Morgunblaðið - 08.09.2001, Síða 35

Morgunblaðið - 08.09.2001, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 35 mfélagsins. narar eigi ur í þjóð- g margir það mjög og sam- u virkir í u og leggi m þeir hafa ftir tvö ár rænu vís- viðskipta- efnu sem m á Norð- ú haldin í ng stjórn- ntunar og beri gott in er það ramtíðinni ukið fé ef a. fræðideild Það eru menntun á í og þeirri ki gleyma nemend- eðan aðrir endafjölda að borga skólarnir áum ekki. é sem Há- skipta- og kki allt til til rekstr- g að þetta kkar enn su við að na bundna ekki jafn- rf að gera a þá þjón- um veita. hinu góða deild, m.a. og það er meiri sam- dis á okk- f tekið við a sem út- að er næg- ta fólk og Við höfum þann metnað fyrir okkar deild og háskólann í heild að við kennum rannsökum eins vel og bestu skólar erlendis. Það eru engin verðlaun veitt fyrir neðstu sætin, ekkert frekar hér en í íþróttunum. Þetta er okkar sýn á fram- tíðina. Fámenn þjóð eins og við Íslendingar getur ekki leyft sér að hafa aðra framtíð- arsýn en að setja markið svona hátt. Það þarf að ríkja meiri skilningur í samfélaginu á því hvað það er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að hér starfi öflugur rannsóknahá- skóli.“ Gott bókasafn lykilatriði í starfi rannsóknaháskóla „Eitt af því sem er afar mikilvægt er að efla bókakost Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns vegna þess að þar á sér stað mikil bylting með rafrænum áskriftum að tímaritum og gagnabönkum á Netinu. Á safninu er mikið af mjög góðu starfsfólki sem ber gott skynbragð á þessa þróun. Þar hefur mikið starf verið unnið á síðustu misserum og það þarf að halda því áfram. Rafrænar áskriftir eru lykil- atriði fyrir nútímarannsóknahá- skóla. Það er tómt mál að tala um rannsóknaháskóla fyrr en við höfum hér öflugt rannsóknabókasafn. Enn vantar á það og aftur er það spurn- ing um fjármagn en við erum á réttri leið. Rannsóknastofnanir deildarinnar eru einnig mjög mikilvægar. Í Hag- fræðistofnun sem er hluti af deild- inni er starfandi á annan tug sér- fræðinga sem vinna að hagfræði- legum rannsóknum en hún er rekin eingöngu fyrir sjálfsaflafé. Það sýnir að það er hægt að gera ýmislegt ef dugnaður og góð stjórnun er fyrir hendi. Forstöðumaður Hagfræði- stofnunar, Tryggvi Þór Herberts- son, hefur unnið einstaklega gott starf við að byggja upp rannsókna- stofnun sem hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu.“ Nemendur deildarinnar sem hafa menntað sig erlendis, hvernig hafa þeir staðið sig? „Þeir hafa staðið sig mjög vel. Það er samhljóma mat kennara og há- skóla erlendis að þeir hafi hlotið góð- an undirbúning hér. Nemendur okk- ar standa sig undantekningalítið mjög vel í framhaldsnámi í allra bestu háskólum erlendis. Ein besta einkunnagjöfin sem við getum feng- ið er að horfa á eftir góðum nemanda í góðan skóla og fylgjast með því að honum gangi vel. Hins vegar má aldrei slaka á klónni. Þessi árangur kemur ekki af sjálfu sér. Það er mikil samkeppni í menntun í heiminum og landamæri þjóðríkja eru að hverfa. Við verðum alltaf að vera á verði ef við eigum að standa okkur.“ Alþjóðleg samkeppni um vel menntað vinnuafl „Ég hef það fyrir reglu að spyrja lokaársnemendur mína hvort þeir gætu hugsað sér að setjast að er- lendis og það réttir hver einasti upp hönd. Þegar ég var að læra erlendis fyrir um 30 árum og við Íslending- arnir héldum hópinn vorum við alltaf öll á leiðinni heim. Einhverjir ílendust úti en við hin vorum samt sem áður alltaf á leiðinni heim. Núna eru viðhorfin allt önnur. Nemendum hér við skólann og þeim sem stunda nám erlendis finnst ekki skipta neinu höfuðmáli hvort þeir búa hér á landi eða erlendis. Þetta er auðvitað mikil breyting og jafnframt áskorun fyrir íslenskt samfélag. Við þurfum að geta skapað aðstöðu og aðstæður fyrir ungt menntafólk til að það vilji frekar vera á Íslandi en í útlöndum. Það er mikilvægt fyrir okkur, fá- menna þjóð úr alfaraleið, að gera okkur grein fyrir því að samkeppnin um vel menntaða einstaklinga er mjög hörð og verður harðari á næstu árum. Við verðum að standa vel vaktina í þeim málum.“ Styrkir aukin fjölbreytni íslensks atvinnulífs á allra síðustu árum okk- ur í þessari samkeppni um vel menntað fólk? „Þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað í upplýsingatæknigeir- anum, líftækni og erfðafræði þýða að við getum skapað okkur forskot eins og við höfum sýnt. Við eigum að nýta það. Við kennum að hver og einn verði að nýta sér sitt samkeppnisfor- skot. Ef menn gera það ekki dragast þeir einfaldlega aftur úr. Þetta snýst allt um það að gera hlutina betur en aðrir á tilteknum sviðum. Við höfum vissulega möguleika á því að tengja viðskiptafræði og hagfræði við hinar nýju atvinnugreinar í þessu nýja hagkerfi sem byggist á þekkingu þannig að það skili bættum lífskjör- um. Þessi tækifæri eru ótalmörg í ís- lensku þjóðlífi en það er aðeins eitt aðgangsorð sem er lykillinn að því og það er menntunin.“ Hvernig sérðu viðskipta- og hag- fræðideild fyrir þér eftir áratug eða svo? „Ég er bjartsýnn fyrir hönd deild- arinnar og ég vil efla sjálfstæði há- skólans og sérstaklega deilda hans. Við erum hér í jákvæðri samkeppni við aðra skóla. Mér finnst vel koma til greina að deildin okkar yrði sjálfs- eignarstofnun undir regnhlíf háskól- ans með sjálfstætt stjórnkerfi og þjónustusamninga við menntamála- ráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Deildin myndi verða sjálfstæðari. Ég er mjög gagnrýninn á stirðbusa- legt stjórnkerfi, hvort sem það er innan háskólans eða annars staðar. Háskólar erlendis eru víða skipu- lagðir á svipaðan hátt. Stjórnskipu- lag í svo stórri stofnun sem Háskóla Íslands þarf að vera í stöðugri end- urskoðun.“ Ekki sjálfgefið að lífskjör batni hérlendis „Viðskiptavinir okkar eru nem- endur okkar, atvinnulífið og alþjóð- lega vísindasamfélagið. Við kennum að fólk og fyrirtæki eigi að mæta kröfum viðskiptavinanna og það er það sem við ætlum okkur svo sann- arlega að gera. Ég tel að við séum nú að upplifa sams konar breytingar og áttu sér stað á miðri 18. öld í upphafi iðnbylt- ingarinnar þegar borgirnar efldust og stjórnarbyltingar urðu í Banda- ríkjunum og Frakklandi. Gífurlega miklar breytingar urðu þá á 40 ár- um. Ég gæti vel trúað því að síðustu 15 árin og næstu 25 ár munum við upplifa sams konar breytingar í at- vinnuháttum og nýskipan samfélags. Það er mjög spennandi að vera í miðju þessara breytinga og ég tala ekki um fyrir ungt fólk sem er að hefja nám í háskóla. Það er öfunds- vert hlutskipti í dag. Þjóð eins og Íslendingar þarf að vera miklu meðvitaðri um þessar breytingar en stærri þjóðir. Hér er- um við á meira berangri og í þessu sambandi gegnir menntunin lykil- hlutverki. Einungis hún getur staðið undir þeim lífskjörum sem við viljum búa við í framtíðinni. Það er ekkert sjálfgefið eftir nokkra áratugi að við séum með eins öflugt samfélag og við höfum hér á landi nú. Við getum haft það ef við menntum unga fólkið okkar eins vel og best gerist erlend- is,“ segir dr. Ágúst Einarsson pró- fessor, forseti viðskipta- og hag- fræðideildar, að lokum. þátttakandi mræðunni nar 60 ára afmæli sínu rri Ragnarsson hitti Ágúst lefni tímamótanna. Morgunblaðið/Golli skipta- og hag- tomasorri@mbl.is FORSTJÓRI og fram-kvæmdastjórn Landspít-ala – háskólasjúkrahússhafa lagt til að tekin verði upp gjaldtaka af sjúklingum spítal- ans sambærileg þeirri sem viðhöfð sé í einkarekinni læknisþjónustu. Stjórnarnefnd spítalans samþykkti ekki tillöguna á fundi sínum nýverið og Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, segir að tillögur í þessa veruna séu ekki upp á borð- um til að mæta rekstrarvanda sjúkrahússins, en það var rekið með tæplega 250 milljón kr. halla á fyrri- hluta ársins, auk þess sem útgjöld vegna svonefndra S-merktra lyfja voru 60 milljónum kr. hærri en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Á fundi stjórnarnefndar spítalans nýlega var greinargerð forstjóra og framkvæmdastjórnar LSH vegna hallans til umræðu og tillögur til úr- bóta. Í greinargerðinni kemur fram að brýnt sé að hlutverk spítalans sé skilgreint og að heilbrigðisyfirvöld ákveði hvaða þjónustu skuli veita. Jafnframt gerir framkvæmda- stjórnin tillögur um aðgerðir í fjór- um liðum. Í fyrsta lagi eins og fyrr greindi að tekin verði upp gjaldtaka sambærileg þeirri sem viðhöfð sé í einkarekinni læknisþjónustu, en gert er ráð fyrir að tekjur vegna þessa geti numið um 100 milljónum kr. á ársgrundvelli. Bráðahlutverk njóti forgangs Í öðru lagi leggur framkvæmda- stjórnin til að bráðahlutverk spítal- ans njóti forgangs og dregið verði úr eða starfsemi felld niður hvað varð- ar eftirtalin atriði. Glasafrjóvgunum verði hætt nema verðskrá fáist leið- rétt. Breytt verði vöktum á barna- sviði og göngudeild húðdeildar sam- einuð húðsjúkdómadeild á Vífils- stöðum. Dagdeildarstarfsemi á kvennasviði verði aukin, aðgerðum fækkað og gjaldtaka aukin. Frestað verði opnun lýtalækningadeildar um einn mánuð og hún flutt í Foss- vog og plássum fyrir almennar brjóstholsskurðlækningar verði fækkað tímabundið. Í þriðja lagi leggur framkvæmda- nefndin til að farið verði yfir breyt- ingar á starfsmannahaldi í kjölfar sameiningar sérgreina og loks í fjórða lagi að takmarka notkun S- merktra lyfja og taka ekki upp notk- un nýrra lyfja nema að sannað verði að þau séu ódýrari eða jafndýr þeim sem fyrir eru. Stjórnarnefndin samþykkti þrjár síðarnefndu breytingarnar nema hvað ákvörðun um gjaldskrá vegna glasafrjóvgunar var frestað til næsta fundar stjórnarnefndarinnar. Jafnframt kemur fram í fundargerð að formaður og varaformaður stjórnarnefndarinnar hafa átt við- ræður við heilbrigðis- og trygginga- ráðherra og fjármálaráðherra þar sem þeim var kynnt rekstrarafkom- an og tillögur framkvæmdastjórnar. Á þeim fundi hafi komið fram að viss gjaldtaka krefðist lagabreytinga. Í fundargerðinni segir ennfremur að halla sjúkrahússins þurfi að meta í ljósi gengis- og verðlagsbreytinga sem víki frá forsendum fjárlaga. Jafnframt lögðu fulltrúar starfs- mannaráðs fram bókun þar sem fram kemur að núverandi fram- kvæmdastjórn hafi náð verulegum árangri í fjármálastjórn spítalans og að frávik í rekstri á fyrrihluta ársins sé eðlilegt í ljósi þróunar gengis- og verðlagsmála. Síðan segir: „Fjármagnsskortur sjúkrahúsanna í Reykjavík undan- farin ár hefur leitt til flutnings á ým- iss konar starfsemi út af LSH. Þessi þróun gerir spítalanum sífellt erf- iðara að rækja hlutverk sitt sem há- skólasjúkrahús. Nauðsynlegt er að skilgreina hlutverk og verksvið spít- alans og skapa honum aðstæður til að sinna því hlutverki.“ Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, sagði að stjórn- arnefnd spítalans hefði verið að fara yfir hvort mögulegt væri að grípa til aðgerða til að mæta rekstrarvand- anum í ár, sem myndi þá einnig skila sér á næsta ári. Stjórnarnefndin hefði verið að fara yfir ýmsar hug- myndir í þeim efnum og þessi mál yrðu til meðferðar áfram. Skilgreina þyrfti sem best hvaða aðgerða væri mögulegt að grípa til, til að draga úr þessum hallarekstri. Hann sagðist aðspurður líta á fund sinn og fjármálaráðherra með fulltrúum stjórnarnefndarinnar sem kynningarfund og þar hafi ekki verið samþykktar neinar hugmynd- ir sem þar bar á góma. „Ég lít svo á að stjórnin hafi víðtækar heimildir til að grípa til aðgerða innan þess lagaramma sem hún hefur og reyna að komast hjá því að skerða mik- ilvæga eða lífsnauðsynlega þjónustu og fylgja eftir sameiningunni,“ sagði Jón. Engar heimildir til að taka upp gjaldtöku Aðspurður hvort hann teldi koma til greina að taka upp gjaldtöku sambærilega þeirri sem viðhöfð væri í einkarekinni læknisþjónustu, sagðist hann ekki hafa neina heimild til að taka það upp. Hann sæi ekki að sá kostur væri uppi á borðinu. „Ég tel mig ekki hafa heimild míns þingflokks til að leggja slíkt fram og hef ekki hug á slíku,“ sagði Jón. Hann bætti því við aðspurður að lagabreytingu þyrfti til og það væri ekkert á döfinni af hans hálfu. Þessi sparnaðarleið væri því ekki fyrir hendi og leita yrði annarra leiða. Spurður um aðrar tillögur sem væru uppi hvað varðaði hækkun gjaldskrár vegna glasafrjóvgunar og aukna gjaldtöku á kvennasviði, sagði hann þar viðkvæm mál á ferð- inni sem hann ætlaði ekki að tjá sig um á þessu stigi. Hann hefði ekki tekið neinar ákvarðanir hvað það varðaði. „Ég þarf að skoða það mál miklu betur, þannig að ég er ekki tilbúinn að skrifa upp á hækkanir að svo stöddu á þessum sviðum,“ sagði Jón. Hann sagði að auðvitað væru menn að fara yfir þessi gjaldtöku- mál. Það væri ljóst að lagabreytingu þyrfti til til að taka upp innritunar- gjald á sjúkrahús. Aðrar hækkanir kynnu að þurfa reglugerðarbreyt- ingu, en ekkert slíkt væri á borðinu hjá honum eins og nú væri málum háttað. „Ég hef lagt á það áherslu að menn reyndu að leita leiða til hag- ræðingar sem skertu ekki nauðsyn- lega þjónustu. Við hækkuðum ýmsa gjaldtöku í sumar, þannig að ég hef ekki nein áform á borðinu núna um það,“ sagði Jón ennfremur. Halli á Landspítala – háskólasjúkrahúsi tæpar 250 milljónir króna á fyrrihluta ársins Landspítali – háskólasjúkrahús við Hringbraut. Tillaga um gjald- töku af sjúklingum Framkvæmdastjórn Landspítala – háskóla- sjúkrahúss hefur gert tillögu um gjaldtöku af sjúklingum sem einn þátt í lausn á halla- rekstri í ár, en heilbrigðisráðherra segir að tillögur í þessum efnum séu ekki uppi á borðum, enda þarf lagabreytingu til.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.