Morgunblaðið - 08.09.2001, Qupperneq 51
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 51
NÆSTKOMANDI sunnudag 9.
september hefst haust og vetrar-
starf Grafarvogskirkju.
Barnastarfið hefst í Grafarvogs-
kirkju með sameiginlegri barna- og
fjölskylduguðsþjónustu sunnudag-
inn 9. sept. kl.11:00. Séra Anna Sig-
ríður Pálsdóttir og séra Bjarni Þór
Bjarnason prédika og þjóna fyrir
altari. Krakkakór, barna-og ung-
lingakór kirkjunnar syngur, stjórn-
andi: Oddný Þorsteinsdóttir. Org-
anisti: Hörður Bragason.
Grafarvogsdagurinn verður
haldinn hátíðlegur laugardaginn 15.
sept. Einn þáttur í myndarlegri
dagskrá dagsins sem forseti Íslands
herra Ólafur Ragnar Grímsson mun
taka þátt í, verður helgistund sem
haldin verður undir berum himni á
svonefndri Kirkjuselslóð sem stað-
sett er á Spönginni í nágrenni við
Borgarholtsskóla.
Helgistundin hefst kl. 13:30.
Kirkjukór, barna-og unglingakór
munu taka þátt í helgistundinni
ásamt prestum safnaðarins.
Björn Erlingsson sóknarnefndar-
maður og fulltrúi í byggingarnefnd
Kirkjuselsins mun prédika. Safnað-
arfélag kirkjunnar mun selja kaffi,
vöfflur og kleinur í tjaldi sem sett
verður upp af fyrirtækjum á Spöng-
inni, verður það staðsett rétt við
Borgarholtsskóla.
Í vetur verður aukið við starf
æskulýðsfélaganna og bætt við
tveimur hópum í Kirkjukrakka-
starfið. Nánari dagskrá verður sem
hér segir:
Almennar guðsþjónustur eru alla
sunnudaga kl. 11:00. Barnaguðs-
þjónustur verða einnig kl. 11:00.
Guðsþjónusturnar fara því fram
samtímis, á sitt hvorri hæð kirkj-
unnar. Barnaguðsþjónustur í
Engjaskóla verða kl. 13:00 Þær
annast prestar safnaðarins og
barnastarfsmenn.
Foreldramorgnar. Starfið hjá
þeim hefst fimmtudaginn 13. sept-
ember kl.10:00-12:00 í Grafarvogs-
kirkju og eru þeir vikulega. Dag-
skráin er fjölbreytt. Boðið er upp á
áhugaverða fyrirlestra og skemmti-
legar og fræðandi samverustundir.
Kirkjukrakkar. Fyrir börn á
aldrinum 7-9 og 10-12 verður starf-
semi í Rimaskóla,Engjaskóla og
Húsaskóla. Nánar auglýst síðar.
Starf K.F.U.M. og K. verður í
vetur fyrir drengi á aldrinum 9-12
ára á miðvikudögum kl. 17:30-18:30
og hefjast fundirnir 26. september,
og fyrir stúlkur á aldrinum 9-12 ára
er starfið á mánudögum kl. 17:30-
18:30 og hefjast fundirnir 24. sept-
ember.
Æskulýðsfélög. Starfsemi fyrir
unglinga í 8. og 9. bekk, verður í
Engjaskóla á miðvikudögum kl.
20:00-22:00. Fyrir unglinga í 8. og 9.
bekk í Grafarvogskirkju á fimmtu-
dögum kl. 20:00-22:00
Eldri borgarar. Þátttakendum í
þessu starfi fer fjölgandi og er það
von okkar að enn bætist í þennan
góða hóp. Eldri borgarar hittast í
kirkjunni á hverjum þriðjudegi kl.
13:30, en starfið hefst með því að
farið verður í haustferð, fimmtudag-
inn 20. sept. Lagt verður af stað kl.
10:00 frá Grafarvogskirkju. Ferðin
verður um Suðurnes.
Kirkjukór. Kirkjukórinn hefur
þegar hafið vetrarstarfið undir
stjórn Harðar Bragasonar organ-
ista og kórstjóra. Kórinn, sem er
orðinn fjölmennur getur þó enn
bætt við góðum karlaröddum.
Fermingarbörn. Væntanleg
fermingarbörn eru beðin að koma í
fermingarfræðslu samkvæmt stund-
arskrá.
Krakkakór. Æfingar verða á
þriðjudögum kl. 18:00-18:45.
Barna-og unglingakór. Æfingar
verða á þriðjudögum og fimmtudög-
um kl. 16:00-17:45. Kórstjóri er
Oddný J. Þorsteinsdóttir.
Safnaðarfélagið. Vetrarstarf fé-
lagsins hefst mánudaginn 8. októ-
ber. Fundir félagsins í vetur munu
verða fyrsta mánudag í hverjum
mánuði og mun dagskrá þeirra
verða fjölbreytt. Félagið er öllum
opið, bæði konum og körlum, og eru
félagsgjöld engin. Verkefnin eru
margvísleg, skemmtileg og upp-
byggjandi.
Kyrrðarstundir. Kyrrðarstundir í
Grafarvogskirkju verða í hádeginu
á miðvikudögum kl. 12:00 með alt-
arisgöngu og fyrirbænum. Boðið er
upp á léttan hádegisverð á vægu
verði að lokinni stundinni. Allir vel-
komnir. Kyrrðarstundir hefjast
miðvikudaginn 12. september nk.
Sorgarhópur. Hópur sem hittist
reglulega í nokkrar vikur og fjallar
um sorg og sorgarviðbrögð mun
starfa í vetur, líkt og síðastliðna
vetur. Prestar kirkjunnar sjá um
skráningu í hópinn og hefst starfið í
janúar 2002 og verður 10 næstu
mánudaga þar á eftir. Hópurinn er
ætlaður þeim sem hafa misst nána
ástvini.
Bænahópur. Á hverju sunnu-
dagskvöldi kl. 20:00 hittist bæna-
hópur í kirkjunni og er hann öllum
opinn.
Námskeiðið „Að búa einn“ undir
handleiðslu sr. Önnu Sigríðar Páls-
dóttur verður eftir áramót ætlað
þeim sem hafa gengið í gegnum
skilnað.
Al-Anon er með fundi á föstu-
dagskvöldum kl. 20:00
AA hópur hittist á laugardags-
morgnum kl. 11:00.
Séra Bjarni Þór Bjarnason hefur
hafið starf í Grafarvogskirkju í
námsleyfi séra Sigurðar Arnarson-
ar. Séra Bjarni Þór hefur þjónað sl.
tvö og hálft ár í ensku biskupakirkj-
unni.
Símatímar prestanna eru frá
kl.11:00-12:00, þriðjudaga til föstu-
daga og viðtalstímar eftir sam-
komulagi.
Símanúmer Grafarvogskirkju er
587-9070
Netfang: graf.ritari@kirkjan.is
Ath. messuauglýsingar í dagblöð-
um og starfið almennt í dagbók
Morgunblaðsins. Tökum öll virkan
þátt í starfi kirkjunnar okkar.
Sóknarnefnd, safnaðarfélag,
kórar, æskulýðsfélög, prestar og
aðrir starfsmenn Grafarvogs-
kirkju.
Regnbogamessa
og kvöldvaka
í Hjallakirkju
SUNNUDAGINN 9. september
verður nóg að gerast í Hjallakirkju,
Kópavogi. Sunnudagur þessi mark-
ar upphaf barnastarfsins í kirkjunni
og verður guðsþjónusta í öllum
regnbogans litum kl. 11. Guðsþjón-
usta þessi er sérstaklega ætluð
yngri kynslóðinni, kirkjan verður
skreytt á skemmtilegan hátt, brúð-
ur koma í heimsókn og öll börnin í
kirkjunni fá blöðrur með sér heim.
Leiðtogar í barnastarfinu sem og
nokkur börn munu aðstoða við
guðsþjónustuna, sungir verða léttir
söngvar og sagðar skemmtilegar
sögur. Um kvöldiðverður kvöldvaka
kl. 20:30. Þar er um að ræða end-
urvakningu á poppmessum fyrri
tíma í Hjallakirkju, hljómsveit leiðir
sönginn sem er mun léttari en í
hefðbundnum guðsþjónustum. Allir
ættu því að geta fundið eitthvað við
sitt á þessum góða sunnudegi í
Hjallakirkju. Vertu velkomin/n!
Safnaðarstarf
í Bessastaðasókn
UM þessar mundir er að hefjast
vetrarstarf safnaðarins og er þar að
finna ýmsar nýjungar. Foreldra-
morgnar verða á miðvikudögum kl.
10:00-12:00 í Haukshúsum og er það
starf þegar hafið. Þeir sem eru
bundnir heima yfir börnum eða bíða
þeirra úr skólanum eru hvattir til
að mæta, kynna sig og kynnast öðr-
um og gefa börnunum tækifæri til
að leika sér saman.
Innritun í fermingarfræðsluna og
fermingarathafnir vorsins 2002
verður í Álftanesskóla þriðjudaginn
11. september kl. 15:00-18:00.
Fermt verður í Bessastaðakirkju 1.
apríl, á annan pákadag kl. 10:30, 7.
apríl kl. 13:30 og 21. apríl kl. 13:30.
Ekki verður fermt á skírdag eins og
verið hefur. Fermingarfræðslan
hefst með námskeiði í Vatnaskógi
síðustu vikuna í september.
TTT starfið, fjölbreytt kristilegt
æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára börn,
hefst þriðjudaginn 18. september kl.
17:30 í Álftanesskóla og verður síð-
an reglulega á sama stað og sama
tíma. Rúta ekur börnunum heim
eftir stundina.
Nýr organisti, Hrönn Helgadótt-
ir, hefur tekið til starfa við kirkjuna
og er hún að sjálfsögðu boðin vel-
komin, um leið og Jóhanni Bald-
vinssyni eru þökkuð hans störf.
Álftaneskórinn æfir á mánudögum
kl. 20:00 og eru nýir kórfélagar
boðnir velkomnir til starfa.
Sunnudagaskólinn hefst með fjöl-
skylduguðsþjónustu í Bessastaða-
kirkju þann 16. september. Þar
verður 5 ára börnum safnaðarins af-
hent bók að gjöf en að lokinni guðs-
þjónustunni verður boðið upp á
kaffi og kleinur í Krakkakoti.
Sunnudagaskólinn verður síðan
hvern sunnudag kl. 13:00 í Álftanes-
skóla og erum við svo heppin að
hafa sömu leiðtoga og áður. Lindi
keyrir hringinn fyrir og eftir.
Í október verður kirkjudagur
safnaðarins. Ráðgert er að hefja í
október starf fyrir eldri borgara á
vegum safnaðarins og mun það fara
fram í Haukshúsum á miðvikudög-
um kl. 13:00-16:00.
Kirkjutíðindin koma út næstu
daga. Þau ættu að vera söfnuðinum
handhægur leiðarvísir til að skipu-
leggja þátttöku í kirkjustarfinu, en
þeim sem óska eftir frekari upplýs-
ingum er bent á að hafa samband
við presta safnaðarins, þá Friðrik J.
Hjartar og Hans Markús Hafsteins-
son, eða Nönnu Guðrúnu djákna.
Prestarnir.
Barnastarf hefst
í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði
FYRSTA samvera barnastarfsins
verður kl. 11:00 nk. sunnudag 9.
september.
Boðið verður upp á fjölbreytta og
skemmtilega dagskrá alla sunnu-
daga í vetur. Við byrjum á því að
hafa svokallaða Regnbogamessu og
skreytum kirkjuna með borðum í
öllum regnbogans litum. Góðir gest-
ir koma í heimsókn.
Jafnhliða þessu starfi hefst nú á
virkum dögum samvera í safnaðar-
heimili kirkjunnar á Linnetstíg 6
fyrir 7-9 ára börn á þriðjudögum kl.
17:00 og á fimmtudögum kl. 17:00
verður opið hús fyrir 10-12 ára
börn.
Unglingum á fermingaraldri er
boðið upp á dagskrá í safnaðarheim-
ili kirkjunnar á þriðjudagskvöldum
kl. 20:00 og mánudagskvöldum er
samverustund fyrir eldri unglinga.
Kvöldvaka verður í kirkjunni n.k.
sunnudagskvöld kl. 20:00 við upphaf
fermingarstarfs að venju með fjöl-
breyttri tónlistardagskrá.
Sérstakir þátttakendur eru vænt-
anleg fermingarbörn og foreldrar
þeirra.
Einar Eyjólfsson.
Regnbogaguðs-
þjónusta í Fella-
og Hólakirkju
BARNASTARF vetrarins hefst á
morgun, sunnudaginn 9. september
með regnbogaguðsþjónustu. Guðs-
þjónustan hefst klukkan 11:00 og
eru öll börn og foreldrar þeirra
hjartanlega velkomin. Lilja Guðrún
Hallgrímsdóttir, djákni, sér um
samveruna, ásamt Elínu Elísabetu
Jóhannsdóttur og Elfu Sif Jónsdótt-
ur.
Fríkirkjan
í Reykjavík
KYRRÐAR- og bænastund í hádegi
í safnaðarheimili kirkjunnar á Lauf-
ásvegi 13, annarri hæð klukkan
12:00. Koma má bænarefnum á
framfæri áður en bænastund hefst.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Töff , töfrandi og taktfast – TTT
starfið er ætlað fyrir börn á aldr-
inum 9-12 ára. Þessar stundir eru í
safnaðarheimilinu á þriðjudögum kl.
16:30. Á dagskránni er margs konar
efni fyrir hressa krakka, stelpur
jafnt sem stráka. Sérstök verkefni á
næstu vikum eru m.a. gleðidagur,
spurningakeppni og margt fleira.
Leiðtogar í þessu starfi eru tveir
ýkt hressir fyrrverandi æskulýðs-
fulltrúar Landakirkju í Vestmanna-
eyjum þeir Hreiðar Örn og Ólafur
Jóhann.
Sjáumst hress í stuði með Guði.
Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í
Reykjavík.
Frá Víðistaðakirkju
GUÐSÞJÓNUSTA verður á sunnu-
dag kl. 14. Sr. Gunnar Kristjánsson
prófastur setur sr. Braga J. Ingi-
bergsson inn í embætti sóknar-
prests Víðistaðasóknar. Kirkjukaffi
verður í safnaðarheimili Víðistaða-
kirkju að messu lokinni.
Vetrarstarf í Sel-
tjarnarneskirkju
UPPHAF vetrarstarfsins í Sel-
tjarnarneskirkju hefst með Regn-
bogamessu kl. 11 á sunnudag.
Fjörug og litskrúðug guðsþjónusta
fyrir alla aldurshópa. Sr. Sigurður
Grétar Sigurðsson, sóknarprestur
og starfsfólk kirkjuskólans leiða
stundina. Organisti er Viera Manas-
ek.
Líf í öllum
regnbogans litum
BARNASTARF Neskirkju í vetur
verður kynnt í fjölskylduguðsþjón-
ustu í kirkjunni á sunnudaginn kl.
11. Þar verður fjölbreytilegt efni á
boðstólum við hæfi allra aldurshópa
og tónlistin eftir því, ennfremur
skírn. Þá rabbar Rúnar Reynisson
um „líf í öllum regnbogans litum“,
en prestur er sr. Halldór Reyn-
isson. Á eftir er svo kaffi í safn-
aðarheimilinu, þar sem ólíkir ald-
urshópar koma saman og fá sér
kaffi og djús.
Þess má síðan geta að barnastarf
kirkjunnar hefst af fullum krafti
sunnudaginn 16. september.
Regnbogaguðs-
þjónusta
í Lágafellskirkju
NÚ ER barnastarf kirkjunnar að
byrja aftur eftir sumarleyfi. Yfir-
skrift starfsins í vetur er trú, von og
kærleikur.
Sunnudaginn 9. september byrj-
um við með fjölskylduguðsþjónustu
í Lágafellskirkju kl. 11:00. Eins og
nafnið bendir til ætlum við að fjalla
um litina í sköpun Guðs.
Í Regnbogaguðsþjónustunni búa
nokkur börn til regnboga úr efni og
kirkjan er skreytt í litum regnbog-
ans. Táknmál litanna er útskýrt í
töluðu máli og söng. Okkur til að-
stoðar er Skólakór Mosfellsbæjar
sem syngur undir stjórn Guðmund-
ar Ómars Óskarssonar organista og
tónlistarkennara Varmárskóla. Jens
Guðjónsson spilar á trompet og
Konni, skemmtilegi sunnudaga-
skólafuglinn, kemur í heimsókn.
Héraðspresturinn séra Kristín
Þórunn, Þórdís djákni og Sylvía
guðfræðinemi þjóna í fyrstu barna-
og fjölskylduguðsþjónustu hausts-
ins. Þetta er þjónusta fyrir alla fjöl-
skylduna.
Sóknarprestur.
Safnaðarstarf
Laugarneskirkja. Sálgæslunám-
skeið Teo van der Weele Helping
Through Blessing kl. 9-14. .
Lágafellskirkja. Mánudagur: Fjöl-
skyldusamvera fyrir foreldra og
börn þeirra frá kl. 13:30-15:30 í
safnaðarheimilinu, Þverholti 3, 3.
hæð.
KFUM&K: Haustmarkaður kristni-
boðsins fer fram í dag í húsi KFUM
og KFUK, Holtavegi 28 og hefst
hann kl. 14. Grænmeti, niðursuðu-
vara, sulta, gosdrykkir og margt
fleira á boðstólum. Allur ágóði renn-
ur til starfs Kristniboðssambands-
ins.
Fjölþætt
safnaðarstarf
í Grafarvogi
Morgunblaðið/Jim Smart
Grafarvogskirkja