Morgunblaðið - 08.09.2001, Síða 53

Morgunblaðið - 08.09.2001, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2001 53 TILKYNNINGAR Frá Öldungasveit Smáraskóla Smáraskóli verður 7 ára 9. september! Við sem útskrifuðumst vorið 2000 og 2001 ætl- um að hittast á sal skólans á sunnudaginn kemur kl. 18.00—20.00. Allir koma með góðgæti á hlaðborðið. Tobba og Kolli. TIL SÖLU                  Upplýsingar í símum 896 3130 og 557 9006. S M Á A U G L Ý S I N G A RI EINKAMÁL TVÍBURARBRÆÐUR Franskir tvíburabræður, 30 ára, óska eftir að kynnast tvíbura- systrum 18-28 ára. Sendið bréf með mynd til: J.C. et J.S. Tram- ier, La Grange Rouge, 30150 Roquemaure, Frakklandi. FÉLAGSLÍF Háaleitisbraut 58—60. Munið haustmarkað kristni- boðsins í dag á Holtavegi 28. Hefst kl. 14. Grænmeti, ávextir, niðursuðuvara o.fl. Sunnudagur 9. September. Selvogsgata. Um 5 - 7 klst ganga. Fararstjóri Trausti Pálsson. Brottför frá BSÍ (austan megin) kl 10.30 með við- komu í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. 21.-23. September. Landmannalaugar - Jökulgil Spennandi ferð á fallegar slóðir. Nánari uppl. í síma 568 2533 eða á www.fi.is . Haustdagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum Laugardagur 8. september. Kl.13.00 Á Þingvöllum urðu Íslendingar þjóð. Í göngunni verður fjallað um hlutverk Þing- valla í þjóðlífi Íslendinga. Rakin verður saga þingsins og fjallað um hlutverk Þingvalla í sjálf- stæðisbaráttu Íslendinga. Safn- ast verður saman í kirkju klukkan 13.00 og gengið þaðan um Þing- völlinn að Öxarárfossi í Stekkj- argjá. Gangan endar á fallegum útsýnisstað við Langastíg. Gang- an tekur um tvo tíma. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum er ókeypis og allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar má fá í þjónustumiðstöð í síma 482 2660 og á heimasíðu þjóð- garðsins www.thingvellir.is Sunnudagsferð 9. sept. kl. 10.30 Reykjavegur 8. ferð: Lambafell - Marardalur - Dyr Missið ekki af síðustu áföngum Reykjavegarins. Margt áhugavert á leiðinni. Um 6 klst. ganga. Verð. 1.500 kr f. fé- laga og 1.700 kr f. aðra. Brottför frá BSÍ. Miðar í farmiðasölu. Stansað við Select. Helgarferð 14.—16. sept. Grill- og haustlitaferð í Bása Fjölmennið í þessa vinsælu ferð sem er sannkölluð uppskeruhá- tíð sumarsins. Gönguferðir, grill, kvöldvaka, varðeldur. Góð gisting í skála eða tjöldum. Takið miða strax. Minnum á hraðferðina um Laugaveginn 13.—16. sept. sem er að fyllast og nýja haustlitaferð Lónsöræfi 20.— 23. sept. Sjá heimasíðu: utivist.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNA mbl.is STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar Stefánsson teflir af miklu ör- yggi í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands og er kominn með eins vinnings forystu þegar tvær um- ferðir eru eftir. Hann er taplaus, hefur unnið fjórar skákir og gert þrjú jafntefli og er því með 5½ vinning. Í sjöundu umferð lagði hann Jón Viktor Gunnarsson að velli. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Hannes tryggi sér Íslandsmeistaratitil- inn, sérstaklega í ljósi þess að hans helsti keppinautur, Þröstur Þórhallsson, tapaði í sjöundu umferð. Það var einn okkar efnileg- asti skákmaður, Bragi Þorfinnsson, sem náði að leggja stórmeistar- ann í góðri skák. Bragi hefur teflt af feiknakrafti í síðustu tveimur umferðunum og uppskorið tvo vinninga, eftir fremur slaka byrjun á mótinu. Þessi umskipti hafa orðið til þess að hann á nú möguleika á AM-áfanga í mótinu, en til þess þarf hann að sigra Stefán og Lenku í síðustu umferðunum. Bróðir Braga, Björn Þorfinnsson, vakti enn á ný athygli fyrir gríðarlega áhættusama taflmennsku, sem þó enn á ný skilaði árangri. Andstæð- ingur hans var Lenka Ptacnikova, sem tefldi vel að vanda og náði gjörunninni stöðu gegn áhættu- sömum sóknartilburðum Björns. Hann lætur hins vegar seint bugast og finnur sífellt nýjar leiðir til að flækja taflið þar til andstæðingar hans misstíga sig. Það henti Lenku að þessu sinni þegar fór að saxast á umhugsunartíma hennar og hún lék illa af sér. Björn beið ekki boð- anna og innbyrti vinninginn sam- stundis. Þetta var ánægjulegur sig- ur fyrir Björn, en að sama skapa vonbrigði fyrir Lenku eftir að hafa haft vinninginn í hendi sér. Þessi úrslit þýða, að Björn þarf einn vinning úr síðustu tveimur umferðunum. Í áttundu umferð sem tefld var í gærkvöldi mætti hann Sigurbirni Björnssyni og í lokaumferðinni mætir hann Hann- esi Hlífari. Skynsamlegasta leiðin fyrir Björn er vafalaust að leita eft- ir jafntefli í þessum tveimur skák- um. Staða þeirra Sigurbjörns og Hannesar er slík að þeir eru báðir líklegir til að taka jafntefli fegins hendi. Það verður því að teljast nánast formsatriði fyrir Björn að ná sínum fyrsta áfanga að alþjóð- legum áfanga og bætast þannig í framvarðarsveit ungra íslenskra skákmanna sem ætla sér fljótlega alþjóðlegan meistaratitil. Úrslit sjöundu umferðar urðu þessi: Hannes H. Stefánss. - Jón V. Gunnarss. 1-0 Arnar Gunnarss. - Stefán Kristjánss. ½-½ Sigurbjörn Björnss. - Jón G. Viðarss. 0-1 Þröstur Þórhallss. - Bragi Þorfinnss. 0-1 Björn Þorfinnss. - Lenka Ptacnikova 1-0 Lokaumferðin verð- ur tefld á laugardag kl. 13 í íþróttahúsinu við Strandgötu. Þá mætast: Arnar Gunnarss. - Jón G. Viðarss. Þröstur Þórhallss. - Jón V. Gunnarss. Hannes H. Stefánss. - Björn Þorfinnss. Sigurbj. Björnss. - Lenka Ptacnikova Bragi Þorfinnss. - Stefán Kristjánss. Lokaumferðin í kvennaflokki verður einnig tefld á laugardaginn. Svo skemmtilega vill til, að þær Harpa Ingólfsdóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir mætast í loka- umferðinni, en þær berjast um sig- ur á mótinu. Lilja þarf að sigra í skákinni til að tryggja sér titilinn. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Bragi Þorfinnsson Sikileyjarvörn 1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 Rc6 6.f3 e6 7.Be3 a6 8.g4 Dc7 Önnur leið er 8...Be7, t.d. 9.Dd2 Rxd4 10.Bxd4 e5 11.Be3 Be6 12.0– 0–0 Hc8 13.g5 Rd7 14.h4 Da5 15.a3 Rb6 16.Kb1 Rc4 17.Bxc4 Hxc4 18.Rd5 Dxd2 19.Hxd2 Bxd5 20.Hxd5 Kd7 21.Hhd1 Ke6 22.Bd2 f6, með þægilegu tafli fyrir svart (Har Zvi-Oll, Antwerpen 1993). 9.Dd2 -- Eða 9.g5 Rd7 10.Dd2 b5 11.0– 0–0, t.d. 11. -- b4 12.Rce2 Hb8 13.Rxc6 Dxc6 14.Rd4 Da4 15.Kb1 Rc5 16.h4 Be7 17.h5 Bd7 18.Bh3 Da5 19.b3 Dc7 20.Bg4 a5 21.g6 Bf6 22.Bg5 Dd8 23.h6 fxg6 24.hxg7 Hg8 25.Bxf6 Dxf6 26.Hxh7 Kf7 27.Re2 Hb6 28.Rf4 Hxg7 29.Hdh1 a4 30.Rxg6 og svartur gafst upp, (Kurenkov-Jatautis, Artek 2000). 9...Re5!? Önnur leið er 9...b5 10.0–0–0 Bb7 11.Kb1 Rxd4 12.Bxd4 h6 13.h4 e5 14.Be3 d5 15.Rxd5 Rxd5 16.exd5 Hd8 17.Df2 Hxd5 18.Be2 Be7 19.Hxd5 Bxd5 20.Hd1 Bb7 21.g5 hxg5 22.hxg5 g6 23.Bb6 Dc6 24.De3 og hvítur á gott tafl (Fedórov- Gadjilij, Nikolajev 1993), 10.0–0–0 b5 Eftir 10...Be7 11.g5 getur svart- ur lent í vandræðum, t.d. 11.-- Rfd7 12.f4 Rc4 13.Bxc4 Dxc4 14.f5 Re5 15.f6 gxf6 16.gxf6 Bxf6 17.Hhf1 Be7 18.Bg5 Db4 19.Df4 Bxg5 20.Dxg5 Rc4 21.Rb3 Db6 22.Hd4 Dc7 23.Df6 Hf8 24.Hfd1 b5 25.e5 d5 26.Hxd5 Bb7 27.Hd7 Dxd7 28.Hxd7 Kxd7 29.Rc5+ Kc6 30.b4 Kb6 31.Rd7+ Kc6 32.Rxf8 Hxf8 33.Dg7 Hd8 34.a4 bxa4 35.Dxf7 og svartur gafst upp (Ristoja-Nei, Helsinki 1989). 11.g5 Rfd7 12.f4 Rc4 13.Bxc4 Dxc4 14.Kb1 -- Hvítur getur einnig leikið 14.b3 í þessari stöðu, t.d. 14. -- Dc7 15.f5 Rb6 16.fxe6 fxe6 17.Hhf1 Bd7 18.Df2 0–0–0 19.Hd3 Kb7 20.Rce2 b4 21.Rf4 He8 22.Rde2 Be7 23.h4 Hhf8 24.De1 a5 25.Kb1 e5 26.Bxb6 Dxb6 27.Rd5 Dd8 28.Hdf3 Hxf3 29.Hxf3 Hf8 30.Df2 Hxf3 31.Dxf3 Df8 32.Dxf8 Bxf8 og biskuparnir verða sterkari en riddararnir í endataflinu (Dukaczewski-Kaczor- owski, Varsjá 1997). 14...Bb7 15.a3 -- Til greina kemur 15.b3 Dc7 (15. -- Db4!?) 16.f5! Rc5 17.fxe6 fxe6 18.b4 Rxe4 19.Rxe4 Bxe4 20.Rxe6 Dc4 21.Rxf8 Hxf8 22.Hhe1 Kf7 23.Bd4 Bf5 24.Bb2 Hac8 25.Dxd6 Kg8 26.He7 Kh8 27.Bxg7+ Kg8 28.Bb2 og svartur gafst upp (Mar- cussi-Szmetan, Buenos Aires 1994). 15...Hc8 16.Hhe1 Rc5 17.e5? -- Afleikur, sem byggist á mis- reikningi. Nauðsynlegt var að leika 17.Bf2, t.d. 17. -- b4 18.axb4 Dxb4 19.Rf3 Ra4 20.Rxa4 Dxa4 21.De2 Be7 22.Hd4 Da5 23.Dd2 Dxd2 24.Hxd2 d5 25.exd5 Bxd5 26.Re5 Bb4 27.c3 og svartur hefur góða stöðu. 17...Re4! Vafasamt er að leika 17. -- dxe5?!, vegna 18. b3 Re4 19. Rxe4 Dc7, þótt svartur vinni manninn til baka í framhaldinu. 18.Rxe4 Bxe4 19.exd6 Bxd6 20.Bg1 Bxf4! 21.Df2 -- Eða 21.Dxf4 Bxc2+ 22.Ka1 Bxd1 23.Hxd1 Da4 24.Hf1 0–0 og hvítur er í erfiðleikum, því að menn hans vinna illa saman. 21...Bg6 22.h4 Dc7! Eftir 22...0–0 23.h5 Bxh5 24.Dxf4 Bxd1 25.Hxd1 Hfd8 26.Hc1 Hd5 27.Hf1 Hd7 á svartur gott tafl. 23.h5 Bxh5 24.Rxe6 fxe6 25.Hxe6+ Kf7 26.Hde1 Hhe8 27.H6e4 -- Þröstur reynir að flækja taflið. Honum virðist hafa orðið nokkuð ágengt, en einfaldur svarleikur Braga gerir vonir hans um björgun að engu. 27...Kg8! 28.Hxf4 Hxe1+ 29.Dxe1 Dxc2+ 30.Ka2 Bf7+ 31.Hxf7 Kxf7 32.De5 Dc4+ 33.Ka1 De6 34.Df4+ Kg8 35.Bd4 Hf8 36.Dc1 Dd5 37.Bc3 Dd3 38.Be1 Db3 39.Bc3 Dc4 40.Dd1?-- Tapar strax, en eftir 40.De3 Hf1+ 41.Be1 b4 42.axb4 Dxb4 43.De8+ Df8 44.De6+ Kh8 45.De2 Hf4 46.Dd3 De7 47.Bc3 Ha4+ 48.Kb1 De4 hefur svartur einnig vinningsstöðu, þótt það taki marga leiki að innbyrða vinninginn. 40...Hf1 41.Be1 De6 42.Dd8+ Kf7 43.Dc7+ De7 og hvítur gafst upp, því að hann tapar biskupnum á e1, án þess að fá fyrir hann neinar bætur. Hannes efstur en Björn og Bragi með möguleika á AM-áfanga SKÁK H a f n a r f j ö r ð u r SKÁKÞING ÍSLANDS 31.8.–8.9. 2001 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Bragi Þorfinnsson Gullsmárabrids Bridsdeild eldri borgara í Gull- smára hóf nýja starfsönn, eftir sum- arhlé, með tvímenningi mánudaginn 3. september sl. Spilað er í Fé- lagsheimilinu í Gullsmára 13. Spilað var á ellefu borðum og beztum ár- angri náðu: N/S Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 289 Kristinn Guðmss. – Auðunn Bergsveinss.262 Helga Ámundad. – Hermann Finnbogas. 242 AV Þorgerður Sigurgeirsd. – Stefán Friðbj. 261 Hinrik Láruss. – Gísli Rafn Guðmundss. 249 Dóra Friðleifsd. – Guðjón Ottóss. 232 Þá var spilaður tvímenningur á níu borðum að Gullsmára 13 fimmtu- daginn 6. september. sl. Miðlungur var 168. Efst í N/S vóru: Aðalst.Guðbrandss. og Leó Guðbrandss.200 Hinrik Lárusson og Gísli R. Guðmunds. 197 Óla Jónsdóttir og Anna Jónsdóttir 181 A/V: Kristján Guðmss. og Sigurður Jóhannss. 193 Björn Bjarnason og Valdimar Lárusson 187 Sigurþór Halldórsson og Viðar Jónsson 184 Eldri borgarar spila brids að Gull- smára 13 alla mánu- og fimmtudag. Mæting kl. 12,45. Eldri borgarar spila í Gullsmára 13 alla mánudaga og fimmtudaga. Skráning kl. 12:45. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridsfélag Hafnarfjarðar Bridsfélag Hafnarfjarðar hefur vetrarstarf sitt mánudaginn 10. sept- ember með eins kvölds tvímenningi. Byrjað verður að spila kl. 19:30 í Álfafelli, félagssal Íþróttahússins við Strandgötu. Aðalfundur félagsins er svo fyrir- hugaður föstudaginn 14. september, en hann verður nánar kynntur á fyrsta spilakvöldinu. Spilarar eru eindregið hvattir til að láta sjá sig fyrsta kvöldið til að auðvelda stjórn- inni að skipuleggja vetrarstarfið. Bridsdeild Sjálfsbjargar Vetrarstarfið hefst mánudaginn 10. sept. nk. með eins kvölds tvímenningi. Mánudaginn 17. sept. hefst svo fjögra kvölda tvímenningur. Spilað verður í Félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu Hátúni 12. Spilamennskan hefst kl. 19. www.leir.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.