Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
VERÐ á sjávarafurðum á erlend-
um mörkuðum hefur verið hátt að
undanförnu og til viðbótar kemur
að raungengi íslensku krónunnar
er lágt um þessar mundir, þannig
að verð á sjávarafurðum mælt í ís-
lenskum krónum hefur hækkað
umtalsvert að undanförnu.
Ef litið er til einstakra tegunda
sjávarvara má nefna að verðlag á
loðnumjöli og -lýsi hefur hækkað
mikið á undanförnum mánuðum, en
á þó enn talsvert í að ná því háa
verði sem var á árinu 1998. Til að
mynda varð mikil hækkun á verði
lýsis milli júlí- og ágústmánaða.
Verð nú mælt í SDR er svipað og
það var um mitt ár 1997. Verðvísi-
talan í ágúst er 163,7 en var 131 í
upphafi ársins og 205 á árinu 1998.
Verð á síldarafurðum hefur hins
vegar farið lækkandi á undanförn-
um mánuðum mælt í SDR og sama
gildir um rækju- og skelfiskafurðir.
Á móti vega áhrif af lækkun ís-
lensku krónunnar þegar verðið er
mælt í íslenskum krónum.
Aftur á móti er verð á botnfisk-
afurðum, sem vega þyngst í sjáv-
arvöruútflutningnum, að meðaltali
áfram hátt eins og það hefur verið
að stærstum hluta undanfarin þrjú
ár. Verðvísitalan í SDR var 138,8 í
ágúst en fór hæst í desember 1998 í
142,6. Fara þarf aftur til vormán-
aða ársins 1991 til að finna dæmi
um hærra verð en það á botnfisk-
afurðum mælt í SDR. Þórður Frið-
jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun-
ar, segir verðþróun á sjávarafurð-
um á erlendum mörkuðum vera
trausta.
Skilyrði sjávarútvegs góð
„Það er ekkert sem komið hefur
fram í gögnum okkar sem bendir til
þess að það sé einhverra mikilla
breytinga að vænta. Við reiknum
ekki með að verðið rjúki upp en
reiknum ekki heldur með að það
verði nein umskipti til hins verra að
því er verðþróunina varðar og þess
vegna ættu skilyrði sjávarútvegs
þrátt fyrir aflasamdrátt að vera
góð á næsta ári,“ sagði Þórður.
Hátt verð
á sjávar-
afurðum
erlendis
()*
/;,
/3,
/<,
/.,
/*,
//,
/,,
0,
=,
>0, >0* >0< >0; >0= >,,
MEIRIHLUTI nefndar um endur-
skoðun laga um stjórn fiskveiða
leggur til í áliti til sjávarútvegsráð-
herra að farin verði leið veiðigjalds
eins og hún sé skilgreind af auðlinda-
nefnd og tekið verði upp tvískipt
veiðigjald. Annars vegar fastur hluti
sem taki mið af kostnaði vegna
stjórnar fiskveiða og hins vegar af-
komutengt veiðigjald.
Nefndin klofnaði og skiluðu fjórir
nefndarmenn meirihlutaáliti en þrír
nefndarmenn skiluðu hver sínu sér-
álitinu. Friðrik Már Baldursson, for-
maður nefndarinnar, Kristján
Skarphéðinsson skrifstofustjóri og
þingmennirnir Tómas Ingi Olrich og
Vilhjálmur Egilsson sem mynda
meirihlutann leggja til að kostnaðar-
hluti veiðigjalds verði fyrst lagður á í
upphafi fiskveiðiársins 2004/2005 og
verði þá 1 milljarður. Þá falli jafn-
framt niður gjald í Þróunarsjóð sjáv-
arútvegsins, veiðieftirlitsgjald og
fleiri sérgjöld á sjávarútveg. Enn
fremur er lagt til að kostnaðargjald-
ið hækki í jöfnum þrepum í 1,5 millj-
arða fiskveiðiárið 2009/2010.
,,Meirihluti nefndarinnar leggur
til að hinn afkomutengdi hluti veiði-
gjalds komi til kastanna þegar verg
hlutdeild fjármagns (framlegð) í
sjávarútvegi er umfram 20% af
tekjum. Lagt er til að 7,5% af vergri
hlutdeild fjármagns umfram 20% af
tekjum verði innheimt í veiðigjald.
Jafnframt komi til samsvarandi
lækkunar kostnaðargjalds þegar
framlegð fer niður fyrir 20%, með
gólfi í 15% af framlegð. Aðlögunar-
tími að afkomutengda gjaldinu skal
vera hinn sami og að kostnaðarhlut-
anum,“ segir í álitinu. Fram kemur
að miðað við framlegð sjávarútvegs-
fyrirtækja á Verðbréfaþingi Íslands
á fyrri hluta þessa árs gæti afkomu-
tengt veiðigjald að loknum aðlögun-
artíma orðið rúmlega 500 milljónir
og veiðigjald í heild rúmir tveir millj-
arðar. Tekið er fram að tillagan um
veiðigjald byggist á því að sjávarút-
vegsfyrirtækjum verði gert kleift að
bæta stöðu sína m.a. með auknu
frjálsræði. M.a. verði reglur um há-
marksaflahlutdeild og takmarkanir
á framsali aflaheimilda rýmkaðar.
Jóhann Ársælsson, fulltrúi Sam-
fylkingarinnar í nefndinni, leggur til
að hluti veiðiheimilda verði innkall-
aður árlega og þeim breytt í hlut-
deildarsamninga. Jóhann gagnrýnir
tillögur meirihlutans harðlega. Þær
þýði óbreytt ástand og að með þeim
væru ,,villtustu óskir LÍÚ uppfyllt-
ar“. Kristinn H. Gunnarsson, fulltrúi
Framsóknarflokks, leggur til að svo-
nefnd fyrningarleið verði farin. Árni
Steinar Jóhannsson, fulltrúi VG,
leggur til fyrningu veiðiréttar um 5%
á ári. Til að auðvelda aðlögun verði
útgerðinni gert kleyft að halda eftir
3% af árlegri fyrningu fyrstu 6 árin.
Meirihluti nefndar um endurskoðun fiskveiðistjórnunar
Gjaldtaka og rýmri
reglur um framsal
og hámarkskvóta
Niðurstaða/10, 11, 26, 27
Leiðari/26
DREGIÐ var í Heita potti
Happdrættis Háskóla Íslands
í gærkvöld og gengu 38 millj-
ónir króna til vinningshaf-
anna. Vinningsnúmerið sem
dregið var út var 23352 og
voru seldir tveir einfaldir
miðar og einn trompmiði
með því númeri. Vinning-
urinn á trompmiðann var
27,1 milljón króna en 5,4
milljónir á hvorn hinna ein-
földu.
Vinningshafanum
varð orðfátt
Samkvæmt upplýsingum
Happdrættis Háskólans eiga
tvær konur, búsettar í
Reykjavík, trompmiðann
saman. Þær eru vinnufélagar
og hafa haft með sér eins
konar sameignarfélag um
einn trompmiða í Happdrætti
Háskólans í tvö ár en hann
endurnýjast sjálfvirkt mán-
aðarlega. Náðist í aðra þeirra
í vinnunni við lok vinnudags í
gær og varð henni víst orð-
fátt af undrun er hún heyrði
erindið. Var það hennar
fyrsta verk að færa vinkonu
sinni gleðifregnirnar.
Annar vinningshafanna
sem fengu rúmar fimm millj-
ónir er eldri kona í Reykja-
vík en hinn er þrítugur karl-
maður, búsettur í Sandgerði.
Sameign-
arfélag um
trompmiða
borgaði sig
Vinkonur vinna 27
milljónir í Happ-
drætti Háskólans
ÞRÍR karlmenn og ein kona voru
flutt á slysadeild Landspítalans í
Fossvogi um miðnætti í gærkvöldi
eftir kappakstur tveggja fólksbíla á
kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni í
Hafnarfirði.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Hafnarfirði á fyrsta tím-
anum í nótt virðist sem bílunum hafi
verið ekið inn á myrkvaða brautina í
leyfisleysi og þeim ekið á miklum
hraða brautina á enda og þaðan út í
hraunið. Ultu bílarnir ofan í hraun-
gjótu og kviknaði þar í þeim. Fallið
er talið vera um 10 metrar.
Fjórir sjúkrabílar voru
sendir á vettvang
Fjórir sjúkrabílar og tveir slökkvi-
bílar voru sendir á vettvang og var
örðugt fyrir björgunarmenn að kom-
ast að bílunum ofan í gjótunni.
Þrír voru í öðrum bílnum og einn í
hinum. Ekki fengust upplýsingar á
slysadeild um líðan hinna slösuðu en
að sögn lögreglu voru tveir mikið
slasaðir en hinir taldir hafa sloppið
með skrámur.
Tilkynning um slysið barst Neyð-
arlínunni um hálftólfleytið í gær-
kvöldi. Þegar slökkviliðsmenn bar að
voru bílarnir alelda upp við hvor
annan ofan í gjótunni. Hóf slökkvilið-
ið þegar störf og tók talsverðan tíma
að slökkva eldinn. Fólkið var komið
út úr bílunum þegar slökkviliðið kom
á vettvang. Svo virðist sem bílunum
hafi verið ekið í öfuga akstursstefnu.
Brautin er óupplýst og er stranglega
bannað að fara inn á hana eftir að
myrkur er skollið á.
Alvarlegt slys á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði seint í gærkvöldi
Kviknaði í tveimur fólks-
bílum eftir kappakstur
Morgunblaðið/Golli
Fólksbílarnir urðu strax alelda þegar þeir höfnuðu ofan í hraungjótu við enda kvartmílubrautarinnar.