Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 15
Ingibjartur Jóhannesson keypti
síðastliðið vor eignir í Eyrarvík, en
þar var í eina tíð m.a. síldarverk-
smiðja. Þar hefur hann komið sér
fyrir og smíðar einbýlishús innan-
dyra, en húsið sem flutt var í vik-
unni er annað húsið sem þar er
smíðað.
Ingibjartur sagði að bygging-
artíminn á húsunum væri um 6 vik-
ur, en alls vinna fjórir menn við
NÍTÍU fermetra íbúðarhús var á
dögunum flutt í tvennu lagi frá
Eyrarvík í Hörgárbyggð þar sem
það var smíðað og til Sauðárkróks.
Þar verður húsið sett niður, en það
var smíðað fyrir Búhöld, félag
aldraðra á Sauðárkróki. Um er að
ræða annan helming parhúss en
hinn var smíðaður í Búðardal. Á
milli húsanna er svo fyrirhugað að
reisa bílskúra.
smíðina auk þess sem rafvirkjar og
fleiri iðnaðarmenn leggja sitt af
mörkum. „Húsin eru nánast
fullfrágengin þegar við afhendum
þau, en þessi skammi bygging-
artími er mikill kostur að margra
áliti,“ sagði Ingibjartur. Frá því
menn taka ákvörðun um kaup á
húsi af þessu tagi sagði hann að
einungis liðu tveir mánuðir þar til
það stæði fullbúið.
Annar góður kostur við umrædd
hús er að hans sögn sá að unnt er
að flytja húsin með sér hvert sem
er. „Við teljum að þessi hús henti
sérlega vel fyrir þá sem eru ekki
alveg ákveðnir í að setjast að á til-
teknum stöðum. Kjósi þeir að flytja
sig um set er lítið mál að taka hús-
ið upp og færa milli staða. Svona
hús eru til að mynda upplögð til
sveita.“
Ingibjartur er í samvinnu við
Parhús í Búðardal um smíði þess-
ara húsa, en alls hafa 8 slík verið
smíðuð.
Verksmiðjan í Eyrarvík er um
900 fermetrar og er hátt til lofts
og vítt til veggja. Ingibjartur sagði
möguleika á margvíslegri starf-
semi tengdri smíðunum vera þar
fyrir hendi. Þannig ætlar hann síð-
ar að koma sér upp vélum til smíði
innréttinga en þær bíða í gámum
utandyra.
Nýtt líf í gömlu síldarverksmiðjunni í Eyrarvík
Morgunblaðið/Kristján
Það þurfti mikla lagni við að koma einingunum út enda hurðagatið litlu stærra en þær.
Hús smíðuð innandyra
MENNINGARMÁLANEFND
samþykkti á síðasta fundi sínum að
skipa vinnuhóp til að vinna upp til-
lögur um uppbyggingu og staðsetn-
ingu Náttúrugripasafnsins á Akur-
eyri.
Á fundinum var rætt um hús-
næðisvanda safnsins en bæjarráð
hafði vísað málinu aftur til menn-
ingarmálanefndar til frekari
vinnslu.
Í byrjun ágúst á næsta ári eru 50
ár liðin frá því Náttúrugripasafnið
var opnað. Í um eitt ár hefur safnið
hins vegar verið geymt í pappa-
kössum og í geymslu úti í bæ, eða
frá því að safnið fór úr Hafnar-
stræti 81, þar sem Tónlistarskólinn
þurfti það húsnæði. Vel var gengið
frá munum safnsins og m.a. voru
uppstoppaðir fuglar saumaðir niður
í pappakassa.
Til stóð að flytja safnið í Krónuna
í göngugötunni árið 1996 og færa
það til nútímalegra horfs en það
húsnæði var þá ekki tilbúið.
Náttúrufræðistofnun hefur ann-
ast daglegan rekstur Náttúrugripa-
safnsins fyrir hönd bæjarsins und-
anfarin ár, samkvæmt samningi
ríkisins og Akureyrarbæjar og er
stefnt að því að svo verði áfram.
Heldur er farið að þrengja að Nátt-
úrufræðistofnun í Krónunni. Stefnt
er að því að stofnunin flytji í vænt-
anlegt rannsóknarhús Háskólans á
Akureyri en hvenær af því verður
er óljóst á þessari stundu. Hins
vegar er það talið æskilegt, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins, að Nátturgripasafnið verði í
sama húsnæði í framtíðinni og Ak-
ureyrarsetur Náttúrufræðistofnun-
ar.
Á fundi menningarmálanefndar
var jafnframt lagt fram bréf frá
safnstjóra Minjasafnsins um hús-
næðismál Atvinnuminjasafns. Þar
kom m.a. fram eindreginn vilji
stjórnar safnsins fyrir því að At-
vinnuminjasafni á Akureyri verði
úthlutað verkstæðishúsi umhverfis-
deildar á Krókeyri þegar það losn-
ar.
Menningarmálanefnd tekur und-
ir óskir safnstjórnar og beinir þeim
tilmælum til bæjarráðs að Atvinnu-
minjasafni verði úthlutað verkstæð-
ishúsi umhverfisdeildar á Krókeyri
ásamt lóð undir útisýningar þar.
Húsnæðismál Náttúrugripasafns til umfjöllunar í nefnd
Safnið geymt í pappa-
kössum í heilt ár
AKUREYRINGAR eiga tvö lið,
Þór og KA, í efstu deild Íslands-
mótsins í handknattleik en keppni
í deildinni hófst einmitt í gær-
kvöld. Í bikarkeppni HSÍ munu
Akureyringar hins vegar tefla
fram þremur liðum í karlaflokki,
því handboltafélagið Peran hefur
sent inn þátttökutilkynningu í bik-
arkeppnina.
Eigandi og aðalstjórnandi Per-
unnar er Gestur Einarsson en
hann gaf út blað með samnefndu
nafni á sínum framhaldsskólaár-
um og fannst nafnið einnig hæfa
handboltaliði sínu vel. Gestur
sagði að markmið félagsins væri
að hafa gaman af hlutunum, auk
þess að vinna hvern leik. Hann
sagði að óskamótherji liðsins í 1.
umferð bikarkeppninnar væru Ís-
lands- og bikarmeistarar Hauka
úr Hafnarfirði.
180 kg leikmaður í liðinu
Um 20 manns æfa með félaginu,
aðallega vinnufélagar og hafa þeir
flestir leikið handbolta áður.
Þekktasti leikmaður liðsins er trú-
lega kraftakarlinn Torfi Ólafsson,
sem staðið hefur á verðlaunapalli í
fjölmörgum kraftakeppnum í
gegnum tíðina og bar m.a. titilinn
Sterkasti maður Íslands árið 1998.
Nafn hans var jafnframt það eina
sem blaðamaður Morgunblaðsins
mátti nefna og eða mynda á æf-
ingu, þar sem aðrir leikmenn liðs-
ins væru leynivopn. Torfi, sem er
stór og stæðilegur og rétt 180 kg
að þyngd, sagði að það hefði vant-
að einhvern jaxl í vörnina og því
hafi hann slegið til. Hann hefur þó
ekki leikið handbolta síðan í þriðja
aldursflokki með Leikni í Breið-
holti fyrir rúmum 20 árum. „Mað-
ur er nú þannig í vextinum að geta
leikið flestar stöður á vellinum.“
Heimta alltaf á mig ruðning
Torfi sagði að það yrði tekið
hraustlega á því í komandi bikar-
leik og að sér kæmi ekki á óvart
þótt eitthvað yrði um að hann væri
rekinn út af í 2 mínútur. „Strák-
arnir hafa verið að kvarta undan
mér á æfingu og heimta alltaf
ruðning á mig. Þeir vita ekki
hversu þungur ég er og auðvitað
þarf eitthvað til að stöðva þessi
180 kg. Ég hef líka bent þeim á að
færa sig frá í vörninni þegar ég
sæki að þeim í stað að vera alltaf
að heimta ruðning.“
Gestur sagði að handknattleiks-
íþróttin hafi átt undir högg að
sækja síðustu ár en að það væri
ekki síður gaman að leika sér í
handbolta og t.d. fótbolta. Peran
æfir þrisvar í viku, bæði í Íþrótta-
höllinni og KA-heimilinu en æf-
ingarnar eru mjög seint á kvöldin
og þá í tímum sem aðrir íþrótta-
menn hafa lítinn áhuga á.
Morgunblaðið/Kristján
Torfi Ólafsson, leikmaður Perunnar, gerir sig líklegan til að skjóta
að marki á æfingu í vikunni.
Handknattleiksliðið Peran
tekur þátt í bikarkeppni HSÍ
Haukar
óskamótherji
í 1. umferð
SÍÐASTI stórleikurinn í knatt-
spyrnu á þessu keppnistímabili er
bikarúrslitaleikur KA og Fylkis,
sem fram fer á Laugardalsvellin-
um laugardaginn 29. september
nk. kl. 14.00.
KA-menn hafa ákveðið að efna
til hópferða frá Akureyri á leikinn,
bæði í flugi og á hópferðabílum.
Rútur frá SBA-Norðurleið fara
frá KA-heimilinu föstudaginn 28.
september kl. 16.00 og norður aft-
ur strax að leik loknum. Verð er
3.500 krónur og fer skráning fram
í KA-heimilinu.
Einnig er hægt að panta flug
hjá Flugfélagi Íslands vegna
leiksins og kostar flugmiðinn fram
og til baka 10.030 krónur og þarf
að taka fram að flug sé pantað
vegna leiksins. Stuðningsmenn
KA ætla að hita upp fyrir leikinn
og hittast á veitingastaðnum Öl-
veri í Glæsibæ á laugardaginn kl.
11.00 en þaðan verður haldið í
skrúðgöngu niður á Laugardals-
völl kl. 12.45.
Forsala á leikinn er í Veganesti
og KA-heimilinu á Akureyri og á
Esso-stöðvum í Reykjavík.
Hópferðir á bikarúr-
slitaleik KA og Fylkis