Morgunblaðið - 08.09.2001, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.09.2001, Qupperneq 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Opið hús í dag kl. 11-16 Við erum á horni Brautarholts og Mjölnisholts, rétt fyrir ofan Hlemm. - persónulega eldhúsið Eldaskálinn Brautarholti 3, 105 Reykjavík S: 562 1420, www.invita.com Invita á Íslandi í 20 ár 20 ára ábyrgð ÞEGAR menn leika tveir saman þurfa þeir að búa yfir miklum næm- leik og eiga auðvelt með að kveðast á jafnt sem að kveða saman. Eist- arnir Tafenau saxófónleikari og Vind klarinettublásari búa yfir þess- um eiginleikum í ríkum mæli. Á setningu Jazzhátíðar Reykjavíkur fluttu þeir tvo ópusa. Blés Tafenau í tenórsaxófón en Vind í bassaklarin- ett. Tafenau kom einn á sviðið og upphóf frjálsan spuna og brátt var honum svarað og Vind arkaði gegn- um Tjarnarsalinn blásandi í bassa- klarinettið. Síðan upphófst firna- skemmtilegur ryþmískur ópus er þeir nefndu Morgunn í Reykjavík, en heitir raunverulega Herilass surm og er saminn af þeim. Í kjöl- farið fylgdi blús er þeir nefndu Kvöld í Reykjavík. Samspil þeirra var lýtalaust og vald þeirra yfir hljóðfærunum algjört, en tónninn ekkert til að hrópa húrra yfir í djassmúsík. Eitt var þó ljóst. Þetta eru miklir húmoristar og kunna að skemmta áheyrendum og því held ég það verði mikið fjör á pönnu- kökudjassinum á sunnudag þegar þeir spila á Kaffi Reykjavík. Samleikur þeirra Kevin Drumms frá Chicago og Hilmars Jenssonar frá Reykjavík var annars eðlis. Þetta var kynnt sem gítardúett og vissulega höfðu þeir gítara meðferð- is. Gítar Hilmars lá á stól við hlið hans og gítar Kevins á borðinu fyrir framan hann, en það voru fyrst og fremst raftól ýmiskonar er fram- leiddu þau hljóð er spuni þeirra samanstóð af. Sviðið var einsog í leikriti eftir Samuel Becket, myrkt og djúpt og stigi á vegg. Þeir tveir við dúkað borð, dökkklæddir. Hljóðin upphóf- ust einsog suð í útvarpstæki og truflanir af og til. Hilmar strauk þá gítarinn með fiðluboga. Tónninn rif- inn eins og hjá Didier Lockwood en tónarnir samfelldir, smástígir. Smám saman urðu hljóðin fjöl- breyttari og meira að segja mátti heyra hina klassísku dropa er Magnús Blöndal og Gunnar Reynir hafa notað á stundum í raftónlist sinni. Drumm notar allt sem hönd á festir til að framleiða hljóð úr gítar sínum: bréfklemmur, segla og naglaklippur. Ekki sá maður hverju hann strauk um strengi enda skipti það engu máli heldur þau hljóð er framreidd voru. Eftir að hljóðin höfðu liðið fram í einar fjörutíu mín- útur þagnaði niðurinn og hljóma- klasar ríktu um stund og um stund- arfjórðungi síðar æstist leikurinn uns hin þunga hljóðalda skall á að nýju og síðan tók að fjara út og Hilmar strauk boganum um strengi lengi lengi og Kevin mataði tól sína æ veikar uns þögnin ríkti og áheyr- endur þökkuðu fyrir sig. Jón Múli sagði eftir að hafa heyrt Impressions með John Coltrain að þetta segði maður áhugaverða mús- ík að viðstöddum höfundi. Það sama má segja um hljóðspuna Kevins og Hilmars, en mikið hefði mér þótt gaman að hafa órafmagnað hljóð- færi með í spunanum. Kevin hefur unnið með breska spunameistaran- um Evan Parker, sem er íslenskum framúrstefnuunenndum að góðu kunnur eftir að hann blés þindar- laust í á annan klukkutímna í Nor- ræna húsinu um árið. Kannski fáum við hann eða viðlíka blásara í spun- ann að ári. Vernharður Linnet Komdu nú að kveðast á DJASS R á ð h ú s R e y k j a v í k u r - T j a r n a r b í ó Dúett Raivo Tafenau og Meelis Vind í Ráðhúsi Reykjavíkur 5. 9. Dúett Kevin Drumm og Hilmars Jenssonar í Tjarnarbíói 6.9. 2001. JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR GALLERÍ Fold hefur vaxið ört undanfarin ár og sýningarsalirnir eru nú orðnir þrír talsins. Sá nýj- asti heitir Ljósfold og er ætlaður til sýninga á verkum ljósmyndara. Eins og eigendur Foldar benda á í sýningarskrá hefur ljósmyndun verið vanmetin listgrein á Íslandi miðað við vaxandi veg hennar er- lendis. Opnun sérstaks sýningar- salar undir ljósmyndir, þó lítill sé, er því virðingarvert og þarft fram- tak. Vanda þarf sérstaklega vel til verka þegar unnið er í litlum sýn- ingarsölum svo að það sem sýnt er fái að njóta sín. Sum verk krefjast meiri fjarlægðar og rýmis en önnur o.s.frv. Svo virðist sem ekki hafi verið vandað nægilega vel til verka við sýningu Ragnars Th. Sigurðs- sonar sem nú stendur yfir í Ljós- fold. Verkin eru allt of mörg í rým- inu og rétt að benda á mottóið góða „Minna er meira“ í þessu sam- hengi. Verkin eru aukin heldur ekki nógu vel hengd upp, sum héngu skökk og ein mynd stóð óinnrömmuð á gólfinu og hallaði upp að veggnum, en var þó greini- lega ekki hluti af sýningunni! Mikilvægt er líka að huga vel að lýsingu, ekki síst þegar verkin eru öll á bak við gler. Sýning Ragnars ber yfirskriftina Að fjallabaki og öll 13 verkin heita því nafni einnig. Þetta eru mjög fal- legar landslagsmyndir en myndefn- ið er þó löngu hætt að vera frum- legt. Vinnuferlið skiptir listamann- inn greinilega miklu máli og birtir hann nokkuð ítarlega skýringu á því í sýningarskrá hvernig mynd- irnar voru unnar, en þar segir m.a. að endingartími myndanna sé 100 ár við góð skilyrði. Þetta er athygl- isverður punktur sem fær mann ósjálfrátt til að hugsa um gildi ljós- myndaverka og hvernig geymslu þeirra verður háttað í framtíðinni. Fallegustu myndirnar á sýningunni eru án efa myndir númer tvö og þrjú sem eru hrein listaverk. Þóroddur Bjarnason Minna er meira Morgunblaðið/Þóroddur Að Fjallabaki eftir Ragnar Th. Sigurðsson. MYNDLIST G a l l e r í F o l d Opið mán. - fös. frá 10-18, laug- ardaga frá 10-17 og sunnudaga 14-17. Til 9. september. MÁLVERK RAGNAR TH. SIGURÐSSON ARS Baltica – List frá Eystra- saltslöndunum, sýningin sem Gerð- arsafn hefur hýst undanfarið, dregur upp skemmtilega andstæðuríka mynd af listþróun í Eist- landi, Lettlandi og Litháen bróðurpart síðustu aldar. Nýju verkin einkennast af ákveðinni reiði, krafti, mótþróa og niðurrifsstarfsemi þar sem ljótleiki list- arinnar fær oft að njóta sín. Eldri verk- in eru hins vegar öllu léttari, litríkari og kunnuglegri ásýnd- ar. Expressjónismi, impressjónismi, pointílísmi og real- ismi hafa greinilega markað spor sín í list þessara landa á fjórða áratug síðustu aldar, enda virðist hefðbundin myndlist hafa notið einna mestra vinsælda – a.m.k. meðal ráðandi afla – allt þar til á síðasta áratug. Í Eistlandi var það til að mynda frönsk myndlist, sérstak- lega impressjónism- inn, sem hreif klassíska málara á fjórða áratugnum, list sem byggðist á hugmyndafræði þjóðfélagslegs raunsæis tók síðar við líkt og sjá má í verki Eerik Haamer Naut í mýri (1943) og loks varð Fyrirheitna land- ið eftir Lepo Mikko (1964) að tákni nýs stíls sem þróaðist á sjöunda ára- tugnum, en rismiklar stílfærslur þess verks þóttu innan ramma op- inberra listrænna viðmiða. Það er erfitt að meta að fullu þau áhrif sem sovétstjórnin hafði á myndlist landanna og enn erfiðara að ímynda sér hvernig þróunin hefði orðið við aðrar aðstæður. Sé verkið Kona með barn (1926) eftir Arnold Akberg, en verkið telst til meistara- verka hins skammlífa, en róttæka, eistneska konstrúktívísma, borið saman við Móður (1936) Andrus Jo- hani, sem þykir verðugur fulltrúi ný- raunsæis, má vera ljóst að fleira en síbreytilegar stefnur og straumar myndlistar hefur átt þar þátt að máli. Verk baltnesku listamannanna eru nefnilega flest fyrirsjáanleg – glaðleg og litrík ásýndar – en engu að síður fyrirsjáanleg. Og þótt þau skipi efalítið veigamikinn sess í lista- sögu Eystrasaltsríkjanna, líkt og verk Miervaldis Pois, sem byggjast á amerísku ofurraunsæi er naut óvæntra vinsælda í Lettlandi á átt- unda áratugnum, er eins og þar vanti vissa sannfæringu. Andlitsmynd Po- is af listakonunni Liga Purmale sem unnin er í endurreisnarstíl að hætti ítalska listamannsins Piero della Francesca er til að mynda einstak- lega vel tæknilega útfærð þótt velta megi fyrir sér þætti hennar í nútíma- myndlist. Í dag er baltnesk list hins vegar kraftmikil, líkt og segir í aðfaraorð- um sýningarskrár. Þó svo að kring- umstæður séu erfiðar er þar að finna dramatískan streng með djúpri og þungri undiröldu sem ber með sér að listamennirnir eiga að baki óvenju- mikla og margbrotna reynslu. Þykkar, kraftmiklar pensilstrok- ur, leirugir og dökkir litir, visst myrkur og uppreisn ljótleikans eru þannig lýsandi fyrir mörg verkanna. Í Borði Elenu Balsiukaité-Brazdž- iuniene fær strigi sem virðist hafa þjónað hlutverki vinnuborðs og skreyttur er málningarleifum eldri verka þannig uppreisn æru sem full- gilt myndverk og dökkir litir Litla fjárhirðisins draga jafnt fram hið barnslega sem hið grimmilega. Nokkur grófleiki einkennir einnig Gula konu Audroné Petrašiunaité þótt myndin sú einkennist annars af öllu meiri blíðu og viðkvæmni. Kon- an fellur inn í bakgrunn verksins þar sem víddirnar samlagast í gulum og fjóluleitum litatónum verksins sem er túlkun listamannsins á eldra verki expressjónistans Antanas Samuolis. Þykkir greinilegir pensildrættir í myndröð Aušra Bardzukuité-Vaitk- uniené Varanlegt útsýni búa þá yfir umtalsverðum drunga. Grágrænir litir og þokumistur veita heiti verk- anna enn þyngra yfirbragð og erfitt er að koma orðum að svartsýninni sem yfir þeim grúfir. Tíðir Jaan Toomik virka þá ekki síður sterkt á sýningargesti, en þessi nýexpressj- óníska mynd sem er e.t.v. kraftmeiri en áhrifaminni en Varanlegt útsýni býr yfir sterkum sjónrænum eigin- leikum sem felast ekki síður í and- stæðum blóðrauða litarins og þess kuldalega bláa en mjúkum teygjan- leika formanna. Sýningaskrá Ars Baltica er vel unnin og í raun nauðsynlegur félagi á ferð um sýninguna. Gestir ná með hennar aðstoð að skynja betur að- stæður og þróun í listalífi landanna og baráttan og krafturinn sem ein- kennir verk þessarar nýju kynslóðar fær á sig nýja mynd. Baltnesk list í fortíð og nútíð MYNDLIST G e r ð a r s a f n Sýningin stendur til 9. september. Hún er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17. ARS BALTICA – LIST FRÁ EYSTRA- SALTSLÖNDUNUM Anna Sigríður Einarsdótt ir Morgunblaðið/Golli Nýexpressjóníska verkið Tíðir eftir Jaan Toomik. BROSTE - HAUST 2001 Heildsölubirgðir: Bergis ehf., sími 587 8877 Veffang: www.bergis.is Huggulegt heima.... er heitast í dag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.