Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BANKARÁÐ Búnaðarbanka Ís- lands hf. og stjórn Lýsingar hf. hafa samþykkt fyrir sitt leyti samruna fé- laganna með þeim hætti að Lýsing hf. verði sameinuð Búnaðarbankan- um. Tillögur þessa efnis verða lagðar fram til samþykktar á hluthafafund- um félaganna sem áætlað er að halda laugardaginn 10. nóvember næst- komandi. Í fréttatilkynningu frá Búnaðar- bankanum og Lýsingu í gær segir að meginmarkmiðið með sameining- unni sé að tryggja hámarksárangur fyrir hluthafa, viðskiptamenn og starfsmenn félaganna. Samruninn muni styrkja stöðu Búnaðarbankans sem framsækins alhliða fjármálafyr- irtækis og opna honum færi til sókn- ar inn á ný svið. Sólon Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að sameiningin muni styrkja bæði fyrirtækin. Vilji sé til að sameiningin leiði til sem minnstrar breytingar hjá Lýsingu og að viðskiptavinir þess fyrirtækis finni sig áfram sem viðskiptavinir Lýsingar. Vonast sé hins vegar til þess að Búnaðarbankinn geti boðið sínum viðskiptavinum breiðari og víðtækari fjármálaþjónustu. Verðmat Lýsingar við samrunann er 2.457 milljónir króna. Núverandi eigendur Lýsingar eru Búnaðar- bankinn með 40% hlut, Landsbanki Íslands hf. einnig með 40% og Sjóvá- Almennar tryggingar hf. og Vá- tryggingafélag Íslands hf. með 10% hvort félag. Í fréttatilkynningu félaganna seg- ir að Lýsing hf. hafi verið leiðandi á sviði eignarleigu atvinnutækja fyrir fyrirtæki og einstaklinga í rekstri, auk þess sem fyrirtækið hafi hin síð- ari ár fjármagnað bifreiðakaup ein- staklinga á nýjum bílum. Rekstur Lýsingar hafi verið mjög traustur frá upphafi og hafi fyrirtækið öll þess starfsár verið rekið með hagn- aði. Lýsing hf. verður áfram rekið með sama hætti og verið hefur en nú sem sérstök eining innan bankans. Þá segir í tilkynningunni að sam- einingin muni skila talsverðum sam- legðaráhrifum. Búnaðarbankanum gefist nú kostur á að bjóða viðskipta- vinum sínum alhliða bankaþjónustu sem sé í samræmi við stefnu bank- ans. Efnahagur Búnaðarbankans um 187 milljarðar Samrunaáætlunin miðast við að hluthafar, aðrir en Búnaðarbankinn, fái greitt fyrir hlutabréf sín í Lýs- ingu með hlutabréfum í Búnaðar- bankanum miðað við skiptihlutfallið 1,18581081. Á hluthafafundi Búnað- arbankans mun bankaráð af þessum sökum leggja til að hlutafé Búnaðar- bankans verði hækkað um 368,55 milljónir króna með útgáfu nýrra hluta. Við samrunann eignast Lands- banki Íslands 5,32% í Búnaðarbank- anum, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 1,33% og Vátryggingafélag Ís- lands hf. 1,33%. Samruninn miðast við 30. júní 2001. Efnahagur Lýsingar er um 18 milljarðar króna. Efnahagur Búnað- arbankans um 172 milljarðar. Að teknu tilliti til innbyrðis viðskipta fé- laganna þá verður efnahagur Bún- aðarbankans eftir samrunann rétt um 187 milljarðar króna og CAD eig- infjárhlutfall um 9,3%. Lýsing sameinast Búnaðarbankanum JÓAKIM Danaprins og Alexandra prinsessa komu til landsins í gær í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Þau munu dvelja hér á landi fram á laug- ardag en með þeim í för eru sonur þeirra, Nikolai prins, og Niels Johannes Lebech, kirkjumálaráðherra. Heim- sóknin í gær hófst á því að Ólafur Ragnar og Dorrit Mousaieff buðu Jóakim og Alexöndru til kvöldverðar á Bessastöðum en Nikolai litli var genginn til náða. Morgunblaðið/Árni Sæberg Danaprins í heimsókn UNNIÐ er að því í dómsmálaráðu- neytinu að kanna nauðsynlegar breytingar á lögum til þess að tak- ast á við ógnir sem stafa af hryðju- verkum að sögn Sólveigar Péturs- dóttur dómsmálaráðherra en hún kynnti þessa vinnu sem fram fer í ráðuneytinu á ríkisstjórnarfundi í gær. Fer þessi endurskoðun lag- anna fram vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum hinn 11. september sl. Er einkum litið til breytinga á refsilöggjöf svo og löggjöf sem varð- ar lögreglu- og öryggismál. „Það er ljóst að Íslendingar verða að leggja sitt af mörkum til að efla aðgerðir gegn hryðjuverkum,“ segir Sólveig í samtali við Morgunblaðið. Bætir hún því við að um sé að ræða málaflokk sem þurfi að skoða mjög vel og vandlega. Hin Norðurlöndin hafa einnig stefnt að ýmsum laga- breytingum sem miða að því að taka á hættunni sem stafar af hryðju- verkum. Meðal þeirra lagabreytinga sem skoðaðar eru í dómsmálaráðuneyt- inu er fullgilding á samningi Sam- einuðu þjóðanna um fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. „Vinna þarf að fullgildingu þess samnings og nauðsynlegum lagabreytingum sem hann kallar á, einkum á refsilöggjöf- inni, varðandi refsiábyrgð þeirra sem styðja hryðjuverkasamtök fjár- hagslega,“ segir í minnisblaði ráð- herra til ríkisstjórnarinnar. Þá segir m.a. í minnisblaðinu að skoða þurfi ýmsar aðrar breytingar á almennum hegningarlögum, þ.e. aðrar en þær sem tengjast fjár- mögnun hryðjuverkasamtaka, t.d. skilgreiningu hryðjuverka í hegn- ingarlögunum og ýmis hugtök þeim tengd. Auka þarf heimildir lögreglu Þá segir í minnisblaðinu að auka verði heimildir lögreglunnar til sér- stakra rannsóknaraðgerða sem nauðsynlegar eru í þágu rannsóknar „alvarlegustu brota“, s.s. hryðju- verka og annarra brota þeim tengd- um. „Þannig þarf m.a. að kanna reglur síma- og netþjónustu til að skrá og varðveita yfirlit um fjar- skipti, hlerunarheimildir og leyni- legt eftirlit með grunuðum mönn- um. Einnig þarf að kanna leiðir til þess að vernda þá sem bera vitni í málum er varða hryðjuverk vegna hættu á hefndaraðgerðum gagnvart þeim.“ Breytingar gerðar á lög- um vegna hryðjuverkanna Áfram hlýtt í veðri UNDANFARNA daga hefur verið hlýrra hér á landi en víða í Evrópu og áfram verður hlýtt, a.m.k. í nokkra daga. Meðalhiti fyrstu tuttugu og fjóra daga septembermánaðar í Reykjavík var 9,4 gráður. Að sögn Þórönnu Pálsdóttur, for- stöðumanns úrvinnslu- og rannsóknarsviðs Veðurstof- unnar, var miklu hlýrra árið 1996 en þá var meðalhitinn á þessum sama tíma 11 gráður. Þá getur hún þess m.a. að árið 1993 hafi meðalhitinn einnig verið 9,4 gráður og árið 1968 hafi hann verið 10,7 gráður. „Þetta getur því orðið einn af hlýjustu septembermánuð- unum en árið 1996 var fádæma gott veður,“ segir Þóranna. Innt eftir því hvernig hlýind- unum sé skipt milli landsfjórð- unga segir hún að í gær hafi verið hlýjast á norðanverðu landinu en það líti út fyrir að hlýjasta loftið færi sig yfir á vestanvert landið. Ástæðuna fyrir góðri veðr- áttu í septembermánuði segir hún vera hlýjan loftmassa yfir Íslandi. „Svo eyðist hann og það kólnar lítillega næstu daga. Það verður þó áfram hlýtt.“ Nærri 400 skjálftar á tveimur dögum SKJÁLFTAVIRKNIN á Öxarfirði, sem hófst fyrir rúmri viku, hélt áfram í gær, skammt vestur af Kópaskeri. Mældust þá hátt í 200 minni skjálftar á mælum Veðurstofunnar, eða álíka margir og mældust í fyrradag. Særsti skjálftinn mældist 2,4 stig á Richter en langflestir voru á bilinu 1-2 stig. Skjálfti upp á tæp þrjú stig varð seint í fyrrakvöld og fundu vel- flestir íbúar á Kópaskeri fyrir hon- um. Vísindamenn á jarðeðlissviði Veð- urstofunnar fylgjast grannt með gangi mála á Öxarfirði en þessi virkni er að þeirra mati mjög óvenjuleg fyr- ir þá sök hvað skjálftarnir eru á vel afmörkuðu og hringlaga svæði. Öxarfjörður SLÖKKVILIÐINU í Reykja- vík var tilkynnt um eld í Hagaskóla rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Þegar slökkviliðsmenn komu á stað- inn var anddyri í tengibygg- ingu á milli álma fullt af reyk. Í ljós kom að spjald í hurð hafði verið brotið og logandi drasli hent inn í bygginguna. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu komst reykur inn í gangana beggja vegna við tengibygginguna en engar verulegar skemmdir urðu á byggingunni. Ólykt í Grafarvogi Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um sterka amm- oníaklykt í Grafarvogi í gær- kvöldi en þegar til kom reynd- ist ekki um ammoníaklykt að ræða heldur einhverja tor- kennilega ólykt sem lögreglu- menn gátu ekki skilgreint frekar. Ekki komust þeir heldur að uppruna fnyksins. Þjófnaður á þurrkara var tilkynntur til Lögreglunnar í Reykjavík kl. 17 í gær. Hafði nýjum þurrkara, sem enn var í umbúðunum, verið stolið úr geymslu í íbúðarhúsi í Fells- múla. Tilraun til íkveikju í Hagaskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.