Morgunblaðið - 08.09.2001, Síða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
16 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er blíðskaparveður þegar
siglt er út á Engeyjarsund frá
Sævarhöfða á sanddæluskip-
inu Sóleyju. Siglingin út á
sundin tekur um 40 mínútur og
stendur til að dæla upp efni
sem hentar vel til steypugerð-
ar en fyrr um morguninn hefur
áhöfn Sóleyjar verið að dæla á
sama stað.
Alls fer skipið í þrjár til fjór-
ar ferðir á sólarhring ef eftir-
spurnin er mikil en efnistaka
fer helst fram á þremur stöð-
um. Fyrir utan Engeyjarsund
eru það annars vegar Hval-
fjörður, þar sem náð er í fyll-
ingarefni, og hins vegar Syðra-
Hraun, um 14-15 sjómílur frá
Akranesi, þar sem náð er í
skeljasand fyrir Sementsverk-
smiðjuna.
„Við dælum yfirleitt á um
25-30 metra dýpi, ekki dýpra
en 34 metra, en rörið sem
dælir sandinum upp er 40
metra langt,“ segir Sigurður
Eggert Jónsson, sem er
skipstjóri í þessum túr. Rörið
sem Sigurður vísar til er eins
konar ryksuga og segir Eyj-
ólfur Pétursson, stýrimaður,
að þeir séu í rauninni að ryk-
suga allt draslið af botninum.
„Einu sinni kom upp
sprengja frá stríðsárunum.
Henni var dælt upp í skipið í
gegnum rörið og svo aftur í
land. Svo stóð hún bara upp úr
sandhaugnum. Við fengum um
daginn rosalega vírahrúgu og
stundum fáum við dekk og
netadræsur,“ segir Eyjólfur
sem hefur verið afleysinga-
maður á Sóleyju í tæpa tvo
mánuði en hann var togara-
skipstjóri í 25 ár. Í dag er hann
hins vegar með verslunar-
rekstur í Hafnarfirði.
Allt öðruvísi sjómennska
Hann segir að um sé að
ræða allt öðruvísi sjómennsku
en hann hefur vanist í gegnum
tíðina. „Þetta er í mesta lagi
klukkutíma stím út og við er-
um þrjá til fjóra tíma að fylla
skipið. Þá erum við frá klukku-
tíma upp í tvo til þrjá tíma að
tæma það. Þegar maður var
sigldi fram hjá þessum skipum
hélt maður að það væri nóg að
stinga rörinu niður og fylla en
það er nú öðru nær. Það getur
nefnilega oft verið erfitt að
finna sandinn, í rauninni jafn
erfitt og að finna ufsatorfu.“
Auk skipstjóra og stýri-
manns eru tveir hásetar, tveir
vélstjórar og einn matsveinn
um borð en unnið er á vöktum.
Þeir skipverjar sem blaðamað-
ur ræddi við voru sammála um
að Sóley væri gott sjóskip en
það var smíðað sem flutninga-
skip árið 1979 í Selby í Eng-
landi en síðar lét Björgun ehf.
breyta skipinu í dæluskip.
Skipið tekur um 1200 rúm-
metra af steypu- eða fyllingar-
efni í einni ferð en ef verið er
að dæla upp skeljasandi tekur
það um 1400 rúmmetra þar
sem hann er léttari.
Eins og Eyjólfur bendir á er
mikið álag á skipið en hann
segir viðhaldið hafa verið gott.
Í umræddri ferð var Jón
Trausti Jónsson, háseti, ein-
mitt að dytta að skipinu en
hann segir að hlutverk háset-
ans sé raunar afar fjölbreytt.
„Ég sé um að binda skipið,
mála og annað viðhald. Það eru
tveir hásetar, aðeins annar á
vakt í einu, og við reynum að
halda skipinu fínu. Það getur
svo sem ýmislegt komið upp á
og þá fer maður í það.“ Hann
segist kunna vel við sig á Sól-
eyju og taka þeir Pétur Borg-
arsson, yfirvélstjóri, og Gunn-
ar Guðjónsson, matsveinn,
undir það.
Góður andi og
þaulvanir sjómenn
„Andinn um borð er góður
eins og þú hefur eflaust tekið
eftir enda væri maður ekkert
hérna annars,“ segir Gunnar.
„Eins er lítið um mannabreyt-
ingar hér. Það er mjög gott að
gera mönnunum til hæfis enda
eru engir táningar hérna um
borð, þó svo að það þurfi ekk-
ert að vera verra í sjálfu sér.
Hérna eru þaulvanir sjómenn
og allir um borð eru komnir yf-
ir fimmtugt nema tveir, en þeir
eru reyndar að nálgast fimm-
tugsaldurinn. Það er því hár
meðalaldur hérna,“ segir
Gunnar.
Hann segir að þeir séu í
tvær vikur úti á sjó og svo viku
í fríi en það sé þó ekki hægt að
bera saman að vera matsveinn
á togara og á sanddæluskipi.
„Nálægðin við landið skiptir þó
engu máli. Það er ekkert verra
að vera bara úti á sjó í hálfan
mánuð heldur en að vera alltaf
við land. Maður horfir til dæm-
is út um gluggann hérna í land
en kemst samt ekkert. Það eru
margir sem halda að við séum
alltaf í landi en það er mikill
misskilningur.“
Gunnar segist elda venju-
legan heimilismat handa
mönnunum en þó sé alltaf fisk-
ur í annað málið á hverjum
degi. Þá er boðið upp á ljúf-
fengt bakkelsi með kaffinu og
spurður segir Sigurður skip-
stjóri að hann þurfi að fara að
nota meira líkamsræktartækin
um borð.
Pumpað undan leirnum
Það er háð námuleyfum
hvar sanddæluskip mega dæla
upp sandi og þurfa þau að vera
að minnsta kosti 115 metra frá
strönd. Björgun hefur ekki
þurft að greiða námugjald
hingað til en nú hefur verið
sett í lög að greiða þarf námu-
gjald eftir fjögur ár. Fyrirtæk-
ið hefur dælt upp sandi á Eng-
eyjarsundi í um 15-20 ár og í
Hvalfirði síðan 1962.
Þegar Eyjólfur stýrimaður
er spurður um hugsanlegar
skemmdir á lífríkinu segir
hann: „Þetta er bara leirdrulla
sem við förum í gegnum og
pumpum svo sandinum og
mölinni undan leirnum. Svo
hrynur slatti af leir aftur niður
en við komum með eitthvað af
honum land. Við erum ekkert
að skemma lífríkið, fáum
kannski einn og einn krabba
og fuglarnir éta þá þegar við
dælum í land. Þá hafa myndast
rásir eftir okkur uppi í Hval-
firði og hefur fiskur sótt í þær.
Það virðast því skapast ein-
hver skilyrði fyrir fiskinn
þarna. Trillurnar voru þarna í
löngum bunum í vetur og það
var hellingsveiði.“
Hann segir að það sé mun
betra að dæla efni úr sjó í stað
þess að taka það af landi og
láta svo vörubíla keyra með
það um götur borgarinnar.
„Það mætti segja mér að götur
höfuðborgarsvæðisins væru
orðnar slæmar ef ekki hefði
komið til allt það efni sem
þetta skip hefur komið með í
land vegna framkvæmda við
hafnarbakka og fleira. Þetta er
mun betra en að láta þunga-
vinnuvélar keyra um götur
borgarinnar og dregur úr sliti
svo ekki sé minnst á umhverf-
isþáttinn.“
Meðan á spjallinu stendur
er dælt af kappi og gengur allt
að óskum enda vanir menn að
störfum. Ungir menn á sjó-
sleðum sem bregða á leik inn-
an um flutningaskip, togara,
trillur og skútur láta störf
áhafnarinnar á Sóleyju ekki
trufla sig heldur blússa fram
og aftur um hafflötinn. Hver
veit nema þeir eigi eftir að
byggja sér hús úr þeim sandi
sem Sóley dælir undan leir-
drullunni í ferðum sínum.
Á sjónum við
bæjardyrnar
Sigurður Eggert Jónsson skipstjóri og Eyjólfur Pétursson
stýrimaður ræða málin á meðan sandinum er dælt í skipið.
Jón Trausti Jónsson háseti dyttar að Sóleyju í góða veðr-
inu: „Við reynum að halda skipinu fínu.“
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Gunnar matsveinn segir ekkert verra að vera úti á sjó í hálfan mánuð en að vera alltaf við
land: „Maður horfir til dæmis út um gluggann hérna í land en kemst samt ekkert.“
Skipstjórinn leggur kapal í kaffinu en ýmislegt er hægt að
gera um borð, meðal annars eru þar tæki til líkamsræktar.
Björgun ehf. hefur gert út sand-
dæluskipið Sóley síðan 1988 en á því
er sjö manna áhöfn. Halldór Jón
Garðarsson og Sigurður Jökull
Ólafsson eyddu dagparti um borð í
Sóleyju og kynntu sér lífið um borð.
Engeyjarsund
BYGGINGARFÉLAG náms-
manna hyggst byggja 14 nýj-
ar námsmannaíbúðir við
Naustabryggju við Gullinbrú.
Íbúðirnar eru fyrst og fremst
hugsaðar til að mæta þörf
nemenda við Tækniskóla Ís-
lands fyrir húsnæði en skól-
inn er við Höfðabakka.
Skipulags- og bygginga-
nefnd Reykjavíkur sam-
þykkti í vikunni deiliskipu-
lagsbreytingu vegna bygg-
ingarinnar en það var
nauðsynlegt þar sem ekki er
gert ráð fyrir námsmanna-
íbúðum á svæðinu. Að sögn
Friðriks Guðmundssonar,
framkvæmdastjóra Bygging-
arfélags námsmanna, mun út-
lit byggingarinnar þó vera í
samræmi við gildandi deili-
skipulag. „Það eina er að
íbúðirnar eru sérhannaðar
fyrir okkar þarfir,“ segir
hann.
Fjögurra hæða lyftuhús
Um er að ræða eitt hús á
lóð númer 11 við Nausta-
bryggju. Húsið verður á fjór-
um hæðum með lyftu og í því
verða tólf tveggja herbergja
íbúðir og tvær þriggja her-
bergja, 60 - 70 fermetrar að
stærð. Að sögn Friðriks eru
þær fyrst og fremst eru hugs-
aðar fyrir fjölskyldufólk. „Það
sárvantar íbúðir fyrir Tækni-
skólann en við erum með
megnið af nemendum Tækni-
skólans í leiguhúsnæði niðri í
Bólstaðarhlíð 23. Það er dálít-
ið löng vegalengd og þar sem
það er markmið félagsins að
vera sem næst skólum sem
eiga aðild að félaginu höfum
við lagt áherslu á að fá lóð á
þessu svæði,“ segir hann.
Það er Björn H. Jóhann-
esson arkitekt sem hannaði
bygginguna en verktaki verð-
ur Þórhalli Einarsson en þeir
hafa einnig séð um hönnun og
byggingu námsmannaíbúða
við Háteigsveg sem nú er að
ljúka. Friðrik segir áætlað að
hefja framkvæmdir sem
fyrst. „Það er beðið eftir því
að þetta verði samþykkt og
þá fer af stað ferli verkfræð-
inga sem þurfa að hanna
lagnir og burðarvirki. Það
getur tekið tvo mánuði.“
Hann segir Byggingarfélag
námsmanna með lánsloforð
frá Íbúðalánasjóði fyrir þess-
ari stærð af húsi en segir
kostnaðaráætlunina ekki
liggja endanlega fyrir enda
eigi eftir að samþykkja teikn-
ingarnar.
Byggingarfélag námsmanna hyggst byggja við Naustabryggju
Teikning/Björn H. Jóhannesson
Svona verður framhlið námsmannaíbúðanna en húsið verð-
ur bárujárnsklætt eins og gert er ráð fyrir í deiliskipulagi.
Námsmanna-
íbúðir fyrir
Tækniskólann
Ártúnshöfði
HÚSIÐ við Pósthússtræti 3
var fyrsta eiginlega barna-
skólahúsið en þar tók Barna-
skólinn til starfa árið 1983
þegar húsið var tekið í notk-
un. Þetta kemur fram í bók
Páls Líndals: Reykjavík –
Sögustaður við Sund. Þar
segir að barnaskólahald hafi
áður verið í Lóskurðarstof-
unni og Bieringsbúð.
Árið 1898 var Miðbæj-
arskólinn tekinn í notkun og
var þá Pósthússtræti 3 tekið
undir pósthús en frá 1906
varð það aðalbækistöð
Landssímans. Þaðan fluttist
hann árið 1931 og fékk lög-
reglan þá húsið til sinna af-
nota.
Byggingin gegndi hlut-
verki aðalbækistöðvar lög-
reglunnar allt þar til lög-
reglustöðin við Hverfisgötu
var tilbúin. Segir í fyrr-
nefndri bók að í Póst-
hússtræti 3 hafi verið fræg
fangageymsla „sem aðallega
var notuð til að vista ölvaða
menn sem teknir voru „úr
umferð“ svo sem kallað var.
Var þessi vistarvera vafalítið
frægasti kjallari landsins
enda oftast aðeins nefnd
„Kjallarinn“ þar sem frekari
skýring var talin óþörf.“
Eftir að lögreglan flutti
bækistöðvar sínar að Hverf-
isgötu fékk Póstur og sími
aftur húsið til sinna nota.
Eins og Morgunblaðið
greindi frá í gær er Íslands-
póstur nú að leita að leigj-
endum í húsið en í greininni
var mishermt að húsið hefði
verið byggt upphaflega sem
lögreglustöð. Er beðist vel-
virðingar á þessu.
Húsið við Pósthússtræti 3
Var byggt sem
barnaskóli
Miðborg