Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 10
NIÐURSTAÐA ENDURSKOÐUNARNEFNDAR
10 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nefnd um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða skilaði áliti í gær og klofnaði hún í áliti sínu. Hér á eftir og á
miðopnu blaðsins eru birt álit meirihluta og minnihluta svo og viðbrögð við niðurstöðum nefndarinnar.
ÁRNI Steinar Jóhannsson, fulltrúiVinstrihreyfingarinnar – græns fram-boðs, í nefnd um endurskoðun fisk-
veiðistjórnunarkerfisins, leggur m.a. til í sér-
áliti sínu, að gerðar verði grundvallar-
breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunar-
kerfi sem komi til framkvæmda í áföngum á
næstu 20 árum.
Árni Steinar vill að farin verði fyrningarleið
og eru megintillögur hans eftirfarandi: ,,Hafin
verði fyrning veiðiréttar (aflahlutdeildar) um
5% á ári (línuleg fyrning).
Til þess að auðvelda útgerðinni aðlögun að
breyttum aðstæðum verði henni gert mögu-
legt að halda eftir 3% af þeim 5% sem árlega
eru fyrnd fyrstu 6 árin. Þessum 3% aflaheim-
ilda ræður útgerðin sem einskonar „biðkvóta“
sem greitt er fyrir með sérstökum afnota-
samningi við ríkið til sex ára. Að sex árum
liðnum bætast þessi 3% aflaheimilda ár frá ári
við þær sem fyrndar eru árlega (þ.e. 5%).
Fyrstu sex ár tímabilsins losna þannig 2% á
ári til ráðstöfunar en 3% stofna til „biðkvóta“.
Að sex árum liðnum yrði þá búið að fyrna 12%
en 18% væru í „biðhólfi“ núverandi útgerða ef
þeim sýndist svo. Að tólf árum liðnum yrði
þannig búið að fyrna 60% aflaheimildanna og
,,biðkvótinn“ að fullu fyrndur. Fyrningin held-
ur áfram með 5% á ári og yrði að fullu lokið á
tuttugu árum,“ segir í séráliti hans.
Fiskvinnslum gefist kostur
á að bjóða í veiðiheimildir
Árni Steinar segist byggja álitsgerð sína á
meginmarkmiðum sjávarútvegsstefnu Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs og leggur
til eftirfarandi meðferð fyrndra veiðiréttinda:
,,1. Þriðjungur þeirra aflaheimilda sem fyrn-
ast á hverju ári verði boðinn upp á landsmark-
aði og útgerðum gefinn kostur á að leigja þær
til allt að sex ára í senn. Fiskvinnslum sem
stunda frumvinnslu sjávarafurða gefist einnig
kostur á að bjóða í veiðiheimildir í hlutfalli við
raunverulega vinnslu þeirra undangengin ár
samkvæmt nánari reglum. Leigutekjum
vegna þessara aflaheimilda skal skipt milli rík-
is og sveitarfélaga eftir nánari reglum sem
settar verði.
2. Annar þriðjungur þeirra aflaheimilda
sem fyrnast á hverju ári verði til byggða-
tengdrar ráðstöfunar fyrir sjávarbyggðir um-
hverfis landið. Við skiptingu veiðiréttindanna
milli sveitarfélaga verði byggt á vægi sjávar-
útvegs, veiða og/eða vinnslu í atvinnulífi við-
komandi sjávarbyggða og hlutfallslegu um-
fangi innan greinarinnar að meðaltali sl.
tuttugu ár. Um þessa skiptingu verði settar
nánari reglur að viðhöfðu víðtæku samráði
þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Hlut-
aðeigandi sveitarfélög ráðstafa þessum þriðj-
ungi veiðiheimildanna fyrir hönd þeirra sjáv-
arbyggða sem þeim tilheyra. Sveitarfélögin
geta leigt út veiðiheimildir eða ráðstafað með
öðrum almennum hætti á grundvelli jafnræðis
en þeim er einnig heimilt að verja hluta veiði-
heimildanna tímabundið til að styrkja hráefn-
isöflun og efla fiskvinnslu innan viðkomandi
byggðarlaga. Þannig öðlast þau tækifæri til að
efla vistvænar veiðar, styrkja staðbundna báta
og dagróðraútgerð, gæta hagsmuna sjáv-
arjarða og auðvelda nýliðun og kynslóðaskipti
í sjávarútvegi. Óheimilt er að framselja
byggðatengd veiðiréttindi varanlega frá sveit-
arfélagi. Kjósi sveitarfélögin að innheimta
leigugjald fyrir aflaheimildirnar, renna tekj-
urnar til viðkomandi sveitarfélags.
3. Síðasti þriðjungur fyrndra aflaheimilda á
ári hverju verði boðinn þeim handhöfum veiði-
réttarins sem fyrnt er frá til endurleigu gegn
hóflegu kostnaðargjaldi á grundvelli sérstaks
afnotasamnings til sex ára í senn. Samn-
ingnum fylgi sú kvöð að réttindin verði aðeins
nýtt af viðkomandi aðila. Ráðstöfun þessa
hluta aflaheimilda verði tekin til endurskoð-
unar áður en 20 ára fyrningartímabilinu lýk-
ur,“ segir í séráliti Árna Steinars.
Álit Árna Steinars Jóhannssonar
Aflaheimildir fyrndar
um 5% á hverju ári
JÓHANN Ársælsson, fulltrúi Samfylking-arinnar í endurskoðunarnefndinni umfiskveiðistjórnunarkerfið, leggur til í
séráliti sínu, að hluti veiðiheimilda verði inn-
kallaður árlega og þeim breytt í hlutdeild-
arsamninga. Jafnframt verði öllum gefinn jafn
réttur til að keppa um þessi réttindi á mark-
aði og opna þannig fyrir nýliðun í greininni.
Tillaga Jóhanns er svohljóðandi: „Til nýt-
ingar á tímabili fiskveiðiáranna 2002-2003 til
og með 2007-2008 verði gefnir út og seldir á
opnum almennum markaði samningar um
aflahlutdeild sem svarar til 5% allra afla-
hlutdeilda hvert ár.
Lagt er til að samningarnir verði til 5 ára
og að meirihluti nefndarinnar falli frá þeim
hugmyndum um veiðigjald sem nú liggja fyr-
ir.
Á fyrrnefndu tímabili fái handhafar þeirra
aflahlutdeilda sem ekki hafa áður verið gerðir
samningar um til sín andvirði samninganna en
andvirði endurseldra samninga falli til rík-
issjóðs.“
Fyrirætlun stjórnvalda
að festa einokunina í sessi
Í greinargerð Jóhanns vegna lokanið-
urstöðu nefndarinnar segir hann að þverklofin
sáttanefnd færi þjóðinni ekki friðsamlega
lausn á miklu deilumáli. ,,Eftir hin miklu lof-
orð til kjósenda um sættir í þessu stórmáli eru
þær fyrirætlanir stjórnvalda að festa einok-
unina í sessi og gefa handhöfum kvótans enn
meira frelsi til að fara með auðlind þjóð-
arinnar sem sína eign orðin ljós. Þær eru
ótrúlegar, jafnvel frá þeim sem nú fara með
völdin, og munu enn auka þær hatrömmu deil-
ur sem staðið hafa um þetta mál.
Það eru mikil vonbrigði að sjá starf þess-
arar nefndar bíða skipbrot vegna þess að ekki
reyndust innistæður fyrir þeim loforðum um
sættir sem forystumenn stjórnarflokkanna
gáfu í aðdraganda síðustu kosninga. Þegar
upp er staðið frá þessu starfi er ljóst að meiri-
hlutinn hefur leitað sátta sem forystumenn
LÍÚ vildu una við en ekki þjóðin,“ segir í
greinargerð Jóhanns.
Hann segir ennfremur að nefndin hafi rætti
ítarlega um aðferð við innköllun veiðiheimilda
sem felist í gerð aflahlutdeildarsamninga sem
yrðu skilgreindir í magni, umfangi og tíma og
skilyrtir ákveðnum reglum. Breið samstaða
hafi virst í nefndinni um að þetta væri vænleg
leið til að leysa mörg vandamál sem fylgja
þeim óljósu réttindum sem útgerðarmenn sem
nýtendur auðlindarinnar og þjóðin sem eig-
andi hafi í núgildandi fyrirkomulagi. En einn-
ig gefi slík breyting færi á að taka skref til að
koma á jafnrétti til aðgangs að þessari auðlind
í framtíðinni.
Tilraun til sátta
„Þegar á átti að herða kom það í ljós að
meirihlutinn vildi afhenda handhöfum kvótans
þessa samninga og viðhalda þeim einok-
unarrétti til framtíðar sem þeir hafa nú. Þeg-
ar því var hafnað hljóp meirihlutinn frá um-
ræðunni um hlutdeildarsamningana. Allar
umræður um innköllun veiðiheimilda sem jafn
réttur yrði til að nýta í framtíðinni strönduðu
á þeirri afstöðu meirihlutans að líta beri á þá
breytingu sem skatt á útgerðina sem hún þoli
ekki.
Undirritaður gerði úrslitatilraun til sátta
með því að bera fram meðfylgjandi tillögu á
síðasta fundi nefndarinnar. Tillagan er um að
farin verði leið aflahlutdeildarsamninga og fel-
ur það í sér til viðbótar að útgerðarmenn
fengju alla þá fjármuni til sín sem inn kæmu
fyrir fyrstu sölu slíkra samninga á næstu 6 ár-
um. Þessi leið, innköllun veiðiheimilda og
breyting þeirra í aflahlutdeildar- samninga
sem yrðu seldir á markaði þar sem jafnræði
ríkir, fellur vel að tillögum Samfylkingar til
breytinga á lögunum um stjórn fiskveiða,“
segir í greinargerð Jóhanns.
Álit Jóhanns Ársælssonar
Hluti veiðiheimilda
verði innkallaður árlega
ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra segist vonast eftir að tillögur
meirihluta endurskoðunarnefndar-
innar njóti stuðn-
ings meirihluta
Alþingis. Hann
stefnir að því að
leggja fram frum-
varp um breyt-
ingar á lögum um
stjórn fiskveiða á
haustþinginu og
að það verði af-
greitt fyrir ára-
mót.
„Álit meirihlutans er í öllum meg-
inatriðum í samræmi við skýrslu auð-
lindanefndar og aðra þeirra tveggja
leiða sem auðlindanefnd náði sam-
eiginlegri niðurstöðu um að mæla
með. Það finnst mér mjög jákvætt og
mun auðvitað leiða til þess að unnið
verði í þeim farvegi. Það voru allir
nefndarmenn að vinna að tillögum til
ráðherrans og því ástæðulaust að
fullyrða um það fyrirfram að það
verði ekki eitthvað tekið tillit til sjón-
armið þeirra sem voru í minnihluta.
Ég geri hins vegar ráð fyrir að það
frumvarp sem ég kem til með að
leggja fram í haust verði í meginat-
riðum í samræmi við það sem auð-
lindanefnd og meirihluti endurskoð-
unarnefndar lagði til.“
Auðlindanefnd lagði til að sjávar-
útvegurinn greiddi allan kostnað við
rannsóknir og eftirlit. Kristinn H.
Gunnarsson hélt því fram í gær að
þessi kostnaður væri 3,3 milljarðar,
en endurskoðunarnefndin er að
leggja til lægra gjald. Árni var
spurður hvort þarna væri ekki ósam-
ræmi.
„Það hefur víða komið fram að það
er hægt að skilgreina þennan kostn-
að á marga vegu. Ég tel að þessi skil-
greining sem meirihlutinn er með sé
skynsamleg og réttlát. Ef við færum
í einhverja víðari skilgreiningu vær-
um við að leggja til meiri gjöld á sjáv-
arútveginn en á aðrar atvinnugrein-
ar. Það má jafnvel færa rök fyrir því
að við séum að gera það ef við förum
eftir þessum tillögum. Í þeim er gert
ráð fyrir að gjaldið dekki eftirlits-
kostnaðinn hjá Fiskistofu og rann-
sóknarkostnaðinn hjá Hafrann-
sóknastofnun, auk fjárfestinga sem
stofnanirnar þurfa að ráðast í. Til
viðbótar kemur til afkomutengt gjald
sem er þá sýnilegur hluti í auðlinda-
rentunni þó að hún sé illskilgreinan-
leg eins og kom fram í skýrslu auð-
lindanefndar. Það er hins vegar verið
að reyna að nálgast þennan þátt sem
ég held að sé rétt. Ég á von á því að
greinin geti í framtíðinni staðið undir
þessu. En auðvitað þarf hún aðlög-
unartíma. Við vitum að staða sjáv-
arútvegsins í dag er ekkert sérstak-
lega góð þó að svo virðist miðað við
framlegðina á fyrri hluta ársins að
gjaldið hefði verið ríflega tveir millj-
arðar ef það hefði verið lagt á í ár.“
Gjaldtaka kallar á hagræðingu
og fækkun starfa
Endurskoðunarnefndin leggur til
að svigrúm til framsals verði aukið,
en sjómenn hafa lagt áherslu á að
þrengja það til að koma í veg fyrir
það sem þeir kalla kvótabrask. Árni
sagðist gera sér grein fyrir að þetta
væri umdeilt.
„Meirihlutinn leggur þetta til til
þess að auðvelda greininni að hag-
ræða og auðvelda henni að vera í
stakk búin að greiða gjaldið. Jafn-
framt telur nefndin að þessar hömlur
hafi leitt til þess að það væri erfiðara
en ella fyrir nýja aðila að koma inn í
greinina. Nefndin telur að þetta
skref gæti orðið til þess að auðvelda
mönnum það. Ég held hins vegar að
það verði alltaf erfitt að búa þannig
um hnútana að nýliðun geti gengið
hratt fyrir sig í grein þar sem við er-
um að reyna að minnka afköstin ef
svo má segja.“
Nefndin leggur til að fjármagn
verði lagt til atvinnuuppbyggingar á
landsbyggðinni. Árni sagði að
ákvörðun um þetta yrði tekin á fjár-
lögum hverju sinni.
„Ég geri ráð fyrir að þessi niður-
staða verði stefnumarkandi fyrir
framtíðina hvað þetta varðar. Þetta
sýnir þá hugsun að það beri að gæta
hagsmuna byggðanna þegar svona
miklar breytingar eru gerðar. Það að
leggja gjald á sjávarútveginn kallar á
hagræðingu og leiðir til þess að störf-
um mun fækka. Sjávarútvegurinn er
atvinnugrein byggðanna og þess
vegna verðum við að koma með ein-
hverjar aðgerðir sem vega þar upp á
móti,“ sagði Árni.
Vonast eftir
að þingmeiri-
hluti sé fyrir
tillögunum
Árni
Mathiesen
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir að veruleg andstaða
hafi komið fram við fyrningarleið í
nefnd sem vinnur
að endurskoðun á
sjávarútvegs-
stefnu Framsókn-
arflokksins. Hann
segist hafa gengið
opnum huga til
þessarar umræðu
og alls ekki hafa
útilokað fyrning-
arleið. Það gangi
hins vegar ekki að
láta sjávarútveginn greiða skatta sem
engin leið sé að hann geti staðið und-
ir.
„Á flokksþingi Framsóknarflokks-
ins í vor var ekki gert upp á milli þess
að fara veiðigjaldsleið eða fyrningar-
leið. Sérstakri nefnd var falið að vinna
að málinu innan flokksins og hún hef-
ur nú þegar unnið mikið starf undir
forystu Jóns Sigurðssonar. Mín af-
staða hefur verið sú að það komi til
álita að fara báðar þessar leiðir svo
lengi sem rekstrargrundvöllur sjáv-
Veruleg and-
staða við fyrn-
ingarleið innan
flokksins
Halldór Ásgrímsson
Halldór
Ásgrímsson
Árni Mathiesen