Morgunblaðið - 08.09.2001, Síða 41

Morgunblaðið - 08.09.2001, Síða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 41 ALÞJÓÐLEGIR samningar, samskipti og samvinna milli þjóða eru sífellt snarari þáttur í nú- tímastjórnmálum. Nægir í því sambandi að nefna alls konar viðskiptasamninga, samninga á sviði fé- lags- og mannréttinda og umhverfismála. Oft á tíðum eru þetta flóknir samningar sem fela í sér marg- vísleg réttindi og skyldur, bæði fyrir þau ríki sem eiga að- ild að þeim og borg- ara þeirra. Gleggsta dæmið um þetta er aðild Íslands að EES- samningnum. Gömul stjórnarskrá Íslenska stjórnarskráin er að stofni til frá síðari hluta 19. aldar og þar er því ekki að finna nein ákvæði sem taka tillit til þessarar þróunar í alþjóðlegum sam- skiptum. Þegar Ísland varð aðili að EES-samningnum og síðar Schengen-samningnum var um það deilt hvort aðildin stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar. Niðurstaða sérfræðinganefnda varð sú að samningarnir stæðust en ekki virðist það hafa mátt tæpara standa. Fæstum blandast hugur um það að ef Íslendingar eiga að geta gengið lengra í samstarfi af þessu tagi verður að breyta stjórnar- skránni í líkingu við það sem önn- ur ríki hafa gert. Þetta kom skýrt fram í viðtali við Davíð Oddsson forsætisráðherra í Morgunblaðinu 24. júní sl. og í grein Páls Þór- hallssonar í sama blaði 22. júlí sl. Það er því greinilega full þörf á að endurskoða íslensku stjórnar- skrána þannig að hún útiloki okk- ur ekki frá alþjóðlegu samstarfi sem við viljum taka þátt í. Ekki á dagskrá Það fer ekki fram hjá neinum að núverandi ríkisstjórn kýs ekki að ganga lengra í Evrópusamstarfinu að sinni. Í stjórnarsáttmálanum frá því í febrúar 1999 segir svo um Evrópumálin: „Samskiptin við Evrópusambandið verði áfram treyst á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og annarra samninga sem Ísland á aðild að. Áfram verði náið fylgst með þróun Evrópusambandsins með framtíðarhagsmuni Íslands að leiðarljósi.“ Skjótt skipast veður í lofti Fyrr en seinna getur það gerst að Bretar, Svíar og Danir taki upp evru. Margir þeirra sem telja aðild að evr- unni ekki tímabæra hafa einmitt nefnt að aðild þessara þjóða myndi gjörbreyta þeirri stöðu. Aðild að evrunni er að öllum líkindum óhugsandi fyrir Ísland nema með aðild að Evrópusam- bandinu. Um það virðast flestir einnig sammála. Þá er of seint að fara að huga að breytingum á stjórnarskránni því samningar Íslands um aðild að ESB taka ekki langan tíma. Í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í síðasta mán- uði kemur greinilega í ljós að aðild að ESB á mjög upp á pallborðið hjá almenningi í landinu og í enn frekara mæli hjá félagsmönnum Samtaka iðnaðarins. Hvað segja skoðanakannanir? Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar: Ertu fylgjandi eða andvígur aðild Íslands að Evr- ópusambandinu, sögðu 49,9% já, 37% nei og 13,1% sögðust hvorki fylgjandi né andvígir. Sömu spurn- ingu svöruðu félagsmenn Samtaka iðnaðarins þannig að 57,8% sögðu já, 30% sögðu nei og 12,2% voru hvorki fylgjandi né andvígir. Einn- ig var spurt: Ertu hlynntur eða andvígur því að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krón- unnar? Almenningur skiptist í tvennt, 44% sögðu já, 45% nei og 11% sögðust hvorki fylgjandi né andvígir. Félagsmenn Samtakanna eru mjög afdráttarlausir í skoðun sinni og sögðu 67% já, 30% nei, en aðeins 3% sögðust hvorki fylgjandi né andvígir. Þetta eru niðurstöður sem gefa til kynna að almenningur í landinu sé mun jákvæðari til aðildar að ESB en endurspeglast í skoðunum og athöfnum stjórnmálaflokkanna. Það getur hins vegar varla haldist svo til lengdar og það mun án nokkurs vafa koma að því fyrr en seinna að íslensk stjórnvöld taki afstöðu sína til aðildar að ESB til endurskoðunar. Þess vegna er það skynsamleg fyrirhyggja að breyta stjórnarskránni strax til þess að vera vel undir það búin að takast á við breyttar aðstæður. Það á ekki að láta spurninguna um aðild trufla vinnuna við breytingar á stjórnarskránni. Komi til þess að við Íslendingar viljum semja um aðild að ESB á stjórnarskráin að heimila það og þannig búið um hnúta að samningsniðurstaða verði lögð í dóm fólksins í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Forðumst vandræði Allir vita að stjórnarskrár- breyting er bæði vandasöm og tímafrek því hana þarf að sam- þykkja á tveimur þingum með kosningum á milli. Það er því tímabært verkefni fyrir ríkis- stjórnina að taka frumkvæðið í þessu máli og vinna að því með stjórnarandstöðunni að breyta ís- lensku stjórnarskránni. Í þessum efnum er engin ástæða til að bíða því það getur valdið okkur vand- ræðum fyrr en varir. Breytum stjórnar- skránni Jón Steindór Valdimarsson ESB Niðurstöður gefa til kynna að almenn- ingur sé mun jákvæðari til aðildar að ESB, segir Jón Steindór Valdimarsson, en endurspeglast í skoð- unum og athöfnum stjórnmálaflokkanna. Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. STANDAST áætl- anir um ofurvirkjun og risaálver á Austurlandi dóm sögunnar þegar á allt er litið? Hvernig samrýmast þær boð- skapnum um lítillæti og auðmýkt gagnvart sköpunarverkinu, sem er upphaf og endir alls? Náttúran er undir- staða lífsins á jörðinni, en ekki einkavæðingin, verðbréfamarkaðirnir eða tölvuheimurinn. Ef á versta veg fer um nýtingu hennar, er lífi mannanna á jörðinni lokið. Það eru ekki til neinir neyð- arútgangar frá henni. Vísbendingar um ofnýtingu náttúrunnar hrannast upp, nýtanlegar vatnsbirgðir heims- ins minnka, meðalþykkt jarðvegs minnkar, skógar minnka, lofthjúp- urinn hitnar, sem m.a. veldur veru- legri hækkun yfirborðs heimshaf- anna, og tegundum lífvera fækkar óðfluga. Við þessar aðstæður segir heilbrigð skynsemi að náttúran verði að njóta vafans þegar áætlanir eru gerðar um nýtingu hennar. Fyr- irhugað virkjanasvæði á Austur- landi er hluti af alþjóðlegum höf- uðstól náttúrunnar, sem við höfum ekki leyfi til að sóa. Á Íslandi eru meðaltekjur hvað hæstar meðal þjóða heims. Slík þjóð getur ekki réttlætt fórn óaftur- kræfra einstæðra náttúrufyrir- brigða. E.t.v. væri það hægt ef hún væri á neðri hluta heimslistans yfir meðaltekjur. Á Íslandi sveltur eng- inn, þvert á móti eru einkenni of- gnóttarinnar himinhrópandi. Alltof stórar bifreiðar eru ótrúlega víða, offita fer vaxandi sem og fíkniefna- neysla. Litlar líkur eru á því að hið gífurlega peningaflæði, sem fylgir núverandi álvershugmyndum, auki lífshamingju þjóðarinnar. Þvert á móti er margt sem mælir með því að andlegt og félagslegt heilbrigði landsmanna muni versna. Til er máltæki sem segir: Margur verður af aurum api. Víst er að íslenskum „öpum“ mun fjölga með milljörð- unum þúsund sem talað er um. Á hinn bóginn hefur efnahagsstjórnun síðustu ára leitt til þess að mis- munur á launum í landinu fer vax- andi. Í landi ríkidæmisins ættu ráð- stafanir gegn óhóflegum mismun á kjörum fólks að vera forgangsmál stjórnvalda. Á Austurlandi hefur fólki fækkað undanfarin ár, eins og annars staðar á landsbyggðinni hér á landi og víð- ast annars staðar í veröldinni. Það er gömul saga og ný, að byggðir myndast og eyðast vegna breytinga á atvinnu- og samfélagsháttum og það mun gerast áfram. Kjósi fólk að flytja búferlum er það þeirra val, sem á sér mjög fjölbreytilegar ástæður. Stundum tengjast þær beint ráðstöfunum æðstu stjórn- valda. Á undanförnum árum er þar fyrst og fremst um að ræða út- færslu kvótakerfisins í sjávarútvegi. Fyrir liggur að sú útfærsla hefur verið hinum dreifðu byggðum al- mennt óhagstæð og væri óskandi að stjórnvöld leiðréttu þau mistök, sem þar hafa verið gerð innan sjávarút- vegsins, heldur en að kaffæra þessa aldagömlu atvinnugrein á stóru svæði með eiturspúandi verksmiðju. Á Austurlandi eru líklega bestu búsetuskilyrði á landinu. Þar eru góð landbúnaðarhéruð, fiskimiðin eru gjöful, bæði af botn- og uppsjáv- arfiski, nálægð við útlönd er meiri en annars staðar, náttúrufegurð óvíða meiri og orkubankinn stóri í fallvötnunum veitir öryggi sem aðr- ir landshlutar hafa ekki. Kjósi fólk að búa annars staðar vegna misvit- urrar stjórnarstefnu eða annarra erfiðleika getur það verið að fórna stórum hluta af framtíðaröryggi af- komenda sinna. Núverandi hagkerfi heimsins stenst ekki að óbreyttu út nýbyrj- aða öld. Þar sem ekki eru vísbendingar um að á döfinni séu nauð- synlegar breytingar á því, er hægt að leiða að því líkur að hagur barnabarnanna og barnabarnabarnanna sé best tryggður með því að forðast firringu borganna, en búa sem næst fiskinum í sjón- um og grasinu þar sem það grær. Það er styttra í það en okkur grunar að álbræðslur og kísilmálmar stoða lítt í baráttunni fyrir lífshamingj- unni. Þetta eru nokkur atriði í þeirri niðurstöðu að núverandi hugmynd um ofurvirkjun og risaálver á Aust- urlandi mun ekki standast dóm sög- unnar, þegar á allt er litið. Hug- myndin mun verða tekin sem dæmi um skammsýni og hroka, þar sem virðingu fyrir langtímahagsmunum komandi kynslóða og auðmýkt gagnvart sköpunarverkinu er varp- að fyrir róða. Megi stjórnvöld bera gæfu til að skilja það, jafnvel þó að Alþingiskosningar séu eftir hálft annað ár. Standast ofurvirkj- un og risaálver? Guðmundur Sigvaldason Umhverfisvernd Náttúran er undirstaða lífsins á jörðinni, segir Guðmundur Sigvaldason, en ekki einkavæðingin, verð- bréfamarkaðirnir eða tölvuheimurinn. Höfundur er verkefnastjóri á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.