Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 45
DAGBÓK
Árnað heilla
80 ÁRA afmæli. Í dagmiðvikudaginn 26.
september verður áttræð
Jensína Ólavía Sigurðar-
dóttir, Klapparstíg 7 (áður
Bárugötu 38), Reykjavík.
Eiginmaður hennar er Ein-
ar Þórðarson.
80 ÁRA afmæli. Í dagmiðvikudaginn 26.
september er áttræð Ásta
Sigurðardóttir frá Syðra-
Langholti, Furugrund 68,
Kópavogi. Ásta er að heim-
an.
LJÓÐABROT
BOÐUN MARÍU
Var leikið á sítar? Nei, vindurinn var það, sem rótt
í viðinum söng og næturró minni sleit.
Ég gat ekki sofið. Sál mín var dimm og heit.
Sál mín var dimm og heit eins og austurlenzk nótt.
Og ég reikaði þangað sem döggin úr dökkvanum hló
og á drifhvítum runnum hið gljúpa mánaskin las.
Og ég lagðist nakin í garðsins svalandi gras.
Sem gimsteina á festi nóttin stundirnar dró.
Svo nálgaðist sítarsöngurinn handan að,
og senn var hann biðjandi rödd, sem við eyru mér kvað.
Var það svefninn, sem vafði mig draumi sínum?
Og var það blærinn, sem brjóst mín og arma strauk,
og blærinn, sem mig í titrandi faðmi sér lauk,
með sæluna, er lokaði lémagna augum mínum?
Tómas Guðmundsson
CRAIG Gower frá Suður-
Afríku og David Berkowitz
frá Bandaríkjunum sátu hvor
í sínum sal og stýrðu spilum
sagnhafa í þremur gröndum.
Austur gefur; AV á hættu.
Norður
♠ G53
♥ ÁG87
♦ 1097
♣ D75
Vestur Austur
♠ -- ♠
D1098762
♥ K932 ♥ 54
♦ KDG6432 ♦ 8
♣ K9 ♣ G106
Suður
♠ ÁK4
♥ D106
♦ Á5
♣ Á8432
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 2 spaðar 2 grönd
Pass 3 grönd Pass Pass
Dobl/Pass
Spilið er úr sveitakeppni í
Bandaríkjunum og sagnir
gengu eins á báðum borðum,
nema hvað vestur doblaði
Berkowitz. Útspilið var tíg-
ulkóngur og spil fyrir spil
þræddu sagnhafarnir báðir
einstigið að níu slögum.
Fyrst var tígulkóngur
dúkkaður og tígulásinn átti
slag númer tvö. Síðan kom
hjartadrottning, kóngur og
ás. Til að fá fjóra slagi á
hjarta þarf að svína áttunni,
en jafnvel það dugir aðeins í
átta slagi. Næsti leikur
beggja sagnhafa var snjall –
þeir tóku ÁK í spaða. Til-
gangurinn var fyrst og
fremst sá að kanna afköst
vesturs, sem henti tveimur
tíglum. Það benti til að vestur
ætti Kx í laufi, því ella mætti
hann missa eitt lauf. Og þar
með var fjórliturinn í hjarta
orðinn mjög heitur og báðir
sagnhafar tóku næst hjarta-
tíu og svínuðu áttunni. Þegar
fjórði hjartaslagurinn var í
húsi kom tígull til vesturs,
sem varð loks að spila frá K9
í laufi í endastöðunni og gefa
þar níunda slaginn.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VOG
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert tæknilega sinnaður
og leggur metnað þinn í að
leysa verkefni þín á sem
bestan máta.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú þarft að setja öðrum úr-
slitakosti og það veldur þér
hugarangri. Ef þú beitir ekki
þvingunum munu orð þín
hafa tilætluð áhrif.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Vantreystu ekki sjálfum þér
því þú ert fullfær um að tak-
ast á við hlutina og hefur
næga þekkingu. Byrjaðu
bara og þá kemur restin af
sjálfu sér.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Einbeittu þér að því sem þú
ert að fást við og leyfðu eng-
um að trufla þig á meðan.
Ekki er víst að allir skilji það,
en það skiptir engu máli.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Vinnan göfgar manninn en
það er fleira sem gefur lífinu
gildi. Sinntu hugðarefnum
þínum líka og leggðu þig fram
um að rækta líkama og sál.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Gerðu þér glaðan dag því það
þarf ekki að kosta mikið. Að-
almálið er að vera með góðum
vinum sem hægt er að deila
með sorg og gleði.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Vertu ekki að ergja þig yfir
smámunum þegar fjölskyld-
an á í hlut því þegar öllu er á
botninn hvolft skiptir svo
miklu máli að halda friðinn.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Einhverjar breytingar
standa fyrir dyrum sem gefa
þér tækifæri til að sýna hvers
þú ert megnugur. Vertu
tilbúinn að fórna einhverju
fyrir það.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er svo auðvelt að taka
eigin skoðanir fram yfir ann-
arra en stundum hafa nú aðr-
ir eitthvað til síns máls ef vel
er að gáð. Viðurkenndu það
bara.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er kominn tími til að þú
leggir þitt af mörkum til að
setja niður ágreining þinn við
aðra. Þá fyrst geturðu andað
léttar og snúið þér að öðru.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þótt yfirleitt sértu staðfastur
áttu það samt til að láta ginn-
ast af gylliboðum. Ef þú hefur
efni á því að láta eitthvað eftir
þér, skaltu gera það.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Sýndu sveigjanleika í sam-
skiptum þínum við aðra því
það ber bestan árangur. Þú
ert útsjónarsamur og það
skaltu nýta þér á öllum svið-
um.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Láttu þér ekki bregða þótt
aðrir kunni ekki að meta
frumleika þinn og nýjunga-
girni. Vertu bara þú sjálfur
og njóttu þess sem gefur líf-
inu lit.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
80 ÁRA afmæli. Í dagmiðvikudaginn 26.
september er áttræð Ingi-
björg Sólveig Sigurðardótt-
ir, keramikmálari. Ingi-
björg dvelur nú á Hrafnistu
DAS, Reykjavík, á deild G2.
STAÐAN kom upp á at-
skákmóti sem haldið var á
Krít fyrir skömmu. Björn
Þorfinnsson (2220) hafði
hvítt gegn portúgalska al-
þjóðlega meistaranum Luis
Galego (2467). Sá portú-
galski kom öllum að óvörum
með glæsilegri frammistöðu
á Evrópumeistaramótinu í
Ohrid. Síðasti leikur hvíts
var 12. h2-h3? sem svartur
var ekki lengi að færa sér í
nyt. 12... Bxd2! 13. Rxd2
Rxe4! Svartur verður nú
sælu peði yfir.
Þrátt fyrir hetju-
legar tilraunir átti
hvítur sér ekki
viðreisnar von eft-
ir þetta. 14. Rxe4
Dg6 15. Dc2 Bf5
16. Rxd6+ exd6
17. e4 Bxe4 18.
He1 d5 19. Bd3 f5
20. c4 O-O 21.
Hhf1 Dg3 22.
Bxe4 fxe4 23.
cxd5 cxd5 24.
Ka1 Hf7 25. Dc5
Hd8 26. a3 b6 27.
Dc6 Dg6 28. Dc1
Hdf8 29. Hxf7 Hxf7 30.
Dc8+ Kg7 31. Dd8 Dg3 32.
Hc1 e3 33. Hc8 Dg6 34.
Dxd5 Hf1+ 35. Ka2 Df7 36.
Dxf7+ Kxf7 37. Hc2 Hf2 38.
Hc3 e2 39. He3 Hxg2 40. d5
Hg3 41. Hxe2 Hxh3 42. Kb1
Hd3 43. He5 h3 44. Kc2 Hd4
45. Hh5 Kg6 46. Hxh3 Hxd5
47. Hc3 Hc5 og hvítur gafst
upp. Björn lenti í 13.–18. sæti
með 6 vinninga en Gunnar
Björnsson fékk 5 vinninga
og endaði í 25.–28. sæti. Alls
var 41 þátttakandi. Haust-
mót Taflfélags Reykjavíkur
hefst í kvöld, 26. september,
kl. 19.30 í húsakynnum fé-
lagsins, Faxafeni 12. Allir
skákáhugamenn eru hvattir
til þátttöku.
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
SKÁK
Svartur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-1329,
eða sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Með morgunkaffinu
Þú ert nokkuð örruggur með þig, sé ég!
ATVINNA mbl.is
Laugavegi 63, sími 551 4422
Persónuleg þjónusta - Þekking og áratuga reynsla
Klapparstíg 27,
sími 552 2522
Frábær tilboð
í gangi
á öllum stærðum
af kerrum.
Tlboðsdagar á Kerrum
Til sölu eru margskonar jólavörur til gjafa
og skreytinga. Ennfremur mikið af efni í
jólaföndur.
Gjafavörur úr gleri og leir í miklu úrvali.
Einnig silkiblóm, kerti, kertastjakar og
servíettur.
Opið er virka daga frá kl. 13 til 19 en
11 til 17 um helgar.
Tökum bæði debit og kredit kort.
Tunguháls 7 er fyrir aftan Sælgætisgerðina
Kólus. Sími okkar er 567 1210.
LAGERSALAN TUNGUHÁLSI 7
ER Í FULLUM GANGI
HEILDVERSLUN
MEÐ JÓLA- OG
GJAFAVÖRUR
Í 35 ÁR