Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 1
219. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 26. SEPTEMBER 2001 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti fagnaði í gær ákvörðun stjórn- valda í Sádi-Arabíu um að slíta stjórnmálasambandi við stjórn talibana í Afganistan vegna stuðn- ings hennar við hermdarverka- menn sem taldir eru hafa staðið fyrir árásinni á Bandaríkin 11. september. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lét þau orð falla í ræðu á þýska þinginu í gær að leiðtogar ríkja heims bæru ábyrgð á árásinni vegna þess að þeir hefðu treyst á úrelt fyrirkomulag í öryggismálum frá því á tímum kalda stríðsins. „Ég tel að þetta sé okkur öllum að kenna, fyrst og fremst stjórn- málamönnunum, vegna þess að við treystum á úrelt öryggiskerfi,“ sagði Pútín í fyrsta ávarpi rúss- nesks forseta á þýska þinginu. „Við tölum um samstarf en í raun höfum við aldrei treyst hver öðrum. Við höfum ekki losað okkur við ákveðn- ar klisjur og staðlaðar ímyndir frá kalda stríðinu.“ Pútín bætti við að leiðtogar margra ríkja heims hefðu ekki enn áttað sig á því að kalda stríðinu væri lokið og heimurinn skiptist ekki lengur í tvo andstæða póla. Rússum fyndist stundum að ákvarðanir í alþjóðamálum væru teknar án þeirra og þeir væru síðan beðnir um að samþykkja þær. „Er þetta sönn samvinna?“ spurði hann og virtist skírskota til Bandaríkja- stjórnar og Atlantshafsbandalags- ins. Stjórn Sádi-Arabíu tilkynnti í gær að hún hefði rofið öll tengsl sín við talibana í Afganistan og sakaði þá um að hafa „verndað og vopnað“ hryðjuverkamenn og stuðlað að árásinni á Bandaríkin. Pakistan er nú eina ríkið sem er í stjórnmálasambandi við talibana- stjórnina. Pervez Musharraf, for- seti Pakistans, sagði að ekki kæmi til greina að slíta sambandinu. Bush Bandaríkjaforseti fagnaði ákvörðun Sádi-Arabíustjórnar en hvatti ekki Pakistana til að fara að dæmi hennar. Bush kvaðst vera mjög ánægður með loforð stjórn- arinnar í Pakistan um að styðja fyr- irhugaðar aðgerðir gegn hryðju- verkamönnum í Afganistan. Hann fagnaði einnig tilboði Pútíns um að- stoð við Bandaríkin í baráttunni við hermdarverkamenn. Utanríkisráðherra Pakistans, Abdul Sattar, varaði í gær erlend ríki við því að aðstoða andstæðinga talibanastjórnarinnar í borgara- stríðinu í Afganistan og sagði að slíkt myndi valda „afgönsku þjóð- inni miklum þjáningum“. Rússneska stjórnin sagði í fyrra- dag að hún væri tilbúin að sjá afg- önskum andstæðingum talibana fyrir vopnum. Bush sagði að Bandaríkjamenn vildu samstarf við Afgana sem væru óánægðir með stjórn talibana en neitaði því að meginmarkmiðið með fyrirhuguð- um aðgerðum væri að steypa henni af stóli. Fregnir hermdu í gær að harðir bardagar hefðu blossað upp í norð- urhluta Afganistans milli sveita talibana og andstæðinga þeirra. Barist var í grennd við borgina Mazar-e-Sharif sem hefur verið á valdi talibana í nokkur ár. And- stæðingar talibana sögðust hafa náð nokkrum þorpum á sitt vald. Pútín segir leiðtoga heims vera fasta í hugsunarhætti frá kalda stríðinu Kennir úreltu öryggis- kerfi heims um árásina Reuters Afganskt barn þiggur mat að gjöf fyrir utan veitingahús í Karachi í Pakistan. Um 100.000 afganskir flóttamenn dvelja í borginni. Óttast er að um milljón Afgana flýi til Pakistans verði árásir gerðar á Afganistan. Reuters Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl fylgjast með knattspyrnuleik sem fram fór á íþróttaleikvangi í borginni í gær. Leikvangurinn hefur einnig verið notaður fyrir opinberar aftökur. Washington, Berlín, Íslamabad. AFP, AP. Sharon samþykkir fund Peres og Arafats Jerúsalem. AFP, AP. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, tilkynnti í gær að Shimon Peres, utanríkisráðherra landsins, myndi ræða í dag við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, til að hefja viðræður um formlegt vopnahlé. Sharon staðfesti þetta eftir að hafa rætt í síma við Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands. Blair reyndi að sefa Sharon eftir að Jack Straw, utan- ríkisráðherra Bretlands, hafði valdið uppnámi í Ísrael með því að tengja árásina á Bandaríkin 11. september við „ástandið í Palestínu“ eftir fund með ráðamönnum í Íran á mánudag. Ísraelsk stjórnvöld sögðu að með þessum ummælum hefði Straw ýjað að því að Bretar kenndu Ísraelum um árásina á Bandaríkin. Sharon aflýsti fyrirhuguðum fundi sínum með Straw vegna ummælanna en ákváð í gær að ræða við hann í dag að beiðni Blairs. Gert er ráð fyrir því að fundur Ara- fats og Peres verði fyrir sólarupprás í dag. Sharon afboðaði fund sem Peres og Arafat ráðgerðu á sunnudag en gaf síðan eftir í gær vegna mikils þrýst- ings frá Bandaríkjastjórn sem leggur nú fast að Ísraelum að semja um formlegt vopnahlé við Palestínumenn til þess að hægt verði að tryggja stuðning múslímaríkja við herferðina gegn hryðjuverkamönnum. SAMTÖK flugmanna í Norður-Ameríku (ALPA) hvetja til þess að bandaríska þingið setji lög sem heimili flugmönnum að bera skotvopn í stjórnklefa. Segja samtökin að þetta gæti komið í veg fyrir flugrán. „Þetta endurspeglar hversu miklu hryðju- verkin 11. september hafa breytt um hvernig lit- ið er á flugrán og hermdarverkastarfsemi,“ sagði John Mazor, talsmaður ALPA. Sagði hann að hugmyndin markaði mikla stefnubreytingu hjá samtökunum, en hún nyti yfirgnæfandi stuðnings meðal félagsmanna. Bandaríska loftferðaeftirlitið (FAA) leyfir ekki að flugmenn séu vopnaðir í stjórnklefanum. Félagsmenn í ALPA eru um 67 þúsund og starfa hjá 47 flugfélögum í Bandaríkjunum og Kanada. Samkvæmt hugmyndum samtakanna yrðu flug- menn ekki skyldaðir til að bera vopn, heldur yrði það undir flugmönnum sjálfum komið. Þeir yrðu að gangast undir nákvæma bak- grunnsrannsókn og sálfræðipróf. Þá fengju þeir kennslu í vopnaburði og sagði Mazor að farið hefði verið fram á það við bandarísku alríkislög- regluna, FBI, að hún sæi um þessar rannsóknir og kennslu. Ekki hefði borist svar frá FBI. Samtökin hafa hvatt flugmenn til að bregðast hart við hryðjuverkamönnum. Til dæmis eru all- ir stjórnklefar búnir öxi og ráðleggja samtökin flugmönnum að hugleiða að nota öxina sem vopn verði reynt að ræna flugvélum þeirra. Flugmenn verði vopnaðir Washington. AP. VAXANDI atgervisflótti hefur ver- ið frá Danmörku síðastliðin fimm ár og nú er svo komið, að dönsku vinnuveitendasamtökin hafa skorað á ríkisstjórnina að láta fólk með ein- hverja þekkingu og menntun ganga fyrir sem innflytjendur til landsins. Þróunin hefur verið sú, að menntað fólk í góðu starfi flyst á brott en í staðinn kemur ómenntað fólk frá ýmsum þriðjaheimslöndum. Var frá þessu skýrt í Jyllands- Posten í gær. Innflutningur fólks til Danmerk- ur frá öðrum OECD-löndum þar sem menntun er almennt góð hefur verið að minnka og miklu minna er um það nú en áður, að Danir, sem flytjast brott, snúi heim aftur. „Haldi þessi atgervisflótti áfram fer að vanta hér fólk með þekkingu og reynslu. Gegn þessu verður að vinna, til dæmis með því að gefa menntuðum útlendingum svokallað grænt kort en út á það geta þeir sest hér að og starfað hindrunar- laust,“ segir Henrik Bach Morten- sen, formaður vinnuveitenda- samtakanna. Atgervis- flótti frá Danmörku ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.