Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 17 GUÐRÚN Gísladóttir KE 15, nýtt fjölveiðiskip Festar hf., er komið til heimahafnar í Keflavík. Skipið var smíðað í Kína og fer fljótlega á veiðar á síld, loðnu og kolmunna. Aflinn verður frystur um borð. Skipstjórar á nýja skipinu verða Halldór Jónasson og Sturla Einarsson og vélstjóri Hilmar Sigurðsson. Festi á fyrir nótaskipin Örn KE og Þórshamar GK og fiskimjölsverk- smiðju á Djúpavogi. Skipin verða öll gerð út áfram, en lögð verður áherzla á veiðar á síld og vinnslu hennar um borð í nýja skipinu. Hin munu svo sinna loðnuveiðunum. Kvóti félagsins er þrír og hálfur síldarkvóti af síld við landið, 7.650 tonn af norsk-íslenzkri síld, ríflega 6% af loðnukvótanum og auk þess verður sótt í kolmunnann á nýja skipinu, að sögn Sigmars Björnssonar, eins eigenda skipsins. Fjórar flökunarvélar og mikil frystigeta Vinnslubúnaður er kominn um borð, en eftir er að setja hann end- anlega niður. Fjórar flökunarvélar fyrir síld verða um borð og annar hver þeirra um 25 tonnum á sólar- hring miðað við fulla keyrslu. Halldór Jónasson sigldi skipinu heim frá Kína og tók siglingin um 37 sólarhringa. Hann segir að siglingin hafi gengið vel og skipið reynzt vel í alla staði og hann hlakki til að byrja að vinna með það. Frystitæki um borð eru gefin upp fyrir 180 tonna frystigetu á sólar- hring. Halldór telur raunhæft að hugsa sér að hægt sé að frysta um 80 tonn af flökum á sólarhring. Í skipinu er 1.500 rúmmetra frystilest og að auki rými fyrir hráefni í tönkum sem taka 700 til 800 tonn. Heildarburðar- geta gæti verið um 2.500 tonn af fiski til bræðslu. Nú eru borgaðar um 23 krónur fyr- ir kíló af síld upp úr sjó til manneld- isvinnslu og um 10 krónur fyrir síld til bræðslu. Á sama tíma í fyrra voru greiddar 8 til 9 krónur fyrir síld til vinnslu og 6 í bræðslu. Verðið hefur því hækkað mikið og sama á við síld frysta um borð. Ásbjörn Helgi Árna- son, framkvæmdastjóri Festar, segir að fyrir kíló af frystum síldarflökum fáist nú um 120 krónur en það svari til um 60 króna upp úr sjó þannig að af- koman ætti að geta orðið bærileg. Hann vill ekki gefa upp kaupverð skipsins. Erfiðleikarnir til að yfirstíga þá Örn Erlingsson útgerðarmaður er upphafsmaðurinn að smíði skipins og er að vonum ánægður með að það skuli vera komið heim. „Það er bæði gott og ánægjulegt eftir allt þetta stríð. Erfiðleikarnir eru til að yfir- stíga þá.“ Hann segir að endursmíða þurfi sumt af því sem átti að fara á vinnslu- dekkið og því þurfi skipið fyrst að fara upp á Akranes til að láta ganga end- anlega frá þessum búnaði, áður en veiðar hefjist, eftir allt að þrjá vikur. Örn segir að margt hafi breytzt frá því farið var af stað. Meðal annars sé rekstrargrundvöllur nú að minnsta kosti tvöfalt betri en þá vegna hás verðs á síld og öðrum uppsjávarfiski. Þá hafi skipinu seinkað og gengi krónunnar lækkað. Verulegar upp- hæðir hafi hins vegar fengizt á móti í dagsektum þannig að skipið sé mun lægra í verði í dollurum talið en upp- haflega hafi verið samið um. Ofan á það hafi á hinn bóginn bætzt mikill kostnaður vegna tafanna og gengis- breytinganna. „Það er mikil orka og afkastageta í þessu skipi og það ætti að geta skilað miklum afla,“ segir Örn Erlingsson. „Mikil orka í þessu skipi“ Guðrún Gísla- dóttir KE komin til heimahafnar í Keflavík Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Guðrún Gísladóttir GK 15 er sérbúin til veiða á uppsjávarfiski, síld, loðnu og kolmunna, og frystir aflann um borð. Miðað við verð á síld til bræðslu er aflaverðmæti tífaldað með flökun og frystingu um borð. ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn hefur fjárfest í fyrirtækinu Mask- inu, sem sérhæfir sig í gerð þróun- ar- og umsýslulausna fyrir enda- notendur farsíma. Búnaðarbanki Íslands hf. og Bunadarbankinn International S.A. tóku einnig þátt í fjármögn- uninni ásamt öðrum áhættufjár- festum, stofnendum og stjórnend- um fyrirtækisins. Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn mun eiga um 20,3% hlut í Maskinu og taka virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækisins með stjórnarþátt- töku, almennri ráðgjöf við upp- byggingu erlends sölunets og að- komu erlendra fjárfesta að fyrirtækinu, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings. Maskina hefur þróað vöru sem gerir farsímanotendum kleift að hanna, dreifa og nota gagnaþjón- ustu án nokkurrar sérstakrar þekkingar á forritun eða hugbún- aði. Notendur greiða fyrir dreif- ingu og notkun. Tekjur af notkun vörunnar eru í samræmi við aðsókn notenda í að dreifa og nota þær virðisaukandi þjónustur sem gerð- ar eru í umhverfinu. Stærstu hluthafar í Maskinu eft- ir hlutafjáraukninguna, auk stofn- enda og stjórnenda fyrirtækisins, eru Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn ásamt Búnaðarbanka Íslands hf. og Bunadarbankinn International S.A. Íshug kaupir 20,3% í Maskinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.