Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.09.2001, Blaðsíða 51
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 51 NÆSTKOMANDI sunnudag 9. september hefst haust og vetrar- starf Grafarvogskirkju. Barnastarfið hefst í Grafarvogs- kirkju með sameiginlegri barna- og fjölskylduguðsþjónustu sunnudag- inn 9. sept. kl.11:00. Séra Anna Sig- ríður Pálsdóttir og séra Bjarni Þór Bjarnason prédika og þjóna fyrir altari. Krakkakór, barna-og ung- lingakór kirkjunnar syngur, stjórn- andi: Oddný Þorsteinsdóttir. Org- anisti: Hörður Bragason. Grafarvogsdagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 15. sept. Einn þáttur í myndarlegri dagskrá dagsins sem forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson mun taka þátt í, verður helgistund sem haldin verður undir berum himni á svonefndri Kirkjuselslóð sem stað- sett er á Spönginni í nágrenni við Borgarholtsskóla. Helgistundin hefst kl. 13:30. Kirkjukór, barna-og unglingakór munu taka þátt í helgistundinni ásamt prestum safnaðarins. Björn Erlingsson sóknarnefndar- maður og fulltrúi í byggingarnefnd Kirkjuselsins mun prédika. Safnað- arfélag kirkjunnar mun selja kaffi, vöfflur og kleinur í tjaldi sem sett verður upp af fyrirtækjum á Spöng- inni, verður það staðsett rétt við Borgarholtsskóla. Í vetur verður aukið við starf æskulýðsfélaganna og bætt við tveimur hópum í Kirkjukrakka- starfið. Nánari dagskrá verður sem hér segir: Almennar guðsþjónustur eru alla sunnudaga kl. 11:00. Barnaguðs- þjónustur verða einnig kl. 11:00. Guðsþjónusturnar fara því fram samtímis, á sitt hvorri hæð kirkj- unnar. Barnaguðsþjónustur í Engjaskóla verða kl. 13:00 Þær annast prestar safnaðarins og barnastarfsmenn. Foreldramorgnar. Starfið hjá þeim hefst fimmtudaginn 13. sept- ember kl.10:00-12:00 í Grafarvogs- kirkju og eru þeir vikulega. Dag- skráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmti- legar og fræðandi samverustundir. Kirkjukrakkar. Fyrir börn á aldrinum 7-9 og 10-12 verður starf- semi í Rimaskóla,Engjaskóla og Húsaskóla. Nánar auglýst síðar. Starf K.F.U.M. og K. verður í vetur fyrir drengi á aldrinum 9-12 ára á miðvikudögum kl. 17:30-18:30 og hefjast fundirnir 26. september, og fyrir stúlkur á aldrinum 9-12 ára er starfið á mánudögum kl. 17:30- 18:30 og hefjast fundirnir 24. sept- ember. Æskulýðsfélög. Starfsemi fyrir unglinga í 8. og 9. bekk, verður í Engjaskóla á miðvikudögum kl. 20:00-22:00. Fyrir unglinga í 8. og 9. bekk í Grafarvogskirkju á fimmtu- dögum kl. 20:00-22:00 Eldri borgarar. Þátttakendum í þessu starfi fer fjölgandi og er það von okkar að enn bætist í þennan góða hóp. Eldri borgarar hittast í kirkjunni á hverjum þriðjudegi kl. 13:30, en starfið hefst með því að farið verður í haustferð, fimmtudag- inn 20. sept. Lagt verður af stað kl. 10:00 frá Grafarvogskirkju. Ferðin verður um Suðurnes. Kirkjukór. Kirkjukórinn hefur þegar hafið vetrarstarfið undir stjórn Harðar Bragasonar organ- ista og kórstjóra. Kórinn, sem er orðinn fjölmennur getur þó enn bætt við góðum karlaröddum. Fermingarbörn. Væntanleg fermingarbörn eru beðin að koma í fermingarfræðslu samkvæmt stund- arskrá. Krakkakór. Æfingar verða á þriðjudögum kl. 18:00-18:45. Barna-og unglingakór. Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudög- um kl. 16:00-17:45. Kórstjóri er Oddný J. Þorsteinsdóttir. Safnaðarfélagið. Vetrarstarf fé- lagsins hefst mánudaginn 8. októ- ber. Fundir félagsins í vetur munu verða fyrsta mánudag í hverjum mánuði og mun dagskrá þeirra verða fjölbreytt. Félagið er öllum opið, bæði konum og körlum, og eru félagsgjöld engin. Verkefnin eru margvísleg, skemmtileg og upp- byggjandi. Kyrrðarstundir. Kyrrðarstundir í Grafarvogskirkju verða í hádeginu á miðvikudögum kl. 12:00 með alt- arisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir vel- komnir. Kyrrðarstundir hefjast miðvikudaginn 12. september nk. Sorgarhópur. Hópur sem hittist reglulega í nokkrar vikur og fjallar um sorg og sorgarviðbrögð mun starfa í vetur, líkt og síðastliðna vetur. Prestar kirkjunnar sjá um skráningu í hópinn og hefst starfið í janúar 2002 og verður 10 næstu mánudaga þar á eftir. Hópurinn er ætlaður þeim sem hafa misst nána ástvini. Bænahópur. Á hverju sunnu- dagskvöldi kl. 20:00 hittist bæna- hópur í kirkjunni og er hann öllum opinn. Námskeiðið „Að búa einn“ undir handleiðslu sr. Önnu Sigríðar Páls- dóttur verður eftir áramót ætlað þeim sem hafa gengið í gegnum skilnað. Al-Anon er með fundi á föstu- dagskvöldum kl. 20:00 AA hópur hittist á laugardags- morgnum kl. 11:00. Séra Bjarni Þór Bjarnason hefur hafið starf í Grafarvogskirkju í námsleyfi séra Sigurðar Arnarson- ar. Séra Bjarni Þór hefur þjónað sl. tvö og hálft ár í ensku biskupakirkj- unni. Símatímar prestanna eru frá kl.11:00-12:00, þriðjudaga til föstu- daga og viðtalstímar eftir sam- komulagi. Símanúmer Grafarvogskirkju er 587-9070 Netfang: graf.ritari@kirkjan.is Ath. messuauglýsingar í dagblöð- um og starfið almennt í dagbók Morgunblaðsins. Tökum öll virkan þátt í starfi kirkjunnar okkar. Sóknarnefnd, safnaðarfélag, kórar, æskulýðsfélög, prestar og aðrir starfsmenn Grafarvogs- kirkju. Regnbogamessa og kvöldvaka í Hjallakirkju SUNNUDAGINN 9. september verður nóg að gerast í Hjallakirkju, Kópavogi. Sunnudagur þessi mark- ar upphaf barnastarfsins í kirkjunni og verður guðsþjónusta í öllum regnbogans litum kl. 11. Guðsþjón- usta þessi er sérstaklega ætluð yngri kynslóðinni, kirkjan verður skreytt á skemmtilegan hátt, brúð- ur koma í heimsókn og öll börnin í kirkjunni fá blöðrur með sér heim. Leiðtogar í barnastarfinu sem og nokkur börn munu aðstoða við guðsþjónustuna, sungir verða léttir söngvar og sagðar skemmtilegar sögur. Um kvöldiðverður kvöldvaka kl. 20:30. Þar er um að ræða end- urvakningu á poppmessum fyrri tíma í Hjallakirkju, hljómsveit leiðir sönginn sem er mun léttari en í hefðbundnum guðsþjónustum. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt á þessum góða sunnudegi í Hjallakirkju. Vertu velkomin/n! Safnaðarstarf í Bessastaðasókn UM þessar mundir er að hefjast vetrarstarf safnaðarins og er þar að finna ýmsar nýjungar. Foreldra- morgnar verða á miðvikudögum kl. 10:00-12:00 í Haukshúsum og er það starf þegar hafið. Þeir sem eru bundnir heima yfir börnum eða bíða þeirra úr skólanum eru hvattir til að mæta, kynna sig og kynnast öðr- um og gefa börnunum tækifæri til að leika sér saman. Innritun í fermingarfræðsluna og fermingarathafnir vorsins 2002 verður í Álftanesskóla þriðjudaginn 11. september kl. 15:00-18:00. Fermt verður í Bessastaðakirkju 1. apríl, á annan pákadag kl. 10:30, 7. apríl kl. 13:30 og 21. apríl kl. 13:30. Ekki verður fermt á skírdag eins og verið hefur. Fermingarfræðslan hefst með námskeiði í Vatnaskógi síðustu vikuna í september. TTT starfið, fjölbreytt kristilegt æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára börn, hefst þriðjudaginn 18. september kl. 17:30 í Álftanesskóla og verður síð- an reglulega á sama stað og sama tíma. Rúta ekur börnunum heim eftir stundina. Nýr organisti, Hrönn Helgadótt- ir, hefur tekið til starfa við kirkjuna og er hún að sjálfsögðu boðin vel- komin, um leið og Jóhanni Bald- vinssyni eru þökkuð hans störf. Álftaneskórinn æfir á mánudögum kl. 20:00 og eru nýir kórfélagar boðnir velkomnir til starfa. Sunnudagaskólinn hefst með fjöl- skylduguðsþjónustu í Bessastaða- kirkju þann 16. september. Þar verður 5 ára börnum safnaðarins af- hent bók að gjöf en að lokinni guðs- þjónustunni verður boðið upp á kaffi og kleinur í Krakkakoti. Sunnudagaskólinn verður síðan hvern sunnudag kl. 13:00 í Álftanes- skóla og erum við svo heppin að hafa sömu leiðtoga og áður. Lindi keyrir hringinn fyrir og eftir. Í október verður kirkjudagur safnaðarins. Ráðgert er að hefja í október starf fyrir eldri borgara á vegum safnaðarins og mun það fara fram í Haukshúsum á miðvikudög- um kl. 13:00-16:00. Kirkjutíðindin koma út næstu daga. Þau ættu að vera söfnuðinum handhægur leiðarvísir til að skipu- leggja þátttöku í kirkjustarfinu, en þeim sem óska eftir frekari upplýs- ingum er bent á að hafa samband við presta safnaðarins, þá Friðrik J. Hjartar og Hans Markús Hafsteins- son, eða Nönnu Guðrúnu djákna. Prestarnir. Barnastarf hefst í Fríkirkjunni í Hafnarfirði FYRSTA samvera barnastarfsins verður kl. 11:00 nk. sunnudag 9. september. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá alla sunnu- daga í vetur. Við byrjum á því að hafa svokallaða Regnbogamessu og skreytum kirkjuna með borðum í öllum regnbogans litum. Góðir gest- ir koma í heimsókn. Jafnhliða þessu starfi hefst nú á virkum dögum samvera í safnaðar- heimili kirkjunnar á Linnetstíg 6 fyrir 7-9 ára börn á þriðjudögum kl. 17:00 og á fimmtudögum kl. 17:00 verður opið hús fyrir 10-12 ára börn. Unglingum á fermingaraldri er boðið upp á dagskrá í safnaðarheim- ili kirkjunnar á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 og mánudagskvöldum er samverustund fyrir eldri unglinga. Kvöldvaka verður í kirkjunni n.k. sunnudagskvöld kl. 20:00 við upphaf fermingarstarfs að venju með fjöl- breyttri tónlistardagskrá. Sérstakir þátttakendur eru vænt- anleg fermingarbörn og foreldrar þeirra. Einar Eyjólfsson. Regnbogaguðs- þjónusta í Fella- og Hólakirkju BARNASTARF vetrarins hefst á morgun, sunnudaginn 9. september með regnbogaguðsþjónustu. Guðs- þjónustan hefst klukkan 11:00 og eru öll börn og foreldrar þeirra hjartanlega velkomin. Lilja Guðrún Hallgrímsdóttir, djákni, sér um samveruna, ásamt Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur og Elfu Sif Jónsdótt- ur. Fríkirkjan í Reykjavík KYRRÐAR- og bænastund í hádegi í safnaðarheimili kirkjunnar á Lauf- ásvegi 13, annarri hæð klukkan 12:00. Koma má bænarefnum á framfæri áður en bænastund hefst. Allir eru hjartanlega velkomnir. Töff , töfrandi og taktfast – TTT starfið er ætlað fyrir börn á aldr- inum 9-12 ára. Þessar stundir eru í safnaðarheimilinu á þriðjudögum kl. 16:30. Á dagskránni er margs konar efni fyrir hressa krakka, stelpur jafnt sem stráka. Sérstök verkefni á næstu vikum eru m.a. gleðidagur, spurningakeppni og margt fleira. Leiðtogar í þessu starfi eru tveir ýkt hressir fyrrverandi æskulýðs- fulltrúar Landakirkju í Vestmanna- eyjum þeir Hreiðar Örn og Ólafur Jóhann. Sjáumst hress í stuði með Guði. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. Frá Víðistaðakirkju GUÐSÞJÓNUSTA verður á sunnu- dag kl. 14. Sr. Gunnar Kristjánsson prófastur setur sr. Braga J. Ingi- bergsson inn í embætti sóknar- prests Víðistaðasóknar. Kirkjukaffi verður í safnaðarheimili Víðistaða- kirkju að messu lokinni. Vetrarstarf í Sel- tjarnarneskirkju UPPHAF vetrarstarfsins í Sel- tjarnarneskirkju hefst með Regn- bogamessu kl. 11 á sunnudag. Fjörug og litskrúðug guðsþjónusta fyrir alla aldurshópa. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur og starfsfólk kirkjuskólans leiða stundina. Organisti er Viera Manas- ek. Líf í öllum regnbogans litum BARNASTARF Neskirkju í vetur verður kynnt í fjölskylduguðsþjón- ustu í kirkjunni á sunnudaginn kl. 11. Þar verður fjölbreytilegt efni á boðstólum við hæfi allra aldurshópa og tónlistin eftir því, ennfremur skírn. Þá rabbar Rúnar Reynisson um „líf í öllum regnbogans litum“, en prestur er sr. Halldór Reyn- isson. Á eftir er svo kaffi í safn- aðarheimilinu, þar sem ólíkir ald- urshópar koma saman og fá sér kaffi og djús. Þess má síðan geta að barnastarf kirkjunnar hefst af fullum krafti sunnudaginn 16. september. Regnbogaguðs- þjónusta í Lágafellskirkju NÚ ER barnastarf kirkjunnar að byrja aftur eftir sumarleyfi. Yfir- skrift starfsins í vetur er trú, von og kærleikur. Sunnudaginn 9. september byrj- um við með fjölskylduguðsþjónustu í Lágafellskirkju kl. 11:00. Eins og nafnið bendir til ætlum við að fjalla um litina í sköpun Guðs. Í Regnbogaguðsþjónustunni búa nokkur börn til regnboga úr efni og kirkjan er skreytt í litum regnbog- ans. Táknmál litanna er útskýrt í töluðu máli og söng. Okkur til að- stoðar er Skólakór Mosfellsbæjar sem syngur undir stjórn Guðmund- ar Ómars Óskarssonar organista og tónlistarkennara Varmárskóla. Jens Guðjónsson spilar á trompet og Konni, skemmtilegi sunnudaga- skólafuglinn, kemur í heimsókn. Héraðspresturinn séra Kristín Þórunn, Þórdís djákni og Sylvía guðfræðinemi þjóna í fyrstu barna- og fjölskylduguðsþjónustu hausts- ins. Þetta er þjónusta fyrir alla fjöl- skylduna. Sóknarprestur. Safnaðarstarf Laugarneskirkja. Sálgæslunám- skeið Teo van der Weele Helping Through Blessing kl. 9-14. . Lágafellskirkja. Mánudagur: Fjöl- skyldusamvera fyrir foreldra og börn þeirra frá kl. 13:30-15:30 í safnaðarheimilinu, Þverholti 3, 3. hæð. KFUM&K: Haustmarkaður kristni- boðsins fer fram í dag í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 og hefst hann kl. 14. Grænmeti, niðursuðu- vara, sulta, gosdrykkir og margt fleira á boðstólum. Allur ágóði renn- ur til starfs Kristniboðssambands- ins. Fjölþætt safnaðarstarf í Grafarvogi Morgunblaðið/Jim Smart Grafarvogskirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.