Morgunblaðið - 06.09.2001, Page 55

Morgunblaðið - 06.09.2001, Page 55
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 55 Sunddeild Ármanns Innritun virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557 6618 (Stella). Barnasund Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst laugardaginn 8. september nk. í Árbæjarskóla. 13–17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir sam- komulagi. FRANSMENN Á ÍSLANDI: Safn á Fáskrúðsfirði um veru franskra sjómanna á Íslandi. Opið daglega í sumar kl. 10.30-17. Sími 475 1525 og 864 2728. Netfang: alber- te@islandia.is FRÆÐASETRIÐ Í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði, s. 423 7551, bréfs. 423 7809. Opið alla daga kl. 13–17 og eftir samkomulagi. GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sumar frá kl. 9–19. GOETHE-ZENTRUM: Laugavegur 18, 3. hæð, Reykjavík. Opið þri. og mið. kl. 15–19, fim., fös. og lau. kl. 15–18. S. 551 6061. Fax: 552 7570. Sumarleyfi er frá 11. júní til 13. ágúst. HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar opin alla daga nema þri. frá kl. 11–17. LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN: Opið mán.–fim. kl. 8.15–22, föst. kl. 8.15-19, lau. 9–17, sun. kl. 11-17. Þjóðdeild lokuð sunnud. og handritadeild lokuð laugard. og sunnud. S: 525 5600, bréfs: 525 5615. LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi: Op- ið eftir samkomulagi. S. 482 2703. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Opið alla daga nema mánudaga, kl. 14-17. Inngangur frá Eiríksgötu og Freyjugötu. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir, kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11–17, lokað mán. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn: Opið alla virka daga kl. 8–16. Bókasafn: Opið þri.–fös. kl. 13–16. Aðgangur er ókeypis á mið. Uppl. um dagskrá á internet- inu: http//www.natgall.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR THE REYKJAVÍK ART MUSEUM Lisatsafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Flókagötu – 105 ReykjavíkSími/Tel: (354) 552 6131 Fax: (354) 562 6191 Netfang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn- @reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið fimmtu- daga–þriðjudaga 10–17 miðvikudaga 10–19 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Tryggvagötu 17 – 101 Reykjavík Sími/Tel: 511 5155 Fax: 562 6191 Netfang/ E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn@reykja- vik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið föstudaga–mið- vikudaga 11–18 Fimmtudaga 11–19 Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Sigtúni – 105 Reykjavík Sími553 2155 Fax: 562 6191 Netfang: listasafn- @reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið maí–sept- ember kl. 10–16 alla daga október–apríl kl. 13–16 alla daga LISTASAFN KÓPAVOGS – GERÐARSAFN: Opið daglega kl. 12–17 nema mán. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið alla daga nema mánudag kl. 14-17. Upplýsingar í s. 553 2906. LISTASALUR Korpúlfsstöðum við Thorsveg er opinn alla mið. kl. 12-18. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Grófarhús, Tryggvagata 15, Reykjavík. Sími 563 1790. Fax: 563 1799. reykjavik.is/ljosmyndasafn - Opið mán._föst. kl. 10-16. LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. Safnið er opið á sun., þri., fim og laug. kl. 13-17. MENNINGAMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG: Sýningatími í sumar er kl. 12-19 virka daga. Lokað um helgar. Sími 575- 7700. MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Að- alstræti 58, Akureyri. S. 462 4162. Opið alla daga frá 1. júní til 15. sept. kl. 11-17. MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mán. kl. 11–17 til 1. september. Alla sun. frá kl. 14–17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safn- búð með minjagripum og handverksmunum. Kaffi, kand- ís og kleinur. S. 471 1412, netfang minaust@eldhorn.is. MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/El- liðaár. Opið á sun. kl. 15–17 og eftir samkomulagi. S. 567 9009. MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13–17. Hægt er að panta á öðrum tímum í s. 422 7253. IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14–18, en lokað á mán. S. 462 3550 og 897 0206. MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, s. 569 9964. Opið virka daga kl. 9–17 og á öðrum tíma eftir samkomulagi. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið mið. og lau. 13–18. S. 554 0630. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sun. þri. fim. og lau. kl. 13.30–16. NESSTOFUSAFN. Opið laugardaga , sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. 13-17. NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.–sun. 12–17. Sýningarsalur opinn þri.–sun. kl. 12–17, lokað mán. Kaffi- stofan opin mán.–laug. kl. 8–17, sun. kl. 12–17. Skrifstofan opin mán.–föst. kl. 9–16. Sími 551–7030, bréfas: 552 6476. Tölvupóstur: nh@nordice.is – heimasíða: hhtp:// www.nordice.is. PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- firði. Opið þri. og sun. 15–18. S. 555 4321. RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið lau. og sun. til ágústloka frá l. 13–18. S. 486 3369. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin lau. og sun. kl. 13.30–16. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. Sími sýningar 565 4242. Skrifstofa, Lyngási 7, 210 Garðabær, sími 530 2200. Netfang: sjominjasafn- @natmus.is. SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS- SONAR, Súðarvogi 4. Opið þri. – lau. frá kl. 13–17. S. 581 4677. SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl. í s: 483 1165, 483 1443. SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10–18. S. 435 1490. STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suður- götu. Handritasýning opin:1. júní - 25. ágúst mánudaga - laugardaga kl. 11.00 - 16.00 STEINARÍKI ÍSLANDS, Görðum Akranesi: Opið alla daga kl. 13–18 nema mánud. er lokað. Opnað fyrir hópa utan þess tíma eftir samkomulagi. Maríukaffi býður upp á gómsætar veitingar á opnunartíma. Til sölu steinar, minjagripir og íslenskt handverk. S. 431 5566. Vefsíða: www.islandia.is/steinariki SVEINSHÚS, KRÍSUVÍK: Opið fyrsta sunnudag í mánuði frá 3. júní til 2. sept. frá kl. 13-17. Áhugasamir geta pant- að leiðsögn fyrir hópa á öðrum tímum. Uppl. í símum 861- 0562 og 866-3456. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu lokaðar vegna endurbóta á húsnæði. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Menningarsögulegar sýning- ar. Fundarstofur til leigu. Veitingastofa. Opið alla daga frá kl. 11–17. Sími 545 1400. AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mán. til fös. kl. 10– 19. Lau. 10–15. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14–18. Lokað mán. NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní – 1. sept. Uppl. í s. 462 3555. NORSKA HÚSIÐ Í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum- ar frá kl. 11–17. OPNUN sýningar og verðlauna- afhending í Nýsköpunarkeppni grunnskólanema verður laug- ardaginn 8. sept. 2001 kl. 13:30 í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Tölvuleikur þar sem amma segir sögur, suga sem sogar reyk úr bílum, rasshlífar, páfa- gaukasturta, mömmubangsi, blómavökvari, tímaglasaflýtir og talandi fuglabók er meðal hugmynda nemenda sem verða á sýningunni í Gerðubergi í þetta skipti, segir í frétta- tilkynningu. Í ár á Nýsköpunarkeppnin 10 ára afmæli en keppnin hefur vaxið ótrúlega frá upphafi og fjöldi umsókna aukist með ári hverju. Núna bárust 2.998 um- sóknir í Nýsköpunarkeppnina og þar af komust 70 hugmyndir í undanúrslit sem voru útfærð- ar í vinnusmiðjum keppninnar. Þessar hugmyndir í formi vegg- spjalda, frumgerða og líkana eru uppistaða sýningarinnar í Gerðubergi. Níu hugmynda- smiðir hljóta verðlaun en veitt eru 1.-3. verðlaun í eftirtöldum flokkum: uppfinning, hugbún- aður og útlits- og formhönnun. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson afhendir verðlaunin. Sýning stendur frá 8. sept- ember til 30. september 2001. Aðgangur er ókeypis. 2.998 hugmyndir í nýsköpunarkeppni DANSSMIÐJAN býður upp á dans- kennslu um helgar í Skeifunni 11. Þar verða kenndir barnadansar, frjáls dans og „breakdans“ og boðið verður upp á kennslu fyrir hjón. Í Akoges-salnum í Sóltúni 3 verð- ur einnig tekið á móti nemendum, byrjendum og lengra komnum, í nám ísveita- og samkvæmisdönsum. Kennsla hefst þriðjudaginn 11. september. Önnin til jóla er 14 vikur og jólaball verður haldið í lok henn- ar. Opið hús verður á dagskrá í vetur fyrir hjónahópa. Námskeið Danssmiðjunn- ar að byrja VETRARSTARF Tækniskóla Ís- lands hófst 21. ágúst sl. með móttöku nýnema, kynningu á skólastarfinu og réttindum og skyldum nemenda. 22. ágúst hófst kennsla í öllum deildum skólans. Aðsókn að skólanum hefur aukist mikið síðustu ár og er þetta ár engin undantekning. Mesta fjölgun milli anna á þessu ári er í rafmagnsdeild, rúm 100%. Þar er eftirsóttasta námsbrautin tölvu- og upplýsinga- tæknifræði sem er sjö anna nám til B.Sc.-gráðu. Aukning er einnig í hinum tækni- deildum skólans, þ.e. bygginga- og véladeild, og hefur konum í tækni- námi fjölgað um 100%. Á vorönn voru aðeins 15 konur í tækninámi en eru nú 30 talsins. Um 175 nemendur stunda nú nám við frumgreinadeild skólans þar sem boðið er upp á tveggja anna undir- búningsnám fyrir áframhaldandi nám á styttri námsbrautum tækni- deildanna auk fjögurra anna náms sem veitir raungreinadeildarpróf en það jafngildir stúdentsprófi af raun- greinabraut. Fjölmennasta deild skólans er rekstrardeild með tæplega 290 nem- endur og hún er jafnframt sú deild sem hefur stækkað mest á undan- förnum árum. Í heilbrigðisdeild er 53% fjölgun í geislafræði (áður röntgentækni) en í meinatækni stendur fjöldi nemenda í stað og er það miður þar sem fyr- irsjáanlegur skortur er á meina- tæknum í framtíðinni. Í ágúst var undirritaður samningur við ráðu- neyti menntamála og fjármála um framlög til skólans og þá þjónustu sem honum er ætlað að inna af hendi. Aukin að- sókn að Tækni- skólanum FÉLAGIÐ Ísland-Palestína hefur hafið undirskriftasöfnun á heimasíðu sinni, www.Palestina.is. Áskorunin er svohljóðandi: „Við undirrituð skorum á utanríkisráð- herra Íslands að fordæma árásir Ísr- aelshers á palestínska íbúa herteknu svæðanna, ólöglegt landrán Ísr- aelsmanna og eyðileggingu palest- ínskra heimila og eigna. Við skorum á utanríkisráðherra að krefjast þegar í stað alþjóðlegrar verndar til handa íbúum Palestínu og að beita áhrifum sínum til þess að Ísraelsríki standi við gerða samn- inga, fari að samþykktum Samein- uðu þjóðanna og hlíti alþjóðalögum.“ Hefja undir- skriftasöfnun ÁHUGAHÓPUR um línudansa kemur saman á ný til æfinga eftir sumarleyfi í dag, fimmtudag, kl. 20.30, í Lionssalnum, Auðbrekku 25, Kópavogi. Æfingar í línudansi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Dýraverndarráði: „Að gefnu tilefni vill Dýraverndar- ráð beina þeim tilmælum til þeirra að- ila er stjórna réttum að þeir sjái til þess að meðferð dýra sé í samræmi við lög nr. 15/1994 um dýravernd og reglugerðir byggðar á þeim. Sam- kvæmt lögum nr. 6/1986 um afrétt- armálefni, fjallskil o.fl. stjórnar hér- aðsnefnd öllum afréttar- og fjallskilamálum í sínu umdæmi, en hreppsnefnd eða bæjarstjórn annast stjórn og framkvæmd þeirra í hverri fjallskiladeild. Því miður eru þess dæmi í stóðrétt- um á hverju hausti að ódæl og lítið tamin hross eru beitt fantabrögðum við töku. Allir sem til hrossa þekkja vita að þessi fantatök eru óþörf og til þess eins fallin að meiða og hvekkja dýrið, með þeim afleiðingum að það verður hrætt við manninn og forðast handtök hans í langan tíma á eftir og jafnvel ævilangt. Fantatökin sem um ræðir eru t.a.m. grip um eyru (hestar snúnir niður á eyrunum) og tagltog. Eyrun eru ein mikilvægustu skynfæri hestsins, mjög viðkvæm og því veldur það hrossum miklum sársauka þegar tekið er fast um eyrun, að ekki sé tal- að um þegar snúið er upp á þau. Tagl- ið er ekki eins viðkvæmt en að sjálf- sögðu veldur það hrossinu sársauka þegar fast er togað. Ekki er efast um að sum hross eru baldin og óhjákvæmilegt getur verið að beita þvingun til að ná þeim í rétta dilka. Að beita þvingun þarf ekki að valda sársauka. Til eru s.k. kastmúlar eða tökumúlar, þeir geta fyllilega komið í stað þess að grípa um eyru og að hanga í tagli. Dýraverndarráð hvetur alla til þess að hafa dýravernd að leiðarljósi í um- gengni sinni við dýr. Jafnframt er fólk hvatt til að láta í sér heyra og lýsa yfir vanþóknun sinni þegar það verður vart við illa meðferð á dýrum. Ef við- komandi lætur ekki segjast ber öllum skylda til að kæra til lögreglu, skv. dýraverndarlögum.“ Tilmæli Dýraverndar- ráðs vegna stóðrétta STARFSMANNAFÉLAG ríkis- stofnana og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hafa sameinast um námskeiðahald fyrir félagsmenn undir yfirskriftinni „Það er gott að vita!“. Námskeiðahaldið hefst í framhaldi af viku símenntunar sem fer fram 3.–9. september en hún er haldin til að vekja athygli fólks á mikilvægi þess að afla sér þekk- ingar allt lífið. Félögin halda átta mismunandi námskeið og fyrirlestra. Þau nám- skeið sem boðin er þetta haust og fram eftir vetri eru: „Hvað græði ég á því að breyta rétt – siðfræði á vinnustað“, „Streita, streitulosun og lífsstjórn“, „Hlutabréfamarkaður- inn“, „Ákveðniþjálfun fyrir konur“, „Einelti“, „Er líkamsbeitingin á hreinu?“ og námskeiðið „Réttindi mín: lífeyrissjóður og Trygginga- stofnun ríkisins“. Einnig standa félögin fyrir vinnustundum í náms- og starfsráðgjöf þar sem leitast er við að svara því með þátttakendum hvar áhugasvið þeirra liggur með því meðal annars að gera áhuga- sviðskönnun. Öll námskeiðin eru haldin á Grettisgötu 89 (3.–4. hæð). Skráning og nánari upplýsingar hjá SFR. SFR og St.Rv. sameinast um símenntun TOURETTE-samtökin á Íslandi hafa opið hús fyrir foreldra barna með Tourette-heilkenni í kvöld kl. 20.30 í Hátúni 10b, 9. hæð. Þessi opnu hús eru mánaðarlega, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Þar gefst foreldrum tækifæri til að spjalla saman yfir kaffibolla um mál- efni barna sinna. Tourette með opið hús Í APRÍL síðastliðnum hófst fyrri hluti námskeiðs í íslensku fyrir er- lenda starfsmenn hjá Leikskólum Reykjavíkur. Síðari hluti nám- skeiðsins hefst 4. september, í viku símenntunar. Námskeiðið er liður í stefnu Leikskóla Reykjavíkur í mál- efnum útlendinga. Hjá Leikskólum Reykjavíkur starfa um það bil 100 erlendir starfsmenn frá 30 löndum. Námskeiðið er 50 klukkustunda námskeið og er kennt tvær kennslu- stundir í senn á dagvinnutíma. Markmiðið með námskeiðinu er að efla þekkingu og færni starfsmanna í starfi með því að styrkja íslensku- kunnáttu þeirra og tengja hana við uppeldisstarfið sem fram fer í leik- skólunum. Þátttakendur á nám- skeiðinu eru 15 talsins. Vorið 2002 er stefnt að framhaldsnámskeiði í íslensku sem ætlað er starfsmönn- um sem lengra eru komnir í ís- lensku. Um framkvæmd námskeiðsins sá fyrirtækið Fjölmenning ehf. í nánu samstarfi við starfsmenn starfsþró- unardeildar Leikskóla Reykjavíkur. Erlendir starfsmenn læra íslensku ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ LAUGARDAGINN 8. september verður haldið söngkvöld í Félags- heimilinu Árnesi í Gnúpverjahreppi kl. 22 þar sem Menn frá Kleifum munu leiða sönginn. Öllum textum verður varpað á skjá þannig að auðvelt verður að fylgjast með og taka undir. Á efnis- skránni eru íslensk alþýðu- og dæg- urlög með innskotum af erlendum uppruna og eigin efni hljómsveitar- innar. Allir textar eru á íslensku. Menn frá Kleifum eru á aldurs- bilinu 22–74 ára, en þeir eru: Grétar Grétarsson, kontrabassi, Helgi Þór Ingason, píanó, söngur, Jón Árna- son, harmonika, söngur, Kormákur Bragason, gítar, flauta, söngur, Ólaf- ur Sigurðsson, gítar, söngur, Ólafur Þórðarson, gítar, söngur, og Þor- varður Ólafsson, fiðla, söngur. Hljómsveitarmeðlimir eru allir ým- ist ættaðir frá Kleifum í Ólafsfirði eða tengdir þeim fjölskylduböndum á einn eða annan hátt og halda uppi áralangri tónlistarhefð sem þaðan er runnin, segir í fréttatilkynningu. Söngkvöld í Árnesi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.