Morgunblaðið - 08.09.2001, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 08.09.2001, Qupperneq 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. „Geiri er kominn.“ Þegar þessi orð hljóm- uðu í eyrum lítilla frændsystkina norður á Húsavík þýddi það alltaf hið sama: mikla gleði, hlátur og fjör. Á meðan við vorum börn skildum við kannski ekki hvers vegna öll þessi gleði upphófst þegar Geiri kom norður en þegar fram liðu stundir opnuðust gáttirnar smám saman. Það leikur ekki vafi á því að húmor er afar mikilvægur þáttur í sam- skiptum manna. Að geta séð björtu hliðarnar á hlutunum er mikilvægt, bæði þegar meðbyr er í lífsins segl- um, en ekki síður þegar á móti blæs. Nú þegar frændi okkar og vinur er óvænt fallinn frá sjáum við á bak holdgervingi húmorsins sem hafði þann einstaka hæfileika að sjá hlut- ina í skærbjörtu ljósi iðandi af fjöri. Eins og allt þokkalega uppalið fólk var okkur frændsystkinum kennt það í æsku að húmor mætti aldrei vera á kostnað annarra. Þannig fæl- ist sönn og rétt kímni í því að gleðj- ast yfir öllum mögulegum atvikum svo lengi sem þau skilyrði væru upp- fyllt að gleðin væri ekki á kostnað annarra og ekki væri farið rangt með. Einnig fólst í þessum uppeldis- reglum að nauðsynlegt væri hverj- um manni að geta gert grín að sjálf- um sér. Snemma í æsku fór okkur að gruna að innan fjölskyldu okkar væri nokkuð frjálslega með þessi skilyrði farið. Þessa mátti finna nokkur merki hér og hvar í frændgarði okk- ar Halldórsstaðamanna í Laxárdal. Innan fjölskyldunnar má segja að alltaf hafi Geiri verið einhvers staðar nálægur þegar gáskalegur húmor, sem ekki uppfyllti skilyrðin alveg fullkomlega, fór af stað. Geiri sagði margar stórsögur, t.d. óteljandi sögur af Laxdælingum og enn fleiri af vinum sínum í Aðaldaln- um. Lýsandi fyrir hann er sagan af golfiðkun Halldórsstaðamanna fyrr á öldinni, þar sem þeir slógu golf- kúlur að skoskum herramannasið á Halldórsstaðahlaði. Fyrir kom að þeir misstu stöku kúlu niður í Lax- ána, sem bar þær niður í Aðaldal, en fábrotnari lífshættir Aðaldælinga leyfðu þeim að sögn Geira ekki aðra hugmynd en að setja framandi kúl- urnar í eggjapott til suðu. Sögurnar úr smiðju Geira voru án undantekninga tengdar broslegum óförum vina og fjölskyldumeðlima. Alltaf voru þær töluvert stílfærðar og engin laut að honum sjálfum, nema ef ske kynni frægðarsögur af eigin hreysti á yngri árum. Nú, ein- hver kynni að ætla að þetta væri hreint ekki til eftirbreytni, en því er fljótsvarað að þrátt fyrir allt voru sögurnar hans Geira, og verða um ókomna framtíð, með öllu meinlaus- ar. Samhliða hæfileikum til að spinna upp fyndnar, myndrænar sögur um samferðamenn sína af litlum efnivið hafði Geiri þann mik- ilvæga eiginleika að þekkja hin vand- fundnu mörk góðlátlegrar og illkvitt- ÁSGEIR RAGNAR TORFASON ✝ Ásgeir RagnarTorfason fæddist á Halldórsstöðum í í Laxárdal í S-Þing- eyjarsýslu 14. apríl 1927. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju í Reykjavík 4. septem- ber. innar glettni. Hann var alltaf réttum megin við. Þótt undarlegt megi virðast var það eigin- lega svo að engum leið betur en þeim sem sag- an fjallaði um hverju sinni. Það sem gerði þessa eiginleika Geira svo mikilvæga í okkar aug- um var hversu hann tengdi okkur af yngri kynslóðinni við sameig- inlegar rætur okkar. Í öll þau fjölmörgu skipti sem við kíktum í gætt- ina hjá Geira, hvort heldur var í Ból- staðarhlíðinni hjá Hiddu og Torfa eða á útskurðarverkstæði hans á Laugaveginum, sem sumir kölluðu sögusmiðjuna, upphófst sama ferlið. Geiri spurði hvað við segðum fallegt en svo þokaðist umræðuefnið norður í land þar til það endaði nær und- antekningalaust í Laxárdalnum. Oft- ar en ekki í kapphlaupi við Hjálmar og Óa upp í heiði, í eldhúsinu hjá Hallgrími og Bergþóru eða í sollin- um í bænum. Geiri var okkur lykill að lokuðum dyrum fortíðarinnar, tengiliður við forfeður og -mæður sem við náðum ekki að kynnast og við lífshætti fólksins okkar í dalnum. Með auknum þroska og aldri sog- aði þessi undraheimur sagna og húmors okkur frændsystkin í aukn- um mæli að Geira. Nú allra síðustu ár vorum við farin að stunda þá vafa- sömu iðju að líta reglulega inn á verkstæði hans og henda hráefni í sögur af feðrum okkar í Geira. Það þurfti lítið til, bara gauka að honum einhverju smálegu af annáluðum klaufaskap þeirra bræðra og ljómaði þá hlýlega glottið hans, sögumask- ínan fór í gang og kryddaði sakleys- isleg atvik upp í það að verða að dýr- legum veislum í formi sagna. Feður okkar nutu þess heiðurs að vera ekki bara samstarfsmenn í sögusmíði Geira heldur voru þeir iðulega sögu- efni hans. Af vanmætti reyndu þeir, eins og aðrir sem Geira þótti vænt um, að troða marvaðann í sagna- hringiðu meistarans en sukku oftar en ekki til botns. Það eru hrein for- réttindi fyrir okkur að hafa fengið svolitla innsýn í þennan heim húm- ors og frásagnarlistar eins og sá heimur getur bestur orðið. Nú verður gaman á himnum, „Geiri er kominn“. Blessuð sé minning hans. Hallgrímsbörn, Halldórssynir og fjölskyldur þeirra. Myndarlegur, jákvæður, gaman- samur, hnyttinn, fluggreindur og af- burða sterkur, góður félagi og vinur. Þannig lifir föðurbróðir minn, Ásgeir Torfason, í minningunni. Ásgeir var mér þó miklu meira, hann var mér sem faðir og bróðir. Ásgeir bjó áður á Halldórsstöðum í Laxárdal í Þing- eyjarsýslu ásamt afa og ömmu. Þangað fór ég ungur í sveit og minn- ingarnar úr fjósinu og af engjunum eru ljóslifandi. Þar ræddum við stöðu heimsmálanna, yfirburði kommúnismans í Rússlandi, gang himintunglanna og óravíddir al- heimsins. Þessi minningabrot eru frá því ég var fimm eða sex ára. Mér þótti mikið til þess koma að rætt var við mig sem fullorðinn mann. Þannig var Geiri frændi, hann umgekkst alla sem jafningja og kynslóðabil var ekki til. Á Halldórsstöðum var samræðu- listin jafnan í hávegum höfð og þar gerðu menn sér hiklaust upp skoð- anir til að samræðurnar yrðu sem líf- legastar. Þá list kunni Geiri betur en nokkur annar. Frásagnarmáti hans var einstakur og hann var hnyttinn og gamansamur og afburða eftir- herma. Hann lék þá list svo vel að hann var yfirleitt mun betri en fyr- irmyndin. Þá var hann svo sterkur að enginn lagði hann í sjómanni eða gat lyft hestasteininum með tveimur fullvöxnum mönnum eins og Geiri hafði gert. Mér er mjög minnisstætt þegar Ásgeir kom til þess að kynna heit- mey sína, Hrafnhildi Ólafsdóttur, fyrir foreldrum mínum. Ástin og væntumþykjan skein út úr augum þeirra. Þau giftu sig skömmu síðar og bjuggu fyrst í stað í bænum á Halldórstöðum hjá afa og ömmu. Fljótlega kom þó að því að þau fóru að undirbúa byggingu á glæsilegu einbýlishúsi sínu á Halldórsstöðum. Það voru uppi mjög ákveðnar skoð- anir um það hvað húsið þurfti að rúma og Bergþóra frænka og amma Kolfinna töldu nauðsynlegt að í stof- unni væri gott leiksvið. Húsið var byggt og uppfyllti það flestar þessar þarfir. Geiri og Hidda eignuðust fjögur myndarleg börn, þau Ólaf, Torfa, Hallgrím og Hönnu. Á árunum 1965-1967 stóð Laxár- deilan sem hæst. Þá stóð til að hækka stífluna í Laxá. Áætlanir gerðu ráð fyrir að vatnsborð árinnar hækkaði svo að það næði inn í kjall- ara nýja hússins. Þetta lamaði allar framkvæmdir á Halldórsstöðum. Að lokum fór svo að Laxárvirkjun keypti nýja húsið og Ásgeir flutti með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Ásgeir var alla tíð þúsund þjala smiður og smíðaði síðustu árin sem hann var á Halldórsstöðum ýmsa tréskurðarmuni og seldi í Ramma- gerðinni og Íslenskum heimilisiðn- aði. Eftir að hann kom til Reykjavík- ur lagði hann tréskurð alfarið fyrir sig og eru margar fallegustu gesta- bækur á landinu, askar og ýmis göm- ul áhöld frá liðinni tíð smíðuð af hon- um. Handbragðið leynir sér ekki. Síðustu árin var hann með smíða- stofu við Laugaveginn. Vinnustofan var jafnframt menningarmiðstöð. Þar var alltaf glatt á hjalla og skemmtilegt að koma, enda voru margir sem komu við til að fá and- lega upplyftingu hjá Ásgeiri hvort sem þeir áttu leið í bæinn eða ekki. Raunar var það alltaf svo að hver samverustund með Ásgeiri varð við- burður. Hann var þó aldrei léttari eða skemmtilegri en á Halldórsstöð- um. Þar hefur stórfjölskyldan end- urnýjað bæinn, heimili Torfa Hjálm- arssonar og Kolfinnu Magnúsdóttur og æskuheimili Ásgeirs. Á Halldórs- stöðum er jafnframt „Húsið“ sem byggt var 1893, þrílyft timburhús sem var reist af Páli og Magnúsi Þórarinssonum. Frændur okkar Hallgrímur og Halldór Valdimars- synir á Húsavík og þeirra fjölskyldur hafa haldið því húsi við í upphaflegri mynd þar sem minningar liðins tíma eru hvarvetna . Meira að segja er kolaeldavélin upprunaleg. Húsið og Bærinn kallast á á hlaðinu á Hall- dórsstöðum eins og verið hefur á aðra öld. Félagsskapurinn um þessi hús og reglubundin dvöl á Halldórs- stöðum hefur tengt stórfjölskylduna sterkum böndum en Ásgeir hefur þar jafnframt gegnt lykilhlutverki vegna persónutöfra og yfirburða þekkingar á staðháttum öllum. Mjög minnisstæð er ferð okkar á þorrablót í Laxárdal á síðastliðnu ári. Þá dvaldi Geiri með frændfólki og vinum í húsinu sem hann byggði á Halldórsstöðum. Þar var hann í ess- inu sínu og hann og Sigurður Hall- marsson á Húsavík spiluðu til skiptis á nikkuna og sögðu gamansögur. Léttleikinn, kátínan og stemmningin lifir í minningunni. Hidda, eiginkona Ásgeirs, hefur alla tíð staðið sem klettur við hlið hans og alltaf verið einstakur ljómi yfir ástríku sambandi þeirra. Ástin og væntumþykjan hefur skinið úr augum þeirra alla tíð. Þrjú barna þeirra eru nú gift og komin með eig- in fjölskyldur. Ásgeiri tókst jafnvel upp í afahlutverkinu og þegar við tveir ræddum heimsmálin í fjósinu forðum. Ég er þess jafnframt fullviss að þeim hefur hann verið jafn mikill vinur og félagi og hann var mér barnungum. Jafn viss er ég um að þeim þótti afar vænt um afa sinn sem jafnframt var þeirra félagi og jafn- ingi. Í hans orðaforða var orðið kyn- slóðabil eða aldursmunur ekki til. Ásgeir var mikil íþróttamaður á sínum yngri árum. Á síðustu árum fékk Ásgeir áhuga á golfíþróttinni. Hann talaði um að hann væri aldrei hressari en á golfvellinum. Jafn- framt hafði hann oft orð á því að hann vildi helst fá að kveðja þennan heim á golfvellinum og halda and- legri og líkamlegri reisn sinni. Þetta gekk eftir en krankleiki síðustu ára hafði aldrei nein áhrif á léttleikann eða gamansemina. Hann varðveitti unglinginn í sér til síðasta dags. Ég sendi Hrafnhildi, Ólafi, Hallgrími, Torfa og Hönnu og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur en fallegar minningar um einstakan mann munu lengi lifa. Blessuð sé minning frænda míns, Ásgeirs Torfasonar. Þórður Magnússon. Mig langar að minnast mágs mín, öðlingsins Ásgeirs Torfasonar sem nú er horfinn á braut yfir móðuna miklu. Betri manni en Ásgeiri hef ég ekki kynnst á lífsleiðinni og sam- rýndari hjón en Hrafnhildur og Ás- geir voru vandfundin. Það var alltaf mikil glaðværð hjá fjölskyldunni og gestrisni þeirra og hlýja alveg einstök. Alltaf var tekið á móti mér með opnum örmum og eins börnum mínum, sem voru í sveit hjá Ásgeiri og Hrafnhildi systur minni. Þau tala oft um hvað gott og skemmtilegt var að vera í sveitinni. En nú er komið að kveðjustund. Ásgeir er ekki lengur hjá okkur en við eigum ljúfar minningar um hann sem ekki verða burtu teknar. Vertu sæll, kæri mágur. Þakka þér fyrir allt. Guðrún Karlsdóttir. Það var á fallegum degi síðasta sumar að Ásgeir móðurbróðir hringdi í mig og bauð mér að koma í golf með sér uppi á Korpúlfsstöðum. Með okkur voru Torfi sonur hans og Þorgrímur vinur þeirra. Mér er þessi stund minnisstæð. Kvöldið var yndislegt, sumarkvöld eins og þau gerast fallegust á Íslandi. Ásgeir lék á als oddi að venju og ég skynjaði vináttu og gagnkvæma væntum- þykju félaganna. Eftir golfið fór ég heim með þeim Ásgeiri og Torfa þar sem við fengum okkur rabarbara- graut og ræddum hin ýmsu mál fram á nótt. Þegar ég fór frá þeim og gekk út í sumarnóttina fann ég til vellíðunar- tilfinningar sem erfitt er að lýsa og ég áttaði mig á að þarna hafði ég átt samverustund með góðum frændum sem myndi lifa með mér alla tíð. Það var ekki að við hefðum verið að ræða svo merkilega hluti eða gera eitthvað sérstakt – heldur var það samspil þriggja sálna sem þótti mjög vænt hverri um aðra og áttu sameiginleg- an fjársjóð minninganna. Ásgeir frændi var ríkulegar útbú- inn en flestir til þessarar stuttu dval- ar sem jarðvist okkar er. Hann hafði góða kímnigáfu, frásagnarhæfileika, tónlistargáfu, hafði gott skap og var sérstaklega listrænn. En það sem skiptir mestu máli er að hann var einstaklega góðviljaður, hlýr og ræktarsamur og nýtti sínar vöggu- gjafir betur en flestir á þann hátt að hann miðlaði þeim óspart til sam- ferðamanna sinna. Ásgeir kunni þá list að rækta garðinn sinn. Uppskeran er eftir því. Ásgeir lætur eftir sig eiginkonu, börn og barnabörn, stóran frænd- garð og vini sem eiga fjársjóð minn- inganna um góðan mann. Fjársjóð sem ekkert fær grandað og enginn getur frá okkur tekið. Fyrir okkur Halldórsstaðafólk er brotthvarf Ásgeirs mikið áfall. Hann stóð fyrir margt það besta í ætt okk- ar. Verkefni okkar sem eftir erum er að halda minningunum lifandi og flytja þær áfram til komandi kyn- slóða. Það gerum við með því að hlúa að okkar sameiginlega arfi og rækta þá samkennd sem okkur hefur verið innrætt. Við Sólveig, systkini mín, tengda- fólk og faðir vottum Hiddu, Óla, Torfa, Hallgrími, Hönnu, tengda- börnunum og barnabörnunum öllum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ásgeirs Torfasonar. Torfi Þ. Þorsteinsson. Ásgeir, vinur minn og félagi til margra ára, hefur nú kvatt. Út- skurðartækin hans njóta ekki lengur listfengra handa og þær stundir eru allar þegar litið var inn á verkstæði hans og tekið spjall um þjóðmál og þá ekki síður liðna tíð. Ásgeiri kynntist ég á fyrri hluta síðustu aldar. Fyrst hitti ég hann þegar hann kom í heimsókn til okkar í Steinholt á Húsavík með Benóný bróður mínum en Benni hafði verið mörg sumur í sveit á Halldórsstöð- um. Síðar kynntumst við betur þegar ég fór í sveitadvölina þar. Á Halldórsstöðum í Laxárdal var þríbýlt og bjuggu foreldrar Ásgeirs, Torfi og Kolfinna, á einu búinu. Á hinum búunum bjuggu þá Bergþóra Magnúsdóttir, móðursystir Ásgeirs, og Hallgrímur Þorbergsson og svo Páll Þórarinsson, afabróðir Ásgeirs, og hans skoska kona Lizzie Þórar- insson. Þegar Ásgeir var að alast þar upp má segja að þar hafi verið sann- kölluð stórfjölskylda því þetta frændfólk var nánast ein fjölskylda þótt búin væru aðskilin. Ásgeir átti tvo bræður og þrjár systur og oft var þarna glatt á hjalla. Halldórsstaðir voru lengi miðstöð sveitarinnar enda varð staðurinn vel þekktur, ekki síst fyrir kembivélaverkstæðið sem Magnús, móðurafi Ásgeirs, setti þar á stofn 1883 en slíkt var þá nýjung á Íslandi frá því Innréttingar Skúla Magnússonar liðu undir lok. Sú starfsemi lagðist að vísu niður áður en Ásgeir fæddist en það eimdi eftir af þeim áhrifum sem þessi starfsemi hafði skilið eftir sig í Laxárdal. Halldórsstaðir var mikið menn- ingarheimili. Fólkið var vel menntað og margt af því hafði siglt til útlanda og dvalið þar sem ekki var algengt í byrjun síðust aldar. Tónlist var þar í hávegum höfð og drakk Ásgeir hana í sig með móðurmjólkinni. Kolfinna, móðir hans, var organisti til fjölda ára í Þverárkirkju en föðurafi Ás- geirs, Hjálmar Jónsson á Ljótsstöð- um, hafði verið það áður. Torfi, faðir Ásgeirs, lék á fiðlu og bar músíkina í sér eins og Ljótsstaðamenn flestir og má þar minna á Ragnar H. Ragn- ar, bróður hans. Það var góð skemmtun á síðkvöldum þegar rökkva tók að sitja inni í stofu í Bæn- um eins og hús Torfa og Kolfinnu var kallað og hlusta á þau hjón spila á orgel og fiðlu. En það var fleira en músíkin sem Ásgeir erfði frá áum sínum. Mikill hagleikur var þar einn- ig til staðar og góðar gáfur. Fyrr er minnst á Magnús Þórarinsson sem setti upp fyrstu kembivélarnar. Hann var dverghagur. Kona Magn- úsar og móðuramma Ásgeirs var Guðrún Bjarnhéðinsdóttir systir Bríetar og lagði ekki síður skerf til sinna afkomenda. Kona Hjálmars á Ljótsstöðum var Áslaug Torfadóttir frá Ólafsdal, bráðfalleg kona og greind en Torfi Bjarnason, faðir hennar, skólastjóri í Ólafsdal, var bráðhagur maður svo ekki er merki- legt þótt þessir listrænu hæfileikar byggju í afkomendunum. Þótt foreldrar Ásgeirs byggju ekki við mikil efni áttu þeir annars konar auð. Þess nutu börnin. Það var mikill metnaður fyrir þeirra hönd. Þetta kom ekki síst fram í því að þeg- ar synirnir uxu upp og fóru að stunda keppnisíþróttir þá voru þeir rækilega studdir af foreldrum sín- um. Ásgeir var á unglingsárum sín- um góður skíðamaður og keppnis- maður í frjálsum íþróttum. Aðstæður til æfinga voru ekki upp á marga fiska miðað við kröfurnar í dag en það aftraði bræðrum ekki frá því að reyna sig við aðra. Þeir héldu uppi nafni Ungmennafélagsins Ljóts í Laxárdal á héraðsmótum Suður- Þingeyinga á þessum árum. Ásgeir fór eins og önnur sveita- börn snemma að vinna við bústörfin. Þeir bræður hann og Hjálmar fóru fljótt að fást við smíðar og einkum útskurð. Þetta urðu reyndar þeirra ævistörf, Hjálmar smíðaði úr gulli en Ásgeir skar í tré. Á yngri árum Ás-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.