Morgunblaðið - 06.09.2001, Page 59
60 og 70 ÁRA afmæli. Í dag fimmtudaginn 6. septemberer sextug Borghildur H. Flórentsdóttir. Eiginmaður
hennar, Björgvin Hofs Gunnarsson verður 70 ára 23. nóv-
ember nk. Í tilefni þessa halda þau sameiginlega upp á af-
mælin og taka á móti gestum laugardaginn 8. september frá
kl. 20 í samkomusal Drangeyjar, Stakkahlíð 17, Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 59
DAGBÓK
Árnað heilla
LJÓÐABROT
LÓAN
(Gömul saga)
Einn um haust í húmi bar
hal að kletta sprungu,
úti kalt þá orðið var,
öngvir fuglar sungu.
Sá hann lóur sitja þar
sjö í kletta sprungu,
lauf í nefi lítið var
og lá þeim undir tungu.
Og hann sá, að sváfu þær
svefnamóki þungu;
læddist inn og einni nær
inn’ í kletta sprungu.
– – –
Gísli Brynjúlfsson.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
MEYJA
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert þolinmóður og lætur
ýmislegt yfir þig ganga.
Samt kanntu að draga
mörkin, þegar þú vilt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú þarft umfram allt að gera
þér grein fyrir tilfinningum
þínum í garð annarra. Gættu
þess að leyfa ekki öðrum að
ganga um of á rétt þinn.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Drífðu nú í að laga það sem
úrskeiðis hefur farið á heim-
ilinu. Það þarf ekki að taka
svo langan tíma ef þú bara
gengur rösklega til verks.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Stundum er betra að láta
kyrrt liggja heldur en að
sækja of langt til þess að
reyna að bæta sambandið við
vini sína. Allt lagast með tím-
anum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Eyddu ekki peningum í hluti
sem þú hefur enga tryggingu
fyrir að komi þér að gagni.
Þótt tækifærið virðist freist-
andi skaltu athuga þinn gang.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú þarft að hafa hemil á til-
finningum þínum og sérstak-
lega þarftu að gæta þess að
loka að þér þegar aðrir ætla
að vaða yfir þig á skítugum
skónum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Stundum er allt í lagi að fara
eftir fyrstu tilfinningu þótt
yfirleitt sé skynsamlegt að
tékka hana af til öryggis.
Sýndu staðfestu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Notaðu hvert tækifæri til
þess að ræða hugðarefni þín
við vini þína. Leitaðu að feg-
urðinni í lífinu því fagurt um-
hverfi er raunveruleg heilsu-
bót.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú hefur lagt hart að þér og
ættir því að uppskera laun
erfiðis þíns fyrr eða síðar.
Láttu samt ekki biðina eftir
viðurkenningu halda aftur af
þér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það væri freistandi fyrir þig
að auka menntun þína með
einhverju móti. Nú eru tæki-
færin svo margvísleg að þú
hlýtur að finna eitthvað við
þitt hæfi.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það eru allskonar tækifæri á
sveimi í kringum þig. Málið
er bara að vera á verði og
grípa réttu tækifærin þegar
þau bjóðast. Vertu vandlátur.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Stundum er eins og hlutirnir
séu engin tilviljun heldur hafi
þeir verið löngu ákveðnir og
beðið þess eins að réttur mað-
ur kæmi á réttri stundu.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú átt auðvelt með að starfa
með öðrum og leggur glaður
þitt af mörkum til þess að
raunverulegur árangur náist.
Þinn tími mun þess vegna
koma.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÍSLENSKIR skákmenn
fengu aðeins að kynnast sér-
stökum töktum tékkneska
undrabarnsins David Nav-
arra (2491) í ferðum sínum
til Tékklands í sumar. Hann
tók þátt í HM 20 ára og yngri
í Aþenu og þurfti í stöðunni
að lúta í lægra haldi gegn
Sergey Asarov (2461). Sá
síðarnefndi hafði hvítt og
splundraði kóngsstöðu
svarts. 21.
Bxf7! Hxf7
22. Dg6+
Kf8 23.
Hxd6 Db8
23... De7 var
einnig slæmt
sökum 24.
Hxh6 Bxh6
25. Dxh6+
Hg7 26. f6
og hvítur
vinnur. 24.
Hxh6! Bxh6
25. Dxh6+
Ke7 26.
De6+ Kf8
27. Dh6+
Ke7 28.
Hxc6 Bb7
29. He6+ Kd8 30. Dg5+! og
svartur gafst upp enda verð-
ur hann mát eftir t.d. 30...
Kd7 31. Dd2+ Kc7 32. Rb5+
Kc8 33. He8#. Skákin tefld-
ist í heild sinni: 1. e4 c5 2. Rf3
e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5.
Rc3 d6 6. Be3 Rc6 7. Bc4 Be7
8. f4 O-O 9. Df3 e5 10. Rxc6
bxc6 11. f5 Rd7 12. O-O-O
Rb6 13. Bb3 Ba6 14. h4 Rc4
15. Kb1 Rxe3 16. Dxe3 h6 17.
Dh3 Kh7 18. g4 g5 19. hxg5
Bxg5 20. Dh5 Kg7 o.s.frv. 7.
umferð Skákþing Íslands,
landsliðsflokki, fer fram 6.
september kl. 17.00 í íþrótta-
húsinu við Strandgötu.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
SVEIT Karls Sigurhjartar-
sonar – Iceland Express – er
komin í átta liða úrslit í
heimskeppni OK-Bridge á
Netinu. Heiminum er skipt
upp í átta svæði og fara fyrst
fram útsláttarleikir innan
svæðanna. Iceland Express
sat yfir í fyrstu umferð, en
hefur síðan lagt að velli þrjár
sterkar sveitir, nú síðast
sveit frá Danmörku undir
forystu Thorvalds Aaga-
ards. Íslenska sveitin hefur
þar með unnið Norður-Evr-
ópuriðilinn. Við skulum
skoða nokkur spil frá leikn-
um við Danina:
Suður gefur; allir á hættu.
Áttum breytt.
Norður
♠ K875
♥ 97532
♦ D3
♣ 86
Vestur Austur
♠ G4 ♠ 32
♥ DG104 ♥ –
♦ K9642 ♦ ÁG1087
♣D2 ♣KG7543
Suður
♠ ÁD1096
♥ ÁK86
♦ 5
♣Á109
Ásamt Karli eru í sveit
Iceland Express þeir Jón
Baldursson, Þorlákur Jóns-
son, Matthías Þorvaldsson,
Þröstur Ingimarsson og
Magnús E. Magnússon, en
þeir tveir síðastnefndu sátu
yfir í leiknum gegn Dönum.
Karl og Jón spiluðu gegn
Hans Christian Graversen
og Paul Clemmensen í fyrri
hálfleik:
Vestur Norður Austur Suður
Karl H.C. Jón Paul
– – – 1 spaði
Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass 4 grönd Pass
5 tíglar Pass Pass 5 spaðar
Pass Pass Dobl Allir pass
Stökk norðurs í þrjá spaða
er veik hækkun (Bergen), en
suður á mjög góð spil og
hækkar í geim. Jón passar
fyrst þrjá spaða, en kemur
síðan inn á fjórum gröndum
til að sýna láglitina. Paul tók
skakkan pól í hæðina að
reyna við fimm spaða yfir
fimm tíglum. Jón doblaði í
viðleitni til að fá hjarta út, en
Karl átti nógu sterkt hjarta
til að bíða rólegur með þann
lit og kom út með tígul.
Vörnin fékk fjóra slagi, einn
á tígul, einn á lauf og tvo á
hjarta: 500 til Íslands.
Á hinu borðinu mættu
Þorlákur og Matthías þeim
Morten Jepsen og Thorvald
Aagaard:
Vestur Norður Austur Suður
Thorvald Þorlákur Morten Matthías
– – – 1 spaði
Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass 4 grönd Dobl
5 tíglar Dobl Allir pass
Sama þróun í byrjun, en
Þorlákur og Matthías voru
ekki á því að hætta sér upp á
fimmta þrep og tóku 200 í
fimm tíglum dobluðum. Tólf
IMPar til Iceland Express.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 6.
september, verður fimmtug-
ur Andrés Ólafsson, Dal-
braut 25, Akranesi. Eigin-
kona hans er G. Rósa
Pétursdóttir. Þau eru að
heiman í dag.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 2. ágúst sl. í Þor-
geirskirkju í Ljósavatns-
hreppi af sr. Arnaldi Bárð-
arsyni Berta Súsanna
Hreinsdóttir og Þórhallur
Ingason. Heimili þeirra er á
Suðurgötu 42 í Keflavík.
Ljósm./Myndr. ehf., Rúnar Þór
Ge Qing, sem er 14 ára kín-
verskur strákur, óskar eftir
pennavinum á Íslandi.
Áhugamál hans eru blak og
hann langar að verða lækn-
ir. Hann skrifar á ensku.
Ge Qing,
1# 603 458 Tong Pan
Road,
Fuzhou, Fujina,
China.
Lovedbes@21cn.com
Rahiel óskar eftir íslensk-
um pennavini. Hún hefur
áhuga á að skiptast á póst-
kortum og frímerkjum.
Ms. Rahiel Elaine
Housey,
109 Meadow Lane,
GPF, MI 48236,
U.S.A.
Pennavinir
ATVINNA mbl.is
Tilboð
Barnamyndatökur verð frá kr. 5.000
Innifalið 1 stækkun 30x40 cm í ramma,
aðrar stækkanir að eigin vali, með allt að
50% afslætti
Ljósmyndastofan Mynd, sími: 565 4207
Ljósmyndastofa Kópavogs, sími: 554 3020
Ný sending
af yfirhöfnum
frá
v/Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
Kringlunni,
sími 588 1680,
opið í Kringlunni til kl. 21.00
á fimmtudagskvöldum.
iðunn
tískuverslun
Losaðu þig við rafbylgjur
og ryk í íbúðinni.
Árangurinn gæti komið þér á óvart.
Ertu haldin...
Upplýsingar í síma 581 1008 eða 862 6464, Hreiðar Jónsson.
síþreytu
svefntruflunum
sjúkdómum
sem læknavísindin og lyf
ráða illa við?
Þá eru rafbylgjur vandinn!
Fer einnig út á land.
Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433.
Dragtir frá kr. 7.900
Bolir á 500 og 1.000 kr.
á meðan birgðir endast
HAUST Í
FLASH
Flauelisjakkar
með og án hettu
6.990
Litir: Svart og ljóst
Stærðir 10-16
Laugavegi 54,
sími 552 5201