Morgunblaðið - 08.09.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.09.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Danskennsla í skólum Þroskandi íþrótt DANS er nú orðinnskyldufag ígrunnskólum landsins. En skortur er á danskennurum sem veld- ur því að færri fá dans- kennslu en vilja. Heiðar Ástvaldsson danskennari var einn af frumkvöðlum þess að dansinn yrði skyldunámsgrein. Hann var spurður um hvernig ástandið væri í þessum efnum á höfuðborgar- svæðinu. „Við getum sagt að flestir skólar í Reykjavík og nágrenni fái einhverja kennslu. Eini grunnskól- inn sem er með dans- kennslu allan veturinn fyrir alla sína bekki er Mýrarhúsaskóli á Sel- tjarnarnesi. Aðrir skólar verða að skammta þetta, Landakotsskóli er t.d. með helminginn af sínum nemendum í dansi fyrir jól og hinn helminginn eftir jól.“ – Hvernig gengur að fá dans- kennslu í skólum landsbyggðar- innar? „Ég veit að á Ísafirði er dans- kennari sem kennir þar og í ná- grenninu. Í Neskaupstað er danskennari sem kennir í grunn- skólum á svæðinu og einnig er danskennsla í grunnskólum á Ak- ureyri. Víðast fá þó nemendur aðeins stutt námskeið þar sem ekki eru danskennarar fyrir hendi.“ – Eigum við ekki nægilega marga menntaða danskennara til að koma til móts við eftirspurn? „Nei, það vantar þónokkuð mikið upp á það og ég vil hvetja þá sem hafa áhuga á dansi að fara í danskennaranám þar sem danskennarar fá nú fastráðningu í grunnskólum.“ – Hvaða menntun þurfa dans- kennarar að hafa til þess að fá fastráðningu? „Danskennarar þurfa að vera viðurkenndir meðlimir af Dans- ráði Íslands en til þess að verða það þarf fólk að ljúka fjögurra ára námi. Mín skoðun er aftur á móti að miða eigi við að þeir sem vilja verða danskennarar geti lokið námi á þremur árum eins og íþróttakennarar, taki þá sömu bóklegu fög og íþróttakennarar og dansinn komi í stað íþróttanna. Þá sé ég framtíðina fyrir mér þannig að fólk geti tek- ið það sem við getum kallað grunnskóladanskennarapróf, bætt síðan við menntun sína og tekið próf inn í Dansráð Íslands. Til þess að taka meirapróf í dansi, ef svo má segja, þurfa Ís- lendingar nú að taka svokallað member-próf erlendis og þannig yrði það áfram.“ – Hvers konar dans er kenndur í grunn- skólunum? „Við kennum tíu al- þjóðlegu dansana en það eru rúmba, samba, djæf, cha-cha- cha og paso doble. Svo er það enskur vals, vínarvals, foxtrot, kvikstepp og tangó. Þess- ir tíu dansar eru kenndir ná- kvæmlega eins um víða veröld. Auk þess eigum við að kynna fyr- ir nemendum aðrar tegundir af dönsum, við eigum t.d. að kenna þeim eitthvað í gömlu dönsunum íslensku, kynna nútímaballett, sí- gildan ballett, þjóðdansa og fleira. Þetta eigum við að gera með því t.d. að fara með nem- endur á danskeppnir, danssýn- ingar eða sýna þeim kvikmyndir. „Þetta hefur vakið heimsat- hygli og t.d. vil ég benda á að núna í næsta mánuði mun aðstoð- armaður forseta Alþjóðasam- bands danskennara koma hingað til lands og kynna sér það sem við erum að gera. Eins erum við búin að fara fram á styrk frá menntamálaráðuneytinu til þess að búa til myndband til að kynna danskennslumál Íslendinga en þjóðir heimsins vilja gjarnan fá upplýsingar um það sem við er- um að gera. Nefna má að Bretar hafa sérstaklega beðið um að fá myndband til þess að leggja fyrir sinn menntamálaráðherra. Þetta myndband verður sent um víða veröld.“ – Er þetta sem sé óvenjulegt framtak? „Það er víða í heiminum sem dans er kenndur sem skyldufag en þá er venjulega miðað við þjóðlega dansa. Við Íslendingar erum hins vegar að fara af stað með kennslu í umræddum tíu al- þjóðlegu dönsum.“ – Hvað er langt síðan þessi hugmynd kom fram? „Nú er ég búinn að starfa við danskennslu í 45 ár og æði oft á gengnum árum hef ég heyrt þessari hugmynd varpað fram. Einkum hafa grunnskólakennar- ar komið að máli við mig um þetta og bent á að þeim sem voru í dansi gengi almennt betur í námi. Það eru aftur á móti ekki nema fjögur til fimm ár liðin síðan verulegur skriður komst á þetta mál og í dag er mér óhætt að fullyrða að alls staðar þar sem dans hefur verið kennd- ur eru bæði kennarar og foreldr- ar sammála um að danskennslan sé þýðingarmikil. Ég persónulega á mjög auðvelt með sjá fyrir mér að eftir svona 30 ár verði hafðir tveir til þrír danstímar í viku. Þá verða allir grunnskólakennarar fólk sem hefur lært að dansa sem börn í grunnskólum og allir for- eldrar líka og því allir sammála um hve þýðingarmikið það sé að læra að dansa. Þetta er andlega og líkamlega þroskandi íþrótt.“ Heiðar Ástvaldsson  Heiðar Ástvaldsson fæddist á Siglufirði 4. október 1936. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzl- unarskóla Íslands og hóf lög- fræðinám við Háskóla Íslands. Hann hafði tekið próf í almennri lögfræði en tók sér frí frá námi til að kenna dans og hefur ílengst í því starfi fram á þennan dag. Heiðar er kvæntur Hönnu Frí- mannsdóttur og eiga þau soninn Ástvald Frímann Heiðarsson. Þjóðir heims vilja gjarnan fá upplýsingar um dans- kennslu í grunnskól- um hér LÆKKUN brunabótamats mun jafnframt lækka iðgjöld til trygg- ingafélaga vegna brunatrygginga og er nú til skoðunar hjá félögun- um hvernig brugðist verður við. Að sögn Einars Sveinssonar, fram- kvæmdastjóra Sjóvár-Almennra og formanns Sambands íslenskra tryggingafélaga, er þetta vanda- mál sem ekki sé ennþó ljóst hver áhrifin verða af. Hann segir ljóst að tjón muni ekki endilega lækka í sama hlutfalli og brunabótamatið. „Það er til skoðunar hjá okkur hvernig við munum taka á þessu máli og við þurfum að skoða fyrst og fremst afkomu greinarinnar áð- ur en við tökum ákvarðanir í því efni. Stórbrunar undanfarin ár hafa verið að valda okkur erfið- leikum og afkoma greinarinnar hefur verið að þyngjast, þannig að við verðum að skoða þetta á fag- legum grunni.“ Að sögn Einars munu væntan- lega ekki liggja fyrir niðurstöður næstu vikurnar til hvaða aðgerða verði gripið. „Við erum fyrst og fremst að vinna úr þeim breyt- ingum sem verða um miðjan mán- uðinn. Þessa dagana er verið að vinna í því að færa okkar skrár til samræmis við þessi nýju möt. Hvaða áhrif það hefur á iðgjöldin verður tíminn að fá að leiða í ljós,“ segir Einar. Tryggingafélög í vanda vegna lækkunar iðgjalda SEX stór auglýsingaskilti hafa verið sett upp utan á Kringlunni. Markar uppsetning þeirra upphaf víð- tækrar kynningarherferðar fyrir Kringluna í sjón- varpi, útvarpi, blöðum og veltiskiltum um alla borg, sem ætlað er að styrkja markaðsstöðu Kringlunnar. Þrettán Íslendingar á ýmsum aldri koma fram á auglýsingaskiltunum. Rekstrarfélag Kringlunnar stendur að kynningar- herferðinni í samvinnu við eigendur verslana og þjónustufyrirtækja í Kringlunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kringlan byrjar auglýsingaherferð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.