Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 39 Ævintýri ofar veruleika Framhalds -ferðasaga frá Thailandi Við vorum ekki sein á okkur að grípa tækifærið, þegar Ingólfur í Heimsklúbbnum auglýsti ferð um Thailand með nýju sniði, sem veitir innsýn í allt landið frá höfuðborginni Bangkok, norður um hrísgrjónadalinn, Flotmarkaðinn stóra í Damnern Saduak, til brúnnar frægu yfir RIVER KWAI, um yndisfögur héruð full af gróðri, fornminjum og fagurri list. Margt af því sem fyrir augu hefur borið þessa síðustu daga er svo ótrúlegt að aldrei gleymist. Fyrstu 3 næturnar gistum við í Bangkok á frábæru 5 stjörnu hóteli, Montien á bakka sjálfs Kóngsfljótsins, í gær í litlu heillandi sveitaþorpi við Kwai fljótið, en núna búum við alveg konunglega á Thani hótelinu í fallegri borg, sem heitir Phitsanuloke. Hér í kring er margt furðu- legt og fagurt, sem við kynnumst betur á morgun á leið okkar í „Sögugarðinn“ fræga í SUKUTAI, sem er sérstakt verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna vegna listgildis og sögu. Með okkur eru tveir frábærir fararstjórar, Steindór og kona hans Hulda, en auk þess stórfróður og skemmti- legur Thailendingur, Sam að nafni, sem er eins og alfræði- orðabók. Þátttakendurnir í hópnum segja, að þeir hafi aldrei kynnst öðru eins, nema í Ítalíuferðinni „Listatöfrar Ítalíu“, þar sem Ingólfur var sjálfur við stjórnvölinn. Ferðin til Thailands var miklu auðveldari en við höfðum búist við, flogið með Flugleiðum til Kaupmannahafnar og næstum beint áfram með THAI-flugfélaginu, þar sem þjónusta og veitingar voru með meiri ágætum en við höfð- um áður kynnst. Samkvæmt ráðleggingum fararstjóra sváfum við mestalla leiðina og vöknuðum hress, snemma morguns í Bangkok. Flestir voru til í að fara um hádegis- bil að kynna sér hina fjölbreyttu borg, sem þykir einn besti verslunarstaður í heimi, að ógleymdum matnum og skemmtanalífinu. Talað var um að sumir herrarnir hafi reynt að fara á mat- og skemmtistað, þar sem þeir þurftu alls ekki að nota hendurnar, þjónustan var slík, að þeir voru leiddir til borðs og veitt af rausn af hvers kyns krás- um og drykkjum, án þess að þeir þyrftu að hreyfa legg né lið! Ekki má heldur gleyma Thai-nuddinu, og hafa nokkur hjón í hópnum nú þegar reynt það til fullkominnar slök- unar fyrir svefninn, og mætt með sælubros á vör næsta morgun! Dagarnir hafa verið viðburðaríkir og stór- skemmtilegir. Ekki spillir fyrir, hve fararstjórunum hefur tekist að hrista hópinn saman, svo að ósvikin gleði setur mark á ferðina. Hjá okkur er fullt fæði innifalið á leiðinni „norður í land“, og búið er að halda árangursríkt náms- skeið í að borða með prjónum. Kínverska veislan á Mont- ien Riverside hótelinu með 10 gómsætum réttum var sann- kallaður mannfagnaður, þar sem Ingólfur var staddur og heilsaði upp á hópinn. En segja má, að ferðin öll sé sam- felld veisla fyrir skilningarvitin. Margir hafa tjáð sig um, að þeir hafi ekki áður upplifað jafn vel skipulagða og skemmtilega ferð. Það sem mest kemur á óvart í ferðinni er ótrúleg fjölbreytni í landslagi, gróðri og listum, en ekki síður kurteisi og ljúft viðmót fólksins. Hingað til hefur hver dagurinn verið öðrum betri, svo að farþegar syngja og leika við hvern sinn fingur. Í rauninni kemur allt hér á óvart, hreinlætið alls staðar og vegakerfið til fyrirmyndar. Hvaða hugmyndir hafa Íslendingar svo sem um Thailand? Við hvetjum ykkur, sem þetta lesið, til að reyna svona Thailandsferð með Heimsklúbbnum, meðan færi gefst. F.h. okkar allra 39: Ásgeir og Anna, Akureyri, Guðmundur og Rannveig, Húsavík, Kristinn og Kristbjörg, Akranesi, Stefán Haukur og Ásta, Ísafirði, Haraldur og Ólöf, Mosfellsbæ, Jónas og Guðrún, Reykjavík, Þorkell og Málmfríður, Vest- mannaeyjum , Kristján og Guðbjörg, Reykjavík. Stóra Thailandsferðin II: Endurtekin með brottför 24. okt. - 8 sæti laus. Síðasta ferð uppseld! Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir Suður-Ameríkudraumurinn RIO DE JANEIRO - BUENOS AIRES- 12 D.- ÖRFÁ SÆTI 14. NÓV. INNLENT HELGINA 28.–30. september verður fræðslu- og fjölskylduferð í Þórsmörk, sem skartar sínum fegurstu haustlit- um þessa dagana. Þeir sem standa að þessari ferð, auk Ferðafélags Íslands, eru m.a. Landgræðsla ríkisins, Skógrækt rík- isins og Garðyrkjufélag Íslands. Dval- ið verður í Skagfjörðsskála í Langadal og hentar dagskrá helgarinnar ekki síður börnum en fullorðnum, segir í fréttatilkynningu. Í ferðinni verða sér- fræðingar á sviði jarðfræði og land- græðslu og skógræktar. Í gönguferðum verður hugað að sögu svæðisins, jarðfræði og lífríki Þórsmerkur og birkifræi safnað, sem síðan verður dreift á uppgræðslu- svæði. Í fræðsluhorninu verður fjallað um ýmislegt forvitnilegt í náttúrunni og listasmiðja sett upp, þar sem þátt- takendur geta tjáð sig í myndlist, telgt í tré o.fl. Á laugardagskvöld verður grill- veisla og síðan kvöldvaka þar sem af- rakstur dagsins verður ræddur og ýmislegt gert sér til gamans. Nánari upplýsingar fást hjá Ferðafélagi Ís- lands. Ljósmynd/Hjalti Kristgeirsson Skagfjörðsskáli í Langadal, Þórsmörk. Fræðslu- og fjölskylduferð í Þórsmörk Ráðstefna um áhættu og hættuleg efni ALMANNAVARNIR á höfuðborg- arsvæðinu efna til ráðstefnu undir yfirskriftinni Áhætta – hættuleg efni í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur fimmtudaginn 27. september kl. 8.30–17.00. Ráðstefnan er liður í gerð áhættu- mats fyrir höfuðborgarsvæðið og mun fjöldi þekktra sérfræðinga fjalla um viðfangsefnið frá ýmsum hliðum, segir í fréttatilkynningu. Meðal annars verður fjallað um hvernig draga má úr líkum á slysi vegna geymslu, flutnings og notkun- ar hættulegra efna og hvernig draga má úr afleiðingum af slíku slysi. Jafnframt verður fjallað um hvernig skilgreina beri áhættu, hver sé við- unandi áhætta og hvaða aðferðum megi beita til þess að öðlast betri vitneskju um áhættu á svæðinu. Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Rauða kross Íslands, stýrir ráðstefnunni. Ráðstefnugjald er 5.000 krónur. Fólk sem starfar við almannatengsl stofnar félag STOFNFUNDUR fagfélags fólks sem starfar við almannatengsl verður haldinn í Norræna húsinu á fimmtu- daginn kemur. Á fundinum verða lögð fram lög félagsins og siðareglur, auk þess sem stjórn og siðanefnd félags- ins fyrir næsta ár verður kosin. Fund- urinn hefst kl. 17:15 og er opinn þeim sem starfa við almannatengsl. Að- gangseyrir er 1.500 kr. Undirbúningsfundur vegna stofn- unar félagsins var haldinn 3. maí sl. og var hann vel sóttur. Farið var yfir markmið félagsins og kosin var 7 manna undirbúningstjórn. Hún hefur í sumar og haust unnið að ýmsum málum sem verða borin upp á fund- inum, segir í fréttatilkynningu. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Barna- og unglingakór Víðistaðakirkju Innritun fer fram í kirkjunni miðvikudaginn 26. og fimmtudaginn 27. september kl. 17—18. Stjórnandi kórsins er Áslaug Bergsteinsdóttir. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 4. október 2001 kl. 9.30 á eftirfarandi eignum: Boðaslóð 7, efri hæð, þingl. eig. Hreinn Sigurðsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki-FBA hf. Boðaslóð 7, neðri hæð, þingl. eig. Ágúst Ómar Einarsson, gerðarbeið- andi Íbúðalánasjóður. Brekastígur 31, kjallari, þingl. eig. Guðni Stefán Thorarensen, gerðar- beiðandi Íbúðalánasjóður. Brekkugata 1, rishæð, þingl. eig. Karl James Gunnarsson og Margrét Birna Þórarinsdóttir, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær. Foldahraun 38, 1. hæð H, þingl. eig. Bjarni H. Baldursson, gerðarbeið- andi Íbúðalánasjóður. Hábær v/Ofanleitisveg, þingl. eig. Sigrún Harpa Grétarsdóttir og Sigurður Örn Kristjánsson, gerðarbeiðendur Lýsing hf. og Vest- mannaeyjabær. Hólsgata 9, eingarhl. gerðarþola, 50% eignarinnar, þingl. eig. Hlöðver Árni Guðmundsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Vestmannaeyj- um. Kirkjubæjarbraut 10, 1. hæð, þingl. eig. Halldóra Svavarsdóttir og Sigurjón Ingvarsson, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 25. september 2001. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Brekastígur 10 (Hæli) austurhluti, eignarhluti gerðarþola, þingl. eig. Jóhann Magnússon, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi, mið- vikudaginn 3. október 2001 kl. 14.30. Fjólugata 8, neðri hæð, þingl. eig. Guðmundur Jakob Jónsson, gerð- arbeiðendur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, miðvikudaginn 3. október 2001 kl. 15.00. Vesturvogur 25b, kjallari, þingl. eig. Elfa Dögg Ómarsdóttir og Jóhann Ágúst Tórshamar, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og sýslumaður- inn í Vestmannaeyjum, miðvikudaginn 3. október 2001 kl. 15.30. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 25. september 2001. Bílar — Útsala Erum að selja notaða bíla: Toyota Corolla, Toyota Yaris, Nissan Almera, Nissan Micra, Suzuki Sidekick, Grand Vitara, Peugeot 106 o.fl. Gerið góð kaup. Bílarnir eru til sýnis á SH bílaleigunni, Nýbýlavegi 32, Kópavogi. BÍLAR KENNSLA SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  1829268  Fr.  GLITNIR 6001092619 I Fjhst. I.O.O.F. 7    8.0. I.O.O.F. 9  1829268½  9.0.  HELGAFELL 6001092619 IV/V Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58—60. Samkoma kl. 20.30. Margrét Baldursdóttir og Haraldur Jó- hannsson tala. Allir velkomnir. sik.is . Lifandi ferða- og félagsstarf: Haustlitaferð í Bása — Goða- land, 28.—30. sept. Gönguferðir við allra hæfi. Besti tíminn til að sjá haustlitadýrðina. Góð gisting í Útivistarskálunum. Pantið og takið miða strax. Fyrsta myndakvöld vetrarins, 1. okt. í Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 20.00. Minnum á Útivistarræktina. Sjá heimasíðu: utivist.is . RAÐAUGLÝSINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.