg reisn. Hjarta mitt er fullt af
þakklæti fyrir hversu gjöful þú varst
í að miðla til okkar minningum æsku
þinnar og einnig vitneskju um horfn-
ar kynslóðir ættarinnar. Einhvern
veginn þarf maður að heyra hlutina
svo oft til að geta munað þá alveg,
það verð ég að viðurkenna, en þess-
ar stundir með þér eru yndisleg
minning.
Þegar ég var yngri fannst mér
eins og þú hlytir að vera einhvers-
konar aukaamma okkar af því hvað
þú varst hlý og góð og þó við sæj-
umst ekki oft þá lágu pakkar undir
jólatrénu til okkar Diljár. En í ferm-
ingarveislum og stórafmælum sá ég
að þú áttir auðvitað allt önnur
barnabörn. Þetta fannst mér mjög
merkilegt og mér fannst þið Steini
svo flott afi og amma.
En þegar myndin kemur upp í
hugann, er hún alltaf af ykkur báð-
um saman.
Steini hafði þetta handaband sem
maður gleymir aldrei og þessa fal-
legu rödd sem var svo traustvekj-
andi. Nú ertu hjá honum. Eftir veik-
indi liðinna mánaða er það sú
hugsun sem er gleðileg.
Þessi orð til þín eru eins og mynd
sem lítil frænka hafði af ömmusyst-
ur, varpað upp í tilefni af ævilokum
hennar. Ég mun alltaf geyma minn-
inguna um þig, styrkur þinn verður
fyrirmynd og leiðarljós.
Með þakklæti,
Ólöf Sigursveinsdóttir.
Sunnudaginn 26. ágúst, um
messuleytið í einu blíðasta síðsum-
arveðri sem skaparinn gaf á þessu
sumri, yfirgaf hún elsku besta
frænka mín, móðursystir okkar,
Guðríður Steindórsdóttir, þetta
jarðlíf. Mosinn á Hellisheiðinni glóði
og Ölfusið birtist af Kambabrún með
rísandi Vestmannaeyjar upp úr
glitrandi hafinu og Hveragerði
skrýtt sumarklæðum kúrandi á sín-
um volga sæla gróðurreit. Svona
vafði veðurblíðan mann að sér þegar
ég ók yfir fjallið þennan morgun er
ég var á leiðinni til hennar mömmu
minnar. Það var engu líkara en okk-
ar kæra frænka hefði valið sér þetta
,,Hofveður til þess arna“.
Einmitt í slíku blessuðu sólarveðri
skín minning lítillar telpu úr Hvera-
gerði, þar sem hún, ásamt bróður
sínum, horfir fast upp í Kambana til
að koma auga á bílinn Steina og
Duddu frænku. Það er beðið með
spenningi og tilhlökkun eftir að hitta
fjölskylduna á Reynimelnum, sem
oft kom austur til dvalar á Hofi,
sumarbústaðnum þeirra góða. Við
elstu þrjú systkinin erum fædd þar
sem heitir Borg, hús sem stendur
við Hverahlíð, og ólumst þar upp
fyrstu árin. Við hliðina á okkur,
austanmegin, stendur Hof, en vest-
anmegin var bústaður ömmusystur
okkar Ragnheiðar, yfirleitt kölluð
amma í Hafnarfirði. Húsin öll um-
kringd stórum görðum með upp-
rennandi trjágróðri, sem nú rís hár
og tignarlegur við Hverahlíðina. Það
var nú ekki amalegt fyrir okkur að
hafa þessa sumarnábúa. Það er ynd-
islegur blær yfir þessum fyrstu
sumrum bernskunnar með Duddu
frænku og Steina og krakkana
þeirra svona nálægt okkur. Stóri
Steini var sjaldan langt undan og
var laginn þegar hann tók myndir af
okkur frændsystkinunum í sumrinu,
sitjandi fyrir sunnan Hof, ljómandi
af leik og fjöri.
Önnur minning og sterk, einnig
tengd sunnudegi í góðu veðri og öku-
ferð austur fyrir fjall. Í þetta skiptið
er litla telpan sex ára og situr sæl
með sig inn í bílnum hjá Duddu,
Steina og fjölskyldunni, en ég hafði
fengið að vera í nokkra daga, æv-
!"# "
!
"! !
#! !
$% &" '
$
!
"
%
()#()#*+,,
-. /
! & '! ! ( ')
'
0!)"!&"
.!1 !
! ! 2. 2.!&"
1 .! !
$% &"
1.!&"
! ( !
!2.!'