Morgunblaðið - 08.09.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 08.09.2001, Síða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 13 HELDUR færri gestir heimsóttu tjaldsvæðin í innanverðum Eyjafirði og í Vaglaskógi í sumar en í fyrra. Þó voru gistinæturnar í sumar fleiri á Hömrum á Akureyri og á Hrafnagili en sl. sumar. Hins vegar fækkaði gistinóttum milli ára á tjaldsvæðun- um við Þórunnarstræti á Akureyri, í Húsabrekku og Vaglaskógi. Skátafélagið Klakkur rekur tjald- svæðin tvö á Akureyri og var heild- arfjöldi gistinátta í sumar um 20.000 en þær voru rúmlega 22.000 í fyrra. Gistinætur á tjaldsvæðinu við Þór- unnarstræti voru í sumar um 16.000 og ríflega 4.000 á Hömrum og fjölg- aði þar um 1.000 milli ára. Ásgeir Hreiðarsson, fram- kvæmdastjóri tjaldsvæðanna á Ak- ureyri, sagði að sumarið hefði verið frekar lélegt og veðrið haft töluverð áhrif á ferðamannastrauminn. Þá var minni umferð í bænum um versl- unarmannahelgina í ár en í fyrra og mun minni en árið 1999. Svæðinu á Hömrum hefur verið lokað en enn eru örfáir útlendingar á tjaldsvæð- inu við Þórunnarstræti og sagði Ás- geir að svæðið yrði opið fram í miðj- an mánuðinn, á meðan verið væri að ganga frá fyrir veturinn. Umferðin fór seint af stað Á tjaldsvæðinu Húsabrekku gegnt Akureyri fækkaði gestum heldur milli ára. Gistinætur í sumar voru rétt um 4.000 „og það finnst okkur ekki merkilegt“, sagði Haraldur Guðmundsson staðarhaldari. „Sumarið var kalt og þá sérstak- lega á næturnar og það fannst fólki lítið spennandi. Umferðin fór seint af stað og ekki að neinu marki fyrr en í lok júní. Þá hefur nýtt tjaldsvæði á Hömrum vafalaust einnig haft áhrif hér,“ sagði Haraldur. Um 9.000 gistinætur voru skráðir á tjaldsvæðunum í Vaglaskógi í sum- ar, sem er um 4.000 gistinóttum færra en sl. sumar. Sumarið í ár var jafnframt það þriðja lélegasta frá árinu 1988. Kristján Jóhannesson, einn af rekstraraðilum tjaldsvæð- anna í Vaglaskógi, sagði að þrjár helgar í kringum mánaðamótin júní- júlí hefðu verið mjög stórar „en eftir miðjan júlí fjaraði þetta út og versl- unarmannahelgin var léleg“, sagði Kristján. Hann sagði að veðrið hefði átt stóran þátt í því og þá kannski að- allega veðurspáin því að oft hefði veðrið verið mun betra en gert var ráð fyrir í veðurspám. Fjölgun á tjaldsvæðinu – fækk- un á hótelinu í Hrafnagili Hreiðar Hreiðarsson, umsjónar- maður tjaldsvæðisins í Hrafnagili, sagði að þrátt fyrir minni umferð ferðamanna í sumar hefði gistinótt- um á tjaldsvæðinu fjölgað um 25– 30% milli ára. Aftur á móti hefði orð- ið töluverður samdráttur á Hótel Vin, sem rekið er í Hrafnagilsskóla. Hreiðar sagði tjaldsvæðið vera í sókn enda væri þar gott pláss og góð aðstaða fyrir gesti. Heldur færri gestir á tjaldsvæðunum en í fyrrasumar Leiðinlegt veður setti strik í reikninginn Morgunblaðið/Kristján Tjaldsvæðið á Hömrum nýtur vaxandi vinsælda en þar hefur Skátafé- lagið Klakkur byggt upp skemmtilega aðstöðu. INGÞÓR Ásgeirsson formaður Mið- bæjarsamtakanna sagði að kaup- menn í göngugötunni á Akureyri væru allt annað en hressir með að framkvæmdum við endurbætur á götunni hefði verið frestað. Um 30 aðilar við götuna hafa skrifað undir skjal þar sem ákvörðuninni er harð- lega mótmælt. Til stóð að hefja framkvæmdir nú í haust en eftir að bæjarráð hafnaði enn og aftur báðum tilboðunum sem bárust í verkið er ljóst að töf verður á framkvæmdum. „Þetta mál er orðið að sápuóperu, enda er búið að hætta við, hætta við að hætta við og hætta svo við aftur, auk þess sem verkið hefur verið tví- vegis boðið út. Ég skil alveg þá af- stöðu bæjaryfirvalda að vilja ekki ráðast í verk þar sem tilboð eru út úr kortinu. En það er nýtt hjá bæjaryf- irvöldum að ráðast ekki í fram- kvæmd sem ekki stenst kostnaðar- áætlun. Ég vonast þá líka til að upp sé komin slík ráðvendni hjá bæjar- apparatinu að framkvæmdir standist áætlanir í framtíðinni. Það verður því fróðlegt að fylgjast með fyrirhuguð- um framkvæmdum á vegum bæjar- ins og þá hvort þær standast áætlun. Gert ráð fyrir bílaumferð um göngugötuna Þessi niðurstaða sem nú liggur fyrir er hins vegar vond fyrir miðbæ- inn, þar sem við höfðum vonast til að sjá líf í götunni í vetur,“ sagði Ingþór en í tengslum við fyrirhugaðar fram- kvæmdir er m.a. gert ráð fyrir bíla- umferð um göngugötuna. „Með bíla- umferð um götuna verður aðstaða til að reka verslanir og önnur fyrirtæki jöfn í bænum.“ Kaupmenn óhressir með frestun framkvæmda í göngugötunni „Málið er orðið að sápuóperu“ FYRSTI kynningarfundur í fundaröð um einkavæðingu Landssíma Íslands hf. verður haldinn á Akureyri í dag, laugardaginn 8. september kl. 11 í sal Fiðlarans á 4. hæð í Alþýðuhúsinu og er hann öllum opinn. Meðal framsögumanna á fundinum á Akureyri verða Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, Hreinn Loftsson, formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, Friðrik Pálsson, for- maður stjórnar Landssíma Íslands og Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Símans. Munu þeir ræða sölu hluta- fjár ríkisins í Símanum og sitja fyrir svörum um áhrif einkavæðingarinn- ar. Meðal annars verður rætt um jafn- an aðgang landsmanna að fjarskipta- þjónustu, áhrif nýrra fjarskiptalaga og áhrif tækniþróunar á kostnað við gagnaflutninga. Framtíðarsýn Sím- ans verður kynnt og ennfremur rætt um fyrirkomulag hlutabréfasölunnar. Alls verða haldnir tíu kynningar- fundir um allt land um einkavæðingu Símans. Næstu fundir í fundaröðinni eru á Ísafirði, á morgun sunnudag, Sauðárkróki á mánudag, Vestmanna- eyjum á þriðjudag og í Borgarnesi, miðvikudaginn 12. september. Einnig verða haldnir fundir á Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, Selfossi, í Keflavík og Reykjavík. Fundaröð um einka- væðingu Símans AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa annað kvöld, 9. september kl. 20:30. Sr. Svavar A. Jónsson messar. Félagar úr kór Akureyrarkirkju. Organ- isti: Björn Steinar Sólbergsson. Eftir messu verður kaffisopi í Safnaðarheimili. Þar verður kynning á námskeiðum og fræðslu sem boðið verður upp á í Akureyrarkirkju í vetur. Morgunsöngur kl. 9 á þriðju- dag. Fyrsti mömmumorgunn vetrarins kl. 10-12 á miðviku- dag í Safnaðarheimili. Allir for- eldrar velkomnir með börn sín. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 næstkomandi fimmtudag, 13. september. Bænaefnum má koma til prestanna. Eftir stundina er unnt að kaupa létt- an hádegisverð í safnaðarheim- ilinu. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðs- þjónusta verður í kirkjunni kl. 21 annað kvöld, sunnudags- kvöldið 9. september. HJÁLPRÆÐISHERINN: Al- menn samkoma kl. 20 á sunnu- dagskvöld. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 21 í kvöld, laug- ardag. Vakningasamkoma kl. 16:30 á morgun, sunnudag. Dögg Harðardóttir predikar. Fjölbreytt lofgjörðartónlist og fyrirbænaþjónusta. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11 í Pét- urskirkju. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta verð- ur fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju sunnudaginn 9. september kl. 11:00 f.h. Barn verður borið til skírnar. Léttir söngvar fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónustan markar upphaf vetrarstarfs kirkjunnar. Allir velkomnir ungir sem aldnir. Kirkju- starf VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, tók við heið- ursviðurkenningu frá Zonta Inter- national í upphafi umdæmisþings 13. umdæmis hreyfingarinnar sem sett var á Hótel KEA á Akureyri í gær. Vigdís var tilnefnd heiðursfélagi hreyfingarinnar árið 1999. Dögg Pálsdóttir, fulltrúi í al- þjóðastjórn Zonta og fyrrverandi umdæmisstjóri 13. umdæmis, sagði það stóra stund þegar nú loks gæfist tækifæri til að afhenda Vigdísi heiðursviðurkenninguna. Zontakonur hefðu verið sammála um að Vigdís væri vel til þess fall- in að vera í hópi heiðursfélaga hreyfingarinnar, fyrsta konan sem lýðræðislega hefði verið kjörin forseti lands. Tebbie Clift, fulltrúi í al- þjóðastjórn Zonta, afhenti Vigdísi heiðursviðurkenninguna og nefndi að hún hefði getið sér gott orð fyrir störf sín víða um heim og Zontakonur mætu störf hennar mikils. Vigdís þakkaði þá sæmd sem viðurkenningunni fylgdi. Í þakkar- ávarpi sínu nefndi hún m.a. þau áhrif sem kvennafrídagurinn 1975 hefði haft á kvennabaráttuna og þá hugarfarsbreytingu sem honum fylgdi. Við forsetakjör fimm árum síðar hefði til að mynda verið óhugsandi annað en að kona byði sig fram til forseta. Stjórn- málaþátttaka kvenna hefði ekki aukist mikið hin síðari ár né held- ur þátttaka þeirra á sviðum sem þær áður hefðu ekki haslað sér völl á. Þinginu lýkur á morgun, sunnu- dag, en þema þess er sjálfsstyrk- ing kvenna. Þátttakendur eru um 150 talsins og koma frá 8 þjóð- löndum. Morgunblaðið/Kristján Tebbie Clift, Vigdís Finnbogadóttir og Dögg Pálsdóttir. Umdæmisþing 13. umdæmis Zonta haldið á Akureyri um helgina Vigdís Finnboga- dóttir hlaut heiðurs- viðurkenningu Zonta GIGTIN hefur hagað sér þannig hjá félögum í Veðurklúbbnum á Dalvík að undanförnu að þeir vilja ekki vera svartsýnir á haustveðrið. Segjast félagarnir enn ætla að rembast eins og rjúpan við staur- inn og spá góðum haustkafla „og bestum um og eftir miðjan mán- uðinn“ eins og segir í spá þeirra. Auk háttalags gigtarinnar nefna þeir að septembertunglið kvikni á góðum stað eða í suðaustri 17. september kl. 10.27 og ættu menn að vænta breytinga á veðri um það bil tveimur dögum eftir tungl- kviknunina. Þannig eru allir félagar klúbbs- ins sammála um að haustið verði gott en vissulega sé spurning um hversu hátt hitastigið verður. Fé- lagarnir hafa það eftir flugmönnum að kalt sé í háloftunum og frost í fjallahæð. Komi hörð íhlaup í september og október með frosti og snjókomu kallast þau „haustkálfar“ og boða gott veður framan af vetri og allt til jóla. Veðurklúbburinn á Dalvík Rembast við að spá góðu haustveðri FORSALA á leik Akureyrarliðanna KA og Þórs sem verður á morgun, sunnudaginn 9. september er hafin, en búist er við miklu fjölmenni á leik- inn. Miða á leikinn er hægt að kaupa í félagsheimilum liðanna, KA-heim- ilinu og Hamri í dag, laugardag og einnig á morgun, sunnudag. Miða- sala hefst á Akureyrarvelli kl. 13 á morgun. Miðaverð er 1000 krónur fyrir fullorðna og 300 fyrir börn. Forsala á leik KA og Þórs ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.