Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Dagur stærðfræðinnar Stærðfræði í umhverfinu Á MORGUN verðurdagur stærðfræð-innar haldinn í skólum landsins. Það er Flötur, samtök stærð- fræðikennara, sem stend- ur fyrir degi stærðfræð- innar. Ragnheiður Gunn- arsdóttir er formaður Flatar, samtaka stærð- fræðikennara. Hún var spurð hvert væri markmið þessa. „Það er að vekja athygli á stærðfræðinni og auka áhuga á henni. En þema dagsins er: Stærðfræðin í umhverfinu með áherslu á þátt foreldra í heimanámi barna.“ – Er þáttur foreldra í heimanámi ekki nægur? „Það er nú sjálfsagt mjög misjafnt en viðhorf foreldra til námsins skiptir miklu máli varðandi áhuga barnanna á því.“ – Eru foreldrar yfirleitt í stakk búnir að hjálpa börnum í heima- námi í stærðfræði? „Allir foreldrar geta styrkt börnin sín í náminu þó að þeir kunni ekki allt námsefnið, en við gefum út núna verkefni í tilefni dagsins sem heitir Heimaverk- efni í stærðfræði og eru hugsuð þannig að foreldrar og nemendur vinni þau saman. Verkefnin eru ýmsar athuganir á umhverfinu og úrvinnsla á því eða þá þrautir sem foreldrar og nemendur geta glímt við saman. Aðalhöfundur ritsins er Jónína Vala Kristinsdóttir kennari. En einnig hafa samið verkefni í ritið þær Guðrún Ang- antýsdóttir og Kolbrún Hjalta- dóttir.“ – Hefur verið til svona rit áður? „Ekki beint sem ætlað er ná- kvæmlega til þessara nota, þar sem gert er ráð fyrir að foreldrar vinni með börnunum. Á degi stærðfræðinnar í fyrra gáfum við út ritið Rúmfræði, það var ekki hugsað sem heimaverkefni heldur til þess að vinna á svipaðan hátt í skólanum.“ – Er stærðfræðinám að þyngj- ast í skólum? „Nei, ég held að stærðfræðin sé ekki að þyngjast heldur eru skól- arnir farnir að leggja meiri áherslu á hana og sumir skólar hafa fjölgað tímum í stærðfræði. Þessi þróun hefur orðið vegna umtalsins um hve Íslendingar standi sig illa í stærðfræði í sam- anburði við aðrar þjóðir.“ – Hvers vegna er dagur stærð- fræðinnar haldinn? „Í fyrra var ár stærðfræðinnar og við hér á Íslandi ákváðum í til- efni af því að halda dag stærð- fræðinnar. Þetta gekk vel og áhuginn var mikill – því höldum við áfram.“ – Og hvað á að gera meira í til- efni dagsins nú? „Þessa viku er sýning á teikn- ingum sem nemendur gerðu í vor í samkeppni sem efnt var til af hálfu Flatar, samtaka stærð- fræðikennara. Verð- launamyndirnar voru notaðar á veggspjald til þess að auglýsa stærðfræðidaginn en á sýningunni er úrval þeirra mynda sem bár- ust í keppnina.“ – Var áhugi á henni mikill meðal nemenda? „Já, okkur bárust 750 myndir. Myndefnið átti að tengjast stærð- fræði í umhverfinu eða á einhvern annan hátt.“ – Eru samkomur fyrirhugaðar á morgun í skólum landsins í til- efni af degi stærðfræðinnar? „Við vonumst til þess að sem flestir skólar geri stærðfræðinni hátt undir höfði á þessum degi – geri eitthvað til að minna á hana. Fundur verður haldinn í Odda í stofu 101 kl. 17.15 og yfirskrift hans er: Þurfa allir að læra stærðfræði? Frummælendur á fundinum eru Hreinn Pálsson heimspekingur, Jón Torfi Jónas- son, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, Benedikt Jó- hannesson stærðfræðingur og Sigríður Laufey Gunnarsdóttir, skólastjóri Baugsskólans. Al- mennar umræður og fyrirspurnir til frummælenda verða í lok fund- arins. Þess ber að geta að auk sýningarinnar í Kringlunni á myndefni tengdu stærðfræðinni eru einnig sýningar á teikningum nemenda á Akranesi og á Egils- stöðum.“ – Er stærðfræðin farin að þykja mikilvægari en aðrar námsgreinar? „Nei, það held ég ekki. Það eru mjög skiptar skoðanir á mikil- vægi hennar vegna allrar tækn- innar og tölvuforritanna sem geta reiknað fyrir okkur – umræðan hefur snúist um hvort allir þurfi að læra svona mikla stærðfræði – þar sýnist sitt hverjum.“ – Eru nemendur almennt áhugasamir um stærðfræði? „Já, flestir litlir krakkar hafa gaman af stærðfræðinni en þegar hún fer að þyngjast minnkar nú áhuginn hjá mörgum. En viðhorf flestra nemenda er að stærðfræð- in sé mikilvæg.“ – Hvernig verður þessum verkefnum fyrir foreldra og nem- endur komið á fram- færi? „Bókin er kennara- handbók og kennar- arnir senda síðan verk- efnin heim með nemendum, en einnig geta foreldrar keypt bók- ina. Hún fæst í Skólavörubúðinni og hjá Bóksölu Kennaraháskól- ans. Það er von okkar að sem flestir taki þátt í degi stærðfræð- innar og hann verði að leiðarljósi í daglegu stærðfræðinámi. Ragnheiður Gunnarsdóttir  Ragnheiður Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 9. maí 1954. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1974 og B.ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1977. Hún er nú í viðbót- arnámi í stærðfræði við Endur- menntunarstofnun HÍ með kennslu, sem hefur verið hennar aðalstarf í 25 ár og nú kennir hún við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Hún hefur verið formað- ur Flatar, samtaka stærð- fræðikennara. Ragnheiður á þrjú börn og eitt barnabarn. Út komin heimaverk- efni í stærð- fræði fyrir foreldra og nemendur 22 ÁRA gömul kona var dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjavíkur á mánudag fyrir að hafa stolið 20 þúsund krón- um úr afgreiðslukassa 10–11-versl- unar þar sem hún var starfsmaður. Atvikið átti sér stað 27. maí 2000 en konan var einnig ákærð af Lög- reglustjóranum í Reykjavík fyrir að hafa stolið þúsund krónum úr afgreiðslukassa nokkrum dögum síðar. Ekki þótti þó sannað að hún hefði tekið meira en 500 krónur í það skiptið. Í eftirlitsmyndavélum í verslun- inni sem beindust að afgreiðslu- kössum sást þegar ákærða tók 5 þúsund króna seðla úr kassa og stakk þeim í vasa sinn og aftur síð- ar sama dag þegar hún í setti seðla í peysuermi sína sem hún hafði togað fram yfir höndina. Ákærða viðurkenndi að hafa tek- ið 4.500 krónur úr kassa en með leyfi þáverandi verslunarstjóra. Því neitaði verslunarstjórinn. Ákærða hefur ekki sætt refsingum áður. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Hjalti Pálmason flutti málið af hálfu ákæruvalds og verjandi ákærðu var Jón Egilsson hdl. Dæmd fyrir að stela úr afgreiðslukassa VATNSSTAÐA Kleifarvatns hefur verið óvenjulág í sumar. Ný fjara með ýmsum litbrigðum hefur mynd- ast í fjöruborði vatnsins, og minnir fjaran kannski einna helst á slæðu. Gulu, bláu og hvítu litirnir skera sig vel úr svörtum sandinum í þessu sí- breytilega landslagi, sem ferðamaðurinn virðir fyrir sér. Vatnsborðið hefur ekki verið lægra í þá rúmu öld sem ábyggilegar heimildir eru til um vatnið. Á rúmu ári hefur yfirborðið lækkað um tæpa fjóra metra og hefur flatarmál vatnsins minnkað um allt að fimmt- ung. Talið er líklegt að það sé vegna þess að vatn leki niður um sprungur í botni vatnsins sem mynd- uðust í Suðurlandsskjálftunum á síðasta ári. Morgunblaðið/RAX Í fjöruborði Kleifarvatns, ný fjara sem hefur myndast með ýmsum litbrigðum við lækkandi vatnsstöðu. Síbreytilegt landslag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.