Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 26
ÁRNI M. Mathiesen sjáv-arútvegsráðherra ogfulltrúar í nefnd um end-urskoðun laga um stjórn fiskveiða kynntu niðurstöður nefnd- arinnar í gær. Fjórir nefndarmenn af sjö mynda meirihluta í nefndinni og skila sameiginlegu áliti og tillög- um, en þeir eru Friðrik Már Bald- ursson, formaður nefndarinnar, Tómas Ingi Olrich þingmaður, Vil- hjálmur Egilsson þingmaður og Kristján Skarphéðinsson skrifstofu- stjóri í iðnaðarráðuneytinu. Í meirihlutaálitinu segir að hags- munir þeir sem nefndinni bar að líta til virðist stangast að ýmsu leyti á og því hafi verið nauðsynlegt að leita málamiðlunar. Aflamarkskerfið áfram meginstoð fiskveiðistjórnunar Niðurstaða og tillögur meirihluta nefndarinnar varðandi stjórn fisk- veiða og gjaldtöku og afnot af veiði- heimildum eru svohljóðandi: ,,Meirihluti nefndarinnar leggur til að aflamarkskerfið verði áfram meginstoð fiskveiðistjórnunar hér á landi. Meirihluti nefndarinnar telur að aflamarkskerfið hafi í meginat- riðum náð því markmiði að stuðla að hagkvæmum fiskveiðum. Fram- leiðni hefur aukist verulega í fisk- veiðum frá því 1983 og meira en í öðrum atvinnuvegum. Afkoma í sjávarútvegi hefur batnað þótt enn sé arðsemi greinarinnar ekki um- fram það sem gerist í öðrum at- vinnuvegum. Eflaust ræður afla- samdráttur undanfarinna ára samhliða hagræðingu sem fjár- mögnuð er úr greininni sjálfri þar töluverðu. Það má því vænta þess að hagur greinarinnar batni þegar hægt verður að auka afla á ný og hagræðing undangenginna ára skil- ar sér að fullu í rekstri fyrirtækj- anna. Þó að almennir efnahagslegir þættir og umbreytingar á umgjörð sjávarútvegs almennt hafi vafalaust átt mikinn þátt í framleiðniaukn- ingu og bættri afkomu er líklegt að stjórnkerfi fiskveiða hafi haft tölu- verð áhrif. Fræðileg rök og reynsla annarra þjóða leiða að sömu niður- stöðu. Aflamarkskerfi eitt og sér er þó ekki trygging fyrir arðbærri nýt- ingu fiskstofnanna og samhliða því er nauðsynlegt að móta nýtingar- stefnu fyrir hvern stofn með há- marksafrakstur í efnahagslegum skilningi að markmiði. Svo hægt sé að byggja slíka nýtingarstefnu á traustum grunni þarf að efla haf- rannsóknir á næstu árum m.a. með því að verja meiri fjármunum til þeirra. Meirihluti nefndarinnar telur nauðsynlegt að ná betri stjórn á veiðum krókabáta og að rétt sé að gera það með því að lög nr. 1/1999 standi í meginatriðum óbreytt, en þau tóku gildi 1. september sl. Lagðar eru til aðgerðir til að auð- velda aðlögun krókabáta að breyttu lagaumhverfi og gera útgerð innan þess kerfis kleift að dafna. Útgerð smábáta hefur vaxið mjög frá tilkomu kvótakerfisins og er orð- in mikilvægur hluti af atvinnulífi á einstökum svæðum. Engu að síður er ljóst að veiðar smábáta sam- kvæmt þorskaflahámarks- og daga- kerfi höfðu fyrir gildistöku laga nr. 1/1999 aukist verulega og voru orðn- ar mun meiri en gert var ráð fyrir á meðan þeir sem hlíta aflamarks- kerfi, þ.m.t. smábátar og önnur strandveiðiskip, hafa þurft að sæta skerðingu afla. Enn fremur var til staðar veruleg vannýtt sóknargeta í þorskaflahámarkskerfinu hvað varðar veiði á aukategundum (ýsu, steinbít og ufsa) og því hefði mátt búast við stórauknum afla þessara báta í aukategundum og samhliða niðurskurði aflaheimilda hjá afla- marksskipum ef gildistöku laganna hefði verið frestað. Gildistaka laganna hefur að óbreyttu í för með sér töluverðan samdrátt í veiðum á aukategundum hjá þeim bátum sem stunduðu veið- ar í þorskaflahámarkskerfinu. Til að auðvelda aðlögun að þessum breyt- ingum og þá sérstaklega fyrir þá að- ila sem ekki höfðu mikla veiði- reynslu á viðmiðunartímabili krókaaflamarks mælir meirihluti nefndarinnar með því að k marksbátum verði úthlutað heimildum í aukategundum ræmi við þær hugmyndir s eru fram í fréttatilkynning útvegsráðuneytisins frá 20 Að auki er lagt til að þe störfuðu innan þorskaflah kerfisins, hafa litla króka deild í aukategundum og hafa fjárfest í krókabátu veitt fjárhagsleg fyrirgreið kvæmt nánar skilgreindum Í núgildandi lögum e krókabáta ekki takmörkuð þá skilgreiningin á þessu einvörðungu í þeim veið sem notuð eru, þ.e.a.s. fæ línu. Meirihluti nefndarin að takmarka beri stærð k marksbáta, en þó séu 6 to mörkin sem áður var st óþarflega þröng m.a. af ástæðum. Lagt er til að k marksbátar megi vera a brúttótonn að stærð. Í núgildandi lögum er safna krókaaflaheimildum er minni en 6 brúttótonn. S ur stækkaður yfir 6 br heldur hann heimildum s óheimilt er að flytja króka ildir til hans eftir stæ Meirihluti nefndarinnar te ar hömlur ástæðulausar o til að viðskipti með króka og krókaaflahlutdeild ver milli þeirra báta sem stun innan krókaaflamarks enda verði miðað við að k marksbátar megi vera a brúttótonnum að stærð. L að framsal aflaheimilda m markskerfisins og krókaaf kerfisins verði óheimilt.“ Gjaldtaka og afno af veiðiheimildum ,,Meirihluti nefndarinn æskilegt að skýra betur þa sem veiðiheimildir fela í s indin má skýra með því greina í lögum að um sé að til nýtingar fiskstofna. Hu er að gera þetta með því a efni þeirra hugmynda se Veið örð Sjávarútvegsrá um endurskoð kynntu niðurs Nefndin klofn skila meirihlut skila hver Meirihluti endurskoðunarn 26 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TILLÖGUR ENDURSKOÐUNARNEFNDAR Hin svonefnda endurskoðunarnefnd sjávarútvegs-ráðherra, sem skipuð var fyrir tveimur árum,kynnti tillögur sínar í gær og er sagt frá efni þeirra í Morgunblaðinu í dag. Hið jákvæða við tillögur meirihluta nefndarinnar er, að fallizt er á það grundvall- aratriði að útgerðin skuli greiða gjald fyrir afnot af fiski- miðunum í kringum landið, sameign íslenzku þjóðarinn- ar. Barátta, sem nú hefur staðið á annan áratug, hefur skilað þeim árangri að tvær nefndir, hin þingkjörna auð- lindanefnd og ráðherraskipaða endurskoðunarnefnd hafa báðar komizt að þeirri niðurstöðu að mæla með þessu grundvallaratriði; auðlindin er þjóðareign. Fyrir hagnýtingu hennar þarf að greiða afnotagjald. Auðlindanefndin skilaði sameiginlegu áliti en benti á tvær leiðir til þess að ná þessu markmiði í sjávarútvegi. Endurskoðunarnefndin skilaði fjórum álitum en sameig- inlegt er með þeim öllum, að þar er fallizt á grundvall- aratriðið um afnotagjald. Í því sambandi er ekki sízt mikilvægt, að tveir þing- menn Sjálfstæðisflokksins, þeir Tómas Ingi Olrich og Vilhjálmur Egilsson, sem hingað til hafa ekki verið þekktir fyrir stuðning við gjaldtöku vegna nýtingar auð- lindar, sem er sameign þjóðarinnar hafa báðir skrifað undir álit meirihluta endurskoðunarnefndarinnar um þetta efni. Sýnir það vilja þeirra til samkomulags. Þetta er mikilvægur áfangi, sem ekki má vanmeta, hvað sem öðru líður. Því miður náðist ekki samkomulag innan endurskoð- unarnefndarinnar um það hvaða leið bæri að fara við gjaldtöku. En til þess að allrar sanngirni sé gætt ber þó að hafa í huga, að þótt auðlindanefndin kæmist að sam- eiginlegri niðurstöðu um grundvallarmál benti nefndin á tvær leiðir til þess að ná þessu marki að því er sjávar- útveginn varðar og það er um þessar tvær leiðir, sem endurskoðunarnefndin hefur m.a. klofnað. Í umræðum um þetta mál á annan áratug hefur Morg- unblaðið lagt áherzlu á eftirfarandi atriði: Þeir sem nýta auðlindir, sem lögum samkvæmt eru sameign íslenzku þjóðarinnar, skulu greiða gjald fyrir afnot þeirra auðlinda. Eignarréttur íslenzku þjóðarinnar á fiskimiðunum og fiskistofnunum er ótvíræður og afdráttarlaus og honum má ekki hagga. Íslenzkur sjávarútvegur á að búa við fullkomið at- hafnafrelsi eins og aðrar atvinnugreinar og þess vegna á að afnema takmarkanir á framsali og svonefnd kvótaþök. Það er eðlilegt að sjávarútvegurinn fái ákveðinn um- þóttunartíma áður en greiðsla gjaldsins hefst. Það er eðlilegt að samband sé á milli afkomu sjáv- arútvegsins og þess gjalds, sem hann greiðir hverju sinni til eiganda auðlindarinnar, íslenzku þjóðarinnar. Tillögur endurskoðunarnefndar ganga til móts við sum þessara áherzluatriða í málflutningi Morgunblaðs- ins en aðrar ekki. Gagnrýni fólks á fiskveiðistjórnarkerfið hefur verið af margvíslegum toga. Aðilar innan sjávarútvegsins hafa gagnrýnt kerfið á forsendum, sem snúa að hagsmunum hvers og eins. Gagnrýni almennings hefur beinzt að því, að útgerðarmenn hafa stundað milljarðaviðskipti með kvótann sín í milli án þess að greiða eiganda auðlind- arinnar fyrst eðlilegt gjald fyrir þau réttindi, sem þeir hafa keypt og selt. Það er hægt að fallast á grundvallaratriðið um auð- lindagjald en útfæra það síðan á þann veg, að það verði ekki trúverðugt gagnvart almenningi og þar með ekki sá grundvöllur til sátta meðal þjóðarinnar um þetta mikla mál, sem að hefur verið stefnt. Því miður hefur meirihluti endurskoðunarnefndar sjávarútvegsráðherra útfært samþykki sitt fyrir veiði- gjaldi á þann veg, að það er ekki nægilega trúverðugt til þess að um þessar tillögur geti skapazt víðtæk sátt. Í því sambandi er hins vegar mikilvægt að hafa í huga að álit meirihluta nefndarinnar er ekki annað og meira en nefndarálit. Þessar tillögur koma nú til umfjöllunar í þingflokkum og á Alþingi og engin ástæða er til að ætla annað miðað við þær undirtektir, sem tillögur auðlinda- nefndar fengu fyrir ári en að þingflokkar og Alþingi finni lausn, sem almennari sátt geti orðið um en um þessar til- lögur. Hér er því ekki komið að neinum endapunkti. Það er vel hægt að fallast á þá tillögu meirihluta end- urskoðunarnefndarinnar að skipta gjaldtökunni í tvennt á milli kostnaðargjalds og afkomutengds veiðigjalds. Meirihluti nefndarinnar leggur í raun til, að hinu svo- nefnda þróunarsjóðsgjaldi, sem er rétt innan við millj- arður, verði breytt í kostnaðargjald, sem nemi einum milljarði og hækki síðan í áföngum upp í einn og hálfan milljarð. Þegar rætt er um kostnaðargjald er átt við að sjávarútvegurinn greiði sjálfur þann kostnað, sem skatt- greiðendur hafa hingað til greitt fyrir sjávarútveginn. Að því leyti má segja, að sjávarútvegurinn hafi verið rík- isstyrktur. Þetta kostnaðargjald er hægt að reikna með ýmsum hætti. Lægsta talan, sem menn hafa komizt að niðurstöðu um, er sú tala, sem meirihluti endurskoð- unarnefndar leggur til. Aðrir hafa reiknað þennan kostnað u.þ.b. fimm milljarða og er þá m.a. tekinn með í reikninginn hinn svonefndi sjómannaafsláttur, sem auð- vitað er í eðli sínu stuðningur við sjávarútveginn. Af þessu má sjá, að hér er farið vægt í sakirnar en í sjálfu sér hægt að fallast á það, þótt umþóttunartíminn vegna hækkunar gjaldsins sé býsna langur. Þegar hins vegar kemur að útfærslu meirihluta nefnd- arinnar á hinu afkomutengda veiðigjaldi skortir trúverð- ugleika í tillögur meirihluta nefndarinnar. Fyrst á framlegð sjávarútvegsfyrirtækjanna að ná 20% áður en til álita kemur að þau greiði gjald fyrir afnot af auðlindinni. Æskilegt væri að fá frekari efnislegan rökstuðning fyrir þessum 20% en það er þó ekki aðal- atriði málsins. Eftir að 20% framlegð er náð á sjávarútvegurinn að greiða 7,5% af því, sem við bætist. Af hverju 7,5%? Af hverju ekki 15% eða jafnvel 20%? Í tillögum meirihluta endurskoðunarnefndarinnar er ekki að finna neina sérstaka skýringu á þessum 7,5% sem eiga samkvæmt skýrslu nefndarinnar hugsanlega að þýða 500 milljónir króna í veiðigjald einhvern tíma í ótilgreindri framtíð. Það hefur aldrei verið markmið Morgunblaðsins með málflutningi sínum í þessu máli að hvetja til þess að níðzt væri á sjávarútveginum. Vandinn er hins vegar sá, að eftir að almenningur hefur fylgzt með því, hvernig út- gerðarfyrirtækin hafa haft efni á að greiða ekki bara milljarða heldur milljarðatugi fyrir veiðiheimildir í við- skiptum sín á milli á allmörgum undanförnum árum, mun sá sami almenningur ekki skilja hvers vegna þessi fyrir- tæki geti ekki borgað eiganda auðlindarinnar nema 500 milljónir eftir langan aðlögunartíma. Raunar er ljóst, að á bak við tillögu meirihluta nefnd- arinnar um 7,5% eftir að 20% framlegðarmarki er náð eru engir vísindalegir útreikningar á greiðslugetu sjáv- arútvegsins við tiltekin skilyrði heldur hefur meirihluti nefndarinnar einfaldlega komizt að þeirri niðurstöðu að hann treysti sér ekki til að leggja til hærri tölu, sem kæmi til útborgunar einhvern tíma í framtíðinni. Það kemur ekki á óvart að helzta ágreiningsefni nefndarmanna hefur verið hvort fara ætti svonefnda veiðigjaldsleið eða fyrningarleið. Morgunblaðið hefur frá upphafi mælt með veiðigjaldi og er að því leyti sam- mála meirihluta endurskoðunarnefndarinnar, þótt blað- ið sé ósammála útfærslu nefndarinnar á því gjaldi. Það er hins vegar athyglisvert hvað útgerðarmenn eru andvígir fyrningarleiðinni. Það er auðvitað ljóst, að með fyrningarleiðinni hafa þeir í hendi sér hvaða gjald þeir greiða til eiganda auðlindarinnar. Þeir greiða það gjald, sem þeir telja að fyrirtæki þeirra standi undir. A.m.k. væri það svo ef lögmál markaðarins giltu. Útgerðarmenn eru hins vegar augljóslega hræddir við, að einhverjir úr þeirra hópi bjóði svo hátt verð í veiðiheimildirnar að það fari út í tóma vitleysu. Það má vel vera en felst ekki í þeirri afstöðu forræðishyggja, sem hefur ekki átt upp á pallborðið í þjóðfélagsumræðum í langan tíma? Meirihluti endurskoðunarnefndarinnar gengur of skammt í tillögum sínum um framsal og kvótaþak að mati Morgunblaðsins. Meirihluti nefndarinnar vill rýmka framsalið og rýmka um kvótaþakið. Morgunblaðið telur að framsalið eigi að vera algerlega frjálst og að afnema eigi kvótaþakið. Þeir sem greiða hæfilegt gjald eiga að hafa fullan ráðstöfunarrétt. Hvort tveggja er forsenda fyrir því, að hægt sé að ná fullri hagræðingu í sjávarútvegi. En auðvitað er for- senda þess, að svo langt verði gengið, að viðunandi sam- komulag náist um útfærslu veiðigjaldsins. Á undanförnum þremur árum er búið að leggja mikla vinnu í að ná víðtækri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið. Mikilvægum áföngum hefur verið náð á þessum þremur árum en betur má ef duga skal. Það væru afdrifarík mis- tök að nýta ekki það tækifæri, sem skapazt hefur á síð- ustu 12 mánuðum til þess að ljúka þessum deilum á þann veg, að þorri þjóðarinnar geti við það unað. Þjóðin þarf á öðru að halda en nýjum hatrömmum deilum um fiskveiði- stjórnarkerfið. KRISTINN H. Gunnur Framsóknarfloveiðigjaldsleið til ú veiðistjórnunarkerfinu í sé ir að svonefnd fyrningarle árangurs. ,,Mögulegt er að beita b skattleggja bein viðskipti, urgjaldslausa úthlutun og gjald, en einfaldasta lausn mætir framkominni gagnr veiðiheimilda samkvæmt f ráðstöfun þeirra á markað veittur sé góður aðlögunar fyrirtæki geti staðið við sk ar og búið sig undir breyt veiðiheimilda um 3-5 % á ingin tekur 20-33 ár. Sam hvert fyrirtæki núverandi fullu í 10-17 ár. Kaupverð heimilda er um 7-8 sinnum dugar því að hafa veiðihei höndum í 10 ár til þess að verðið og hafa arð af kaup ur í huga að núverandi út ið í 17 ár sem er til viðbót innköllunartímanum,“ seg Kristins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.