Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN
32 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UM MARGRA ára
skeið hafa Garðmenn
barist fyrir því að fá
smábátahöfn. Erindi
þar að lútandi hafa ver-
ið lögð fyrir fjárlaga-
nefnd Alþingis í mörg,
mörg ár án þess að
nokkrar undirtektir
hafi fengist. Málið hef-
ur verið kynnt ótal
sinnum þingmönnum
kjördæmisins án þess
að nokkur árangur
næðist.
Almennt er þó viður-
kennt að smábátahöfn í
Garðinum væri mjög
hagstæð fyrir alla smá-
bátaútgerð. Styst er á miðin frá
þessum stað. Stutt væri einnig að
fara í hvalaskoðun frá Gerðahöfn.
Fiskvinnsla hefur verið mjög öflug í
Garðinum til margra ára. Þrátt fyrir
allar þessar staðreyndir hefur ekk-
ert gerst.
Við trúðum forystu
sjálfstæðismanna
Fyrir um fimm árum voru forystu-
menn sveitarfélagsins, þ.e. þáver-
andi meirihluti H-listans, kallaðir á
fund og hugmynd um stofnun
Hafnasamlags Suðurnesja kynnt
með Vogamönnum og Reykjanesbæ.
Forysta Sjálfstæðisflokksins með-
al þingmanna hér á Suðurnesjum
lagði áherslu á að þetta samband
yrði stofnað. Ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins ásamt fleirum í forystunni
lögðu á það áherslu að þetta væri
eina leiðin til þess að
smábátahöfn yrði
byggð í Garðinum.
Eins og flestir vita
hefur meirihluti
hreppsnefndar í Garði
um langt árabil verið
skipaður sjálfstæðis-
mönnum. Það var því
eðlilegt að þáverandi
meirihluti hafi trúað að
eitthvað myndi gerast.
Hvernig var hægt að
búast við öðru en við
treystum orðum for-
ystu Sjálfstæðisflokks-
ins. Staðreyndin er sú
að nánast engar fram-
kvæmdir hafa verið við
höfnina hér, hvað þá að hafist væri
handa við byggingu smábátahafnar.
Starfsemi Hafnasamlagsins hefur
ekki gengið eins og skyldi og hafa nú
Vogamenn ákveðið úrsögn. Í Garði
er málið í biðstöðu, þ.e. hvort um úr-
sögn verður einnig að ræða.
Hér í Garði er reynt að gera málið
að pólitísku bitbeini. Furðulegt má
það vera, þar sem einn af minni-
hlutamönnum núna sat í þáverandi
meirihluta er tók ákvörðun um
stofnun Hafnasamlagsins og for-
ystumaður H-listans telur sig sann-
an og tryggan sjálfstæðismann og
geti treyst forystunni.
Forsendur okkar í þátttöku
Hafnasamlags Suðurnesja var að
hér yrði byggð smábátahöfn. Það
var öllum ljóst og vart hægt að álasa
neinum að trúa sínum forystumönn-
um í þeim efnum að staðið yrði við
loforð.
Núverandi samgönguráðherra
hefur afgreitt málið útaf borðinu og
segir ekki koma til greina að hér
verði gerð smábátahöfn. Það skipti
hann engu hvað hafi áður verið sagt-
.Lítið fer núna fyrir þingmönnum
flokksins hvað þetta mál varðar.
Þetta mál er sorgarsaga fyrir okk-
ur hér í Garði. Ekki síst fyrir þær
sakir að við sjálfstæðismenn hvort
sem við tilheyrum H- eða F-lista átt-
um að geta treyst orðum forystu
sjálfstæðismanna. Annað kom því
miður á daginn.
Garðurinn er myndarlegt sveitar-
félag með rúmlega 1.200 íbúa og fer
fjölgandi. Okkar samfélag fær ekki
há framlög úr ríkissjóði í saman-
burði við mörg önnur álíka sveitar-
félög.
Það væri því á engan hátt óeðlilegt
að veitt væru framlög til smábáta-
hafnar hér. Við eigum það skilið frá
ríkisvaldinu miðað við öfluga sjávar-
útvegsstarfsemi hér gegnum árin.
Að lokum, ágætu flokksfélagar í
forystunni, þið getið enn snúið við
blaðinu og veitt fjármagn til smá-
bátahafnar hér í Garði.
Því miður treystum
við forystumönnum
Sjálfstæðisflokksins
Sigurður
Jónsson
Höfundur er sveitarstjóri, Garði.
Traust
Ágætu flokksfélagar í
forystunni, segir Sig-
urður Jónsson, þið getið
enn snúið við blaðinu.
Í Kastljósþætti Rík-
issjónvarpsins fyrir
stuttu leiddu þeir sam-
an hesta sína borgar-
fulltrúarnir Júlíus Vífill
Ingvarsson af D-lista
og Alfreð Þorsteinsson
af R-lista. Í umræðunni
um skipulagsmál og
lóðaskort í borginni á
síðustu árum kom fram
athyglisverð yfirlýsing
hjá Alfreð Þorsteins-
syni.
Tombóluverð
Í umræðunni lýsti
Júlíus Vífill því yfir að
það væri stefna Sjálf-
stæðisflokksins að borgin ætti alltaf
að eiga lóðir fyrir alla þá sem vildu
byggja í Reykjavík og að lóðagjöld
væru á viðráðanlegu verði. Á þetta
blés Alfreð Þorsteinsson R-listamað-
ur og sagði að á 12 ára valdatíma
Sjálfstæðisflokksins hefði lóðum
verði úthlutað á tómbóluverði. Hann
taldi jafnframt að Grafarvogurinn
hefði verið byggður upp með miklum
látum.
Okurverð á lóðum
í Grafarholti
R-listinn hefur haft það að mark-
miði að borgin eigi lítið sem ekkert af
lóðum en reyni þess í stað að bjóða
hæstbjóðendum þær fáu lóðir sem
hafa verið byggingarhæfar. Þetta
hefur það í för með sér að borgarbú-
ar flytja unnvörpum til annarra
sveitarfélaga sem bjóða og búa betur
að íbúum sínum. Undir þessum
kringumstæðum hækkar verð á nýj-
um íbúðum í Reykjavík um 3 til 5
milljónir og verður venjulegu launa-
fólki ofviða. Metnaðarleysi R-listans
er svo skelfilegt að það virðist gilda
einu hvort höfuðborgin byggist upp
af myndarskap eða ekki. Þetta sama
sjónarmið kemur fram í tillögum að
svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis-
ins, sem nú liggur fyrir. Fulltrúar R-
listans í samstarfsvinnu sveitarfé-
laganna á höfuðborgarsvæðinu
sætta sig við að Reykjavíkurborg
verði langt á eftir öðrum sveitar-
félögum í íbúðabyggingum og fólks-
fjölgun á næstu 20 ár-
um. Eða, eins og áður
er sagt, metnaðurinn
enginn og frumkvæðið,
sem áður var aðals-
merki Reykjavíkur-
borgar, er nú komið í
Kópavoginn.
Okurstefna
R-listans
En lóðaokrið er ekki
eina okrið á valdatíma
R-listans. Allt sem
hægt hefur verið að
hækka á borgarbúa
hefur verið hækkað.
Stutt yfirlit er þetta:
Útsvar hefur verið
marghækkað og er nú hærra en áður
hefur þekkst. Bílastæðagjöld í mið-
borginni eru á okurverði. Fasteigna-
gjöld hafa hækkað um marga tugi
prósenta. Gjaldskrár allra stofnana
borgarinnar hafa marghækkað þrátt
fyrir loforð um annað. Og nýr skatt-
ur, holræsagjald, sem skiptir þús-
undum milljóna á kjörtímabilinu,
hefur hreinlega verið dreginn upp úr
vösum borgarbúa. Margt fleira væri
hægt að nefna.
Það er hálfkaldhæðinslegt að
heyra borgarfulltrúa eins og Alfreð
Þorsteinsson koma fram í fjölmiðlum
og segja við kjósendur: Hér áður
fyrr fékkst allt á tombóluverði en nú
skal allt hækka sem hækkað getur.
Sú hefur líka orðið raunin. Fyrir
þetta blæða Reykvíkingar.
Tombóluverð eða
okursala á lóðum
í Reykjavík
Júlíus
Hafstein
Samkeppni
Borgarbúar flytja
unnvörpum, segir Júlíus
Hafstein, til annarra
sveitarfélaga, sem
bjóða og búa betur
að íbúum sínum.
Höfundur er fyrrverandi borg-
arfulltrúi í Reykjavík.
Stóriðjustefnan er
stefna ríkisstjórnarinn-
ar. Hún ber ábyrgð á
öllum þeim náttúru-
spjöllum sem unnin
hafa verið á hálendi Ís-
lands og í byggðum
landsins allt frá stofnun
fyrirtækisins Lands-
virkjunar.
Eitt grófasta afrek í
röð umhverfissóðunar
var kaffæring Há-
göngusvæðisins, sem
var eitt sérstæðasta og
fegursta háhitasvæði
landsins. Þau náttúru-
spjöll eru óbætanleg –
ábyrgðarmaður þeirra
framkvæmda var þáverandi landbún-
aðar- og umhverfisráðherra Guð-
mundur Bjarnason. Að breyta svæð-
inu í uppistöðulón Landsvirkjunar,
jökullón, sem mun fyllast af sandi og
aur, er nefnt af verkfræðingum
Landsvirkjunar – Hágöngulón. En sú
nafngift orkar tvímælis. Slíkar fram-
kvæmdir ætti skilyrðislaust að kenna
við þá persónu sem heimilaði leyfi til
eyðileggingar þessa svæðis –og ber
því að kenna við leyfisveitandann.
Vilpa þessi skyldi því nefnast „Guð-
mundar lón Bjarnasonar“. Þessi
nafngift myndi halda hróðri leyfis-
veitanda á lofti um ókomin ár.
Brýnt er að kenna frekari lóna- og
stífluframkvæmdir sem fyrirhugaðar
eru við þá einstaklinga í ríkisstjórn
sem harðast hafa stutt Landsvirkjun
og verktaka í atvinnuskapandi fram-
kvæmdum á hálendi Íslands og í
byggðum landsins. Hina miklu fyrir-
huguðu stíflugarða og stórlón skyldi
því kenna við höfuð-áldraumamenn
þjóðarinnar.
Nú eru á döfinni stórvirkjanir á
víðernum norðan
Vatnajökuls. Þar skal
meðal annars gert 57
ferkílómetra lón auk ef
ekki sextán annarra.
Þetta stórlón nefna
lónahugsuðir Lands-
virkjunar Hálslón.
Með afskræmingu
öræfanna og kaffær-
ingu stórra svæða, gilda
forn örnefni ekki leng-
ur. Það verður að
mynda ný örnefni í stíl
við nýja „ímynd“ öræf-
anna. Og þá er tilvalið
að sýna þeim persónum
þakklæti fyrir einstak-
an áhuga á virkjunum
og stóriðju um árabil, með því að
kenna hin nýju stórvirki við þá.
Nefna stórvirkin í höfuð á þeim af-
reksmönnum.
Samkvæmt þessu skyldi Hálslón
nefnast „Stórlón Davíðs Oddssonar“
en hann hefur barist ótrauður fyrir
virkjanaframkvæmdum á hálendinu
eftir að hafa gerst sporgöngumaður
áldraumamannsins, fyrrverandi
varaformanns Framsóknarflokksins
og iðnaðarráðherra.
Síðan skyldu „sérfræðingar“
Landsvirkjunar velja það stærsta af
hinum sextán smærri lónum til nafn-
giftar eftir þeim skelegga áláhuga-
manni Halldóri Ásgrímssyni. Það lón
skyldi heita „Halldórs vilpa Ásgríms-
sonar“.
Með þessum nýju örnefnum myndi
minning þessara áhugamanna lifa
greypt í landið um ókomin ár og „andi
þeirra þriggja svífa yfir vötnunum“
minnsta kosti allt til þess að vötnin –
lónin fylltust af jökulaur. Hin nýju ör-
nefni munu stuðla að því að orðstír
þessara þriggja mikilhæfu stjórn-
málamanna muni „eigi deyja“.
Og svo má bæta þeim fjórða við,
sem er forstjóri Landsvirkjunar. Þar
koma Dimmugljúfur við sögu,
Dimmugljúfur eru farvegur Jöklu –
Jökulsár á Dal, sem fossar eftir
gljúfrunum, sem eru mestu gljúfur á
Íslandi.
Með framkvæmdum Landsvirkj-
unnar mun Jökla hverfa og eftir
verða lækjarspræna, þar með er hin
heildstæða mynd þessarar náttúru-
perlu öll. Heiti væntanlegrar sytru
skyldi verða „Friðriks sytra Sophus-
sonar“, heitin eftir núverandi for-
stjóra Landsvirkjunar. Hann hefur
oft fjallað um þau heillaríku störf
Landsvirkjunar og stefnu að „skila
náttúrunni betri“. Trúlega geta menn
séð árangurinn, þegar hefur tekist að
afmynda mestu gljúfur landsins.
Og framtíðin? Afskræmdar og
eyðilagðar víðáttur austuröræfa með
tilheyrandi afskræmingu byggðanna
á Jökuldal og á Héraði. Þessir stór-
iðjuafreksmenn skyldu minnast:
„Deyr fé, deyja frændr/deyr sjálfr et
sama/ ek veit einn at aldrei deyr/
dómr of dauðan hvern“.
„Orðstírr deyr aldrigi
hveim sér góðan getr“
Siglaugur
Brynleifsson
Öræfi
Með afskræmingu
öræfanna, segir
Siglaugur Brynleifsson,
og kaffæringu stórra
svæða, gilda forn
örnefni ekki lengur.
Höfundur er rithöfundur.
Í UMRÆÐUM um
stóriðjufyrirætlanir á
Austurlandi hafa aust-
firskir talsmenn
þeirra hagað máli sínu
þannig að ætla mætti
að samhugur ríkti í
fjórðungnum um að í
Kárahnjúkavirkjun og
byggingu álverk-
smiðju á Reyðarfirði
skuli ráðist. „Við
Austfirðingar telj-
um...“ eða „Við Aust-
firðingar viljum...“ eru
algengar klisjur úr
munni forsvarsmanna
SSA og Afls fyrir
Austurland. Mátti síðast heyra þær
enduróma frá Smára Geirssyni,
stjórnarformanni SSA í Kastljós-
þætti í Sjónvarpinu, 22. september
sl.
Umræddar klisjur bera ekki vott
um mikla virðingu fyr-
ir andstæðum sjónar-
miðum. Með þeim er
reynt að gefa í skyn að
annars vegar standi
Ausfirðingar samein-
aðir í kröfu um að ráð-
ist verði í stóriðju-
framkvæmdirnar, hins
vegar séu vond öfl og
skilningssljó á hags-
muni Austfirðinga að
vinna gegn þessum
framkvæmdum. Sann-
leikurinn er sá að á
Austurlandi eru afar
skiptar skoðanir um
þessi áform eins og
annars staðar á land-
inu. Hér eystra er að finna marga
eindregna andstæðinga stóriðju-
hugmyndanna sem og stuðnings-
menn. Þetta hefur m. a. komið í
ljós í skoðanakönnunum og álykt-
unum almannasamtaka á Austur-
landi. Þar fyrir utan eru þeir marg-
ir í Austurlandskjördæmi sem
standa álengdar í þessu umdeilda
máli án þess að hafa gert upp hug
sinn. Það ber ekki vott um sann-
leiksást eða virðingu fyrir frjálsri
skoðanamyndun að gefa í skyn að
Austfirðingar í heild séu gengnir í
björg áltrúboðsins.
„Við Austfirðingar...“
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
Stóriðja
Það ber ekki vott um
sannleiksást, segir
Hjörleifur Guttormsson,
eða virðingu fyrir frjálsri
skoðanamyndun.