Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 21
fullkomlega eðlilegur,“ sagði tals-
maðurinn.
– Hamza Saleh Alghamdi var tví-
tugur að aldri. Hann var í fyrri þot-
unni sem flogið var á World Trade
Center. Hann var frá Baljurshi í
Baha-héraði en tveir hryðjuverka-
mannanna til viðbótar, þeir Ahmed
Ibrahim Alghamdi og Ahmad Ibr-
ahim Alhaznawi, voru einnig þaðan.
Faðir Alhaznawi fer fyrir bænahaldi
í mosku einni í Baljurshi.
Dagblaðið Al Watan segir að ung-
ur maður, Hamza Saleh Alghamdi
hafi farið úr landi fyrir 18 mánuðum
og ætlað til Tsjetsjníu. Hann hafði
lokið námi í trúarlegum mennta-
skóla og hringdi nokkrum sinnum
heim en lét ekki uppi hvar hann
væri. Fyrir fjórum mánuðum barst
síðasta símtalið og bað hann þá for-
eldra sína um fyrirgefningu og fyr-
irbænir. Faðir Alghamdi segir hins
vegar að myndin, sem FBI dreifði,
sýni ekki son hans og líkist honum
ekki á nokkurn hátt.
Uppreisnarhérað
Sérfræðingar í Sádi-Arabíu og
Bandaríkjunum eru furðu lostnir
sökum þess hversu margir hinna
grunuðu eru frá fjallahéruðunum
Asir og Baha. Asir var síðasta hér-
aðið sem Saud-fjölskyldunni tókst
að brjóta undir sig og laut ekki mið-
stjórn ríkisvaldsins fyrr en snemma
á fjórða áratugnum. Þar hafa
herskáir ættbálkar verið áberandi
síðustu 50 árin. Asir er aukinheldur
skammt norður af Jemen þar sem
rætur fjölskyldu hryðjuverkaleið-
togans Osama bin Ladens liggja.
Olíuauðurinn gríðarlegi í Sádi-Ar-
abíu hefur lítið sem ekkert sett
mark sitt á þetta hérað. Það hefur
enda lengi verið útungunarstöð fyrir
herskáa múslima sem reynst hafa
fúsir til þátttöku í jihad, eða heilögu
stríði. Bent er á að Bræðraflokkur
múslima, samtök bókstafstrúar-
manna í Egyptalandi, hafi nokkuð
látið til sín taka í héraðinu og m.a.
hafi kennarar á vegum flokksins
starfað þar.
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 21
sími 555 7080
R
Ú
N
A
www.dalecarnegie.is
Kynningarfundur
í sal ÍSÍ, (v/Laugardalshöllina), annað kvöld kl. 20:30.
Kaffi og örlítill glaðningur fyrir femin-konur.
Hlökkum til að sjá þig.
Leiðtoga- og samskiptaþjálfun fyrir konur er námskeið
sem hefst 2. október. Þar lærir þú meðal annars að:
Trúa á sjálfa þig og
hæfileika þína
Setja þér raunhæf
markmið og ná þeim
Þora að standa fyrir
framan hóp og tala
Selja hugmyndir þínar
Þora að taka erfiðar
ákvarðanir
Minnka streitu, kvíða og
áhyggjur
Skapa jafnvægi milli starfs
og einkalífs
Ná betri árangri á fundum
...fyllast sjálfstrausti?
öðlast hugsun sigurvegarans?
eflast við hverja raun?
að draumar þínir rætist?
...
...
...
ÞEGAR Bandaríkin ákveða að láta til
skarar skríða gegn fjendum sínum
eru valkostirnir margvíslegir fyrir þá
sem stjórna öflugasta herafla mann-
kynssögunnar. Hér fer á eftir stutt
yfirlit yfir þann vopnabúnað, sem
Bandaríkjamönnum er tiltækur:
F-16-þotur og F-15 þotur: Þessar
orrustuþotur, sem náð geta tvöföld-
um hljóðhraða, voru þær fyrstu, sem
sendar voru til Persaflóa í liðinni viku.
F-16-þotan: Orrustuþota með einum
hreyfli, sem einn maður flýgur en
sumar eru búnar til að bera tvo menn.
Nær 2.413 kílómetra hraða eða Mach
2, tvöföldum hljóðhraða. Lipur mjög,
þotunni má snúa svo snöggt að áhrif
þyngdarafls á flugmann og vél verði
níföld eða 9G. Hver þota kostar um 34
milljónir Bandaríkjadala (um 3.400
milljónir króna) og getur jafnt tekið
þátt í loftbardögum og gert eldflauga-
árásir á skotmörk á jörðu niðri.
F-15-þotan: Tveggja hreyfla með
tveim hliðarstýrum. Einn í áhöfn en
einnig eru til tveggja manna útgáfur.
F-15 er stærri en F-16 og nær Mach
2.5, eða 2.896 km hraða. F-15 getur
jafnt haldið uppi loftvörnum og
grandað óvinaflugvélum sem gert
sprengjuárásir á skotmörk á jörðu
niðri. Hver vél kostar 34 milljónir
dala. Þotur þessarar gerðar halda.
m.a. uppi eftirliti á flugbannssvæðum
yfir Írak. Varnarliðið í Keflavík ræð-
ur yfir F-15-þotum.
Nú þegar tvö flugmóðurskip eru í
nágrenni Persaflóa og fleiri sögð á
leiðinni væri unnt að gera árásir frá
þeim með Tomcat og Hornet-þotum.
F-14 Tomcat: Þessi þota var fyrst
notuð árið 1970. Þetta er tveggja
hreyfla vél og flugmennirnir tveir.
Þotan hentar jafnt til loftbardaga
sem árása á skotmörk á jörðu. Hver
vél kostar 38 milljónir dala og getur
borið allt að 5.850 kíló af vopnabún-
aði. Þotan nær meira en tvöföldum
hljóðhraða.
Hornet: Tveggja hreyfla orrustuvél
með einn eða tvo menn innanborðs.
Hver vél kostar 29 milljónir dala og
hámarkshraðinn er Mach 1,7. Horn-
et-þotur geta borið stýriflaugar,
sprengjur og eldflaugar gegn skot-
mörkum á jörðu niðri.
B-52 Stratofortress: Þessar risa-
stóru þotur hafa verið „vinnuhestar“
heraflans síðustu fjóra áratugina.
Hver vél kostar 74 milljónir dollara
og getur borið 31 tonn af sprengjum
og eldflaugum. Þá getur vélin flogið
12.872 km án þess að taka eldsneyti.
Flugmóðurskip: Vera kann að tvö
flugmóðurskip verði nýtt við hugsan-
lega herför gegn hryðjuverkamönn-
um. USS Carl Vinson og USS Theo-
dore Roosevelt eru stærstu herskip í
heimi hér. Þau falla undir svonefnda
Nimitz-gerð flugmóðurskipa og getur
hvert þeirra borið allt að 85 flugvélar.
Um borð eru 6.000 manns og skipin
eru kjarnorkuknúin. Hvert slíkt skip
kostar um 4,5 milljarða dala.
B-1B: Vera kann að sprengjuvélar af
gerðinni B-1B verði notaðar. Þetta er
langdræg sprengjuvél, sem hönnuð
var til að bera kjarnorkuvopn á dög-
um kalda stríðsins. Frá því í Persa-
flóastríðinu hafa svona vélar verið út-
búnar til að bera sprengjur með
hefðbundnum hleðslum. Hver vél
kostar um 200 milljónir dala og getur
borið allt að 80 hefðbundnar sprengj-
ur, 30 klasa-sprengjur eða 24 fjar-
stýrðar sprengjur.
Torséðar þotur: Bandaríkjaher ræð-
ur einnig yfir svonefndum „torséðum
þotum“ þótt ekki séð vitað til þess að
þær hafi verið fluttar í nágrenni
Persaflóa. Þar ræðir um sprengjuvél-
ina B-2 Spirit og orrustuþotuna
F-117A Nighthawk. Þotur þessar eru
hannaðar til að koma ekki fram á rat-
sjám og er almennt talið að sá eig-
inleiki þeirra myndi lítt nýtast í Afg-
anistan þar sem loftvarnir eru
frumstæðar mjög.
Þrjár tegundir tankflugvéla gera
orrustu- og sprengjuþotum kleift að
taka eldsneyti á flugi:
KC-10A Extender: Þetta er stærsta
eldsneytisþotan og kostar hver um 88
milljónir dala. Hver þota getur borið
allt að 356.000 pund af eldsneyti, 75
manns og allt að 170.000 pund af öðr-
um farmi.
KC-135 Stratotanker: Algengasta
eldsneytisvélin, getur borið allt að
200.000 pund af eldsneyti, 83.000
pund af öðrum farmi og allt að 37 far-
þega. Þessi fjögurra hreyfla vél var
fyrst tekin í notkun 1956 og kostar
hver um 40 milljónir dala.
HC-130P/N: Flugherinn notar einn-
ig þessa vél, sem er knúin hefðbundn-
um hreyflum, til að koma eldsneyti á
árásar- og björgunarþyrlur. Hver vél
kostar 16,5 milljónir dala og drægnin
er um 6.400 kílómetrar.
Bandaríkjaher hefur einnig tiltæk-
an fjölda flugskeyta og ræður yfir
fjarstýrðum sprengjum.
SLAM-ER-flugskeytið: Háþróaðasta
flugskeyti Bandaríkjahers. Skamm-
stöfunin stendur fyrir „Standoff
Land Attack Missile-Expanded Re-
sponse“. Þetta er stýriflaug knúin
þotuhreyfli og henni má skjóta úr
flugvélum. Drægnin er meiri en 240
kílómetrar og sjónvarpstækni sem og
innrauðum skynjurum er beitt til að
stýra flugskeytinu að skotmarkinu.
Hver flaug kostar um hálfa milljón
dala.
Tomahawk: Sennilega þekktasta
stýriflaugin og sú sem hryðjuverka-
leiðtoginn Osama bin Laden hefur
haft nokkur kynni af því slíkum vopn-
um var skotið á búðir hans í Afganist-
an 1998. Þessi stýriflaug er einnig
knúin þotuhreyfli og kostar hvert ein-
tak um 600.000 dali.
Úrvalið í vopnabúrinu
Washington. AP.
Reuters
Herþota af gerðinni F/A-18 „Hornet“ kemur til lendingar á flugmóðurskipinu USS Theodore Roosevelt.
NJÓSNAGERVIHNETTIR, mann-
laus loftför, hreyfingarnemar og
tölvustýrðar sprengjur eru á meðal
hátæknivopna og njósnatækja sem
Bandaríkjaher kann að beita í bar-
áttunni við hryðjuverkamenn.
Talið er að Þjóðaröryggisstofnun
Bandaríkjanna (NSA) hafi þegar
beint njósnahnöttum sínum að Afg-
anistan til að mynda og hlera hugs-
anlegar búðir hryðjuverkamanna.
Stofnunin er einnig sögð nota risa-
tölvur sínar til að leita að vísbend-
ingum frá gervihnöttum um dval-
arstaði hermdarverkamanna og
bera kennsl á þá.
Hugsanlegt er að bandaríski flug-
herinn beiti mannlausum loftförum
til að hljóðrita og taka myndir af
hugsanlegum felustöðum hryðju-
verkamanna með háþróuðum rat-
sjár- og myndatökubúnaði.
Ennfremur er hugsanlegt að
bandarískar sérsveitir í Afganistan
noti sérstaka hreyfingarnema til að
leita að hryðjuverkamönnum. Þessir
nemar eru annaðhvort grafnir í
jörðu eða varpað úr flugvél. Sér-
sveitirnar geta einnig notað lítil
njósnaloftför á stærð við fugla.
Líklegt er að bandaríski herinn
beiti aðallega tölvustýrðum sprengj-
um eða stýriflaugum og ef til vill
sprengjuþotum af gerðinni B-2, sem
voru hannaðar til að koma ekki fram
á ratsjám óvinarins. Hugsanlega
verða reist sérstök skýli fyrir þot-
urnar á eyjunni Diego Garcia á Ind-
landshafi eða í öðrum herstöðvum á
svæðinu.
Reynist ekki alltaf vel
Þrátt fyrir allan þennan há-
tæknibúnað er talið að erfitt verði
að finna hryðjuverkamennina og
handtaka eða vega þá. Líklegt er að
þeir klæðist ekki herbúningum og
að erfitt verði að greina þá frá sak-
lausum Afgönum.
Hátækni Bandaríkjahers hefur
ekki alltaf gefið góða raun á átaka-
svæðum undanfarin ár. Bandaríkja-
mönnum og bandamönnum þeirra
hefur oft mistekist að handtaka eða
vega leiðtoga andstæðinganna og
þeim hefur jafnvel gengið erfiðlega
að eyðileggja skotmörk á hreyfingu,
svo sem skriðdreka.
Bandarískar flugvélar eyðilögðu
t.a.m. aðeins rúmlega 20 serbneska
skriðdreka í 78 daga loftárásum á
Júgóslavíu árið 1999. Sérsveitum
Bandaríkjahers tókst ekki að hafa
hendur í hári sómalska stríðsherr-
ans Mohameds Farah Aidid árið
1993. Tveimur árum áður lifði Sadd-
am Hussein af nokkrar sprengju-
árásir á Írak.
Talið er að jafnerfitt verði að hafa
hendur í hári Osama bin Ladens,
sem er talinn hafa staðið á bak við
árásina á Bandaríkin 11. september.
Hann lifði af stýriflaugaárásir
Bandaríkjamanna árið 1998.
„Þetta er erfiðasta vandamálið
sem hægt er að hugsa sér,“ sagði
Glenn Buchan, sérfræðingur í hern-
aðarnjósnum. „Mjög erfitt er að ráð-
ast á felustaði hans – svo sem hella.“
Bandaríska varnarmálaráðu-
neytið hyggst biðja þingið um auka-
fjárveitingu til að kaupa vopn og
ýmiss konar njósnabúnað, meðal
annars nema, sem grafnir eru í
jörðu, til að fylgjast með fjarskiptum
hryðjuverkamanna.
Öryggisstofnanir Bandaríkjanna
vilja að öllum tiltækum njósnahnött-
um verði beint að líklegum dval-
arstöðum hryðjuverkamanna í Afg-
anistan og víðar til að fylgjast með
mannaferðum, bílum og tjöldum.
Sá galli er hins vegar á gjöf Njarð-
ar að hryðjuverkamennirnir vita af
gervihnöttunum og geta fylgst með
því á Netinu hvenær hnettirnir eiga
að fljúga yfir Afganistan.
Mannlaus loftför
Erfiðara verður hins vegar fyrir
þá að forðast loftförin. Bandaríski
herinn hefur yfir að ráða tveimur
gerðum mannlausra loftfara sem
geta fylgst með ferðum hryðju-
verkamannanna. Önnur gerðin,
Predator, er ætluð til lágflugs og
kostar um 5 milljónir dala, eða 500
milljónir króna. Hin, Global Hawk,
flýgur hærra og kostar andvirði
1.500 milljóna króna.
Donald H. Rumsfeld, varn-
armálaráðherra Bandaríkjanna,
skýrði frá því á sunnudag að mann-
laust loftfar af gerðinni Predator
hefði týnst á flugi yfir Afganistan.
Predator-loftför hafa verið notuð í
mörg ár yfir Írak og Balkan-skaga
til að afla upplýsinga og er þetta í
fyrsta sinn sem skýrt er frá því að
slíkt loftfar hafi tapast.
Mannlausu loftförin geta svifið yf-
ir skotmörkunum í allt að 40 klukku-
stundir og sent mjög skýrar myndir
til höfuðstöðva varnarmálaráðu-
neytisins, sem fær myndirnar nánast
um leið og þær eru teknar.
Í loftförin er hægt að setja sér-
stakan ratsjárbúnað, sem getur
„séð“ að nóttu til og í gegnum ský,
og litrófsrita, sem getur greint í
sundur feluliti og gróður.
Loftförin geta einnig borið vopn
og á heræfingu var skriðdreka
grandað með mannlausu loftfari.
Hermenn á jörðu niðri geta notað
smáloftför sem eru á stærð við fugla.
Hægt er að láta þessar njósnavélar
fljúga yfir hóla eða í kringum bygg-
ingar og senda myndir í lófatölvur
hermanna. Smáloftförin geta fundið
efna- og sýklavopn.
Bandaríkin beita hátækni
til að njósna um óvininn
New York. AP.