Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 43
AFMÆLI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 43
Í dag, 26. september,
verður kona ein áttræð,
lengi búsett á Bárugöt-
unni, en nýlega flutt
austur yfir læk og inn á
Klapparstíg, þar sem
útsýnið er betra yfir
flóann. Jensína Ólafía
Sigurðardóttir, sem
síðar tók upp á því að
láta kalla sig Jenný,
fæddist á Suðureyri við
Súgandafjörð á afmæl-
isdegi Kristjáns kon-
ungs tíunda, árið 1921.
Þessi valkyrja var und-
irrituðum samferða um
stutt æskuskeið í Selárdal í Súganda-
firði fyrir og fram í stríð að berja tað í
völl, hirða hey í hlöður og mjalta
ásauði í kvíum. Hefur ásamt manni
sínum, Einari Þórðarsyni, bifreiða-
stjóra frá Patreksfirði, alla tíð verið
vinur, félagi og velgjörðarmaður og
þau bæði verðskulda ómælt þakklæti
og virðingu undirritaðs með óskum
um fallegt ævikvöld við Faxaflóann,
þar sem sólin leggur blessun sína
hvert kvöld yfir farinn veg.
Börn þeirra hjóna eru Guðlaug,
háttsett í Landsbanka Íslands, Auð-
unn, hótelstjóri í Bandaríkjunum og
Bríet, fyrrum bankamaður og nú
blómaskreytir og fostöðumaður
blómabúðar.
Faðir Jensínu hrapaði til dauðs á
vetrarferð frá Bolungavík yfir til Sel-
JENSÍNA ÓLAFÍA
SIGURÐARDÓTTIR
árdals, þar sem kona
hans beið bónda, án
þess að hann birtist í lif-
anda lífi. Þegar móðir-
in, Elísabet Jónsdóttir
Fjelsteð, hvarf aftur á
mölina með hin börnin
þrjú, andlega breytt
manneskja, varð Jens-
ína eftir í sveitinni og
undi sér vel, enda sólar-
megin í firðinum, falleg,
skynsöm og fjörmikil
stúlka. Síðar kom í ljós,
að þessi ættlausa
sveitastúlka að vestan
var í móðurætt tengd
mikilli ætt úr Dölunum, Ormsætt-
inni, sem margir merkir póstar eru af
komnir. Hefur ætt sú sýnt Jensínu
ómælda virðingu og vinsemd og á
þakkir skildar fyrir.
Allt veraldarstúss Jensínu í meira
en hálfa öld sem móðir, húsmóðir og
til margra ára starfsstúlka í eldhús-
um Grundar og Landsspítala ber vott
um, að þá undirstöðu sem hún fékk í
vistum hjá efnafólki hér og þar nýtti
hún vel og heimili hennar hefur alla
tíð borið vitni um fágun og snyrti-
mennsku. Hún hefur alltaf kunnað að
gera heimili sitt ljúft og notalegt,
ekki aðeins fyrir börnin og barna-
börnin, heldur og fyrir þá sem notið
hafa gestrisni og greiðasemi þeirra
hjóna.
Jensína er sem mætti kalla „stál-
slegin“ manneskja, negld og skrúfuð
með stálnöglum hér og þar til að
halda súlunni uppi, en þar að auki
stálhraust og hress, kastar fram vís-
um, ef svo ber undir, og syngur af
innlifun í kór aldraðra á Vesturgöt-
unni, án þess að þurfa að líta á text-
ann, enda kann hún öll ljóðin utanað
sem sungin eru, þótt fleiri væru. Þau
hjón hafa bæði gengið í gegn um erf-
iða sjúkdómskafla, en með þraut-
seigju og ómældum viljastyrk sigrast
á öllum erfiðleikum og notið þess að
ferðast til útlanda ár hvert að nema
nýjar lendur og gleðjast með vinum á
framandi ströndum.
Við, samferðamenn, sem notið höf-
um ómældrar umhyggju og vináttu
ykkar hjóna um árabil eigum aðeins
eina ósk til ykkar beggja: Lifið heil
og lifið sem lengst. Við þurfum öll á
ykkur að halda.
Kæra fóstursystir, ég óska þér að
sjálfsögðu til hamingju með áfang-
ann og vona að innan tíðar megi ég
njóta þess að borða með ykkur nýja
ýsu og kartöflur með vestfirskum
hömsum.
Guðbjartur Gunnarsson,
Filippseyjum.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
ATVINNA
mbl.is
UM SINN hefur látið allhátt í ýmsum
mönnum, varðandi veiðikerfi smábáta
og „kvótasetningu aukategunda“. Og
auðvitað sýnist sitt hverjum. Vestfirð-
ingar og sumir þingmenn þeirra eru
uggandi um framtíð margra sjávar-
þorpa, ef dregur úr veiði og LÍÚ
grenjar enn og finnst allt frá sér tek-
ið, ef lagað er eitthvað hjá smábátum
(frá hverjum er tekið, þegar þessir
sömu útgerðarmenn láta henda tug-
þúsundum tonna af fiski aftur í sjó-
inn?). Að sjálfsögðu styðja venjulegir
skakkarlar eindregið kröfu Vestfirð-
inga um frjálsar krókaveiðar. Frjáls-
ar handfæraveiðar eru einmitt það
sem þeir hafa alltaf viljað. En þeir
geta auðvitað ekki fallist á frjálsa
sókn línubáta, með allt að 17 þúsund
króka, hvern einasta dag, sem gefur,
meðan þeir sjálfir eru hundeltir með
10–20 handfærakróka og mega aðeins
veiða í þrjár vikur á ári. Datt ein-
hverjum það í hug? Frelsi við fisk-
veiðar verður að byrja á handfærum,
annað er plat. Og slíkt frelsi mætti al-
veg vera háð einhverjum skilyrðum,
t.d. „þaki“. Skakkarlar tækju því ugg-
laust vel, a.m.k. þangað til „Hafró“
hættir að meta stærð fiskistofna snar-
vitlaust. Furðulegt, að forustumenn
trillukarla skuli ekki hafa áttað sig á
þessari sjálfsögðu forgngsröð. Að
krefjast frjálsra veiða með línu, án
handfærafrelsis, er svipað og að
krefjast meiri heimilda á einhvern
togara, vegna þess að hann noti
stærra troll en hinir, eða loðnubátur
eigi stærri nót en aðrir. En vestfirskir
línukarlar geta verið þess fullvissir,
að þeir eiga allan stuðning og samúð
skakkarla í sinni baráttu, en að sjálf-
sögðu ekki fyrr en að fengnu áður-
nefndu handfærafrelsi.
Þá er ástæða til að vara vestfirska
línukarla við fámennum en harðsnún-
um hópi „trillukarla“, sem ævinlega
hefur stutt kvótasetningaráform
stjórnvalda og stundum beðið um
þau. Vestfirski þingmaðurinn var
ekkert að ljúga því, á dögunum, að til
sín hefðu komið „trillukarlar“ og látið
í ljós ánægju með lagasetninguna. Því
miður. Og í mörgum tilfellum voru
það sömu mennirnir og báðu um
kvóta á þorsk, fyrir nokkrum árum,
og sömu mennirnir, sem heimtuðu
svo verslunarfrelsi á þennan þorsk-
kvóta og hafa braskað með hann
ótæpilega síðan. Ætli samúð lands-
manna, í nýlegri skoðanakönnun, hafi
beinst sérstaklega að þessum hópi
„trillukarla“?
Ennfremur er rík ástæða til að
vara vestfirska línukarla við sumum
stjórnarþingmönnum sínum. Þeim er
gefinn laus taumurinn, nú um sinn, en
verða reknir heim, þegar og ef á þarf
að halda og barðir þar til hlýðni, eins
og oftast áður. Þetta síðasta þarf nú
líklega ekki að segja vestfirskum sjó-
mönnum.
EÐVALD EÐVALDSSON,
skakkarl, Hafnarfirði.
Af sjónarhóli
skakkarla
Frá Eðvaldi Eðvaldssyni:
www.ef.is
Skoðaðu þessa
frábæru pönnu!
Fást grunnar eða
djúpar og sem
grillpönnur.
24-26-28-30 sm.
Feitislaus steiking.
Hagstætt verð!
3 viðurk
enningar
„Frábær“
hjá
þýskum
neytenda
samtöku
m
Besta steikarpannan
í Evrópu....
samkvæmt dómi þýskra
neytendasamtaka
Starfsfólki á Norðurbrún 1 og öllu því góða fólki
sem heimsótti mig og hyllti á 100 ára afmæli
mínu þann 11. september síðastliðinn með gjöf-
um, blómum og heillaóskum, færi ég mínar inni-
legustu þakkir.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurbjörg Benediktsdóttir
frá Breiðabóli.
Innritun hjá formanni Félags háskólakvenna,
Geirlaugu Þorvaldsdóttur, í síma 899 3746
Leikhúsnámskeiðið
„Að njóta leiklistar“
hefst miðvikudaginn 3. október
Við förum í leikhús, á æfingar, sýningar
og fáum leikhúsfólk í heimsókn.
Stjórnandi Hávar Sigurjónsson leikhúsfræðingur. Hávar Sigurjónsson