Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.09.2001, Blaðsíða 20
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN 20 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALLT að 12 þeirra 19 manna sem frömdu sjálfsmorð með því að stýra flugvélum á skotmörk er þeir höfðu valið sér í New York og Washington voru ungir Sádi-Arabar. Þessir menn höfðu tileinkað líf sitt baráttu fyrir því, sem þeir skynjuðu sem málstað íslam og flestir þeirra komu frá afskekktu héraði í suðvestur- hluta Sádi-Arabíu þar sem þjóð- félagsólga á trúarlegum forsendum hefur verið ríkjandi. Þessar upplýsingar veita ónefnd- ur bandarískur embættismaður og sérfræðingar í málefnum Sádi-Ar- abíu. Sex þessara 12 manna, sem flestir voru rúmlega tvítugir, fóru að heim- an á síðustu tveimur árum og sögðu fjölskyldum sínum að þeir hygðust ganga til liðs við íslamska uppreisn- armenn, sem berjast gegn Rússum í Tsjetsjníu. Margir þeirra virðast vera frá héruðunum Asir og Baha þar sem bókstafstrú er landlæg sem og hat- ur á miðstjórn ríkisins. Í nokkrum tilvikum segja fjölskyldur mann- anna að þeir hafi fyllst miklum anda hreintrúar áður en þeir yfirgáfu heimili sín. Frá því hryðjuverkin voru framin í New York og Washington hinn 11. þessa mánaðar hefur margvíslegum upplýsingum verið safnað saman um hvernig fjöldamorðingjarnir komu sér fyrir í Bandaríkjunum, stunduðu þar flugnám og fleira. Það er hins vegar fyrst nú sem myndin af mönnunum, uppruna þeirra, upp- lagi og fjölskyldum er tekin að skýr- ast. Dagblöð í Sádi-Arabíu hafa notað ljósmyndir af mönnunum, sem bandarísk yfirvöld hafa dreift, til að hafa uppi á fjölskyldum þeirra. Bandarískur embættismaður, sem stendur nærri rannsókn málsins er- lendis, staðfestir margt af því, sem þar hefur komið fram. Nokkur ættmenni hryðjuverka- mannanna hafa lýst því hvernig for- eldrar og aðrir nánir ættingjar fái ekki trúað því að synir þeirra hafi verið færir um að myrða þúsundir óbreyttra borgara með því að fremja sjálfsmorð. Raunar gat einn faðirinn þess að sonur hans hefði verið andlega sjúkur maður og for- eldrar annars sögðu að hann hefði farið fram á fyrirgefningu og fyrir- bænir þegar hann hringdi heim í síðasta skiptið. Fjölskyldurnar yfirgefnar Á meðal þess sem nú liggur fyrir um fjöldamorðingjana má nefna: – Fayez Ahmad Al Sheri sem bandaríska alríkislögreglan, FBI, nafngreindi fyrst sem Fayez Ahm- ed. Hann var um borð í þotunni sem flogið var á syðri turn World Trade Center. Al Sheri fór að heiman í As- ir-héraði fyrir rúmu ári að því er faðir hans, Muhammad Al Sheri, tjáði dagblaðinu Arab News, sem gefið er út á ensku í Jidda. Hann sagði fjölskyldu sinni að hann ætlaði að ganga til liðs við íslömsk hjálp- arsamtök og síðast heyrðist frá hon- um er hann hringdi í fjölskyldu sína fyrr í ár. – Ahmad Abdulah Al Nami var 23 ára gamall og um borð í þotunni sem hrapaði í Pennsylvaníu. Hans hafði verið saknað frá því í desem- ber í fyrra og fjölskylda hans hafði ekkert frá honum heyrt. Sádi-arab- ískt dagblað segir að hann hafi orðið geysilega trúrækinn fyrir tveimur og hálfu ári. Hann hafi lesið upp bænirnar í mosku einni í Abha, höf- uðstað Asir-héraðs. Þá hafi hann lagt stund á íslamska lögspeki við háskólann þar. Haft er eftir föður Al Nami að hann hafi aldrei snúið aftur úr pílagrímsför til Mekka fyrir 15 mánuðum og að síðast hafi heyrst frá honum fyrir fjórum mánuðum. – Wael og Walid M. Alsheri voru bræður um borð í þotunni sem flog- ið var á nyrðri turn World Trade Center. Þeir voru frá litlum bæ, Khamis Mushayt, skammt frá Abha. Myndir af bræðrunum fara saman við þær sem FBI dreifði. Faðir þeirra segir að Wael, sem var 25 ára, hafi átt við andlega erfiðleika að stríða og hann hafi farið til Med- ina ásamt hinum 21 árs gamla bróð- ur sínum til að leita sér aðstoðar hjá trúarsamtökum. Frá þeim hafi ekk- ert heyrst síðan. Wael hafði lokið háskólaprófi og yngri bróðirinn stundaði einnig framhaldsnám. Heimildir dagblaðsins Al Watan herma að bræðurnir hafi fyllst mikl- um trúarofsa skömmu áður en þeir hurfu og að þeir hafi rætt um að ganga til liðs við múslima, sem berjast gegn yfirráðum Rússa í Tsjetsjníu. Báðir munu hafa talað litla ensku. – Hani Hasan Hanjour er talinn hafa flogið þotunni sem stýrt var á skrifstofubyggingu bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon. Hann bjó í borginni Taif og fór að heiman í desember í fyrra til Sam- einuðu arabísku furstadæmanna. Dagblöð í Sádi-Arabíu hafa greint frá því að fjölskylda hans sé farin að taka við samúðarkveðjum en tals- maður fjölskyldunnar segist ekki trúa því að Hanjour hafi framið grimmdarverkið. „Við vitum ekkert hvað varð um son okkar. Hann hringdi í okkur átta klukkustundum áður en atburðurinn varð og forvitn- aðist um heilsu okkar. Hann var Töldu sig þjóna trú- arinnar Flestir fjöldamorðingjanna voru ungir menn frá héraði einu í Sádi-Arabíu þar sem olíuauðurinn hefur lítil áhrif haft og trúar- spenna hefur verið áberandi. Reuters Mynd af 11 þeirra 19 manna, sem bandaríska alríkislögreglan telur að framið hafi fjöldamorðin í New York og Washington 11. þessa mánaðar. Lengst til hægri í annarri röð að neðan er Mohamed Atta, sem flest bendir til að hafi verið leiðtogi hryðjuverkahópsins. The Washington Post. MAÐURINN sem bandaríska al- ríkislögreglan (FBI) telur að hafi flogið farþegaþotu American Air- lines á annan World Trade Center- turninn í New York er talinn hafa komið á skrifstofur bandaríska landbúnaðarráðuneytisins í Flórída í fyrra og spurt um lán til að kaupa áburðardreifingarflugvél. Honum var tjáð að ráðuneytið veitti ekki slík lán, en honum var vísað á einkarekna lánastofnun í grenndinni, að því er haft er eftir framkvæmdastjóra banka sem ör- yggisvörður í var yfirheyrður af FBI. Svo virðist sem maðurinn hafi farið í lánastofnunina og kannað nánar möguleika á láni fyrir áburð- arvél, en engin plögg finnast um að hann hafi sótt um slíkt lán, að sögn Roberts Eplings, framkvæmda- stjóra Community Bank of Florida. Áhugi þessa meinta flugræningja á úðunarflugvélum hefur aukið ótta um að Bandaríkin geti orðið fyrir loftárás með sýkla- eða efnavopn- um. Upplýsingarnar um áhuga mannsins á lánum fyrir úðunarvél komu fram daginn eftir að starfs- menn flugvallar í Flórída greindu frá því að hinn meinti flugræningi, Mohammed Atta, og nokkrir aðrir miðausturlenskir menn hefðu kom- ið á völlinn nokkrum sinnum til þess að kynna sér notkun áburð- arvéla. Bandaríska loftferðaeftirlitið (FAA) hefur þrisvar bannað allt flug áburðardreifivéla í nokkra daga í senn síðan hryðjuverkin voru unnin í New York og Wash- ington 11. september. Starfsmenn eftirlitsins gáfu þó í skyn að þótt ógnin væri alvarleg væri ekki nein hætta beinlínis yfirvofandi. „Við höfum engar beinar vís- bendingar um hvenær eða hvar slík árás sé yfirvofandi,“ sagði John Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, á fundi dómsmála- nefndar Bandaríkjaþings á mánu- daginn. En hann bætti því við að leit í tölvum og á tölvudiskum og föggum manns sem sé í varðhaldi hafi leitt í ljós umtalsvert magn upplýsinga, sem fengnar hafi verið af Netinu, um áburðardreifingu úr lofti. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um það hvernig hægt væri að nota flugvél til að dreifa banvænum efnum yfir byggð. En til að hafa vaðið fyrir neðan sig fóru FBI-liðar og aðrir lögreglumenn um Banda- ríkin í síðustu viku og um helgina og báðu úðunarflugmenn að hafa auga með tækjum sínum og til- kynna án tafar um grunsamlegar mannaferðir. Þetta var að hluta til gert vegna grunsemda sem kviknuðu þegar í ljós kom í síðustu viku að Atta og nokkrir félagar hans komu nokkr- um sinnum á Belle Glade-flugvöll- inn í Flórída, fyrst í febrúar sl. Þar spurðu þeir úðunarflugmenn spjör- unum úr um flugþol og dreifigetu og um það hversu erfitt væri að fljúga áburðarvélum. Þar til á mánudag hafði aftur á móti ekkert komið fram opinberlega um að Atta hefði kannað möguleika á að koma höndum yfir áburðarvél. Hægt er að fá áburðarvél keypta fyrir 80 til 100 þúsund Bandaríkja- dali (átta til tíu milljónir króna), að sögn James Callans, framkvæmda- stjóra Samtaka landbúnaðarflug- manna í Bandaríkjunum. Engar sérstakar öryggisathuganir eru gerðar á flugmönnum sem sækja um leyfi til að fljúga landbúnaðar- flugvélum, að sögn FAA. Það væri tiltölulega auðvelt að valda mörg þúsund veikindatilfell- um með því að dreifa bakteríugró- um eða vírusum með áburðarvél, sagði Michael Osterholm, fram- kvæmdastjóri rannsóknarmið- stöðvar í smitsjúkdómafræðum við Háskólann í Minnesota. Í nýlegri bók, Living Terrors, lýsa Oster- holm og samstarfsmaður hans, John Schwartz, í smáatriðum hvernig slíkt gæti farið fram. Þeir ímynda sér atvik þar sem óánægður starfsmaður dreifir milt- isbrandsbakteríum yfir knatt- spyrnuleikvang þar sem um 74 þús- und áhorfendur eru saman komnir. Tíu dögum síðar eru 30 þúsund manns veikir og 700 látnir. Daginn eftir hefur tala látinna tvöfaldast. En aðrir hafa ekki eins miklar áhyggjur. „Það er fjöldi breytilegra þátta sem maður þarf að ná ná- kvæmlega réttum, eins og t.d. eindastærð og veðurfar og þrýst- ingur í úðuninni og réttur skammt- ur til að drepa eða sýkja fólk,“ segir Leslie-Anne Levy, aðstoðarrann- sakandi við Henry L. Simson-mið- stöðina, hugveitu í Washington. „Þetta er ekki svo einfalt að mað- ur geti bruggað eitthvað inni á baði hjá sér og farið svo og drepið fjölda fólks.“ En Levy segir að ef tími og þekking séu fyrir hendi væri þetta óneitanlega möguleiki. Í skýrslu sem Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin (WHO) gaf út sl. mánudag segir að tækniframfarir undanfarinna ára hafi gert að verk- um að hryðjuverkamenn gætu myrt milljónir manna með efna- eða lífefnavopnum. „Umfang mögu- legra áhrifa af notkun þeirra á mannabyggð eða hættan á að þau séu notuð setur ríkisstjórnum þá skyldu á herðar að bæði gera fyr- irbyggjandi ráðstafanir og leggja á ráðin um viðbrögð,“ segir í skýrsl- unni. Stofnunin flýtti útgáfu á drögum að skýrslunni, sem er 179 blaðsíð- ur, í kjölfar tilræðanna í Bandaríkj- unum 11. september, eftir að fulltrúar ríkisstjórna höfðu haft samband við stofnunina og leitað ráða um viðbrögð við sýklahernaði. „Ógnin af þessu er raunveruleg,“ sagði David Heyman, fram- kvæmdastjóri smitsjúkdómafræði- rannsókna á vegum WHO, í viðtali við Associated Press. „Það eru til efni sem gætu smitað mikinn fjölda ef þau væru notuð á svæðum þar sem eru margar milljónir fólks.“ Talið að einn hermdarverkamannanna hafi kannað möguleika á að kaupa áburðarflugvél Raunveruleg hætta talin á að sýklavopnum verði beitt Washington, Genf. The Washington Post, AP. Reuters Áburðarflugvél notuð til að úða uppskeru í Washington-ríki í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.