Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 68

Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. TÖLUVERT hefur borið á því að undanförnu að nýtt brunabótamat valdi fólki áhyggjum um að eignir þess séu ekki nógu vel tryggðar fyrir tjóni. Skv. upplýsingum forsvarsmanna tryggingafélaga getur matið, sem félögin leggja til grundvallar við tryggingar, leitt til þess að fólk fái minni bætur en sem nemur virði við- komandi eignar. „Við höfum heyrt þessar áhyggjur enda er eðlilegt að fólk skoði vel tryggingavernd sína á þessu sviði sem öðrum,“ segir Haukur Ingi- bergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins. ,,Megintilgangur endur- matsins var að samræma brunabóta- mat og þetta er í fyrsta sinn sem brunabótamat er framkvæmt með samræmdum hætti á landsvísu. Í ljós hefur komið að mörg dæmi eru um hvort tveggja, að eignir hafi hækkað í mati og lækkað. Meðaltalslækkun á landinu öllu var 4%,“ segir Haukur. Ásgeir Baldurs hjá Vátrygginga- félagi Íslands segir ráðgjafa VÍS hvetja fólk sem er ósátt við bruna- bótamatið til að fá nýtt mat. ,,Ef fast- eignamatið er ekki tilbúið að breyta því mati sjáum við ekki hvernig við eigum að geta greitt hærri bætur. Fólk væri þá að kaupa tryggingu umfram verðmæti og það stangast á við grundvallaratriði tryggingastarf- semi. Við viljum tryggja og erum til- búnir að tryggja upp að þeirri upp- hæð sem virði hlutarins er. En við treystum okkur ekki til þess að leggja annað mat á fasteignir en fasteignamatið,“ segir Ásgeir. Ráðleggja fólki að kæra Elísabet Kolbeinsdóttir, sem ann- ast brunatryggingar hjá Sjóvá-Al- mennum, segir að skv. nýju lögunum geti félagið ekki boðið upp á sérstaka viðbótartryggingu til að hækka brunabótamatið, það ákvarðist af Fasteignamati ríkisins og engum öðrum. ,,Þeir einir geta breytt brunabóta- matinu. Fólk getur kært breyt- inguna til 15. september og ráðleggj- um við fólki eindregið að gera það. Það er líka hægt að biðja um end- urmat en fólk þarf að greiða fyrir það,“ segir hún. Um seinustu mánaðamót höfðu Fasteignamati ríkisins borist 1.535 athugasemdir frá einstaklingum vegna matsins. Áhyggjur vegna ónógrar trygg- ingaverndar  Öryggi/D2 FRANSKA verktakafyrirtækið E.I. vinnur nú að uppsetningu upptakastoðvirkja í Drangagili fyrir ofan Neskaupstað. Þyrla er notuð við verkið en átta Frakkar, tveir Ítalir og átta Íslendingar vinna við það. Upptakastoðvirki eru sett upp þar sem hætta er á að snjóflóð eigi upptök sín og er ætlað að hindra að flóð fari af stað. Stoð- virkin verða alls 1.500 metrar að lengd og samanstanda af þriggja og hálfs til fjögurra metra háum stoðum sem net eru strengd á milli. Neðar í gilinu er búið að setja upp þvergarða og keilur til að hefta för flóða. Næst settar varnir í Tröllagili Að sögn Guðmundar Sigfússon- ar, forstöðumanns umhverfissviðs Fjarðabyggðar, er vitað um eitt snjóflóð úr Drangagili, sem náði alveg inn í bæinn. Það féll skömmu fyrir aldamótin 1900. Guðmundur segir ekki víst að tak- ist að ljúka verkinu í Drangagili fyrir veturinn, þrátt fyrir að áætl- anir hafi gert ráð fyrir því. Vegna þess hve snjóa leysti seint sé verk- ið á eftir áætlun og snemmkoma vetrar gæti sett strik í reikning- inn en ljóst er að verkinu verður haldið áfram fram á haustið, eins lengi og veður leyfir. Hann segir að giljunum upp af Neskaupstað hafi verið forgangsraðað og næst verði settar upp snjóflóðavarnir í Tröllagili. Á myndinni má sjá hina ítölsku flugmenn þyrlunnar taka sér kaffihlé ásamt öðrum starfs- mönnum. Í hlíðinni fyrir ofan þá sjást upptakastoðvirki. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Snjóflóðavarnir settar upp úrverndarsamtökum Íslands, ein frá NAUST og tvær frá einstakling- um. Óvíst hvenær lokið verður við að fara yfir kærurnar Magnús Jóhannesson, ráðuneyt- isstjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að fjöldi og efnismagn kær- anna geri að verkum að þetta sé allra umsvifamesta stjórnsýslukæra sem ráðuneytið hafi fengið til með- ferðar. Í lögum er gert ráð fyrir að KÆRUFRESTUR vegna úrskurð- ar Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkj- unar rann út á miðnætti í gærkvöld og höfðu ráðuneytinu borist 34 kær- ur þegar ráðuneytinu var lokað síð- degis. Ennþá geta fleiri kærur bor- ist, m.a. kærur sem póstlagðar voru í gær og verður heildarfjöldi kæra ekki ljós fyrr en á morgun. Af þeim 34 stjórnsýslukærum sem þegar hafa borist ráðuneytinu eru 27 frá einstaklingum, 5 kærur frá félögum og samtökum, ein frá Landsvirkjun og ein kæra frá sveit- arfélaginu Fjarðabyggð. Félagasamtökin sem sendu kær- ur eru Náttúruverndarsamtök Ís- lands, Náttúruverndarsamtök Aust- urlands (NAUST), Samtök sveitarfélaga á Austurlandi, Austur- land til framtíðar og AFL – Starfs- greinafélag Austurlands. Af 34 kærum voru 4 kærur til staðfestingar úrskurði Skipulags- stofnunar og þar af ein frá Nátt- ráðherra úrskurði innan átta vikna en Magnús segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja til um hvenær þeirri vinnu ljúki að fara yf- ir kærurnar. „Það er mjög erfitt að segja til um á þessu stigi málsins hvað þetta mun taka langan tíma því það er ljóst að þetta er langsamlega um- svifamesta stjórnsýslukæra sem ráðuneytið hefur fengið og efnislega mikið mál. Það eru heldur ekki komin fram öll gögn þar sem gerður er fyrirvari í kæru Landsvirkunar um afhendingu frekari gagna.“ Samkvæmt lögum er sú leið möguleg að umhverfisráðherra vísi málinu aftur til Skipulagsstofnunar og fari fram á nýjan úrskurð í ljósi þess að fram séu komnar upplýs- ingar sem stofnunin taldi vanta í matsskýrslu framkvæmdaaðila. Að sögn Magnúsar er sú leið fær í mál- inu en hins vegar sé ótímabært að vera með vangaveltur um það hver niðurstaða málsins geti orðið. Umhverfisráðherra þarf, auk þess að yfirfara kærunar, að leita frekara álits framkvæmdaaðila, leyfisveitenda, Skipulagsstofnunar og Náttúruverndar ríkisins. Þegar þær umsagnir liggja fyrir er kær- endum gefinn kostur á að tjá sig um þær umsagnir áður en ráðherra kveður upp endanlegan úrskurð. „Það er talsvert mikið samráð sem þarf að fara fram áður en úr- skurður er kveðinn upp,“ segir Magnús. Aldrei borist umfangsmeiri stjórnsýslukæra Fékk þung- an járnbita á bifreiðina LITLU mátti muna að slys yrði á ökumanni fólksbifreiðar í gær þegar 500 kg járnbiti féll af vörubílspalli á bifreiðina við Ölfusárbrú. Að sögn lögreglunnar á Selfossi rakst vöru- bifreiðin í handrið brúarinnar með þeim afleiðingum að festingar utan um bitann losnuðu svo hann féll af pallinum. Lenti bitinn á nálægri fólksbifreið á ferð og skemmdist hún töluvert á vélarhlíf og hlið. Ein kona var í bifreiðinni á leið til vinnu og var henni mjög brugðið en slapp ómeidd. Loka varð Ölfusárbrúnni í um tuttugu mínútur meðan lögregla at- hafnaði sig á vettvangi óhappsins og myndaðist fljótlega löng röð kyrr- stæðra bifreiða á Suðurlandsvegi. Talið er að um hálfs annars km sam- felld bílaröð hafi verið á veginum þegar opnað var aftur yfir brúna. LANDHELGISGÆSLUNNI barst í gær beiðni frá Noregi um að sækja sjúkling, sem fengið hafði hjarta- áfall, til Jan Mayen. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, er í við- haldsskoðun þessa dagana en ákveðið var að flýta skoðuninni og var hafinn undirbúningur að lengsta sjúkraflugi sem þyrla Gæsl- unnar hefur verið send í eða um 360–370 sjómílna leið til Jan Mayen. Síðdegis bárust hins vegar upp- lýsingar um að líðan sjúklingsins væri betri og var fluginu þá frestað. Skv. upplýsingum Halldórs Nell- et, yfirmanns gæsluframkvæmda hjá Landhelgisgæslunni, varð flug- vél sem Norðmenn sendu að snúa frá vegna veðurs á Jan Mayen og var þá leitað aðstoðar Landhelg- isgæslunnar. TF-LÍF er í þriggja daga viðhaldsskoðun og var því ekki tiltæk á þeirri stundu. Varn- arliðið hafði ekki þyrlu með næga flugdrægni til að fljúga til Jan Mayen og eldsneytisvél var ekki til staðar til að fylgja þyrlu í svo langt flug. Við undirbúning flugs TF-LÍF í gær var ákveðið að þyrlunni yrði fyrst flogið til Húsavíkur, þar sem bæta átti á hana eldsneyti, og þaðan átti svo að fljúga beina leið til Jan Mayen. Ganga þurfti úr skugga um að eldsneyti yrði til á Jan Mayen þar sem þyrlan kæmist ekki til baka úr svo langri ferð nema taka elds- neyti á eynni. Við bestu aðstæður er flugdrægni hennar mest um 600 sjómílur. Þurftu óyggjandi veð- urupplýsingar því að liggja fyrir um að hægt væri að lenda á eynni. ,,Ef veðurskilyrði hefðu verið þann- ig að ekki væri hægt að lenda hefði hún orðið að snúa við 30 mílur frá ströndinni,“ sagði Halldór. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurður Ásgeirsson mælir vegalengdina til Jan Mayen. Undirbjuggu lengsta sjúkraflug á haf út 34 kærur komnar fram vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.